Morgunblaðið - 19.04.1986, Page 20

Morgunblaðið - 19.04.1986, Page 20
M0RG5JNÍBIÍ.AÐIÐ,IÍAUGARBA6URI9JAPRÍL1986 'N 2onj Stofnblöndun lax- fiska-Varaaror ð eftir Sigurð Guðjónsson Nú á uppgangstímum í fiskrækt og fískeldi er orðið löngu tímabært að vekja athygli á stofnahugtakinu og þýðingu þess. Þó svo að í þessari grein verði svo til eingöngu íjallað um lax gilda sömu lögmál einnig um aðra lax- físka og reyndar margar aðrar físk- og dýrategundir. Laxastofn er skilgreindur sem hópur laxa sem hrygnir á tilteknum stað og á tilteknum tíma og hrygnir ekki í neinum mæli með öðrum slík- um stofnum á öðrum stað eða á öðrum tíma (Ricker 1972). Segja má að hin mikla ratvísi laxins sé grundvöllur þess að laxa- stofn geti myndast og viðhaldist. Þeir fískar sem best eru úr garði gerðir til að þola umhverfísaðstæð- ur í hverri á, en þær geta verið afar mismunandi, lifa og koma aftur til að hrygna. Smám saman þróast stofn sem er vel aðlagaður að hverri á, því hæfustu einstakl- ingarnir ná að eiga afkvæmi sem komast á legg. Slíkt náttúruval er sífellt í gangi og hefur svo verið í íslenskum ám, síðan lax nam hér land á ný eftir síðustu ísöld, en henni lauk fyrir 8—10 þúsund árum. Ætla má að hver á sem á annað borð fóstrar físk hafí fískstofn sem er betur aðlagaður aðstæðum í henni en fískstofnar annarra áa. Með öðrum orðum er líklegt að fískur sem viilist í aðra á en sína heimaá minnki með því lífslíkur afkvæma sinna. Þar sem náttúruöflin eru stöðugt að verki við að breyta landinu og þar með ám og lífsskilyrðum í þeim, verða fískstofnamir að aðlaga sig breyttum aðstæðum annars deyja þeir út. Náttúruval á sér því stöðugt stað og lífvist áa og vatna breytist stöðugt. Stofn er því síbreytilegt fyrirbrigði sem þróast stöðugt með því umhverfí sem hann lifír í. Ein- mitt þama leynist mikil hætta. Snöggar og miklar breytingar á umhverfí geta leitt til þess að stofn tortímist. Slíkar stórbreytingar eiga sér stað í náttúrunni en eru tiltölu- lega sjaldgæfar. Hins vegar getur og hefur mannskepnan brejrtt umhverfí svo að stofnar eða tegund- ir glatast. Einnig geta afskipti mannsins af fískstofnum breytt eiginleikum þeirra eða leitt til tor- tímingar stofnanna. Slíkt hefur oft gerst með ofveiði eða rangri veiði- stjómun. Ástæða er einnig til að ætla að stofn geti skaðast með öðmm hætti. Þar er átt við flutn- inga á stofnum milli svæða. Slepp- LÝSI hf. er nú af hefja fram- leiðslu á blautfóðri úr meltu til fiskeldis. Þar er frystitogarinn Freri, sem leggur meltuna til, og búizt er við því, að hægt verði að afgreiða fóður frá fyrirtæk- inu í fyrsta sinn í ágúst eða september. Allt fóður til fiskeld- is er nú innflutt. Ágúst Einarsson, framkvæmda- stjóri Lýsis hf., sagði í samtali við Morgunblaðið, að þegar hefði verið tekið við 50 lestum af meltu frá Frera til tilraunavinnslu, en búizt væri við fyrsta stóra meltufarmin- um í júní. Meltan væri hins vegar aðeins hluti fóðursins, en að auki þyrfti til dæmis vítamín og bindi- mjöi. Fiskeldismenn á Suðumesj- um hefðu sýnt þessu mikinn áhuga, en allt fískifóður væri nú innflutt. Stjómendur Lýsis hf. teldu fyrirtækið fyllilega í stakk „Sé slík þekking- til á ánum er auð veldara að átta sig á hvaða um- hverfisþættir eru mest afgerandi í hverju ár- kerfi fyrir fiskstofna þeirra. Höfundur þess- arar greinar vinnur nú að slíkri vistfræðilegri flokkun íslenskra straumvatna.