Morgunblaðið - 19.04.1986, Side 16

Morgunblaðið - 19.04.1986, Side 16
16' •______________ __ Mg>R&lHtjefc'ADIg;^,A^eiA'Rt>A'GURW: APRÍL lg86-f nnýr:ti£rd ■aör.m io jjö 6b ,f> olfnorii; '1 nqov brjjoí öisbbfo minjie 6iV f 'sninJi.ifiJi) b BÍaiorfö nifloA - mulörf öiV .*i£}bio munubnilöii Er hráefnisöflun fyrir fiskvinnslu annarra þjóða hlutverk okkar? Hér fer á eftir ræða, sem Friðrik Pálsson, forstjóri SH, flutti á ráðstefnu fiskiðnaðar í fyrradag. Framtið sjávarútvegs á íslandi hlýtur að vera björt. Um þessar mundir virðast öll ytri skilyrði, þegar til lengri tíma er litið, vera hagstæð, enda þótt ýmsar blikur séu á lofti, sem varpa skugga á næsta nágrenni. Nákvæmari upplýsingar um ástand fiskstofna, betri möguleikar til hagkvæmari nýtingar þeirra, bsétt fiskileitartækni, hagkvæmari veiðiaðferðir, betri tæki og tækni til að viðhalda ferskleika hráefnis, aukin tækni við vinnslu afurðanna, einfaldari og öruggari flutninga- tækni, aukinn áhugi á fiski sem heilsufræði; allt þetta svo og aukin eftirspum eftir fiskafurðum um allan heim hlýtur að vekja mönnum bjartsýni hér á Islandi þar sem allt snýst um fisk og aftur fisk. En skyggir þá eitthvað á þennan rósagarð, og hvað er framundan? Ég ætla að fjalla um nokkur atriði, sem mér finnast vera efst á baugi þessa stundina og snerta framtíð sjávarútvegsins sérstaklega — og ég ætla að taka það fram, að ég vinn fyrir fiskvinnsluna, en tala hér í eigin nafni eingöngu. Með verðbólgnfjallið á bakinu Aðalauðlind okkar íslendinga er fiskurinn í hafinu umhverfis landið. Á hafinu hefur þjóðin lifað alla tíð og mun gera um ófyrirsjáanlega framtíð. Til skamms tíma datt fáum í hug, að sú auðlind væri í rauninni takmörkuð. Allt benti til þess, að í hana mætti sækja næsta ótakmark- að. En um miðja þessa öld fór ýmislegt annað að koma í ljós. Nægir þar að nefna hrun stofna síldar og loðnu og fleiri stofnar virtust vera í hættu. Mikill baráttutími fór í hönd. Útlendingar skyldu hér út úr land- helginni, því við ætluðum einir að veiða og vinnajjann fisk, sem miðin gáfu af sér. Ymsar fiskveiðiþjóðir gerðu harða hríð að okkur, en án árangurs. Fiskinn eigum við sjálfir og þeir, sem láta sér detta í hug að hleypa hér erlendum mönnum inn í landhelgi til að ná í fisk til vinnslu erlendis eða beint í pottinn, eru álitnir landráðamenn eða þaðan af verra. Við hófumst svo handa við að nýta einir stofnana okkar og kannski höfum við farið afskaplega rangt að því og gætum gert það miklu hagkvæmara með færri skip- um o.s.frv. Um það hef ég svo oft fjallað, að ég sleppi því hér. Við búum við nokkuð flókið kerfi til að verðleggja fisk upp úr sjó og skipta verðmætunum á fyrsta stigi upp úr fiskiskipi inn í vinnslustöð. Það gerum við í Verðlagsráði sjáv- arútvegsins og hefur það nú starfað um flórðung úr öld. Sá samningur, sem gerður hefur verið í verðlagsráði nokkrum sinn- um á ári í 25 ár, á milli sjómanna og útgerðarmanna annars vegar og fiskverkenda hins vegar, byggir á þeim skilningi, að á „lágmarks- verði" Verðlagsráðs kaupi físk- kaupandinn allan þann fisk, sem fískseljandinn kemur með að landi. Hluti hefur farið í neyslu innanlands og með hluta hefur verið siglt, en látum það liggja milli hluta. Það hefur virst hvíla gagnkvæm kaup- og söluskyida á kaupendum og seljendum þar sem byggt er á fískverði Verðlagsráðsins og gæða- mati Fiskmats ríkisins. Auðvitað hafa verið ýmis frávik frá gildandi lágmarksverði en nánast undan- tekningalaust til hækkunar. Sá böggull hefur fylgt skammrifi, að oftar en ekki ná kaupendur og seljendur ekki samkomulagi