Morgunblaðið - 19.04.1986, Side 17

Morgunblaðið - 19.04.1986, Side 17
stokka hér upp spilin. Sumir halda því fram, að eðlilegast væri, að útgerð og fiskvinnsla væru algjör- lega aðskilin. Þau eru það ekki' í dag og því munum við ekki breyta. Það hníga að því jafnsterk eða e.t.v. sterkari rök, að eðliiegra sé, að fiskvinnslan eigi útgerðina. Þar sem þannig háttar er bráðnauðsynlegt, að menn komi sér saman um að semja þannig um kjör sjómanna, að fulltrúar sama aðila þurfi ekki að sitja sitt hvoru megin við borðið. Það er vel unnt að tiyggja sjó- mönnum eðlileg kjör með öðrum hætti. Það er sjómönnum örugglega ekkert kappsmál að senda fiskinn óunninn úr landi. Þeir vilja aðeins reyna að tryggja sér sem hæstar tekjur en eru vafalaust því fegnast- ir, að það megi skapa þjóðinni sem hæstar tekjur um leið. Að þessu sameiginlega markmiði hlýtur ís- land sf. að stefna. Þá á jafnframt að vera fyllilega eðlilegt, að við séum með fisk- vinnslufyrirtæki, sem engin skip eiga og skip, sem eru í eigu allt annarra aðila en fiskvinnslunnar. Um þau fyrirtæki verður einfald- lega að gilda það, að fiskkaupand- inn þarf að kaupa og fískseljandinn að selja þann físk, sem hvor um sig vill kaupa og selja. Við getum leyst það með frjálsum fískmarkaði eða með því fyrirkomulagi, sem í gildi hefur verið á undanförnum árum, en tímans vegna ætla ég ekki að ræða um það hér og nú, það er tæknilegt útfærsluatriði. Aðalatriðið er, að það gengur ekki, að við afhendum aðeins hluta af þjóðinni yfirráðarétt yfír auðlind- um þjóðarinnar allrar, án þess að því fylgi miklar skyldur. Við þurfum öll að hafa lífsviðurværi okkar af þeim. I skjóli verndartolla Ég vil varpa fram einni spurn- ingu til. Þegar fískveiðilögsagan var margsinnis stækkuð, var það aðalkeppikeflið, að sjá til þess, að útlendingar og þá um leið erlent fjármagn teygði ekki klærnar inn í landhelgina. Við ætluðum sjálfir að veiða og vinna okkar afla. Finnst nokkrum koma til greina að hleypa erlendum skipum hér inn í landhelgina? En er svo ýkja mikill munur á því að hafa hér í land- helginni erlend skip, sem veiða fyrir erlendan markað eða íslensk skip, sem gera það sömuleiðis? í hvorugu tilfellinu kemur fískurinn til vinnslu á íslandi og í báðum tilfellum eru skipin að útvega hráefni fyrir físk- markaðina erlendis, sem þar að auki eru í beinni samkeppni við ís- lendinga sjálfa. Munurinn er að sjálfsögðu sá, að það er íslensk áhöfn á íslenska skipinu og hún hefur af því tekjur að selja fiskinn erlendis enda þótt skipið skili engum afla á land til frekari vinnslu hérlendis. Ef við erum orðnir svona frjálslyndir á annað borð, að vilja sigla með stór- an hluta af aflanum okkar óunninn á erlendan markað með ærnum tilkostnaði þó, væri þá ekki alveg athugandi að bjóða aflann út. Mér segir svo hugur um, að margir fískiskipaeigendur í löndun- um í kringum okkur, sem mjög vantar fískimið, myndu vilja borga vel fyrir þann rétt að mega veiða nokkur þúsund tonn af þorski hér í íslenskri landhelgi. Hugsanlegt væri, að þeir væru tilbúnir að borga meira en nemur þeim tekjum, sem íslenska þjóðarbúið hefur af sam- svarandi veiðum og sölu íslenskra skipa, sem sérhæfa sig í því að veiða fyrir erlendan markað. Að tala um þetta í alvöru myndi sjálfsagt kallast landráð, en ég bið menn að staldra aðeins við og íhuga málið. Ég undirstrika að heldur kýs ég, að við reynum að búa svo að