Morgunblaðið - 19.04.1986, Síða 27

Morgunblaðið - 19.04.1986, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR19. APRÍL1986 27 Ríkarður enn eftir Thor Vilhjálmsson Mikið varð ég feginn grein séra Kolbeins Þorleifssonar vegna sýn- ingar Þjóðleikhússins á Ríkarði III eftir Shakespeare. Sannast sagna var ég farinn að hafa áhyggjur af því að margir myndu fara á mis við mikilvæga reynslu og tímabæra hugvekju af dýrri list vegna ýmissa skamm- sýnna skrifa eftir frumsýninguna. Skal játað að tómlátt tal í ræðu bæði og riti vakti mér ekki óþreyju að sjá þessa sýningu, og heyra. Þó varð af því fyrir fáum dögum þegar önnur hollari áhrif komu til. Mér fellur illa þegar verið er að gera ýmsum þeim sem mæltu í móti sýningunni annarlegar hvatir þegar þeir fundu að leikstjóminni með sínum rökum; sem óþarft er að tortryggja, eða gera almenningi tortryggileg. Hinsvegar harma ég að þeir virðast sumir ekki hafa áttað sig á því hvað fyrir honum vakti né skynjað áhrifsmátt þessarar djúpseilnu sýningar, þar sem vits- munir réðu ferð, og hollusta við skáldið sem er samtíða hverri kyn- slóð sem er borin í heiminn. Og hvarflaði að mér þegar ég hafði séð sýninguna þakklátum huga og minntist þeirra skrifa og þrasins sem leiddi af að einhveijum hefði farið svo sem segir í sígildri bók að sjáandi sæju þeir ekki og heyr- andi heyrðu þeir ekki. Að mínu viti er ekki nauðsynlegt að hafa leiðsögn séra Kolbeins til að njóta þessarar sýningar með tiltækum skilningarvitum. En sízt er það lakara að hafa lesið grein hans til að efla skilning, sem vitur- lega hugvekju. Þótt þar standi margt sem freistandi væri að ræða verður það ekki að sinni, einkum vegna annríkis. Læt við það sitja að benda á hana þeim sem yfír hefur sézt í blaðinu í morgun, 16. apríl. Eg vil þakka með séra Kolbeini þá hollustu og skilningsþrá sem kemur fram í flutningi textans hjá ölium sem tóku þátt í sýningunni. Til hvers væri að leika Shakespeare væri ekki reynt að láta hvert orð ná eyra og auga okkar gistivina ieikhússins. Ég man dæmi þess að á því hafí orðið misbrestur í fyrri sýningum verka Shakespeares hér. Þar hafa stundum orðið ískyggileg umferðar- slys fyrir skort á gát, jafnvel flaust- ur og írafár og orðið stundum að gönuhlaupi, þar sem menn hafa ölvast svo af íþróttatækni að hefur gleymzt til hvers hún væri og hverju bæri að þjóna. Og skildi þannig með því sem hvort þarfnast hins: list og tækni; sem ræður hvort listin rætist, nær máli, eða hrekkur á glæ. Ég man dæmi úr þessu húsi þess að leikarar ryddu úr sér ræðum frá Shakespeare af flæðandi mælsku, og streymdi svo hratt að varla greindist orð í þeim ruðningi, ellegar busluðu lafmóðir af til- þrifamiklum kollsteypum eða helj- arstökkum að textinn fór meira eða minna fyrir garða, og fyrirgangur- inn svo æstur að leikurinn glataði meiningu, og það þótt gestur hefði sig allan við að leita texta uppi í glaumnum. Stundum hefur farið líkt og þegar á að skjóta flugeldum, Thor Vilhjálmsson „Jafnframt því sem ég óska Helga og öðrum snjöllum leikurum okk- ar sem vinna stór afrek til hamingju, vil ég óska öllum sem standa að þessari sýningu heilla. Þar virðist hver maður vita hvers vegua hann er þar.