Morgunblaðið - 19.04.1986, Qupperneq 12
12
morgunblaðið; láugardagur 19. apríl 1986
Deila Skipstjórafélags íslands í hnút:
„Verið að biðja
um hluti sem ekki
er hægt að leysa“
EKKERT hefur miðað í samkomulagsátt í kjaradeilu Skipstjórafélags
Islands við skipafélögin, Landhelgisgæsluna og Rikisskip. Félagið
klauf sig út úr samningum Farmanna- og fiskimannasambands Is-
lands, sem gerði samning á grundvelli ASÍ-samkomulagsins frá i
febrúar.
.. . -
Gylfi Guðmundsson við nýja billiardborðið sitt, sem einu sinni var í eigu Karls II Rúmeníukonungs.
Borð Rúmeníukonungs
á nýrri billiardstofu
A Skúlagötu 26
U QDESTIOfl DQ F8I»C£ CASOl^ ^ M. BRIAND ET l£ COMTE MANM Faal dc Fdbú ITROISBAK
iomistUpMiqneroumiin* “05*5355» ! 27SSE.-' TrZföó
r !$ V tisPwtnte et d’Ualw 4»U»«*w ttílwwí ÍCSÍOft:
w (. v>.- /mw, .
rin'***" I.:
Eitt dagblaðanna sem notað var til að skorða borðið af i pakkn-
ingunum. Myndin lengst til vinstri er af Karli II Rúmeniukonungi
auk viðtals við hann. Blaðið er frá 4. desember 1927.
Deila þessi er afar snúin, skv.
upplýsingum blaðsins, þótt í hlut
eigi ekki fleiri en um 40 skipstjórar.
Aðallega er hún þó þríþætt: í fyrsta
lagi milli félagsins og Landhelgis-
gæslunnar um samræmingu á kjör-
um skipherra og skipstjóra á versl-
unarflotanum, í öðru lagi um lífeyr-
ismál skipstjóra og í þriðja lagi um
atvinnumál, sem svo eru kölluð. Þar
er átt við þá kröfu skipstjóranna,
að íslenskar áhafnir verði á útlend-
um leiguskipum íslensku skipafé-
laganna.
Fulltrúar Skipstjórafélags Is-
lands hafa átt fundi með samgöngu-
ráðherra og fjármálaráðherra um
lífeyrismál sín. Þar er vandinn eink-
um sá, að misræmi er milli eftir-
launaaldurs eftir lífeyrissjóðum.
Skipstjóramir eru sumir í lífeyris-
sjóði opinberra starfsmanna, sumir
í lífeyrissjóði Eimskips, aðrir í líf-
eyrissjóði Sambandsins, nokkrir í
Iifeyrissjóði sjómanna og einhveijir
í lífeyrissjóðnum Skildi. Skipstjór-
amir vilja að þeir félagar, sem ekki
eru í lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna,
geti flutt réttindi sín yfir í Lífeyris-
sjóð sjómanna, þar sem þeir myndu
njóta betri réttinda en þeir búa við
í dag. Stjóm sjóðsins mun ekki áfjáð
í að af þessu verði á þann hátt, sem
forystumenn Skipstjórafélagsins
„Öryggi í flugmálum hér á
landi verður fylgt eftir eins og
verið hefur til þessa. Hinsvegar
held ég að það hvarfli hvorki að
mér né öðrum að öllum íslenska
flugflotanum verði lagt. Það
kemur hreint ekki tii greina. Við
myndum þá skilja landið eftir
algjörlega samgöngulaust,"
sagði Matthías Bjamason sam-
gönguráðherra í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins.
„Slysin geta komið fyrir alls
staðar, á landi, sjó og í lofti. Þegar
menn tala um að banna allar flug-
vélar, smáar sem stórar, sem nú
eru í rekstri hér á innanlandsleiðum,
finnst mér það áþekkt og að ætla
að banna alla umferð á veginum
milli Reykjavíkur og Keflavíkur þar
sem slys hafa verið tíð í gegnum
árin,“ sagði ráðherra.
