Morgunblaðið - 19.04.1986, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR19. APRÍL1986
Vísinda- og tækni-
stefna í þágn hagvaxtar
eftirdr. Vilhjálm
Lúðvíksson
Inngangnr
í tengslum við fund Vísinda-
nefndar OECD um niðurstöðu út-
tektar OECD á vísinda- og tækni-
stefnu í Finnlandi þann 28. febrúar
sl., var haldin almenn ráðstefna um
vísinda- og tæknistefnu í þágu
hagvaxtar í smærri iðnríkjum. Full-
trúar 19 OECD-þjóða sátu ráðstefn-
una auk íjölda finnskra og raunar
annarra norrænna embættismanna,
sem um tækni- og vísindamál fjalla.
Fyrir ráðstefnunni lá fræðileg
greinargerð um efni fundarins eftir
Vivien Walsh frá University of
Manchester Institute of Science and
Technology (UMIST). Á ráðstefn-
unni voru einnig flutt 15 erindi um
ýmsa þætti málsins og reynslu
einstakra rílq'a af tilraunum til að
efla hagvöxt með markvissum
aðgerðum á sviði vísinda og tækni-
þróunar.
í eftirfarandi verður reynt að
draga saman helstu atriði sem
undirrituðum þóttu áhugaverð og
fram komu á ráðstefnunni.
Helstu atriði
— Tækniframfarir eru nú taldar
hraðari en nokkru sinni frá
upphafi iðnbyltingar og munu
valda miklum breytingum á
framleiðslu- og viðskiptaháttum
svo og lífsháttum og þjóðfélags-
gerð.
— Sýnt hefur verið fram á að
meirihluta hagvaxtar í iðn-
væddum ríkjum má beint rekja
til vísinda og tækniframfara en
að minnihluta til annarra fram-
leiðsluþátta. Þjóðhagsleg arð-
semi þess fjár, sem lagt er í
rannsóknir og þróunarstarfsemi
er talin 55% í Kanada og 70% í
Bandaríkjunum.
— Flest aðildarríki OECD setja nú
eflingu vísinda- og tæknistarf-
semi svo og viðleitni til að hvetja
nýsköpun efst í forgangsröð
meðal þjóðmálaverkefna. Flest
þeirra hafa aukið hlutfall þjóðar-
tekna, sem varið er til rannsókna
og þróunar síðustu 6 árin. Mörg
þeirra hafa sett yfirstjóm þeirra
mála beint undir forsætisráðu-
neyti eða undir sérstakt ráðu-
neyti til að tryggja samræmingu
rannsókna í þágu allra hag-
rænna og félagslegra þarfa þjóð-
félagsins. Boðskapur ráðherra-
fundar vísindanefndar OECD
1981 um nauðsyn á samræm-
ingu vísinda- og tæknistefnu við
stefnumörkun á öllum öðrum
sviðum þjóðlífs hefur greinilega
haft veruleg áhrif.
— Mörg lönd hafa mótað sérstaka
nýsköpunarstefnu til að flýta
fýrir hagnýtingu nýrrar þekk-
Útsölustaöir:
ESSO-stöövarnar
Hagkaup Skeifunni
„Staða íslendinga sem
smáþjóðar er að ýmsu
leyti góð bæði að því
er ýmsa hagræna og
f élagslega mælikvarða
varðar og möguleika
okkar til að hagnýta þá
kosti sem ný tækni býð-
ur upp á. Hins vegar
vakna ýmsar spuming-
ar um það hversu vel
við erum í stakk búnir
undir vaxandi sam-
keppni og hraðfara
breytingar framund-
an.“
ingar í atvinnulífi og skapa
hagstæð skilyrði fyrir vöxt. Ný-
sköpunarstefna nær til sam-
hæfðra aðgerða m.a. til að auka
rannsóknir og þróunarstarfsemi,
stuðla að samvinnu atvinnulífs,
háskóla og opinberra rann-
sóknastofnana, efla menntakerf-
ið, stuðla að stofnun nýrra fyrir-
tækja og laða fram áhættufé og
styðja við markaðsöflun og út-
flutningsstarfsemi.
