Morgunblaðið - 19.04.1986, Side 14

Morgunblaðið - 19.04.1986, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR19. APRÍL1986 Langholtskórinn og íslenska hljómsveitin flytja Messías eftir Handel: „Stórkostlegt samspil radda“ Sungið á Akranesi, Selfossi, Keflavík og í Reykjavík „Halelúja“ hljómar sterkt og þróttmikið úr sextíu röddum við undirleik hljóðfæraleikara. „Halle-lúja, halle-lúja“. Stjórnandinn sveiflar sprota sínum auðsjáan- lega ánægður með árangurinn á æfingunni. „Það er svo sem ekkert að marka þetta,“ segir formaður Kórs Langholtskirkju samt sem áður. „Þetta er lokaæfing og fólkið er nokkuð spennt. Þetta verður mjög gott á tón- leikuniim." Þetta er óþarfa lítillæti hjá formanninum. Kórnum tekst vel upp ekki síður en hljóðfæraleikurunum, Is- lensku hljómsveitinni. Kórinn og hljómsveitin eru að æfa hina stórkostlegu óratóríu Messías eftir Hándel. Verkið verður frumflutt á Akranesi laugardaginn 20. apríl klukkan 14, því næst verður farið á Selfoss og sungið þar á þriðjudaginn, í Keflavík verður sungið á miðvikudaginn og á sumardaginn fyrsta verður loks sungið í Reykjavík. Erna Þórarinsdóttir, Guðmundur Gunnarsson og Sigurlaug Bragadóttir. Messías er hluti af áskriftartón- leikum Islensku hljómsveitarinnar og er þetta í fyrsta sinn, sem hún 9g Langholtskórinn starfa saman. íslenska hljómsveitin á veg og vanda af skipulagningu tónleik- anna í þetta sinn. Langholtskórinn hefur tvívegis áður flutt Messías. í bæði skiptin hefur Jón Stefáns- son stjómar kómum og mun Jón einnig stjóma flutningi verksins í þetta sinn. Einsöngvarar á tónleikunum eru Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sólveig Björling, Garðar Cortes og Halldór Vilhelmsson. Úr kóm- um syngja einsöng Harpa Harðar- dóttir og Ragnheiður Fjeldsted. Islenska hljómsveitin hefur nú starfað í rúm fjögur ár og hefur að mati þeirra sem til þekkja sannað tilverurétt sinn svo ekki verði um villst. Hljómsveitin nýtur lítilsháttar ríkisstyrkja, sem nema um það bil 10% af rekstrarkostn- aði hljómsveitarinnar á ári. Rekst- ur hennar kostar tíu milljónir á ári, svo sjá má að hér er ekki um neitt smáfyrirtæki að ræða. Langholtskórinn Langholtsprestakall var stofn- að 1952 og hefur síðan verið starfandi söngkór við prestakallið frá því ári. Kirkjukór Langholts- prestakalls var stofnaður árið eftir. Árið 1973 var starfsemi kirkjukórsins breytt um leið og hann var nefndur Kór Langholts- kirkju. Fjölgað var í kómum og hann fór út í meiriháttar söng- flutning. Um leið vom meiri kröf- ur gerðar til kórfélaga. Kórinn hefur fyrir löngu skipað sér í hóp betri kóra landsins og hefur haldið fjölmarga tónleika hér á landi og erlendis. Árið 1973 var farið í tónleikaferð til Svíþjóð- ar, til F'innlands 1978, Kanada 1981 og til Þýskalands, Austur- ríkis og Italíu 1985. „Ahættusamur rekstur“ „Við höfum í ár haldið helmingi fleiri tónleika en í fyrra. Það segir sína sögu um hljómsveitina. Hún er í stöðugum vexti,“ sagði Jón Baldur Lorange, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Islensku hljóm- sveitarinnar, í samtali við blaða- mann í tilefni af tónleikunum. „Islenska hljómsveitin er stórt fyrirtæki, miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir. Við stefnum að því að reka hana án taps og það hefur tekist nokkum veginn. Hins vegar veldur það því, að við eigum enn í talsverðum vandræð- um vegna stofnkostnaðarins, sem við eigum erfitt með að vinna upp. Þetta er áhættusamur rekst- ur og það má ekkert bregða út af til þess að illa fari. Okkur líst mjög vel á samstarf- ið við Kór Langholtskirkju. Jón Stefánsson stjórnar tónleikunum og við teljum hann vera mjög færan og vel til þess fallinn. Við ráðumst í þetta verkefni til þess að kórinn geti notið sín í svona viðamiklu verki. Fólk ætti að kunna vel við þetta verk, enda er þaðvel þekkt.