Morgunblaðið - 19.04.1986, Síða 26
26
MQRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRÍL1986
Fundur kaþólskra biskupa og ANC:
Hvetja kaþólikka
til að andæfa að-
skilnaðar stefnunni
Lusaka, Zambíu, og Jóhannesarborg,
NEFND á vegum kaþólskra
biskupa í Suður-Afriku lauk á
miðvikudag viðræðum við full-
trúa skæruliðahreyfingar Afr-
íska þjóðarráðsins, ANC. Að
loknum viðræðunum var gefin
út sameiginleg yfirlýsing, þar
sem kaþólikkar voru hvattir til
Ítalía:
Fannburður
í Dólómíta-
fjöllum
Boizano, Ítalíu. AP.
GRÍÐARMIKINN snjó setti
niður i Dólómítafjöllunum í
norðvesturhluta Ítalíu í gær,
og er slíkt óvenjulegt á þess-
um tima árs.
Um 50 sm jafnfallinn snjór
þakti fjöllin fyrir ofan 1200
metra hæðarlínu í Cotina
D’Ampezzo-héraði og Val Gard-
ena.
Nokkur fjallaskörð, þar á
meðal Gardena, Pordoi, Sella,
Tonale og Falzarego, lokuðust
fyrir umferð vegna hættu á
snjóflóðum, að sögn lögreglunn-
ar.
Á sléttum Norður-Ítalíu
rigndi óhemjumikið og hiti var
óvenjulítill, eða milli þijár og
átta gráður.
Suður-Afríku. AP.
að andæfa aðskilnaðarstefnu
stjórnvalda.
Biskupamir fimm, sem sæti áttu
í nefndinni, sneru heim til Suður-
Afríku síðdegis á miðvikudag eftir
þriggja daga viðræðulotu í aðal-
stöðvum ANC í Luzaka. í viðræð-
unum höfnuðu þeir að styðja beit-
ingu ofbeldis í skæruliðabarátt-
unni.
Aftur á móti sagði í sameigin-
legu yfírlýsingunni, að kaþólsku
kirkjunni í Suður-Afríku bæri að
hvetja áhangendur sína til að beita
sérgegn aðskilnaðarstefnunni.
Forseti ANC, Oliver Tambo,
kvað viðræðumar hafa verið „mjög
uppörvandi" og sagðist vonast til,
að biskuparnir kæmu skoðunum
ANC á framfæri við söfnuði sína.
í gær léttu stjómvöld banni af
bókinni „Vitnisburður Steve Biko
- Sjálfsvitund svertingja í Suður-
Afríku" eftir blökkumannaleið-
togann Steve Biko, sem lést í
gæsluvarðhaldi árið 1977.
Sérstök endurskoðunamefnd á
vegum stjómamefndar útgáfu-
mála úrskurðaði, að bókin væri
„ekki óæskileg".
Karl ogDíana íAusturríki
Þessi mynd er tekin fyrir skömmu, er Karl Bretaprins og eiginkona hans, Diana prinsessa, voru
í opinberri heimsókn í Austurríki. Þama eru þau stödd á forsetaskrifstofunni í Vín ásamt Hermu
Kirchschlaeger forsetafrú.
Hjartaígræðsla í Gautaborg:
Tvö hjörtu slá í
briósti ungs Svía
Sokkhólmi. AP.
TVÖ mannshjörtu slógu í takt í
bijósti hins 33ja ára gamla bíl-
stjóra, Leif Karlsson, eftir að
hann hafði gengist undir hjarta-
ígræðsluaðgerð á Sahlgrenska
Bretland:
Myrtu Líbýu-
menn gíslana?
London, AP.
ÞAÐ er „full ástæða til að ætla“,
að tveir bresku gíslanna, sem
voru myrtir í Líbanon, hafi verið
„í höndum Líbýumanna", sagði
sir Geoffrey Howe, utanríkisráð-
herra Breta, í yfirlýsingu, sem
ráðuneyti hans lét frá sér fara í
gær.
„Um nokkum tíma höfum við
haft fyrir þvi áreiðanlegar sannanir,
að Líbýumenn hafí átt þátt í að
ræna bresku kennurunum Leigh
Douglas og Philip Padfíeld og að
þeir hafí sjálfír haldið þeim föngun-
um. Hér er um að ræða hluta af
þeim sönnunum, sem við höfum
fyrir hinni ríkisreknu glæpa- og
hryðjuverkastarfsemi í Líbýu,"
sagði Howe í yfírlýsingunni.
Arabísk samtök, sem styðja
Khadafy, Líbýuleiðtoga, segjast
hafa myrt mennina í hefndarskyni
fyrir árás Bandaríkjamanna á Líbýu
og voru líkin skilin eftir á þjóðvegi
í fjöllunum austur af Beirut.
LÍK eins Bretanna þriggja, esm
verið höfðu i gíslingu í Líbanon
og fundust síðan myrtir í fjöllun-
um austur af Beirút. Hér er um
að ræða Leigh Döuglas, 34 ára
gamlan stjórnmálafræðing, sem
var kennari við Ameriska háskól-
ann í Beirút.
sjúkrahúsinu í Gautaborg á
fimmtudag. Þetta er fyrsta að-
gerð sinnar tegundar i Svíþjóð.