— Samanburður milli stórra og
smárra ríkja OECD sýnir að
frammistaða þjóða samkvæmt
helstu efnahagslegu og félags-
legu mælikvörðum er ekki ein-
göngu háð stærð þeirra og
mætti til að skapa nýja vísinda-
og tækniþekkingu heldur allt
eins hæfileikum til að hagnýta
nýja eða fyrirliggjandi þekkingu
til þjóðfélagslegra umbóta, hag-
rænna og félagslegra.
— Leidd voru sterk rök fyrir því
að þáttur auðlinda, fjármagns
og mannafla í samkeppnishæfni
ríkja sé hverfandi í samanburði
við þátt þekkingar og hæfni til
að hagnýta nýja vísindalega
þekkingu og tækni.
— Engin þjóð, hversu stór sem er,
getur verið sjálfri sér nóg um
sköpun nýrrar þekkingar og þró-
un aðferða við að hagnýta hana.
Allar þjóðir verða að sækja til
annarra í verulegan hluta nýrrar
þekkingar, ekki síst drjúgan
skerf þeirra óramörgu hagnýtu
lausna, sem ný grundvallar-
þekking gefur kost á. Á þessu
byggist ný alþjóðleg verkaskipt-
ing á sviði hátækni.
— Alþjóðlegt vísinda- og tækni-
samstarf verður því mjög snar
þáttur í alþjóðasamskiptum á
komandi árum. Markaðsbanda-
lag Evrópu er t.d. að verða mjög
mikilvægur vettvangur skipu-
lagðs tæknisamstarfs. Á síðustu
misserum hafa nokkur EFTA-
ríki ’ gert tvíhliða samning við
EBE um tæknisamstarf og
aðgang að tækniáætlunum
bandalagsins. EUREKA-áætl-
unin virðist ælta að verða mikil-
vægur hvati fyrir náið tækni-
— eftir Þorstein Guðjónsson
„Erum við (jarðarmenn) einbúar
í alheimi?“ spyr Sverrir Olafsson í
tveggja síðna grein í Morgunblað-
ihu 6. apríl sl.
Grein þessi þykir mér að ýmsu
leyti áhugaverð, sérstaklega hvað
snertir lífefnafræðina, en meiri
reisn hefði þó verið yfir henni ef
þess hefði ekki verið látið ógetið,
að íslenskur vísindafrömuður og
heimspekingur á fyrri hluta þessar-
ar aldar hélt fram ákveðinni fræði-
kenningu um sambönd lífsins og
eðli meðvitundarinnar (lífgeislunar-
kenningunni). En eins og kunnugt
og markaðssamstarf fyrirtækja
á sviði hátækni í Vestur-Evrópu.
Bæði Japanir og Bandaríkja-
menn stuðla að auknu alþjóða-
samstarfi í tæknimálum til að
tryggja sér aðgang að tækni-
þekkingu og mörkuðum annarra
landa.
— Lítil þjóð býr við ýmsar takmark-
anir í alþjóðlegri viðskipta- og
tæknisamkeppni. Takmarkað
fjármagn, mannafli, stærð
heimamarkaðar og stærð og
máttur fyrirtækja gera þeim
erfitt um vik að ná fótfestu með
nýja framleiðslu og draga úr
getu til að taka þá áhættu, sem
er samfara meiriháttar nýsköp-
un. Á hinn bóginn hafa smáþjóð-
ir ýmsa kosti fram yfir hinar
stærri, í sveigjanleika og skjót-
um viðbrögðum, meiri þjóðfé-
lagssamstöðu, jafnari menntun
og einfaldara stjómkerfi.
— Einnig vill svo til að eitt sérkenni
hinna nýju tæknigreina er að
ekki þarf endilega mikla og dýra
fjárfestingu til að hagnýta þær
á ýmsum nytjasviðum. Þær
henta því vel málum og meðal-
stórum fyrirtækjum, sem al-
gengust eru í minni iðnríkjunum.
