Morgunblaðið - 19.04.1986, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRÍL1986
33
AÐALFUNDUR MS-félags Is-
lands haldinn 17. aprii 1986
skorar á hæstvirta ríkisstjórn
Islands að endurskoða ákvörðun
sína um eftirgjöf aðflutnings-
gjald bifreiða frá 9. apríl, segir
í frétt frá MS-félagi íslands.
Upphæð sú er fatlaðir fá nú
eftirgefna hefur lækkað stórlega
eða um allt að 85%.
Auk þess bendum við á að eldri
bifreiðir hafa lækkað í endursölu
um nærri 50%. .
Með þessari ákvörðun sinni hefur
ríkisstjórnin:
a) Fallið frá markmiðum fyrri
ríkisstjórna um að létta fötl-
uðum bílakaup, og auðvelda
þeim þannig þátttöku í at-
vinnu- og félagslífí.
b) Mismunað fötluðum gróflega
samanborið við aðra launþega
INNLENT
Póstmannafélag íslands:
MS-félagið óskar nið-
urfellingar söluskatts
af bifreiðum til fatlaðra
landsins eftir nýgerða kjara-
samninga.
MS-félag Islands harmar þessa
ákvörðun ríkisstjómar Islands, og
leggur eindregið til að söluskattur
verði felldur niður af bifreiðum til
fatlaðra. en þá munu þeir njóta
sömu kjarabóta og aðrir.
Ráðstefna um
réttindi kvenna
Framkvæmdanefnd um launa-
mál kvenna gengst fyrir ráð-
stefnu um réttindamál kvenna í
dag, laugardag, frá kl. 13.00 til
17.00 í Sóknarsal, Skipholti 50,
Reykjavík.
Ráðstefna þessi er ætluð konum
í stjómum og samninganefndum
félaga innan ASÍ, BSRB, BHMR
og SÍB en er opin öllum konum,
sem áhuga hafa á þátttöku.
A ráðstefnunni verður gerður
samanburður á nokkmm réttinda-
atriðum í kjarasamningum, fulltrú-
ar ASÍ, BSRB, BHMR og SÍB flytja
erindi, fyrirspumum verður svarað
og henni lýkur á almennum umræð-
um. Þátttökugjald er 150 krónur
og í því eru innifaldar veitingar.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Kona f ormaður
í fyrsta sinn
Launamálin brýnasta verkefnið
Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, afhendir einum skátanna forsetamerkið.
Átján dróttskátar
fengn forsetamerki
FORSETAMERKI Bandalags ís-
lenskra skáta var afhent við há-
tíðlega athöfn í Bessastaðakirkju
sunnudaginn 13. apríl sl. Vigdís
Finnbogadóttir forseti íslands og
verndari skátahreyfingarinnar
afhenti alls 18 dróttskátum
merkið.
Forsetamerkið er æðsta verk-
efnamerki sem íslenskir skátar geta
unnið að. Þeir skátar sem það hljóta
hafa allir starfað ötullega innan
skátahreyfingarinnar og hlotið úr
starfi sínu dýrmæta alhliða reynslu
í félagsstörfum, útilífi og stjómun.
Að athöfninni í Bessastaðakirkju
lokinni bauð forsetinn skátum og
öðmm gestum til móttöku á Bessa-
stöðum.
Eftirtaldir skátar hlutu forseta-
merkið 1986:
Hlíf Sturludóttir, Hmnd Birgis-
dóttir, Hulda Guðmundsdóttir, Páll
Línberg Sigurðsson, Ragnheiður
Jóna Armannsdóttir, Hugrún
Rúnarsdóttir, Ragnheiður Linda
Skúladóttir, Stefán Gunnarsson,
Ásgeir Hreiðarsson, Ásgeir Guð-
mundsson, Þóra Víkingsdóttir, Þóra
Jónsdóttir, Erla Jóhannesdóttir,
Þorgerður Aðalgeirsdóttir, Anna
Sigrún Rafnsdóttir, Svala Bjöms-
dóttir, Sveinbjörg Jónsdóttir op
V algerður Halldórsdóttir.
Nokkrir af íslensku þátttakendum sýningarinnar. Frá vinstri eru Valdís Bjamadóttir,
Hróbjartur Hróbjartsson, Gunnar Guðnason, Sigurður Björgúlfsson og Richard Briem.
„Straumar í nor-
rænni byggingarlist“
Sýning arkitekta í Norræna húsinu
Sýningin „Straumar í nor-
rænni byggingarlist“ er heiti
sýningar sem opnar í dag kl.
16.00 í Norræna húsinu. Galleríið
SKALA í Kaupmannahöfn stend-
ur að uppsetningu sýningarinn-
ar, en sýning þessi hefur farið
um öll Norðurlöndin. Hún opnaði
í SKALA í ágúst sl.