“ ing á laxaseiðum er algeng fisk- ræktarleið hérlendis. Því miður hefur oft verið sleppt seiðum í ár af öðrum stofnum en þar eiga heima. Slíkt getur haft slæmar afleiðingar eins og betur verður rætt hér á eftir. Hin mikla fjölbreytni í útliti og atferli laxastofna stafar bæði af áhrifum umhverfís og arfbundnum þáttum. Tvær leiðir eru þekktar til þess að komast að því hvort og þá af hve miklu leyti einhver munur á útliti eða atferli sé arfbundinn eða stafí af áhrifum umhverfís. Önnur aðferðin byggist á því að athuga byggingu próteina með rafdrætti. Sé munur á byggingu einhvers próteins má rekja hann til munar á genum. Hin aðferðin er að ala fisk af mismunandi stofnum við sömu skil- yrði og sjá hvort fram kemur munur á atferli eða útliti. Komi fram munur má rekja hann til erfðafræði- legra þátta en ekki til áhrifa um- hverfís á fískinn. Með þessum aðferðum hefur verið sýnt og sannað að til eru margir mismunandi stofnar af hin- um ýmsu tegundum af Kyrrahafs- laxi og Atlantshafslaxi (Ricker 1972, fjöldi greina í Canadian Jo- umal of Fisheries and Aquatic Sci- ence 38:1981, Saunders 1981). Reynslan hefur sýnt að hver laxveiðiá hefur sinn eigin laxastofn. í stærri árkerfum eru jafnvel marg- ir stofnar á ferðinni og hefur þá gjaman hver þverá sinn eigin stofn. íslenskir laxastofnar eru marg- breytilegir eins og íslenskar lax- veiðiár. Því miður hefur rannsókn- um til að staðfesta erfðafræðilegan mun á íslenskum laxastofnum lítt verið sinnt enn sem komið er. Þó höfum við dæmi er sýna að munur á íslenskum stofnum sé arfbundinn. Laxastofn Dalsár, sem fellur í Hvítá í Árnessýslu, er svokallaður stórlaxastofn þ.e. meiri hluti físk- anna dvelur 2 ár í sjó áður en búið til þessarar framleiðslu, bæði hvað verð og gæði varðaði, enda byggði það á mikilli reynslu í fram- leiðslu fóðurs. Sveinn Jónsson, líf- efnafræðingur, hefði verið ráðinn til að hafa umsjón með fóðurgerð- inni og yrði mjög til hennar vandað. Vemlegur vaxtarbroddur væri í fískeldinu og því mikilvægt að fóð- urframleiðsla væri hér á landi, bæði vegna gjaldeyrisspamaðar og þess, að meira' en nóg væri til af fískúrgangi til þessara nota. Þá væri nauðsynlegt að þekking á fóðurframieiðslu færðist inn í landið, svo fiskeldið yrði ekki um of háð erlendum aðilum og hugsan- legum verðsveiflum á erlenda markaðnum. Þá gat Ágúst þess, að fyrirtækið hefði samið við Samtök loðdýra- ræktenda um blöndun vítamíns í loðdýrafóður, sem hér er notað. kynþroska er náð og fískur gengur í ána aftur til hrygningar. Laxa- stofn sá sem er í Laxeldisstöð ríkis- ins í Kollafírði er hins vegar smá- laxastofn þ.e. meiri hluti fisksins dvelur 1 ár í sjó áður en kynþroska er náð og laxinn snýr aftur heim. Lax úr Dalsá var tekinn í klak í Kollafjörð og seiðin alin upp við svipuð skilyrði og Kollafjarðarseiði. Seiði þessi voru svo notuð í hafbeit og skiluðu sér mest sem stórlax (62%) (2 ár í sjó), meðan lax af Kollfjarðarstofni skilaði sér lítið sem stórlax (25%) (Árni ísaksson 1982). Gönguseiðum af Þverárstofni, sem einnig er stórlaxastofn, var sleppt í Langá á Mýmm árið 1982. Gönguseiði þessi skiluðu sér 56% sem smálax (1 ár í sjó) og 44% sem stórlax (2 ár í sjó) (Ámi ísaksson 1985). Gönguseiðum af laxastofni Laxár í Dölum var sleppt í Langá 1983. Laxastofn Laxár í Dölum er smálaxastofn. Seiði þessi skiluðu sér 92% sem smálax og einungis 8% sem stórlax (Ámi ísaksson og Sigurður Már Einarsson 1986). Bæði þessi dæmi sýna breytileika í íslenskum laxastofnum sem er að minnsta kosti að nokkm arfbund- inn. Af rannsóknum erlendis sem sýna breytileika milli stofna er af nógu að taka. Læt ég nægja hér örfá dæmi sem sýna glöggt hætt- una sem getur stafað af fískflutn- ingi og em því sérstaklega áhuga- verð. Bams (1976) gerði tilraunir með 2 stofna af bleiklaxi (Oncorhynchus gorbuscha) úr Tsolum-ánni og Kakweiken-ánni