í Verð- lagsráði og kalla til fulltingis full- trúa ríkisins, sem um áraraðir hefur skorið á hnútinn og skilið báða aðila eftir að orrustu lokinni bæði móða og sára. Deila má um hvor hefur haft betur hveiju sinni. Þótt margt sé merkilegt við þær orrustur, sem á þessum velli hafa verið háðar, ber þó hæst, að þar hafa margsinnis barist fulltrúar útgerðar og vinnslu, sem eru í flest- um tilfellum menn úr sama liði. Það má því segja, að í Verðlagsráði hafí þeir haft ákveðinn vettvang til að finna út laun handa sjómönnum í stað þess að semja við þá eins og hvem annan starfsmann. Allmörg skip eru þó að sjálfsögðu í eigu aðila, sem ekki eru beint tengdir vinnslunni. í mörg ár höfum við búið við þetta kerfi og enda þótt margir hafí talið það ómögulegt, hefur enginn lagt í að breyta því svo neinu nemi. Það má e.t.v. segja um það eins og sagt er um stríð austurs og vesturs, að nokkurt jafnvægi hafí ríkt um vopnabirgðir hvors aðila fyrirsig. Afleiðingar þessara átaka hafa meðal annars verið þær, að árum saman hafa greinamar verið reknar með halla og hafa þó haldið jafnvel viðhaldi í lágmarki, hvað þá, að eðlilegir flármunir gætu myndast til nýjunga, endurbóta og framfara. Þessi mikilvægasti atvinnuvegur þjóðarinnar var í fjárhagslegu svelti, en honum var samt skylt að halda þjóðinni gángandi og hann silaðist áfram með verðbólgufjallið á bakinu, en kiknaði ekki. Hvers eiga f iskkaup- endur að gjalda? Svo verður það ljóst, að farið er að gæta hættulega mikillar sóknar í flesta fískistofna okkar og við því þarf að bregðast. Vísustu menn setjast á rökstóla og niðurstaðan verður sú, að tímabundið er settur á kvóti og honum úthlutað. sam- kvæmt „lénskum rétti“ eins og það hefur verið kallað, en einungis til annars aðilans, fískseljandans. Þar var stigið varhugavert spor. Að því loknu er sest niður til að semja um fiskverð, en þá er leikur- inn heldur betur orðinn ójafn. Að forminu til eiga nú „skipsskrokk- arnir" sjálfír auðlindimar okkar. Ef skip ónýtist erfíst t.d. kvótinn til annarra skipa o.s.frv. Eigendur viðkomandi skips- skrokka eru að vísu eigendur kvót- ans um leið, en aðeins á meðan þeir eiga skrokkinn. Réttindi af þessu tagi eru þekkt úr öðmm greinum, en eru engu að síður heldur hvimleið. Ég benti á það, þegar kvótinn var settur á, að það kynni að skap- ast ójafnvægi við verðlagningu í Verðlagsráði, ef fiskseljandinn „ætti“ fískinn í sjónum eða að minnsta kosti réttindi til að sækja hann. Menn höfðu ekki allt of miklar áhyggjur af því. En hver hefur raunin orðið. „Eig- endur“ auðlindanna okkar, útgerð- Friðrik Pálsson „Því er nú ekki þannig farið. Markmiðið með nýtingu auðlindarinnar er hvorki að hámarka ágóða sjómanna né út- gerðarmanna, heldur að tryggja að þjóðin í heild og þetta sameigin- lega fyrirtæki okkar, Island sf., hafi sem mestan heildarágóða af rekstri þess. Þess vegna þarf að líta á lokaafurð- ina og haga nýtingu aflans þannig, að sem mest verði til skiptanna fyrir þjóðina alla.“ armenn og sjómenn þeirra, gefa fískkaupendum bara langt nef. Þeir fara með „eignir" sínar eins og þeim sýnist og sigla með aflann til útlanda, setja hann í gáma og láta sigla með þá, allt eftir því, sem þeim þóknast. Þeir „eiga“ kvótann. Mér er þó bæði ljúft og skylt að taka það fram, að í flestum tilfellum vinna sjómenn og fískverkandinn heils hugar og sameiginlega að því að skapa þjóðinni sem mest verðmæti. Þeim eru falin mikil réttindi og gífurleg verðmæti og því hljóta að fylgja miklar skyldur og mikil ábyrgð. En hvers eiga samningsaðilar þeirra og viðskiptavinir