Tildrög sýningarinnar vom þau
að á undanförnum ámm hafa mikl-
ar breytingar átt sér stað bæði í
hugmyndafræði og hönnun í al-
þjóðlegri byggingarlist og þótti því
þörf á að Norðurlöndin tækju
ákveðnari afstöðu til þessara nýju
strauma, að sögn Valdísar Bjama-
dóttur arkitekts.
Sýningin er um leið möguleiki á
norrænum samskiptum á sviði fag-
legrar reynslu sem ætti að vera til
styrktar fyrir fagið í heild og þar
með auka samvinnu á vegum bygg-
ingarlistar og menningarmála.
Þetta er í fyrsta skipti sem
Norðurlöndin sameinast um að
halda slíka sýningu og meðal þátt-
takenda em margir af fremstu
arkitektum Norðurlanda. Af Islands
hálfu taka þátt í sýningunni Guð-
mundur Jónsson, Valdís Bjama-
dóttir, Hróbjartur Hróbjartsson,
Sigurður Björgúlfsson, Richard
Briem, Dagný Helgadóttir, Guðni
Pálsson, Gunnar Guðnason, Oli
Hertervig, Ragnar Gunnarsson og
Jóhannes Þórðarson.
Sýningin stendur aðeins til 28.
apríl og er opin virka daga kl. 16.00
til 22.00 og um helgar kl. 14.00 til
22.00.
JENNÝ Jakobsdóttir var
kjörin formaður Póstmanna-
félags Islands 15. apríl sl.,
fyrst kvenna í sögu félagsins,
sem var stofnað 1919. Nú silja
sex konur og einn karl í stjórn
Póstmannafélagsins. Morg-
unblaðið spurði Jenný, hver
væru brýnustu verkefni
hennar sem formanns.
„Það er mikið starf sem liggur
fýrir. Félagið er stórt, 800 manns,
og félagarnir láglaunafólk, 80% em
konur. Því er brýnt að bæta kjör
þeirra. Við emm í lægri kantinum,
jafnvel þótt miðað sé við aðra ríkis-
starfsmenn. Ég get nefnt sem
dæmi, að póstburðarmaður hefur
um 19.000 krónur í byijunarlaun
og getur hæst komist í 26.000 eftir
18 ára starf og sér hver maður, að
það er ekki eftirsóknarvert.
Póststörf vom mikils metin hér
aður fyrr og menn sóttu í þau.
Matið á þeim virðist hafa breyst í
tímans rás og nú er svo komið að
fólk flýr unnvörpum úr stéttinni,
þaulvant og sérmenntað til þessara
starfa í 2—4 ára póstskólanum
okkar, og við sjáum ekki fram á
að fá annað í staðinn vegna þess
hve launin em lág. Þessu þarf að
breyta.
Áð launamálunum frátöldum get
ég nefnt þátttöku okkar í norrænu
samstarfi; við teljum okkur geta
lært mikið af nágrönnum okkar og
sótt til þeirra reynslu um ýmis innri
mál. Það má geta þess að fyrsta
norræna póstmannamótið verður
haldið hérlendis á næsta ári og
töluvert mikið starf að undirbúa
það,“ sagði Jenný Jakobsdóttir að
lokum.
Tónlistarfélagið:
Ellen Lang og
William Lewis
halda tónleika
í DAG munu Ellen Lang, sópran-
söngkona, og William Lewis,
píanóleikari, halda tónleika i
Austurbæjarbiói á vegum Tón-
listarfélagsins kl. 14.30.
Ellen Lang er ung söngkona, sem
hefur sungið jöfnum höndum óper-
ur, kammermúsík og á einsöngstón-
leikum, og auk þess tekið þátt í
uppfærslum á söngleikjum.
Efnisskrá hennar á laugardag
endurspeglar þessa fjölhæfni, því
þá syngur hún lög eftir Schubert,
Rossini, Liszt og Samuel Barber,
og auk þess þijú lög eftir Jerome
Kem og lag eftir Lee Hoiby — The
Serpent — sem var upphaflega
samið fyrir Leontyne Price.
Nokkrir aukamiðar verða til sölu
á venjulegum sölustöðum og við
innganginn.
Úr fréttatilkynningu.
Þjóðarátak gegn krabbameini:
Um 23 millj.
RÚMAR 23 milljónir hafa nú
safnast til Krabbameinsfélags-
ins. Mestur hlutinn safnaðist um
síðustu helgi, er gengið var í hús.
Fyrirtækjasöfnun er í fullum
gangi og er algengt að fyrirtæki
gefi nokkra tugi þúsunda í söfn-
unina, allt að 100 þúsundum.
Geirlaugar Ottósdóttur starfs-
hafa safnast
manns Þjóðarátaks gegn krabba-
meini sagði að ekki yrði Ijóst fyrr
en seinni hluta næstu viku hve
mikið hefði safnast, fyrirtækin
hefðu verið mjög rausnarleg, Iðnað-
arbankinn og Skrifstofuvélar hefðu
gefið 100 þúsund hvorttil söfnunar-
innar og Sólning hf. 50 þúsund.