Morgunblaðið - 19.04.1986, Page 41

Morgunblaðið - 19.04.1986, Page 41
MORGtTNíBI Aí)IÍ>; •LAWGARI)AGUR1«.'XPRÍE'Í98G 41 Ljósmyndarar við uppsetningu mynda í Listasafni ASÍ. Lj ósmyndaraf élag íslands heldur ljósmyndasamkeppni Sigurður Rúnar Bergdal Óskarsson, Hafnargötu 17. Stefán Jóhann Arngrímsson, Suðurgötu 12. Ferming í Hvalsneskirkju sunnudaginn 20. apríl kl. 14. Alda Gísladóttir, Norður-Flankastöðum. Andrea Bára Árnadóttir, Holtsgötu 25. Gyða Björk Guðjónsdóttir, Ásabraut 10. María Kristín Óskarsdóttir, Ásabraut 5. Ólafur Þór Ólafsson, Brekkustíg 7. Ragnar Víðir Reynisson, Bjarmalandi 10. Siguijón Ólafsson, Brekkustíg 10. Vilbogi Magnús Einarsson, Hjallagötu 2. Þórður Pálrhi Jónsson, Vallargötu 26. Fermingarbörn í Garðapresta- kalli á Akranesi sunnudaginn 20. apríl kl. 10.30. Prestur sr. Björn Jónsson. Ágúst Guðmundsson, Deildartúni 9. Guðmundur Steinar Jónsson, Heiðarbraut 49. Hafsteinn Víðir GunnarsSön, Brekkubraut 2. Hallgrímur Guðmundsson, Vesturgötu 70. Ilallvarður Jónsson, Bjarkargrund 37. Hans Júlíus Þórðarson, Jörundarholti 34. Hjálmar Rögnvaldsson, Vallholti 17. Óskar Georg Jónsson, Jörundarholti 132. Pétur Atli Lárusson, Heiðarbraut61. Alda Þöll Viktorsdóttir, Furugrund 40. Elín Björk Davíðsdóttir, Víðigrund 12. Helga María Hallgrímsdóttir, Deildartúni 3. Helga Helgadóttir, Bjarkargrund 3. Herdís Valbjörnsdóttir, Skagabraut 38. Hróðný Njarðardóttir, Furugrund 20. Indíana Unnarsdóttir, Höfðabraut 2. Jóhanna Lilja Hjörleifsdóttir, Furugrund 13. Júlíana Omarsdóttir, Skólabraut 37. Kristín Guðbjörg Sigurvinsdóttir, Esjuvöllum 15. Sigríður Holgadóttir, Garðabraut 8. ÞóraJónsdóttir, Suðurgötu 32. Fermingarbörn í Garðapresta- kalli á Akranesi sunnudaginn 20. apríl kl. 14.00. Prestur sr. Björn Jónsson. Jón Þór Þórðarson, Dalbraut 15. Karl Rúnar Lilliendahl, Einigrund 9. Kristinn Hallur Sveinsson, Vesturgötu 73. Leifur Ingi Óskarsson, Sunnubraut 5. Leiknir Sigbjömsson, Skagabraut 35. Orri Harðarson, Vogabraut 12. Rannveig Jóna Haraldsdóttir, Stillholti 4. Rannveig Hólm Jónasdóttir, Furugrund 38. Sólbjörg Hlöðversdóttir, Akurgerði 13. Sigríður Árnadóttir, Stillholti 11. Sunna Björk Þórarinsdóttir, Akurgerði 15. Sylvía Björg Guðmundsdóttir, Suðurgötu 19. í tilefni af 60 ára afmæli Ljós- myndarafélags íslands verður haldin Ijósmyndasamkeppni meðal félagsmanna og nema þeirra. Sýning á myndunum fer fram í Listasafni ASÍ við Grensásveg og stendur hún til 4. maí. Sýningin verður opnuð kl. 15.00 og verður framvegis opin virka daga kl. 16.00 til 20.00 og um helgar kl. 14.00 til 22.00. Innrásin sem aldrei var gerð Úr A Chorus Line. Dag’ur í leikhúsinu Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regnbogfinn. Innrásin — (In- vasion USA) ☆ Leikstjóri James Zito. Framleið- endur Golan-Globus. Handrit Chuck Norris og James Bmner, byggt á söguþræði Aarons Norris og Bmners. Kvikmyndataka Joao Femandez. Tónlist Jay Chattaway. Aðalhlutverk Chuck Norris, Richard Lynch, Melissa Prophet, Alexander Zale. Banda- rísk frá Cannon. 