í British Columbia í Kanada. Hann sleppti seiðum af báðum þessum stofnum svo og blendingsseiðum þessara stofna. Hrogn þessara þriggja afbrigða vom klakin við sömu skilyrði í uppeldislæk við Tsolum-ána. Seiði bleiklax ganga til sjávar strax og kviðpoki fer að minnka og afla sér ekki fæðu fyrr en á ósasvæðum eða út í sjó. Svipað hlutfall allra af- brigðanna hefur komist af. I Tsol- um-ána á sleppistað endurheimtist laxinn hins vegar mjög misjafnlega. Fyrrir hveija 10 fiska af hreinum Tsolum-stofni (heimastofn) kom 5,1 fiskur af blendingsstofni og einung- is 2,5 fískar af Kakweiken-stofni (ókunni stofninn). Af þessari tilraun má sjá að ratvísi bleiklax er að nokkru arfbundin. Árangur sleppinga á stálhöfða- seiðum (regnbogasilungur sem gengur í sjó) (Salmo gairdneri) í ár á vatnasvæði Columbia-fljótsins í Oregon í Bandaríkjunum var afar misjafn og einungis stofnar af vatnasvæðinu lifðu. í ljós kom að stofnar af öðmm vatnasvæðum höfðu ekki ónæmi fyrir sníkjudýra- tegund, Ceratomyxa shasta, af gró- dýraætt (Myxosporin), sem einung- is er til staðar í Columbia-vatna- kerfínu. Enn verra getur farið ef sníkjudýri sem þessu er óafvitandi dreift t.d. með físki í önnur vatna- kerfi, því þá verður náttúmlegur stofn árinnar fyrir áfalli. Nýlega barst sníkjudýrið Gyradachtylus frá Svíþjóð til Nor- egs og hefur dreifst þar með fiski. Hefur þetta afbrigði Gyradachtylus valdið miklum usla í Noregi en norskur lax hefur ekki ónæmi fyrir þessu sænska afbrigði, enda þótt Gyradachtylus sé ti staðar í Noregi. Af þessum dæmum sést að flutn- ingur stofna milli árkerfa getur verið stórvarasamur, einnig með tilliti til sníkjudýra og sjúkdóma. I mörgum tilfellum er erfitt að segja nákvæmlega til um hve mikinn usla stofnablöndun hefur gert, þar sem margir aðrir þættir hafa áhrif á stofnstærð, en leiða má líkur að því að oft hafí stofnablöndun valdið tjóni á náttúmlegum vistkerfum. Af framansögðu má sjá að nokkr- ar reglur verður að hafa í heiðri varðandi seiðasleppingar. 1. Ætíð á að nota fiskstofn árinn- ar ef sleppa á seiðum í á. Sé fiskur tekinn í klak til þessara nota verður að gæta þess að nota marga fiska af öllum stærðum til að ná fram allri erfðabreidd (genetic variance) stofnsins. Því færri hrygnur sem teknar em í klak því fleiri hænga þarf að nota tii að frjóvga hrognin. Varast ber að velja físk í klakið á einn eða annan hátt. Aldrei skal nota einungis einn hæng til fijóvg- unar. 2. Ef af einhveijum ástæðum er nauðsynlegt að sleppa seiðum í á og seiði af stofni árinnar em ófáan- leg og verða ófáanleg er næstbest að fá seiði úr á í næsta nágrenni sem hefur svipuð einkenni og áin sem sleppa á í. Ef þetta er gert er líklegt að stofnamir séu ekki mjög frábmgðnir þar sem ætla má að styttra sé síðan leiðir skildu og að stofnamir séu aðlagaðir að svipuð- um skilyrðum. En til að þetta sé mögulegt þarf að liggja fyrir vitn- eskja um gerð íslenskra straum- vatna og fískstofna þeirra. Hér verður ljós nauðsyn vistfræðilegrar flokkunar á íslenskum ám. Sé slík þekking til á ánum er auðveldara að átta sig á hvaða umhverfísþættir em mest afgerandi í hveiju árkerfí fyrir fiskstofna þeirra. Höfundur þessarar greinar vinnur nú að slíkri vistfræðilegri flokkun íslenskra straumvatna. En laxaseiði em einnig notuð til fiskeldis. Rannsóknir hafa sýnt að hafbeitarfískur er ekki eins ratvís og náttúmlegur lax. Því getur staf- að mikil hætta af stórfelldri hafbeit. Áætlanir em um sleppingar á millj- ónum gönguseiða hér á landi á næstu ámm. Til samanburðar má ætla að heildarframleiðsla náttúm- legra gönguseiða íslenskra vatns- kerfa sé um 1 milljón