til margra ára, fískkaupendur, að gjalda? Hvemig er hægt að taka af þeim allan rétt? Og hvað með allt land- verkafólkið eða alla þjóðina? Dettur nokkrum í hug, að út- gerðarmenn og sjómenn myndu láta það óátalið, að fiskverkendur fengju erlend skip til að veiða í landhelg- inni og leggja upp hjá þeim? Auðlind þjóðar- innar allrar Ég geri þetta að svo löngu um- talsefni hér til að leggja áherslu á, hve hættuleg sú þróun getur orðið, sem við sjáum verða'að veruleika á degi hveijum í ýmsum verstöðv- um. Þessi mál eru vandmeðfarin og viðkvæm og framtíð sjávarút- vegs á íslandi er í okkar eigin höndum hvað þetta varðar. Við ráð- um ekki ytri skilyrðunum, en þessu ráðum við. Ég lét hafa eftir mér á öðrum stað fyrir skömmu, að ég teldi, að við ættum ekki að blanda okkur mikið í þetta mál. Við ættum að láta markaðina ráða ferðinni. Þessi ummæli mín virðast hafa misskilist og ég vil því skýra það ögn nánar. Það vár sjálfsagt bjartsýni að láta sér detta í hug, að markaðurinn myndi sjálfur ráða og aðeins yrði fluttur út sá ferski fískur, sem ætla mætti, að gæfí þar betur af sér í heild fyrir sjávarútveginn og þar með þjóðarbúið. Raunin hefur orðið sú, að álíti fískseljandinn, útgerðar- menn og sjómenn, að honum muni hagkvæmt að sigla með aflann eða senda hann í gámum, þá getur hann það og gerir það, án tillits til þess, hver áhrif það hefur á físk- vinnsluna, fiskvinnslufólk eða rekstur þjóðarbúsins. Það gegndi allt öðru máli, ef fiskseljandinn væri ekki að öllu að ráðskast með takmarkaða auðlind, sem þjóðin öll á og öllu máli skipt- ir, að skili henni sem mestum og bestum tekjum. Fiskseljandanum er að vísu sú vorkunn, að honum hefur verið úthlutað öllum auðlind- unum samkvæmt gölluðu kvóta- kerfí og telur því ef til vill, að hann geti að vild hagað nýtingu þeirra. Mér er það reyndar þvert um geð að þurfa að fjalla um útflutning_ á ferskum físki með þessum hætti. Ég tel, að útflutningur á ferskum físki eigi fullan rétt á sér, hvort heldur er í gámum, flugvélum eða fiski- skipum. Vonandi eigum við eftir að sjá hann eflast og dafna á næstu árum en helst á annan hátt og mun ég reyna að skýra það hér á eftir. Fiskverkandinn hefur yfirsýn yfir markaðina Ég mun nú íjalla lítillega um aðra hlið á þessu máli. Það er oft sagt, að miklu máli skipti að stytta boðleiðimar frá markaðinum til framleiðandans og svo öfugt. Enn- fremur er talið mikilvægt, að selj- •andi hafi á hveijum tíma yfír að ráða eins nákvæmum upplýsingum um stöðu mála á öllum mörkuðum og kostur er. í íslenskum sjávarútvegi höfum við búið við mikinn sveigjanleika. Við höfum í miklum mæli valið okkur markaði eftir því, hvað þeir gefa af sér. Sá fískur, sem skiptir okkur mestu máli, þorskurinn, hef- ur til skiptis farið til frystingar, söltunar eða herslu eða þá verið fluttur ferskur á markað. Það hefur verið keppst við að reyna að koma til framleiðenda upplýsingum um það, hvaða vinnsluaðferð og hvaða markaðir gefi best af sér hveiju sinni og enda þótt fleiri atriði spili þar inn, reynir framleiðandinn eftir bestu getu að velja þá verkunaraðferð, sem hann væntir að skili mestu í aðra hönd. Fiskverkandinn hefur og á að hafa yfirsýn yfir allar þær vinnslu- aðferðir og markaði, sem honum eru tiltækir hveiju sinni. Þannig á það líka að vera. Hann er sérhæfður fískverkandi. Ekki hvarflar þó að mér að halda því fram, að hann sé Ræða Friðriks Pálssonar, forsljóra SH á ráðstefnu fiskiðnaðar í fyrradag óskeikuil,! éft hann á að minnsta kosti að hafa besta aðgang að upplýsingum til að byggja ákvarð- anir sínar á. Við