—■ Líklegt er að sú bætta sam-
keppnisstaða, sem hagnýting
hinna nýju tæknigreina getur
skapað einstökum þjóðum, sé
fyrst og fremst háð því hversu
fljótt tekst að finna og innleiða
nýjar tæknilausnir og hversu
móttækilegir og sveigjanlegir
notendur, t.d. starfslið fyrir-
tækja, eru gagnvart nýjum
tæknilausnum. Stærð er því ekki
endilega kostur, en hinsvegar
er kunnátta í stjómun á nýsköp-
unarstarfinu mikilvægur hæfi-
leiki.
— Uppbygging öflugs menntakerf-
is er eitt mikilvægasta verkefni
stjórnvalda í hvetju landi til að
skapa forsendur framfara og
samkeppnishæfni. Oflugt
menntakerfi þarf að veita góða
undirstöðumenntun á gmnn-
skóla og framhaldsskólastigi,
tækifæri til fræðilegrar sérþjálf-
unar á háskólastigi svo og fjöl-
breytta möguleika á endur-
menntun til að mæta örum
breytingum í hagnýtum grein-
um. Einnig þarf að sjá fyrir sér-
þjálfun hæfíleikafólks til að
stunda rannsóknir og fræðilegt
og hagnýtt brautryðjendastarf í
ýmsum greinum vísinda og
tækni.
— Takmörkunum, sem fjármagn
og mannafli setur smáþjóðum,
verður að mæta með að einbeita
sér að fáum mikilvægum og
árangursvænlegum viðfangs-
efnum en dreifa ekki kröftum.
Nauðsynlegt er því að marka
stefnu og samhæfa störf að
settum markmiðum.
Hvaða ályktanir gætu
Islendingar dregið?
— Steiða ísiendinga sem smáþjóðar
er að ýmsu leyti góð bæði að
mætti vera felst í þeirri kenningu
að áhrif berast til hinna Qarstu
fjarlægða á skemmri tíma en auga-
bragði. Núna alveg nýlega hefur
virtur vísindamaður sagt mér að
ekkert vanti á það í nútíma vísind-
um, að þessu sé játað. Skamma-
fræðin (kvantamekanik) hefur í
því efni borið sigurorð af þeim sem
vildu takmarka allar boðsendingar
við hraða ljóssins. Það sem vantar
hins vegar er að þessar merku
niðurstöður nútíma vísinda séu
settar í samband við auðskila heim-
speki, sem hefur almennt gildi, og
væri því mikil skynsemi að láta
þess jafnan getið ef menn vissu af
„Alheimskotungar“
Vilhjálmur Lúövíksson
því er ýmsa hagræna og félags-
lega mælikvarða varðar og
möguleika okkar til að hagnýta
þá kosti sem ný tækni býður upp
á. Hins vegar vakna ýmsar
spurningar um það hversu vel
við erum í stakk búnir undir
vaxandi samkeppni og hraðfara
breytingar framundan.
— Miðað við það sem fram kom
um aðgerðir til að styrkja ný-
sköpun í öðrum löndum finnst
mér við standa illa í eftirfarandi
efnum:
1. Fjármagn til rannsókna og þró-
unarstarfsemi hefur staðið í stað
undanfarin ár. Ríkið hefur dreg-
ið hlutfallslega úr framlögum
sínum.
2. Opinber stuðningur við vöruþró-
un og markaðsöflun er mun
minni en í öðrum löndum, bæði
að því er beina styrki og lán
varðar og skattaívilnanir, sem
teknar hafa verið upp í flestum
OECD-löndum.
3. Áhættufjármagn er af skornum
skammti og fáir öflugir innlendir
aðilar sem tekið geta þátt í
umtalsverðri áhættufjárfestingu
og veitt stjómunarlega forystu.
4. Enn er of langt bil milli atvinnu-
lífs og opinberrar rannsókna-
starfsemi, þótt það sé nú óðum
að breytast.
5. Engin stefna liggur fyrir um það
með hvaða hætti íslendingar
ætla að mennta fólk til starfa í
atvinnulífí framtíðarinnar. Þó er
um 15—20 ára dvalartími í
menntakerfinu. Engin viðleitni
er höfð uppi til að mennta og
þjálfa fólk til rannsókna og vís-
indastarfa eða beina mönnum
inn á lykilsvið vísinda og tækni
vegna framtíðarþarfa. Þetta
gera aðrar þjóðir með beinum
og óbeinum hætti með stuðningi
við háskólafólk til framhalds-
náms og við háskólarannsóknir
í völdum greinum.
