Morgunblaðið - 19.04.1986, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 19.04.1986, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR19. APRÍL1986 23 Akranes: Sjávarréttagerðin hf. kynnir starfsemi sína Akranesi. Sjávarréttagerðin hf. á Akranesi hélt kynningu á starfsemi sinni fyrir skömmu, en fyrirtækið framleiðir ýms- ar afurðir úr tijónukrabba og beitukóng. Fyrirtækið bauð gestum til hádegisverðar í hinum nýja veitingasal Still- holts á Garðabraut 2. Gestum Kristján Einarsson framkvæmdastjóri í ræðustól. var boðið upp á fjögurra rétta máltíð sem jafnframt var kynning á framleiðslu fyrir- tækisins en Stillholt hefur að undanförnu haft þessa rétti á matseðli sínum. Meðal gesta var sjávarútvegsráðherra, Halldór Asgrímsson, yfir- menn þess fyrirtækis sem framieiðir vélar sem Sjávar- réttagerðin notar, bæjar- stjórn Akraness og fleiri. Að loknum hádegisverði var gest- um boðið að skoða húsakynni og vélakost fyrirtækisins. Undir borðum voru haldnar margar ræður og m.a. rakti Kristján Einarsson fram- kvæmdastjóri Sjávarréttagerð- arinnar sögu fyrirtækis síns og kom þar margt fróðlegt fram um uppbyggingu þess sem ekki hefur gengið átakalaust þó skilningur ráðamanna hafi strax verið mikill. Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra flutti ávarp, ræddi hann ýmsa erfið- leika sem steðja að sjávarút- vegnum um þessar mundir og á slíkum tímum væru menn oft jákvæðari fyrir nýjum hug- myndum þegar þær væru kynnt- ar. Svo hefði verið í sjávarút- vegsráðuneytinu þegar settar voru fram hugmyndir um stofn- un Sjávarréttagerðarinnar. Halldór sagði að enn væri um tilraunaframleiðslu í þessari vinnslu og því væri erfitt að segja hvað þetta gæti gefið af sér en sagði þó fulla ástæðu til að kanna alla möguleika í þess- um veiðum, að því leyti væri þetta hliðstætt við þann tíma þegar humar- og rækjuveiðar voru að hefjast hér við land. í dag skila þær veiðar stórum fjár- munum til þjóðarbúsins, sagði ráðherra, og árnaði hinu nýja fyrirtæki allra heilla og hvatti heimamenn til að standa vel við bakið á þessu nýja fyrirtæki. Guðjón Guðmundsson forseti bæjarstjómar Akraness fagnaði tilkomu þessa fyrirtækis og sagði það ánægjulegt þegar undirmenn stofnuðu ný atvinnu- fyrirtæki og hefði atvinnuástand á Akranesi batnað mikið með tilkomu nokkurra fyrirtækja að undanförnu. Guðjón minntist á þær breytingar sem orðið hafa á sjávarréttagerð á undanföm- um ámm og sagði sína kynslóð aðallega hafa alist upp við að borða ýsu og skötu og svo lúðu til hátíðabrigða. Allt annað kall- aðist skítfiskur og var hent, en í dag væru þetta dýmstu réttir á veitingahúsum. Guðjón ámaði fyrirtækinu allra heilla í framtíð- inni. Ljóst er að þeir Sjávarrétta- gerðarmenn hafa unnið mikið brautryðjendastarf og er óskandi að það eflist og dafni því greinilegt er að þessar krabbaveiðar og ýmsar veiðar á skel er óplægður akur hér við land og því ber að stuðla að því að ungir áhugasamir at- hafnamenn fái allan þann stuðn- ing opinberra aðila sem framast er unnt. J.G. Guðjón Guðmundsson forseti bæjarstjórnar og Guðmundur Vésteinsson bæjarfull- trúi ræða málin. Ingimundur Sigurpálsson bæjarstjóri á Akranesi að taU við Gunnar Sigurðsson úti- bússtjóra og Kristján Sveinsson tryggingarfulitrúa. Orlofsnefnd Bandalags Háskólamanna: Samningar tókust um Kölnarferðir á 8.200 krónur SAMNINGAR hafa tekist milli orlofsnefndar Bandalags Há- skólamanna og Arnarflugs um flugfargjöld til Kölnar í sumar, fargjaldið kostar 8.200 án flug- vallarskatts. Þá hefur nefndin samið við ferðaskrifstofuna Pól- aris um ferðir til Kaupmanna- hafnar, London, Lúxemborgar og New York fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra. Ennfrem- ur býður ferðaskrifstofan félags- mönnum BHM sérsamning á ferðum til Mallorca í sumar. Þrjár tveggja vikna ferðir verða farnar til Kölnar i sumar, farið verður 8. júlí, 24. júlí og 7. ágúst. Enginn bamaafsláttur er veittur, en börn yngri en 2 ára greiða aðeins ferðatryggingu, 850 krónur. Frestur til að kaupa farseðlana er til 29. apríl og eiga þeir að greiðast á skrifstofu BHM Lágmúla 7. Félagsmenn BHM geta valið milli sex ferða til Kaupmannahafnar á vegum ferðaskrifstofunnar Pólaris í sumar, sex ferða til Lúxemborgar, fímm ferða til London, og Qögurra ferða til New York. Fargjald til Kaupmannahafnar er 11.500, 10.500 kostar að fara til London, 10.300 til Lúxemborgar og 15.500 til New York. Þessi fargjöld em m.a. afrakstur starfs orlofsnefndar BHM, sem tók til starfa sl. haust, en verkefni hennar var að ná samn- ingum um hagstæðar utanlands- ferðir fyrir félagsmenn og útvega aðra orlofsaðstöðu. í nefndinni sitja Guðný Jónsdóttir, Frank Halldórs- son, Birgir Guðjónsson, Jafet S. Ólafsson og Þóra Kristín Jónsdóttir. Framsóknarvist Framsóknarvist verður haldin sunnudaginn 20. apríl að Hótel Hofi kl. 14.00 Veitt verða þrenn verðlaun karla og kvenna. Stutt ávarp flytur Alfreð Þor- steinsson, formaður FR. Framsóknarfélag Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.