Matthías sagði að vel kæmi til
greina að sínum dómi að banna
ákveðnar flugleiðir ef illa veðraði
eða ef veðurástand væri tvísýnt.
„Nú þegar er farið að ræða um slík
bönn og þegar réttir aðilar hafa
fjallað ítarlega um málið, kemur
væntanlega til skjótra kasta okkar
varðandi breytingar á reglugerðum
sem gera þarf til aukins öiyggis."
Varðandi móttökutæki fyrir veð-
urkort á alla flugvelli landsins, sem
einnig hefur verið rætt um að
undanfömu til aukins flugöryggis,
sagði ráðherra að slík framkvæmd
gera kröfu um, skv. upplýsingum
blaðsins.
Höskuldur Skarphéðinsson, for-
maður SkipstjóraJfélags íslands,
sagði í samtali við blm. Morgun-
blaðsins að sér og samheijum sínum
þætti nú nóg komið af nefndastarfi
og athugunum varðandi lífeyrismál-
in. „Nú þarf að horfast í augu við
vandann og leysa hann á þessu ári.
Það þarf ekki fleiri nefndir til að
athuga þessi mál,“ sagði hann.
Höskuldur sagði að Skipstjórafélag-
ið hefði verkfallsheimild og hefði
haft um all langt skeið. Ekkert
hefði þó verið ákveðið um beitingu
þeirrar heimildar.
Af hálfu skipafélaganna hefur í
samningaviðræðunum verið vísað
til yfirlýsinga aðila vinnumarkaðar-
ins frá í febrúar um endurskoðun
á lífeyrissjóðakerfinu. „Við teljum
okkur ekki geta gert samkomulag
um neitt annað við svo fámennan
hóp,“ sagði Jón H. Magnússon,
lögfræðingur hjá Vinnuveitenda-
sambandi íslands, sem leiðir samn-
ingana af hálfu sjálfstæðu skipafé-
laganna. „Vandinn í þessum samn-
ingum er sá, að það er verið að
biðja um hluti, sem ekki er hægt
að ieysa. Þetta er stærra mál en
svo.“
kostaði mikla peninga og sér hefði
ekki reynst auðvelt í gegnum tíðina
að fá Qármuni til allra þeirra hluta
sem gera þyrfti.
„Því er ekki að neita að sam-
drátturinn er töluverður hjá
okkur húsasmiðum," sagði Örn
ísebarn, formaður Meistarafé-
lags húsasmiða, i samtali við
blaðamann Morgunblaðsins.
Undanfarið hefur mátt sjá aug-
lýsingu frá félaginu í dagblöðun-
um þar sem þeim, sem hugsa til
framkvæmda í sumar, ei’ bent á
að hafa samband við iðnaðar-
menn tímanlega. Jafnframt ráð-
leggur félagið fólki að gera
skriflegan samning um það sem
vinna á og hvemig það skuli
greiðast.
Nýlega opnaði Gylfi Guð-
mundsson billiardstofu á Skúla-
götu 26 í Reykjavík. Boðið er
upp á 12 spilaborð. Eitt þeirra
er þó ekki í notkun heldur er
það notað sem sýningargripur.
Borð þetta er hingað komið
frá Portúgal og var það síðast
i eigu Karls II Rúmeníukon-
ungs — líklega 120 til 130 ára
gamalt, að sögn Gylfa.
„Kunningjafólk mitt í Portúgal,
sem reyndar rekur antíkverslun,
sá um að bjóða í borðið fyrir mig
þegar innanstokksmunir rúm-
ensku konungsfjölskyldunnar I
Portúgal voru boðnir upp ekki
alls fyrir löngu, en sagan segir
að Rúmeníukonungur hafi flutt
til Frakklands í kringum 1925
vegna þess að hann hafi verið í
tygjum við konu eina sem ekki
var sjálf af konungsættum og
þurfti þar af leiðandi að segja af
sér konungdómi. Frá Frakklandi
flutti hann sig til Portúgal á árun-
um 1927—28 og auðvitað billiard-
borðið sitt með — það sem nú er
í minni eigu,“ sagði Gylfi.