1985.107 mín. Fmmsýning þessarar áróðurs- myndar, (eða hvað sem á að flokka þennan samsetning undir), kemur upp á kaldhæðnislegum tíma, þegar herraríkið sjálft hefur tekið að sér alheimslöggæslu og stofnað heimsfriðnum í voða. ímyndað innrásarbrambolt Rússa í myndinni verður næsta fáfengi- legt í samanburði. í þessum kapítula myndbálks- ins um einsmannsherdeildina Norris, fæst hann við að bijóta á bak aftur ísmeygilega innrás Rússa á meginlandi N—Ameríku. Minna má nú gagn gera. Með Innrásinni hefur Chuck Norris og hugmyndasmiðum hans hrakað talsvert frá Code Of Sil- ence, og styrkir það gmn vom um að þessi getulitli leikari verði aldrei meira en músarrindill á tjaldinu við hliðina á karlljónunum Eastwood, Stallone, Schwarzen- egger og co. (T.d. tók Rambo inn 80 millj. dala á síðasta ári í USA, Rocky IV 60, Pale Rider 21, Commando 17, á meðan Inn- rásin komst yfir tæpar 7. Heimild Variety.) Er þetta í rauninni vitn- isburður um óbijálaða dómgreind metnaðarfullra handritshöfunda og framleiðenda vestan hafsins. En leikleysan er ekki versti þáttur ínnrásarinnar, enda skiptir leikurinn ekki miklu máli í slíkum myndum, heldur móður- sýkislegur efnisþráðurinn sem lýsir þankagangi ofsóknarbijá- læðinga. Hér hefur þeim loksins tekist að skapa hana, rússagrýl- una, sem fær jafnvel heilsuhraust- ustu góðvini Bandaríkjanna til að fá óbragð í munninn. Fastir liðir einsog venjulega í bálknum; leikur og handrit ekki eyrisvirði en bardagasenur lífleg- ar og margar hveijar vel útfærð- ar. Chuck Norrís, gaddfreðin og getulítil ímynd bandarískrar karlmennsku. Að öllum Iikind- um sjáum við hann næst í Trí- polí. Kvikmyndir Amaldur Indriðason Bióhöllin sýnir: A Chorus Line. Stjömugjöf: ☆ ☆ '/2 Framleiðendur: Cy Feuer og Ernes Martin. Höfundur dansa: Jeffrey Hornaday. Tónlist: Marvin Hamlisch. Myndataka: Ronnie Taylor. Leikstjórí: Ric- hard Attenborough. Það er löngu kunn saga úr Hollywood að ef leikstjóri hefur slegið í gegn með metsölumynd þar vestra, standa honum allar dyr opnar. Það er slegist um slíka menn og þeir geta valið úr til- boðum. Þannig var það með Sir Richard Attenborough og Gandhi. Eftir Gandhi biðu menn með óþreyju eftir að fá að vita hvaða mynd Sir Richard tæki fyrir næst. mesta lagi sem snöggar augna- gotur, magaveikislegar munn- viprur eða ört tittlingadráp, (augna-), undir hápunktum dram- ans. Samtölin klippt og skorin og snúast gjarnan uppí innihaldslítil rifrildi. Hetjan klökknar helst ekki fyrr en ástvinurinn er allur. Hin hlið myndarinnar — Rocky á hjólhesti — er vel kvikmynduð, galíinn er sá að maður veit fyrir fimmtíu myndum síðan hver sig- urlaunin hlýtur. Ægifegurð Col- orado og Klettafjallanna er besti hluti myndarinnar, landslagið jafn tilkomumikið og hinn ameríski draum-blandaði mannlegi þáttur ervæminnogrýr. Hann hafði svosem ekki leikstýrt mörgum myndum um ævina en þær sem hann hafði gert voru risastórar í sniðum með úrvalsliði leikara eins og A Bridge Too Far og svo auðvitað Gandhi sem hafði tekið hann 20 ár að koma frá sér. Menn bjuggust við einni stór- myndinni