Morgunblaðið - 19.04.1986, Side 31

Morgunblaðið - 19.04.1986, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRÍL1986 31 Úr borgarstjórn: Fjeldsted, Ingibjörg Rafnar, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Páll Gíslason, Davíð Oddsson borgarstjóri, Katrín Fjeldsted, Hilmar Guðlaugsson, Málhildur Angantýsdóttir, Júlíus Hafstein, Þórunn Gestsdóttir, Magnús L. Sveinsson og Anna K. Jónsdóttir. MIKLAR umræður urðu í borg- arstjórn sl., fimmtudag um árs- skýrslu um dagvistir barna á vegum Reykjavíkurborgar árið 1985. Guðrún Jónsdóttir (Kfb) sagði, að ljóst mætti vera af skýrslunni að ástandið í dagvistunarmálum barna færi hríðversnandi. í máli hennar kom fram, að biðlistar eftir plássi lengdust jafnt og þétt og nú væri biðtími eftir plássi fyrir ein- stæða foreldra um 8 mánuðir. I máli hennar kom einnig fram, að nú væru um 1.237 börn í einka- gæslu, en árið 1981 hefðu þau verið um 918. „Þetta er eðlileg afleiðing þess að æ fleiri konur hasla sér völl á vinnumarkaðinum. Þessum vanda er síðan mætt með dag- mömmukerfi, sem ekki er hægt að treysta á í framtíðinni. Nú eru fleiri böm í einkagæslu en á öllum dag- heimilum borgarinnar", sagði Guð- rún að lokum. Anna K. Jónsdóttir (S) tók til máls og sagðist hún vera undrandi á því að Guðrún skyldi ræða um dagvistunarmál út frá umræddri ársskýrslu. Hún sagði, að í skýrsl- unni væri stór skekkja, sem enn hefði ekki verið hægt að laga og þess vegna væri skýrslan marklaus í þessum umræðum. Anna sagði ennfremur að Guðrún vissi fullvel um þetta, því henni hefði verið sagt frá þessu á fundi félagsmálaráðs. „Þess vegna er ræða Guðrúnar byggð á röngum forsendum því villan í skýrslunni breytir öllum samanburðartölum", sagði Anna. Guðrún Jónsdóttir tók aftur til máls og sagði það furðulegt að dreift hefði verið ársskýrslu, sem ekkert vit væri í. Guðrún Agústs- dóttir (Alb) tók í sama streng og gagnrýndi jafnframt meirihluta Sjálfstæðisflokksins fyrir slælega framgöngu í dagvistunarmálum borgarinnar. Einnig tók Ingibjörg Rafnar (S) til máls undir þessum dagskrárlið. Síðar á fundinum lagði Gerður Steinþórsdóttir (F) fram tillögur varðandi breytingar á reglum um niðurgreiðslu daggjalda vegna dagvistar barna á einkaheimilum. I tillögunum er gert ráð fyrir að einstæðir foreldrar, sem kjósa að hafa böm sín á eigin heimili og fái dagmóður til þess að gæta þeirra, eigi möguleika á niðurgreiðslu dagvistarinnar á svipaðan hátt og einstæðir foreldrar, sem hafa böm sín hjá dagmömmum á heimilum. þeirra. Einnig lagði Gerður fram þá tillögu að foreldri fái niður- greiðsluna eigi síðar en 15 hvers mánaðar. Sagði Gerður, að tíma- bært væri að rýmka rétt einstæðra foreldra til niðurgreiðslu dagvistar og að með því að greiða niður- greiðsluna fyrr en nú er gert þá væri verið að veita einstæðum for- eldmm sem hafa börn sín í einka- gæslu sama rétt og þeim einstæðu foreldmm, sem hafa böm sín á dagvistarheimilum. Tillögunum var vísað til félags- málaráðs og stjómar dagvistar. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hittist reglulega til þess að fjalla um þau borgarmál sem ofarlega eru á baugi hveiju sinni. A myndinni eru talið frá vinstri: Jóna Gróa Sigurð- ardóttir, Ragnar Júlíusson, Guðmundur Hallvarðsson, Sigurjón Dagvistunarmál: Kosið í slgórn Sparisjóðs Reykjavíkur Ágúst Bjamason og Sigutjón Pétursson vom kosnir í stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrenn- is á borgarstjómarfundi sl., fimmtu- dagskvöld. Auk þeirra var Ragna Bergman í kjöri, en hún náði ekki kosningu. Flest atkvæði hlaut Ágúst Bjamason, en kosningamar vom leynilegar. Hafnarstjórn: Kanna skal mögu- leika á fiskmarkaði BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt að fela hafnarstjórn að kanna, í samráði við „fisk- markaðsnefnd" sjávarútvegs- ráðuneytisins, möguleika á því að komið verði á fót uppboðsmarkaði á fiski á hafnarsvæði Reykjavikur. Fiskmarkaðir af þessu tagi em í flestum höfnum heimsins en hér á landi er aðeins um að ræða fiskmarkað á neyslufíski, sem fisksalamir em með. Að sögn Jónasar Elíassonar (S), sem sæti á í hafnarstjóm er hér um mikið nauðsynjamál að ræða. Ef samþykkt verður að koma á fót fiskmarkaði af þessu tagi þá þarf slíkur markaður athafnasvæði við höfnina og sú hlið málsins á undir hafnar- stjóm, sagði Jónas ennfremur. Deilt um nýgerða ársskýrslu Félagsdómur um risnu skipherra Landhelgisgæslunnar: Skipherrar fái risnu hvort heldur á sjó eða í landi FÉLAGSDÓMUR hefur komist að þeirri niðurstöðu að Land- helgisgæslunni sé skylt