sjávarútvegi okkar, að hann standi sig fullkomlega í samkeppni við sjávarútveg annarra þjóða, en hall- ist ekki þar á aðra hliðina og taki að sér hráefnisöflun fyrir fisk- vinnslu landanna í kringum okkur, sem í skjóli verndartolla hvetja til innflutnings á óunninni vöru. Ég vil enn undirstrika það, sem ég sagði hér fyrr, að hér er um að ræða svo mikilvægt mál, að það þýðir ekkert annað en að tala af fullri hreinskilni. Við ætlum að lifa MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRÍL1986 á auðlindunum okkar. Við höfum hingað til talið okkur gera það best með því að veiða fískinn og vinna hér á landi og höfum lagt í það ærinn tilkostnað bæði með bygging- um stórkostlegra mannvirkja hér á landi og með öflugu söluneti fyrir íslenskar afurðir erlendis. Bandaríkin — mikil- vægasti markaðurinn Það er sjálfsagt að minna menn á, að fyrir aðeins rúmu ári, var sáralítil sala á ferskum físki til Evrópu og reyndar var Evrópu- markaðurinn slakur yfírleitt. Því réðu að mestu innbyrðis hlutföll gengis mismunandi mynta. Að breyttu gengi dollarans lítur dæmið verr út fyrir Bandaríkin um sinn, en skammsýnin má ekki sitja í fyrirrúmi. Víða erlendis eigum við íslend- ingar gífurlegar eignir í markaðs- þekkingu og viðskiptavild (good- will). íslenskur fískur, hvort heldur er saltaður eða frystur, er alþekkt gæðavara, sem kaupendur eru til- búnir að greiða hæsta verð fyrir. Ef við lítum á frystinguna sér- staklega skulum við ekki gleyma því, að Bandaríkin hafa í áratugi verið mikilvægasti markaður fyrir íslenskar fískafurðir. Verð á ís- lenskum físki hefur aldrei verið jafn hátt þar eins og nú. Það væri óbæt- anlegur skaði, ef við misstum það forskot, sem við höfum þar. Menn verða að skilja mikilvægi langtíma- markmiða í viðskiptum af þessu tagi. Forráðamenn Islands sf. verða líka að hugsa um morgundaginn. Það myndu allir alvöru „business- men“ gera. En Evrópa heillar, og Evrópa er vissulega mjög góður og vaxandi markaður. Tímabundinn aflabrest- ur í Norðursjó og við Noreg hefur um sinn gjörbreytt markaðsstöð- unni, seljendum í hag. Mest munar þó um breytingar á gengi. Væri hlutfall gengis dollara og sterlings- punds það sama og fyrir rúmu ári, sæjum við nánast engan útflutning á ferskum físki til Bretlands. Flýt- um okkur hægt og dæmum ekki markaði úr leik, hvað þá heldur heilar atvinnugreinar, af nokkurra missera sveiflum einum saman. Framtíð íslensks sjávarútvegs byggir á því, að við nýtum allar okkar auðlindir á sem skynsamleg- astan hátt, þar með talið vinnsluna, þá þekkingu sem býr í fiskvinnslu- fólki, sölunet okkar erlendis og það orðspor, sem íslenskur fískur hefur á sér þar. Látum ekki þetta stórgall- aða kvótakerfí eyðileggja fyrir okkur þann árangur, sem við höfum byggt upp í áratugi. Ferskur fiskur — nýtt verkefni fyrir frystihús Ég ætla þá hér í öðru lagi að Ijalla stuttlega um fiskvinnsluna og markaðina sameiginlega. Það hafa orðið mjög. miklar breytingar á undanförnum árum í flutningatækni og nýjum geymslu- aðferðum fyrir matvæli. Enginn vafí er á því, að áfram mun verða aukning á útflutningi á ferskum físki á næstu árum. Við þurfum að stefna að frekari vinnslu hans hér- lendis. Tollmúrar hindra nú eðlileg- an framgang þess til stórs hluta Evrópu. Þeim múrum þurfum við að ryðja úr vegi. Samhliða aukningu á ferskum físki, vonandi í flökum eða neyt- endaumbúðum, munum við sjá