Morgunblaðið - 19.04.1986, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 19.04.1986, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRIL1986 Langholtskórinn og íslenska hþ'ómsveitin á æfingu. og skemmtilegur kór. Viðfangs- efnin eru yfirleitt mjög áhugaverð og félagsskapurinn er frábær. Ég hef verið nokkuð í popptón- list, en þetta er ekkert síðra. Messías er alveg stórkostlegt verk. Ég söng það árið 1977 með Passíukómum á Akureyri. Orat- órían er gríðarlega mikil og stór, en mér líkar betur og betur við hana eftir því sem ég verð eldri. Því oftar sem ég heyri Messías því betur skil ég hann. Messías er stórkostlegt samspil radda. I verkinu eru stórfallegir kórar og aríur sem flestir ættu að þekkja. Mér finnst ég þekkja þetta mjög vel og var ekki mjög lengi að átta mig á verkinu." „Þetta er tíunda árið mitt í kómum. Nei, ég er ekki aldurs- forsetinn, sá sem lengst hefur sungið með Langholtskómum hefur sungið í um 14 ár. Þetta er því mjög ungur kór. Fyrir nokkrum ámm, þegar meðalaldur í íslenskum kórum var 50 ár, þá var meðalaldurinn í Langholt- skórnum 25 ár, en síðan hafa kórar í landinu yngt talsvert upp hjá sér,“ sagði Guðmundur Gunn- arsson, formaður kórs Langholts- kirkju. „Starfsemi kórsins er í nokkuð föstum skorðum. Æfingar era reglulega tvisvar í viku og skiptir engu máli þótt tónleikar séu í nánd. Við reynum að skipuleggja æfíngamar þannig, að öllum undirbúningi sé lokið nokkra fyrir tónleikana án þess að þurfa að fjölga æfíngum. „Ég veit að mönnum þykir mjög gaman að syngja í kómum. Fólk fínnur sig sem mikilvægt tannhjól í stórri vél. Þetta er virkileg lífs- fylling. Kórstarfíð er ekki ósvipað fótboltakeppni, nema það er bann- að að sóla og einstaklingsfram- takið á ekki við nema samkvæmt vel skipulögðu plani.“ „Þetta er alveg rétt," segir Sigurlaug. „Það kemur alltaf fyrir að menn koma þreyttir á æfíngu, en það er segin saga, hressingin er slík að flestir koma endumærð- irafæfíngu." „Það er raunveraleg heilsubót að syngja. Ein góð æfing er á við það að hlaupa ianga vegalengd,“ segir Guðmundur. „Og svo er það félagsskapurinn sem er mjög góður. Sumir koma beinlínis í kórinn til að kynnast góðu fólki. Ég hafði heyrt að fé- lagsandinn væri mjög góður í kórnum og það réði nokkra um að ég gekk í hann,“ sagði Ema. „Stundum fínnst fólki ekki nóg sungið. Sumir hafa tekið sig saman og myndað litla kóra innan kórsins. Þannig var með „Stjúp- bræður" sem nutu talsverðra vin- sælda fyrir nokkram áram. Ég og nokkrar vinkonur mínar bytjuðum að æfa saman ýmis lög og komum fram á vísnakvöldum og árshátíðum í vetur. Þetta datt nú upp fyrir þegar ein flutti af landi brott.“ „Það era býsna margir sem lesa nótur eða skilja nótur í kóm- um. Ég hef til dæmis aldrei lært að lesa nótur, en get nú nýtt mér þær mjög vel,“ sagði Guðmundur. „Ég lærði fyrst nótnalestur þegar ég söng í Passíukómum á Akureyri,“ sagði Erna, en hún er tónmenntakennari. „Ég hef lært nótnalestur en hef tapað nokkra niður vegna æfínga- leysis. Til Messíasar þekkti ég ekki nema af plötu,“ segir Sigur- laug. „Það var nokkuð sérstakt að riij'a upp Messías. Við byijuðum á því að setja plötu á fóninn og lesa um leið verkið á bók. Þetta var aldeilis frábær stund. Það er ekki hægt að gleyma svona verki. Af og til raku menn upp til handa og fóta, þegar þeir mundu eftir einstökum köflum; ég man eftir þessu, og svo sungu menn með,“ segir Guðmundur. „Messías gerir kröfur til söngvaranna, en þó öðravísi kröf- ur en önnur verk. Verkið syngst létt saman, verður áreynslulaust, án þess að minnka kröfumar. Ég veit að Messías eftir Hándel mun falla fólki vel í geð. Þetta er fallegasta og þekktasta kórverk í heimi og í því er mikill söngur." Bílageymsla undir Austurvelli: Hugmyndin vel fram- kvæmanleg Segir Þorvaldur S. Þorvaldsson forstöðu- maður Borgarskipulags „MÉR LÍST ágætlega á þessa hugmynd og held að hún sé vel framkvæmanleg,“ sagði Þor- valdur S. Þorvaldsson, forstöðu- maður borgarskipulags, er hann var inntur álits á hugmynd, sem fram hefur komið um bílastæði undir Austurvelli í miðborg Reykjavíkur. Hugmyndin er sett fram i grein eftir Birgi Pál Jónsson og Leó E. Löve, sem birt var í Morgunblaðinu á laugardag. Þar telja höfundar að ■* vel gæti farið á því að „fela“ 100 til 200 bíla undir Austurvelli. Yfír- borðið gæti verið óbreytt með öllu, nema hvað völlurinn yrði stækkaður sem útivistarsvæði þar sem engin umferð þyrfti að verða um Vallar- stræti og Thorvaldsensstræti. Þorvaldur sagði að bflageymsla undir Austurvelli væri síst verri kostur, en á þeim stöðum sem þegar hefðu verið ákveðnir og til dæmis væri nú unnið að gerð bflageymslu undir Suðurgötu 7, sem lægi í svip- aðri hæð og Austurvöllur. „Þetta er góð hugmynd, því þetta liggur eins vel við Kvosinni og hugsast getur," sagði Þorvaldur. Hann sagði að hugmyndin hefði að vísu ekki verið rædd að neinu marki innan Borgarskipulags, en væntanlega yrði málið kannað í framhaldi af þessari grein þeirra Birgis Páls Jónssonar og Leó Löve, enda væri nú unnið að könnun á öllum hugsan- legum möguleikum á bflastæðum í Kvosinni. itoob\^rir e\|VC^ l, a° \ tóSS'4 ^ oooj lllÞ^ i ww*'VitS; »«?, roV«da' Jr______-—- stúlkurn K.aUritius 1 á e^nnl \ wr s ODDI HF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.