að greiða öllum skipherrum sinum sömu risnu, hvort sem þeir eru á sjó eða landi. Jafnframt hefur meirihluti Félagsdóms úr- skurðað að skipherrum sé skylt að framvísa reikningum við móttöku risnu. Dómurinn þríklofnaði í málinu, sem Farmanna- og fiskimanna- samband Islands, fyrir hönd Skip- stjórafélags íslands, höfðaði gegn dómsmálaráðherra fyrir hönd Landhelgisgæslunnar og fjár- málaráðherra fyrir hönd ríkis- sjóðs. Þegar upp var staðið var niðurstaða dómsformannsins, Ól- afs St. Sigurðssonar, hið eiginlega dómsorð því hann naut stuðnings tveggja meðdómara um fyrri lið- inn og hinna tveggja um þann síðari. Sama risna fyrir alla Krafa Skipstjórafélagsins var að gæslunni væri skylt að greiða öllum skipherrum sömu risnu,. hvort sem þeir væru á varðskip- um, við fluggæslu eða í stjómstöð. Jafnframt var gerð krafa um að skipherrunum væri ekki skylt að framvísa reikningum. Ríkisvaldið gerði kröfu um sýknu af öllum kröfum. Helstu málavextir eru þeir, að allt frá árinu 1970 hefur verið í kjarasamningi skipsherra ákvæði um risnu. í núgildandi samningi er ákvæðið svohljóðandi: „Skip- stjóri fær risnu og ferðakostnað eftir samkomulagi við fram- kvæmdastjóra félagsins." Skip- herrar Gæslunnar fengu greidda þessa risnu þar til í september 1984, þegar fjármálastjóri stofn- unarinnar skrifaði skipherrum bréf, þar sem því var lýst yfir að frá 1. september það ár yrði risn- an, 1.250 krónur á mánuði, aðeins greidd gegn framvísun reikninga. I bréfínu sagði ennfremur: „Eigi verður gfreitt sérstakt risnufé til skipherra starfandi í landi. Um þá munu gilda sömu reglur og venjur og um aðra starfsmenn er í landi starfa hvað risnu varðar." Skipstjórafélag íslands mótmælti þessu bréfi skömmu síðar en for- stjóri Gæslunnar ítrekaði sjónar- mið stofnunarinnar síðari hluta nóvember þetta ár. Yfirlýsing forsijóra Gæslunnar Við gerð kjarasamninga í apríl þetta ár kom fram krafa um hækkun á risnu til skipherra Gæslunnar. Þeirri kröfu var hafn- að en í framhaldi af því kom fram staðfest yfirlýsing af hálfu for- stjóra Landhelgisgæslunnar til formanns Skipstjórafélags íslands svohljóðandi: „Að gefnu tilefni skal yrður tjáð, að Landhelgis- gæslan mun borga skipherrum sínum sama risnufé og Skipaút- gerð ríkisins greiðir sínum skip- stjórum." Félagsdómur taldi ekki sannað að með þessari yfirlýsingu væri aðeins verið að lofa risnugreiðsl- um til skipherra á sjó. í niðurstöðu dómsins segir: „Þegar orðalag nefndrar yfirlýsingar forstjóra Landhelgisgæslunnar er virt, og hvemig farið var um greiðslu risnu til skipherra gæslunnar alit frá árinu 1971 og litið til sérstöðu skipherra varðandi vinnuskyldu á landi og á flugvélum, þykir verða að leggja þann skilning í sam- komulag aðila, að greiða eigi skipherrum risnufé, hvort sem þeir eru við skipstjóm úti á sjó, starfi í stjómstöð í landi eða séu í fluggæslu." Skila ber reikningxim Síðan segir: „Fallast ber á skoðun stefndu varðandi risnufé, að um sé að ræða endurgreiðslu á útlögðum kostnaði skipherra í þágu Landhelgisgæslunnar en ekki laun. Eðlilegt verður að telj- ast, að útgerðaraðili vilji fylgjast með, hvort þessum greiðslum sé raunvemlega varið í hans þágu svo sem ætlun standi til. Sam- komulag aðila við lqarasamnings- gerðina fjallaði um rétt skipherra almennt til risnugreiðslna og upphæð þeirra. Þegar haft er í huga eðli þessara greiðslna verður eigi talið, þrátt fyrir samkomulag þeirra frá 1971, að skipherrar hafi mátt treysta því að Land- helgisgæslan léti hjá líða um alla framtíð að krefjast gagna um að þessum greiðslum væri varið til að halda uppi risnu á hennar vegum. Þegar það er virt sem nú er sagt og ennfremur, að þessar greiðslur hækkuðu mjög verulega við samningsgerðina í apríl 1984 verður eigi talið, að skilyrði um framvísun reikninga stríði gegn margnefndu samkomulagi aðila. Samkvæmt ofansögðu verða lyktir málsins þær, að krafa stefn- anda samkvæmt fyrri lið aðal- kröfu hans er tekin til greina, en síðari lið hennar hafnað .. .Rétt þykir að málskostnaður falli nið- ur.“ Tveir dómenda, Ámi Guðjóns- son hrl. og Bjöm Helgason hæsta- réttarritari, skiluðu sératkvæði og vildu failast á kröfu skipherra um að þeim væri óskylt að framvísa reikningum við móttöku risnu. Hinir tveir dómaramir, Gunnlaug- ur Briem yfírsakadómari og Gunnar Guðmundsson hdl., skil- uðu einnig sératkvæði og féllust á það með dómsformanni að rétt væri að skila reikningum en töldu ekki rétt að taka kröfur stefnanda til greina að öðm leyti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.