enn frekari aukningu frystra og salt- aðra afurða, sem íslenskt sérmennt- að fiskvinnslufólk mun framleiða hér á landi. Aðrar nýjungar munu einnig sjá dagsins ljós og eru sumar þeirra sambland af hvoru tveggja. Ég hef svo oft rætt um það, hve sterk neysluhefð á saltfiski er, að ég ætla ekki að íjölyrða um það hér, en ræða mest um ferskan og frystan físk, en nefna aðeins „örfá dærni" um það, hvað kann að vera á döfinni. Raddir heyrast um, að frysting sé jafnvel að verða úrelt og ferskur fískur sé það, sem koma skal. Það er og hefur ávallt verið mikil eftir- spurn eftir „ferskum“ mat og fískur er þar engin undantekning. Fryst- ing er góð aðferð við að vernda ferskleika físksins. Aukin áhersla á útflutning á ferskum físki hlýtur að skapa frysti- húsunum nýtt verkefni, náskylt þeim, sem þau sinna í dag. Við hljótum að keppa að því að fullvinna sem mest af þeim ferska físki, sem á markað fer og notum til þess vinnslurásimar í húsunum allt að frystitækjunum. En fyrst þarf að fá breytingu á tollum í markaðs- löndunum. Mikil og góð þróun hefur orðið á undanfömum missemm í mat- vælaiðnaði yfírleitt og hefur fryst- ingin stöðugt aukið sinn hlut í þeirri þróun, jafnt á hráefnisstigi sem og í fullunnum vÖmm, jafnvel beint í örbylgjuofninn. Stöðugur vöxtur er í þætti veit- ingahúsa við að fæða þjóðir hins vestræna heims. Ár frá ári eykst sá fjöldi, sem kýs að borða úti, eins og það er kallað, og nú er mikill uppgangur víða á Vesturlöndum í þeirri þjónustu, sem felst í að elda úti og senda tilbúinn mat heim. Stöðugt færist í vöxt, að fjöl- skyldan sé fjarri heimilinu við vinnu og í skóla mestan hluta dags, en dveljist á hinn bóginn meira heima í frístundum en áður var. Tilkoma tölvuneta, myndbandavæðingar og gervihnattsjónvarps virðist auka heimafrístundir meira en fyrir fáum ámm var spáð. Við þessar aðstæður virðist komast í tísku að láta senda sér mat heim. Þarna er á ferðinni markaður, sem er og verður mjög kröfuharður um gæði og þjónustu. Markaður, sem við eigum að sinna. Þetta em veitingahús, sem munu leggja alla áherslu á gott hráefni, sem einfalt er og ömggt að geyma og sem ávallt verður til á lager. Það má leysa á ýmsa vegu. Uppþýðing . frystrar matvöm hefur lengi viðgengist, án þess að mikið væri um það talað á matvæla- mörkuðum. Nýjar aðferðir em að þróast í þessa vem. Hér gæti verið um að ræða bestu aðferð til að varðveita eiginleika „ferskfísks", sem í sjónmáli er. Geislun matvæla er stöðugt verið að þróa. Svo virðist, sem einungis eigi eftir að sannfæra almenning um, að geislaður matur sé ekki hættulegur. Það kann þó að verða tímafrekt. Enn er einnig eftir að finna hagkvæmustu leiðir til að geisla og jafnframt að þróa umbúðir og huga að heppilegri langtíma- geymsluaðferð fyrir þannig tilbúna vöm, sennilega frystingu. Gæti verið nærri. Stundarhagsmunir mega ekki villa okkur sýn Svona mætti að sjálfsögðu áfram telja lengi enn og við hljótum að leggja á það megináherslu að halda því forskoti, sem við Islendingar höfum á flestum mörkuðum, þar sem við emm þekktir fyrir góða vöm, vandaðar nýjungar og áreið- anleika í viðskiptum. Það gefur okkur hærra verð og traustari við- skiptasambönd. Við eigum ekki að leggja vopn í hendur andstæðinga okkar, sem veija sinn eigin iðnað með tollum, nema þá að við ætlum að taka að okkur það hlutverk að afla þeim hráefnis og hverfa frá þeirri full- vinnslustefnu, sem