„Ég sé að Karl II hefur ekki
spilað mikið billiard eftir flutning-
inn þar sem þau dagblöð, sem ég
er nú að taka upp og notuð voru
til að skorða borðið af í kössunum,
eru frá þessum sömu árum.
Öm sagði að töluverð brögð væru
að því að ófaglærðir menn auglýstu
sjálfa sig sem viðgerðar- og við-
haldsmenn ýmiss konar. Fólk þyrfti
þvi að vara sig í slíkum tilfellum
en hann bætti því við að undanfarið
hefði mikið verið hringt til félagsins
og kvartað yfir lélegum vinnu-
brögðum og hærri reikningum en
taxtar meistarafélagsins gæfu til
kynna.
„Samdráttur milli áranna 1985
og 1986 er yfir 30% miðað við
áætluð fokheld hús og ástandið er
enn verra víða úti á landi. T.d. voru
frönsk, spönsk og rúmensk. Ég
sé t.d. eitt forsíðuviðtal við kon-
unginn sjálfan, grein um Musso-
lini og annað athyglisvert."
Gylfi sagði að borðinu hafi fylgt
sérstakur billiarddúkur, sem nú
væri á borðinu, kúlumar væru úr
fílabeini eins og þá tíðkaðist og
sjálft borðið væri úr mahoní. Þá
fýlgja 12 kjuðar og krítar, sem
Karl II hefur væntanlega krítað
kjuðann sinn með.
10 til 20 íbúðir gerðar fokheldar á
sl. ári á Akureyri en fyrir fimm
árum voru 170 til 180 íbúðir á ári
gerðar fokheldar. Eininga- og timb-
urhús hafa auðvitað komið til sög-
unnar en reyndin er sú að þau eru
hreint ekki ódýrari en þau hús, sem
byggð em á hefðbundinn hátt,
þegar upp er staðið."
Á Akureyri hefur iðnaðarmönn-
um fækkað um helming á sl. fimm
árum og margir þeirra flykkst til
Reykjavíkur í atvinnuleit. „Allar
sveiflur í byggingariðnaði eru vara-
samar og kostnaðarsamar.
Annað sögulegt borð er á bill-
iardstofu Gylfa, öllu eldra eða um
160 ára. Það var í eigu bresks
fyrirtækis sem lagði fyrsta sæ-
símastrenginn milli Evrópu og
Ameríku og var borðið staðsett á
skrifstofu eins af forstjórum þess.
Fyrirtæki þetta átti annað sams-
konar borð, sem nú er í eigu
forstjóra Ford í Portúgal, að sögn
Gylfa.
Reykjanes sker sig þó úr fyrir
að þar er svipaður íbúðafjöldi
byggður á ári hveiju, en aftur á
móti í Reykjavík hátt i tvöfaldaðist
byggjngatala íbúða á sl. tveimur
árum frá því sem var á árunum
1980 til 1983. Ég held að við hér
í Reykjavík hljótum að renna inn í
sömu iægð og þeir norðanmenn
hafa gert miðað við óbreytt ástand
í húsnæðislánakerfinu. Þó er vitað
að ijöidi fólks af þessum stóru ár-
göngum, sem nú eru milli tvítugs
og þrítugs, hefur ekki fest sér íbúðir
ennþá, svo að maður fyllist bjart-
sýni varðandi byggingafram-
kvæmdir nú þegar rætt er um að
fymka lánakerfið verulega," sagði
Öm.
„Gætum alveg eins
bannað umferð um
Keflavíkurveginn“
— segir samgöngxtráðherra um
aukinn öryggisbúnað flugflotans
30% samdráttur hjá húsasmiðum:
„Fyllist bjartsýni nú er rætt
er um nýtt húsnæðislánakerfi“
— segir Örn ísebarn, formaður Meistarafélags húsasmiða