'í frétt frá sjúkrahúsinu sagði,
að ígrædda hjartað létti nú undir
með veikburða hjarta sjúklingsins.
Blaðafulltrúi spítalans, Ann-
Christine Andersson, sagði í út-
varpsviðtali, að hjartaskurðlæknir-
inn, Goran William-Olsson, hefði
ákveðið að skilja hjarta sjúklingsins
eftir á sínum stað, svo að það starf-
aði jafnfram ígrædda hjartanu, sem
var of lítið fyrir hjartaþegann.
Það var stórkostlegt að sjá nýja
hjartað tengt hinu gamla og fara
að slá í takt við það,“ sagði Anders-
son.
Blaðafulltrúinn sagði, að sam-
bærilegar aðgerðir hefðu verið
framkvæmdar í öðrum löndum, og
einkum hefði hjartaskurðlæknirinn
Christiaan Bamard í Suður-Afríku
gert margar slíkar á áttunda ára-
tugnum.
Andersson sagði, að Karlsson Iiði
vel eftir atvikum og hefði sömu
möguleika á að ná sér og eftir
hefðbundna hjartaígræðslu. Sjúkl-
ingurinn hafði fjórum sinnum feng-
ið hjartaáfall og var búinn að vera
á biðlista eftir hjarta frá því í jan-
úarmánuði.
Þetta er í fjórða sinn, sem hjarta-
ígræðsla er framkvæmd á Sahl-
grenska sjúkrahúsinu. I fyrra var
sett gervihjarta í mann á Karolinska
sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, en sjúkl-
ingurinn lést skömmu síðar.
Sovétríkin:
Andófsbræður fá
að flytjast úr landi
AP/Símamynd
Vínarborg, AP.
BRÆÐURNIR Grigory og Isai
Goldstein, kunnir sovézkir and-
ófsmenn, komu til Vínarborgar
í morgun frá Sovétríkjunum
ásamt fjölskyldum sínum. Lauk
Júgóslavía:
Artukovic kveðst aldrei
hafa heyrt um srasklefa
Zacreb. AP.
Zagreb. AP.
ANDRIJA Artukovic, sem sak-
aður er um stríðglæpi í Júgo-
slavíu, varði á fimmtudag tilvist
fangabúða i Króatíu, leppríki
nasista i siðari heimsstyrjöld.
Mörg hundruð þúsund manns
voru myrtar í þessum fanga-
búðum.
Hinn 86 ára gamli innanríkis-,
leppstjómarinnar í Króatíu sagði
að það hlyti að hafa verið þörf
fyrir fangabúðimar, „hafí þær
verið til“. Artukovic kvaðst aðeins
hafa heyrt um tvær þeirra fanga-
búða, sem getið var á sk.rá sækj-
anda málsins gegn honum.
Sækjandi málsins sagði að verið
hefðu rúmlega þijátíu fangabúðir
dóms-; og kirkjumálaxáðherra í Króatíu og þar hefðu rúmlega
sjö hundruð þúsund gyðingar,
serbar og sígaunar verið myrtir á
grimmiiegan hátt.
Aðspurður um gasklefa svaraði
Artukovic: „Þetta er fyrsta sinni,
sem ég heyri um slíkt á ævinni."
„Ég tók aldrei þátt í að taka
fólk af lífí,“ sagði hann og hélt
því fram að hlutverk sitt sem ráð-
herr^L hefði verið fólgið í að senda
út herlið til að koma á friði þegar
andspymuhreyfíngin hafði ýtt
undir óánægju og óróa meðal
þjóðarinnar. Artukovic var spurð-
ur herflokkamir hefðu framfylgt
skipunum hans: „Já, það orð fór
af mér að mínum tiliögum væri
framfylgt."
þar með 15 ára baráttu þeirra
fyrir því að fá að fara úr landi.
Bræðumir em gyðingar og vom
búsettir í Tíflis, höfuðborg Grúsíu.
Árið 1977 stofnuðu þeir samtök til
að fylgjast með framgangi mann-
réttindamála í Sovétríkjunum og
hvort Sovétmenn stæðu við þau
heit, sem þeir hefðu gefíð með aðild
sinni að alþjóðasamþykktum um
þau efni.
Árið 1971 sóttu bræðumir um
leyfí til að fá að flytjast frá Sovét-
ríkjunum, en ítrekuðum óskum
þeirra hefur jafnan verið synjað.
Þeim var tjáð skömmu fyrir brott-
förina að það væri fyrir atbeina
Edwards Kennedy, öldungadeildar-
manns frá Bandaríkjunum, að þeir
fengju að fara úr landi. Kennedy
tók mál þeirra sérstaklega upp við
sovézka ráðamenn er hann heim-
sótti Sovétríkin í febrúar sl.
Bræðumir, sem eru um fímm-
tugt, eru báðir eðlis- og tölfræðing-
ar. Grigory var eitt sinn dæmdur
til eins árs þrælkunar í vinnubúðum
fyrir að vinna ekki fyrir lifíbrauði.
Báðir hafa margsinnis verið teknir
höndum og vista,ðir í fangelsi fyrir
andóf sitt.