“ „Liðsheildin skiptir öllu máli“ „Það var rosalegt áfall fyrir mig að koma inn í þennan kór. Eg var sett inn í kórinn með söngbók og sagt að syngja. Öðrum virtist þetta mjög auðvelt, en ekki mér. Ég hugsaði mér, Guð minn góður, hvað er ég að gera hér?“ segir Sigurlaug Bragadóttir, altrödd, en hún gekk í Langholtskórinn síðasta haust. „En þetta var bara fyrst. Eldri félagar í kómum buðu okkur heim til sín til að kynna okkur starfsem- ina og þar fékk maður haldgóð ráð. Ég komst að því, að þama vom aðrir nýir kórfélagar og þeim leið nákvæmlega eins og mér. Smám saman fór ég að átta mig á málinu og nú líður mér ákaflega vel í kómum.“ „Þetta er annað árið mitt. Ég hef sungið í kór frá því ég var krakki á Akureyri. Bróðir minn var í kórnum og þegar hann hætti kom ég inn í staðinn," sagði Ema Þórarinsdóttir, sópran í Lang- holtskómum. „Þetta er ákaflega spennandi Sýningarbás Flugleiða og annarra íslenskra fyrirtækja á sýningunni. Talið frá vinstri: Karl Byström og Jan Nilsson hjá Flugleiðum, Pétur J. Eiriksson forstöðumaður Flugleiðaskrifstofunnar i Stokkhólmi, Þór Rögnvaldsson hjá Guðmundi Jónassyni og Bryndis Óskarsdóttir hjá Ferðamálaráði. Árleg ferðakaupstefna haldin í Gautaborg ALÞJÓÐLEG ferðakaupstefna, „Tur ’86“, var haldin þriðja árið í röð í Gautaborg dagana 20.—23. mars sl. Auk Ferðamálaráðs og Flugleiða tóku þátt af íslands hálfu Samvinnuferðir-Landsýn, Ferðaskrifstofa ríkisins og Ferðaskrifstofa Guðmundar Jón- assonar. Alls voru sýningarbásar 800 tals- ins frá 62 löndum. Yfír 50.000 manns komu á sýninguna, bæði fagfóik og annar almenningur, en í fyrra á sömu sýningu, komu um 47.000 manns. Færri útlendingar komu til Iandsins í mars en í fyrra Astæðan hækkun á flugvallarskatti seg- ir Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða ERLENDIR ferðamenn sem komu til íslands í mars voru 5,2% færri en á sama tíma í fyrra. Þá komu 4032 erlendir ferða- menn til íslands, en 3.822 í mars siðastliðnum. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða sagði að hann teldi ástæð- una fyrir þessari fækkun ferða- manna vera þá að flugvallarskattur var hækkaður þann 1. mars síðast- liðinn úr 250 krónum í 750 krónur. Hann sagði að það virtist sem svo að flugvallarskatturinn hefði frekar áhrif á ferðalög útlendinga því íslendingar sem komu til lands- ins í mars eru nú 17% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída: GATAN Flestir eru fegnir, þegar lokið er dagsverkinu og hægt er að halda heim á leið. Framundan er af- slöppun og ánægja kvöldsins, og svo kemur meðvitundarleysi næt- urinnar. Ef allt er eðlilegt, vaknar maður upp að tnorgni, sprækur og hress, tilbúinn að takast á við verkefni nýs dags. Áður en hægt er að komast í ánægju kvöldsins, þarf að koma sér alla leið heim. Það er hálftíma bílferð og umferðin er mikil, sér- staklega um há ferðamannatím- ann. Margs ber-’að'gæta og var- lega verður að aka. Loks er beygt inn í hverfíð og yfirgefínn þys og hávaði þjóðvegarins. Samferða- mennimir halda þar áfram að þjóta í bílum sínum, hver í sína áttina, sneyddir þolinmæði og til- litssemi, en ákveðnir í því að stytta ferðatíma sinn um nokkrar mínútur. Einu sinni enn er maður sloppinn inn í sitt friðland, og loks er beygt inn í götuna. Götumar héma í henni Amer- íku eru eins og gengur og gerist annars staðar. í Flórída er mjög algengt að númera þær til að gera fólki auðveldara að rata. Er þá viðkomandi borgum og bæjum skift í ijóra hluta, þ.e. norð-vestur, suð-vestur o.s.frv. Strætin liggja öll í norður og suður en götumar í austur og vestur. Ætli maður til dæmis að fínna hús númer 1820 SV 72 stræti, leitar maður í suð-vestur hluta bæjaríns á 