6. Við höfum ekki tekið afstöðu til
virkrar þátttöku í því víðtæka
alþjóðlega vísinda- og tækni-
samstarfí sem nú er að komast
á og gerum lítið til að sækja
skipulega áhugaverða tækni-
þekkingu til annarra landa að
Norðurlöndum undanteknum.
Ég tel nú tímabært að kanna
forsendur fyrir tvíhliða samning
við Efnahagsbandalagið um vís-
inda- og tæknisamstarf og fylgj-
ast vel með EUREKA-samstarf-
inu, e.t.v. óska eftir formlegri
aðild ef ske kynni að íslensk
fyrirtæki hefðu hagsmuni af
þátttöku í samstarfi undir þeim
hatti.
7. Engin virk heildarstefna í vís-
inda- og tæknimálum hefur
komist I framkvæmd, þrátt fyrir
viðleitni Rannsóknarráðs til að
móta hluta af slíkri stefnu með
langtímaáætlunargerð sinni.
Sterklega kemur til álita að
Rannsóknaráð stuðli nú að því
að við náum betri tökum á mál-
um þessum með því að beita sér
fyrir mótun nýsköpunarstefnu,
er nái til allra þátta nýsköpunar-
ferilsins, en ekki aðeins rann-
sókna og þróunarstarfsemi, sem
er aðeins hluti þess ferils þótt
mikilvægur sé.
Höfundur er íramkvæmdastjóri
Rannsóknnrráðs ríkisins.
Góður friður
um upprekstrar-
mál í Skagafirði
Varmahlíð
SIÐASTLIÐINN þriðjudag voru sumri yrði með svipuðu sniði og
tveir fundir haldmr í stjórnum
upprekstrarfélaga Eyvindastað-
arheiðar og Staðarafréttar. Á
fundina komu Sveinn Runólfsson
landgræðslustjóri, Andrés Arn-
alds gróðureftirlitsmaður og
Anna Guðrún Þórhallsdóttir
landnýtingarráðunautur Búnað-
arfélags Islands.
Gróðureftirlitsmenn ræddu í
framsögu um ástand afréttarlanda,
svo sem það var í september sl. er
skoðun fór fram. Það kom fram í
máli þeirra á báðum þessum fund-
um að ástand gróðurs færi batnandi
á þessum afréttarlöndum og stjórn-
un beitarmála væri í góðum farvegi.
Ekkert kom annað fram á fundun-
um en að upprekstur á komandi
Þorsteinn Guðjónsson
síðastliðin ár, þar með talinn upp-
rekstur hrossa, en takmarkaður
fjöldi þeirra hefur verið rekinn á
þessi afréttarlönd undanfarin sum-
ur.
Fyrir nokkrum árum óskuðu
sveitarstjómir þeirra sveitarfélaga
sem upprekstur eiga á Staðarafrétt
eftir því við Rannsóknarstofnun
landbúnaðarins að fram færi ítar-
legt gróðurmat á Staðarfjöllum.
Það kom fram hjá landgræðslu-
, stjóra að ekkert er vitað og engin
svör hafa fengist við því hvort og
hvenær Rannsóknarstofnun land-
búnaðarins hyggst láta framkvæma
þetta mat, en óskir sveitarstjóm-
anna standa í góðu gildi enn.
P.D.
slíkri heimspeki.
Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum
hefur látið svo ummælt, að þessar
tilraunir til rafgeislasendinga í
önnur sólhverfí (sem minnzt var á
í ofannefndri grein) verki á sig líkt
og hann sæi mann vera að reyna
að kalla yfír Atlantshafíð með til-
styrk raddfæranna einna saman.
Sá sem tengigáfu hefur sér undir
eins samlíkinguna með hinum strit-
andi galanda á ströndu, gagnvart
útvarpsmanninum sem nær undir-
eins sambandi frá Evrópu við Detro-
it og St. Louis, og útvarpssendinga-
mönnunum í Arecibo og Bjúrakan,
gagnvart þeim sem „stefna á hærri
leiðir".
Höfundur er skrifstofumaður í
Kópavogi.