hér hefur ríkt um áratuga skeið. Látum ekki stundarhagsmuni villa okkur sýn. Við höfum á ýmsa vegu torveldað okkar eigin árangur og getum víða bætt úr því. Við þurfum breytta vinnulöggjöf og sveigjanlegri vinnutíma til að ná sem mestum verðbætum úr því hráefni, sem við höfum til umráða og sem hæstum tekjum fyrir okkar vörur. Við þurfum meira markaðsmeð- vitaða verðlagningu hráefnisins eða hreinan fískmarkað. Við verðum að borga fiskvinnslu- fólki hærri laun til að geta fullnýtt fjárfestinguna, sem í fískvinnslu- húsunum liggur. Þar fara hagsmun- ir einnig tvímælalaust saman. Fleira fólk til starfa í fískvinnslunni mun skila betri afkomu hjá fiskvinnslu- fyrirtækjunum, sem aftur geta greitt hærri laun og skapað enn betri vinnsluaðstöðu. Við þurfum að sjá stóraukna tæknivæðingu og mikla sjálfvirkni. Ymislegt er þegar í sjónmáli á því sviði umfram það, sem við þekktum til skamms tíma. Við auknar útflutningstekjur munum við sjá aukna verðmæta- sköpun og fleiri atvinnutækifæri. Við munum sjá nýjar stuðnings- greinar eins og örtölvuiðnaðinn og líftækni hafa meiri og meiri áhrif og jafnvel skipta sköpum um vinnsluaðferðir. Við munum sjá breytta nýtingu á sumum fiskstofnum, sem nú virð- ist erfítt að sjá framtíð fyrir. Við munum sjá nýja markaði vaxa, enda þótt núverandi aðal- markaðir okkar munu áfram verða kjölfestan til frambúðar. Við munum á næstu misserum eiga heldur auðveldan aðgang að flestum mörkuðum vegna lítils framboðs, en það mun aukast innan fárra ára. Þá verðum við að vera tilbúnir að mæta harðnandi sam- keppni og treysta á góð viðskipta- sambönd. Allar vinnslugreinar, sem við þekkjum í dag, munu halda velli og uppgangur verður áfram í sölt- un, frystingu og ferskum afurðum og nýjar greinar sjá dagsins ljós. Við verðum að leggja minna og minna upp úr magntölum, en huga í vaxandi mæli að verðmæti. Við eigum að hvetja alla, smáa og stóra, til að kalla fram nýjungar, hvern á sínu sviði og hjálpa þeim við að gera það besta úr þeim. Enda þótt rekstur sjávarútvegs- ins í heild sé erfíður, eru þó gjör- breyttar aðstæður til að takast á við vandann eftir síðustu kjara- samninga og sjóðakerfisbreytingar. Okkur hef ur borið af leið Að lokum þetta. Ég vil leggja 17 áherslu á, að ég er mjög bjartsýnn á framtíð sjávarútvegs á íslandi vegna þess, að ég er bjartsýnn á framtíð íslands sf. og þar mun sjáv- arútvegurinn verða í fararbroddi enn um langan aldur. Hins vegar tel ég, að okkur hafi borið nokkuð af leið. Eins og ég hef reynt að benda á, höfum við búið við um alllangt skeið, jafnvægi um einhver viðkvæmustu skipti fjármuna, sem fara fram meðal þessarar þjóðar. Okkur var mikill vandi á höndum, þegar takmarka þurfti sókn í fiski- stofnana okkar. Engin ein leið var góð, en einhveija þeirra varð að fara. Sú, sem farin var, hefur að mínu mati ekki reynst vel. Þó sleppt sé öllum vangaveltum um misnotkun þeirra réttinda, sem útvegsmenn og sjómenn fengu við þessa gerð, þá bendir ýmislegt til þess, að sú hagkvæmni, sem nást átti með þessu kerfi, skili sér ekki sem skyldi. Aðalgallinn er hins vegar sá, að þeir sem réttindin fengu, hafa ekki þær skyldur að tryggja að aflinn skili sem mestu í heild fyrir þjóðar- búið og landsmenn alla. Ég tel að tími sé til kominn að reyna nýjar leiðir, en geri mér grein fyrir því, eins og ég sagði hér að framan, að engin leið er algóð, og ég mun ekki