72. stræti milli 17. og 18. götu. Gefst þetta kerfí mjög vel og hafa flest- ir komist upp á lagið með að rata á tiltölulega skömmum tíma nema bréfritari ykkar. Það tók hann heldur lengri tíma. Húsin eru svo auðvitað í röðum við götuna, og í hverju þeirra er lítill heimur þeirra íjölskyldu, sem þar lifír lífí sínu. Eftir því, sem ég bezt veit er þetta allt ágætis fólk, og kannast ég vel við sumt. Samgangur var meiri, þegar hverfíð var nýbyggt á meðan allir vom að kynnast. Núna sjást menn skjótast upp eða niður götuna í bílum sínum, og er þá látið nægja að veifa. Oðru hveiju gómar maður einn og einn á fæti og er þá tekið tal saman. Kíkt er á náungann til að sjá, hvort hann hafí elzt frá því í fyrra, eða var það kannske í hitteðfyrra? Hefír hárum fækkað og bumban stækk- að? Það búa augnlæknar sitt hvoru megin við okkar hús. Þeim var tilkynnt af bréfritaranum, þegar inn var flutt, að ekki yrði gert upp á milli þeirra. Ef lækna þyrfti vinstra augað, myndi verða leitað til Davíðs augnlæknis, sem býr vinstra megin, en til Haraldar augnlæknis, sem hægra megin býr, ef eitthvað bjátaði á með hægra augað. Þetta eru skínandi náungar. Það hefír þó háð Davíð dálítið, að konan hans er sífellt að eignast böm. Þau voru orðin fímm, síðast þegar ég taldi, og enn ekki fyrir endann á því séð. Hann er feiki- lega flínkur augnlæknir og sker upp gömul og biluð augu á degi hverjum. Hann er mjög hræddur við innbrotsþjófa, og lét því setja upp feikilega dýrt og fínt þjófa- bjöllukerfi í hús sitt. Það er svo viðkvæmt, að allt fer í gang, ef blámaður svo mikið sem ekur um götuna! Siðferðislega séð held ég, að ástandið sé ekki svo slæmt í göt- unni hjá okkur. Aðeins hefir orðið einn skilnaður, svo vitað er. Jim tók sig allt í einu upp og flutti að heiman. Líf hans skorti fyll- ingu, var sagt, og það var ekki einu sinni önnur kona í spilinu. Svoleiðis er afar niðurlægjandi fyrir makann, sem eftir situr. Þau eru víst skilin að borði og sæng en ekki garði, því Jim kemur heim aðra hveija helgi og slær grasið og hugsar um garðinn. Silla og Pétur búa hér hinum megin við götuna. Hún er okkar Gróa á Leiti og fylgist með öllu, sem fram fer, og gefur nágrönn- um sínum reglulega skýrslu. Hún var dyggilega á vakt í haust er leið, og uppgötvaði þá, að frú Frost var búin að fá sér ástmann. Herra Frost var við vinnu í Jack- sonville og kom ekki heim nema um helgar. Elskhuginn heimsótti vinkonu sína tvisvar í viku, þriðju- daga og fimmtudaga, milli 1.30 og 4.15 á daginn. Voru lýsingar Sillu á þessu mjög hjartnæmar. Nú er herra Frost hættur að vinna í Jacksonville og allt búið gaman hjá frú Frost og Sillu. Fyrst búið er að minnast að Sillu, verður að gera örlítið betur grein fyrir hennar högum. Það tók okkur langan tíma að fínna út, hvemig Pétur færi að því að sjá fyrir þeim, því hann gekk ekki til vinnu eins og allir aðrir. í ljós kom, að hann átti mikið af alls kyns hlutabréfum og lifa þau góðu lífí af arðinum. Situr hann heima allan daginn og klippir arðmiðana af bréfunum og sendir til inn- heimtu. Að kveldi hlýtur hann að vera dauð uppgefínn í þumlinum eftir allar klippingamar. Það fer lítið fyrir Sillu bak við gluggatjöldin, því hún er horuð eins og strik. Það er eitt af mark- miðum hennar í lífínu að sjá svo um, að hún fái aldrei almennilega máltíð. Hún trúir því, að næstum allur matur sé mjög slæmur fyrir skrokkinn, og þess vegna vill hún ekki leggja það á sitt lítilfjörlega boddý að láta það innbyrða og melta fæðu. Undanfarið hefir allt verið með kyrrum kjömm í götunni. Ef eitt- hvað æsandi gerist, fáið þið að fylgjast með. Höfundur er ræðismaður ís- lands í Flórida og framkvæmda- stjóri hjá fisksölufyrirtæki á Miami.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.