íslendingar erum veiðimenn. Á þessu er oftlega klifað og hefur mér stundum fundist það einum um of. En dæmið um gámafiskinn hefur sannað mér, því miður, að við erum ekki nógu langt af veiðimannastig- inu komin. Við þurfum að muna að við erum matvælaframleiðendur. Lengi voru útgerðarmenn jafnframt fiskverkendur, síðan varð aðskiln- aður þessara aðila talsverður, en í seinni tíð er útgerðin í meira mæli komin í eigu fiskvinnslunnar. Þann- ig á það líka að vera. Útgerðin er og á að vera hráefn- isöflunartæki fyrir fískiðnaðinn í landinu. Það á jafnframt að vera keppikefli fískvinnslunnar, sem eiganda útgerðarinnar, að halda hráefniskostnaðinum í lágmarki. Allar aðrar iðngreinar, þar sem hráefni eru u.þ.b. 50% af kostnaðin- um við framleiðslu vörunnar myndu kappkosta að hafa hráefniskostnað- inn í lágmarki. En hér á landi líta allt of margir öðrum augum á hlutina. Við erum ennþá svo miklir veiðimenn og svo miklir útgerðarmenn í hjarta okkar, að okkur fínnst það geta verið keppikefli, að hráefnið upp úr sjó sé dýrt þ.e.a.s. að verðið á því sé hátt. Hins vegar ættum við ein- göngu að miða að því, að verð á fullunninni útflutningsvöru sé sem hæst. Það ber okkur að hámarka. Talandi um fullunnar vörur, þá gæti það allt eins verið ferskur fískur, annaðhvort í flökum eða heill eftir því, á hvaða verkunarstigi markaðurinn borgar best fyrir hann. Það hlýtur að vera fiskverk- andinn, sá sem hefur yfírsýn yfir alla markaðina, sem best er til þess fallinn að meta það, hvaða vinnslu- stig gefi mest af sér hveiju sinni. Það er ófært, að hráefnisöflunar- deildin taki ákvarðanir um það. En ég sagði rétt áðan, að fisk- vinnslan ætti að mestu leyti út- gerðina. Hún ætti því auðvitað, að geta ráðið þessu í öllum tilvikum, þegar hennar eigin skip eiga í hlut. Þannig gerist það því miður ekki, m.a. vegna þess, að sjómennirnir á bátum eða togurum þeirra aðila bera sig stöðugt saman við sjó- mennina á hinum skipunum, sem eru í eigu annarra en fískiðjuver- anna. Það liggur fyrir, að í mörgum tilfellum fá sjómenn um sinn meira í sinn hlut fyrir þann afla, sem sendur er út í gámum heldur en þann, sem landað er innanlands. Er þetta þá ekki allt eðlilegt? Ef sjómennimir fá meira fyrir þann afla sem þeir landa erlendis heldur en þann, sem þeir selja fískvinnsl- unni hér á landi, er þá ekki físk- vinnslan hér óþörf og jafnvel úrelt og ástæðulaust að halda henni gangandi? Því er nú ekki þannig farið. Markmiðið með nýtingu auðlindar- innar er hvorki að hámarka ágóða sjómanna né útgerðarmanna, held- ur að tryggja að þjóðin í heild og þetta sameiginlega fyrirtæki okkar, Island sf., hafí sem mestan heildar- ágóða af rekstri þess. Þess vegna þarf að líta á lokaafurðina og haga nýtingu aflans þannig, að sem mest verði til skiptanna fyrir þjóðina alla. Þó að hátt verð á erlendum fersk- fískmörkuðum, sem auk þess kann að vera tímabundið, verði til þess, að útflutningur af ferskum físki stóraukist, er síður en svo sjálfgef- ið, að það tryggi mestan afrakstur. Það er fyrst og fremst ranglátt kvótakerfí, sem kallar á þetta ástand. Aðgangi að auðlindum fylgja skyldur Ég talaði um það áðan, að fisk- kaupandinn og útgerðarmaðurinn hefðu látið koma sér í þá aðstöðu að betjast hvor við annan um skipt- ingu fiskverðs upp úr sjó. Það fyrir- komulag hefur orðið sjvarútvegin- um dýrt, magnað óánægju innan hans og dregið úr samtakamætti hans í heild og þar með afkomu hans og þjóðarinnar allrar. Það er brýnast um farsæld sjáv- arútvegsins í náinni framtíð, að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.