“ en geigar svo ekki tekst flaugin á loft heldur hendist skurrandi eftir götunni eða grundinni. Veizlan sem nú býðst í Þjóðleik- húsinu er öll byggð á aðdráttum frá Shakespeare. Þangað eru öll föngin sótt til að skapa magnaða og tímabæra hugvekju um þann heim sem við byggjum, þá lævi sem Intemational Hotel and Tourism Training Institutes Ltd. Spennandi starf í alþjóð- legum og sívaxandi iðnaði HÓTELSTJÓRNUNAR- NÁM í SVISS IHTTI býður 2 valkosti: • ÞRIGGJA ÁRA FULLT NÁM í HÓTELSTJÓRNUN. PRÓFSKÍRTEINI í LOK NÁMS fyrir námsfólk sem uppfyllir inntökuprófskröfur í háskóla. Námið hefst mánudaginn 6. október 1986. Námskostnaður 22.000 svissneskir frankar — á ári, fæði og húsnæði innifalið. •4 ’/2 ÁRS ÁFANGANÁM í HÓTELREKSTRI. PRÓF- SKÍRTEINI í LOK NÁMS fyrir starfsfólk í hóteliðnaði. Þeir sem hafa viðurkennda starfs- hæfileika á sérsviðum geta lokiö þessu sveigjanlega námi á skemmri tíma. Námið hefst á mánudegi 6. október 1986, eða mánudegi 5. janúar 1987, eða mánudegi 16. mars 1987. Námskostnaður 8.000 svissneskir frankar fyrir fyrstu 3 áfangana, fæði og húsnæði innifalið. Kennsla fer fram á ensku. Skrifið eftir bækling til: IHTTI, International Hotel and Tourism Training Institutes Ltd. P.O.Box 95, CH-4006 Basel/ Switzerland. getur grandað okkur öllum, núorð- ið. Ég vísa enn til séra Kolbeins, þegar maður kemur að því að meta hve hugvitsamlega sviðsbúnaðurinn er ortur, magnaður í einfaldleika, þótt sýnist fábreytni. Ég vil bæta því við að mér sýnist farsælt mið hafí verið tekið af málverki á End- urreisnaröldinni ítölsku, í litum bún- inga og fönsun þeirra klasa sem eru myndaðir með röðun leikaranna eða niðurskipan á sviðinu, og allir virkir í senn. Og þótti þeim sem sjáandi ekki sáu vera kyrrstætt; og kvörtuðu sáran. Stórsnjallar kyrr- myndir úr orustu mögnuðu í hugan- um heift bardagans og ógn, og fá- nýti alls þegar mest gekk á; leiddu jafnvel hug að því sem Prédikarinn segin Allt er hégómi og eftirsókn eftir vindi. Svo maður fari ekki að kyija lokaræðu og uppgjör Mak- beðs. Það sýndist væri innblásið á skyggna myndvísu af ítalska endur- reisnartíðarsnillingnum Uccello í Flórenz; stærðfræðingi og málara sem raunar dó örsnauður og horfinn öllum heillum á fátækrahæli, svo sem verða stundum örlög snillinga. Jafnframt því sem ég óska Helga og öðrum snjöllum leikurum okkar sem vinna stór afrek til hamingju vil ég óska öllum sem standa að þessari sýningu heilla. Þar virðist hver maður á sviðinu vita hvers vegna hann er þar. Ailt er byggt á hugsun. Að reyna að skilja. Og skapað með leik og flutningi text- ans, sem kemur að innan magnað andrúmsloft, og okkur sýndur ormagarður, þar sem enginn er annars bróðir. Og kannski er ekkert hlutverk smátt. Enda er miðja heimsins í okkur öllum, hveiju fyrir sig. En spyija mætti sisona: Hveijum sé mest að þakka svo markviss sýning? Má ég minnast á sjálfan leikstjór- ann. Þótt útlendur sé. Og þakka þó ekki væri nema fyrir mig. Þýðingarafrek Helga Hálfdanar- sonar væri efni í aðra grein, og á sinn þátt í að gera veizluna góða og minnisverða. I þessu frétti ég að örfáar sýning- ar séu eftir, og Shakespeare þar með fallinn í Reykjavík. Það væri mikil hneisa og stórslys. Höfundur erþjóðkunnur rithöfundur. FiliDi CASA SKÓLAVÖRÐUSTÍG 20 SÍMI13530 og það sem meira er, sumarsendingin aí FENDI- gaminu var að koma frá Flórens. Allir sterku og heitu litirnirvoru með. ARS g gerum okkur auðvitað dagamun. Bjóðum viðskiptavinum okkar Kristal bómullargarn Brus-up, burstaða ullin Dusty bómullargarn Hjerteopus bómullargarn Hjertesolo bómullargarn Kattens superwash alull íslenski lopinn Nýjartölur— nýir litir. Komið og gerið ykkur dagamun líka og finnið breyskjuna af prjónat- ískunni á Ítalíu í búðinni í litla dökka húsinu á Skólavörðustígnum. Opið laugardaga frá kl. 10—14.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.