leysa málið hér og nú. Frjáls fískmarkaður myndi sjálf- sagt talsverðu breyta, en skilyrði til þess, að hann fái notið sín er, að kvótinn verði lagður niður, en þó verður að takmarka sóknina með einhveijum hætti svo sem eins og gert var áður með skrapdagakerfi eða annarri líkri úfærslu, sem tæki af það misrétti. sem nú er við líði. Ónnur leið væri, að kvótanum væri skipt á vinnslustöðvar, sem síðan semdu við aðra útgerðarmenn eða áhafnir eigin skipa um að ná í þann afla, sem þeir hefðu fengið úthlutað, á sem hagkvæmastan hátt. Þeir myndu síðan frysta aflann eða salta eða flytja hann ferskan á erlendan markað, unninn eða óunninn, allt eftir því sem mest gefur í aðra hönd. Þessi leið tel ég, að myndi skila þjóðarbúinu mestu í bráð og lengd, en er jafnframt viðkvæm í framkvæmd eins og sú, sem við höfum í dag. Hvaða leið sem við förum þá er það skylda okkar, þessarar fá- mennu þjóðar sem aðeins á þessa einu auðlind, sem nokkuð kveður að, að tryggja, að við náum sem hæstum heildarágóða út úr rekstri íslands sf. Það gerum við einungis með styrkri yfirstjórn, þar sem allir hafa jafnan rétt og landsmenn eru hvatt- ir til að vinna saman að sameigin- legum hagsmunum þeirra allra og stefna saman að betri framtíð sjáv- arútvegsins á ísland. Á þann hátt mun öllum starfs- mönnum íslands sf. best farnast, bæði þeim sem vinna við sjávarút- veg og öllum öðrum. Nýtt líf selur tæki sín til kvikmyndagerðar „ÉG HEF ekkert að gera við þessi tæki á næstu mánuðum og því ákvað ég að selja þau,“ sagði Þráinn Bertelsson forsvarsmað- tir Kvikmyndafélagsins Nýs lífs í samtali við Morgunblaðið, er hann var spurður hvers vegna Nýtt líf hefði auglýst fjölda tækja til kvikmyndagerðar til sölu. Þráinn sagði að það væri ekki þar með sagt að hann væri að leggja upp laupana, enda nýbúinn að fá tveggja milljón króna styrk til að undirbúa gerð myndarinnar Góðir Islendingar. „Ég ætla að ljúka undirbúningi myndarinnar og von- ast síðan til að fá framleiðslustyrk til þess að Ijúka við gerð hennar næst þegar úthlutað verður úr Kvikmyndasjóði," sagði hann. „Ég er einnig að undirbúa samstarfs- verkefni með Þjóðveijum. Það var sýnd mynd eftir mig í þýska sjón- varpinu og eftir það var ég beðinn um að skrifa handrit. Þetta hefur síðan þróast þannig að verið er að athuga hvort hægt sé að gera myndina í sameiningu." Þráinn sagðist ekki sjá eftir þessum tækjum, þetta væru dauðir hlutir. Hann sagðist vona að hann gæti fengið tæki sem þessi leigð þegar hann þyrfti á því að halda. Hins vegar sæi hann eftir sam- starfsfólki sínu sem nú væri að snúa sér að störfum annars staðar. „Ég vonast til að geta haldið áfram í kvikmyndagerðinni enn um hríð. Ég verð þó að l'aga reksturinn að þeim veruleika sem kvikmynda- gerð býr við hér á landi. Sú stefna sem ég hef barist fyrir, að fyrirtæki þyrftu að vera í stöðugum rekstri til að hér gæti sprottið upp alvöru kvikmyndagerð, á ekki upp á pall- borðið hjá þeim sem hefur verið falið að úthluta peningum frá rík- inu. Þetta er kannski ósigur í or- ustu, en stríðið er ekki búið.“ Þráinn. sagði að lokum að hann hafí þegar fengið margar fyrir- spurnir um tækin. Hann sagði að það væri grundvallaratriði að tæki þessi færu ekki úr landi. Þannig gætu þau áfram komið þeim sem stunda kvikmyndagerð á Islandi að gagni, þó ekki stæði hann sjálfur á bak við þau.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.