seiða. Aðeins þarf lágt hlutfall úr sleppingum frá slíkum stöðvum að villast í ár í grendinni til að náttúmlegur stofn slíkra áa hverfi. Skaðinn er því meiri sem eldisstöðvarstofninn er frábmgðnari náttúmlega stofnin- um og hentar þar með ekki um- hverfi árinnar. Laxeldi í sjókvíum hefur færst í vöxt hér á landi. Reynslan hefur sýnt að í Noregi sleppi um 5% af kvíafíski út. Ekki þarf umfang kvía- eldis að vera mikið til að slíkur fískur geti farið í miklum mæli upp í ár og blandast náttúmlegum laxi. Með þessum vamaðarorðum vil ég ekki hvetja til neinnar öfga- stefnu sem hindra myndi uppgang fískeldis hér á landi. Hins vegar getur óhindmð stofnablöndun og flutningur á laxi verið laxeldinu sjálfu dýrt, því villtir laxastofnar er sá efniviður sem fískeldið þarf og nýtir sér. Einnig er það eldinu ekki heldur til góðs ef sjúkdómar og sníkjudýr vaða yfir allt. Það verður því að setja reglur sem hindra og takmarka flutning og blöndun laxfískastofna og það fljótt. Slíkar reglur þyrftu ekki í flestum tilfellum að hindra eðlilega uppbyggingu í fiskeldi hér á landi. Slíkar reglur em nú þegar til í Bandaríkjunum og slík lög vom nýlega sett í Noregi. Báðar þessar þjóðir gripu þó of seint í taumana, kannski mest vegna þekkingar- skorts, en honum getum við ekki lengur borið við. Til þess em vítin að varast þau, og hvet ég því til að við forðumst að detta í sama bmnninn og nágrannar okkar. Höfundur er fiskifræðingur & Veiðimálastofnun. Heimiidir Ámi ísaksson 1982. Retums of microtagged Atl- antic salmon (Salmo salar) to the Kollafjörður Experimental Fish Farm in 1976—79 tagging experiments. I.C.E.S. C.M. 1982/M:34. Ámi ísaksson 1985. Rannsóknir á seiðaframlciðslu Langár á Mýrum 1975—1984. Veiðimálastofnun skýrsla. 52 bls. Ámi ísaksson og Sigurður Már Einarsson 1986. Rafveiðar í Langá 1985. Veiðimálastofnun skýrsla. VMSTR/86006. llbls. Bams, R.A. 1972. Survival and propensity for homing as affected by presence or absencc of locally adapted patemal genes in two transplanted populations of pink salmon (Oncorhynchus gorbuscha). J. Fish. Res. Board Can. 33. 2716-2725. Ricker, W.E. 1972. Hereditary and environmental factors affecting certain salmonid populations. 19—160. í R.C. Simon and P.A. larkin (ritst.). The stock concept in Pacifíc salmon. H.R. MacMillan Lectures in Fisheries. U.B.C. Vancouver. Saunders, R.L. 1981. Atlantic salmon (Salmo salar) stocks and management implications in the Can- adian Atlantic Provinces and New England UoA. Can. J. Fish Aquat Sci. 41:917—935. Lýsi hf: Hefja framleiðslu á fiskifóðri í sumar Nítján útskrifast frá Nýja hjúkrunarskólanum Tíu hjúkrunarfræðingar í barnahjúkrun og níu i heilsugæsluhjúkrun útskrifuðust 12. apríl sl. frá Nýja hjúkrunarskólanum. Þetta er í fyrsta sinn sem skólinn útskrifar hjúkrunarfræðinga úr sérnámi í barnahjúkrun og í þriðja skiptið sem hann útskrifar hjúkrunarfræðinga úr sérnámi i heilsugæsluhjúkrun. Aftari röð frá vinstri: Sigríður A. Pálmadóttir, Guðrún H. Teitsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Halla Eiríksdóttir, Þórdís Ingólfsdóttir, Guðný Gísla- dóttir, Halldóra Kristjánsdóttir, Kristín Vigfúsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir og María Pétursdóttir skóla- stjóri. Fremri röð frá vinstri: Aðalheiður Björgvinsdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir, Kristín A. Einarsdóttir, Ingigerður Jónsdóttir, G. Hallveig Finnbogadóttir, Guðrún Friðjónsdóttir, Guðrún Ragnars og Elín B. Hartmannsdóttir. Á myndina yantar þær Unni Ein- arsdóttur og Guðrúnu Eiðsdóttur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.