enn. Því vakti það nokkra athygli þegar fréttist að Sir Richard væri farinn af stað með að leikstýra söngleik, sem slegið hefði í gegn á Broadway næstum 10 árum áður. Sir Richard, sem er breskari en verkföll var tekinn til við söng- leik sem er amerískari en Frelsis- styttan. Andstæðumar gátu ekki meiri verið fyrir utan að Sir Ric- hard hafði aldrei áður fengist neitt við söngleiki ef frá er talin myndin O, þetta er indælt stríð, sem er ekki samanburðarhæf við A Chorus Line. Það hafði verið rætt um að Adrian Lyne (Flash- dance) gerði söngleikinn og jafn- vel fleiri Bandaríkjamenn en Att- enborough var í tísku. Og honum tekst bærilega að komast frá sínu eins og sagt er. Söngleikurinn var frumsýndur á Broadway veturinn 1975 til 1976 og náði strax miklum vinsældum. En hann var orðinn talsvert gamall þegar tekið var til við að kvikmynda hann og aldurinn minnir stundum á sig. Gömlu stefin um hina hörðu samkeppni dansaranna, kynvillu, vandamál heimafyrir, hinn kröfuharða leik- stjóra og annað þess háttar eiga sér varla jafnsterkan hljómgrunh ogfyrir 10 árum. Sögusviðið er þröngt, tímasetn- ingin stutt. Sagan gerist á einum degi í leikhúsi og mestallur leikur- inn fer fram uppá sviði. Þar er sögð saga fólksins sem komið er til að fá pláss í dansflokki. Það eru margir tilkallaðir en fáir út- valdir og á meðan á slagnum stendur fáum við að vita um óskir dansaranna og þrár, vonbrigði og innri baráttu þeirra. Og úti í myrkum salnum situr guð almátt- ugur. Zack (Michael Douglas) er leikstjórinn sem velur dansarana. Hann stýrir örlögum þeirra, er óhikandi, miskunnarlaus maður í leit að fullkomnun. Aðeins þeir bestu komast af í þessum heimi og hinir síðustu verða fyrstir og fyrstu síðastir. „Hvað tekur við hjá ykkur þegar þið eruð hætt að geta dansað?" spyr Zack. „Lífið“, er svarið. Michael Douglas hefur fest sig í einni ákveðinni rullu í gegnum árin. Hann er reiði ungi maðurinn eða var það þangað til hann sleppti af sér beislinu og hellti sér út í ævintýramennskuna í mynd- unum Ævintýrasteinninn og Níl- arsteinninn. í millitíðinni tókst honum þó að skella sér í sitt gamla gerfi. Douglas er takmarkaður leikari og ungi reiði maðurinn á einkar vel við hann af einhveijum ástæðum. Og þess vegna er hann tilvalinn í hlutverk Zacks. Hann er kaldur og fráhrindandi og ef hann hefur einhveijar fínni tilfínn- ingar týnast þær í leit hans að hinum fullkomnu dönsurum. Það eru fá samtöl í myndinni. Tónlistin og dansamir eru látnir tala sínu máli. Það er einn megin- galli á kvikmyndatökunni að dansaramir em alltof oft aðeins sýndir fyrir ofan mitti í dansatrið- um. Það er svolítið sem Adrian Lyne hefði aldrei leyft sér. Hvað þá Bob Fosse. Rocky á hjólhesti Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Fram til sigurs — Amerícan Flyers ☆ Leikstjóri John Badham. Aðal- hlutverk Kevin Costner, David Grant, Rae Dawn Chong. Banda- rísk. WarnerBros. 1985. Skrýtið hliðarskref hjá mistæk- um, en oft eftirtektarverðum (Blue Thunder, War Games, Saturday Night Fever) leik- stjóra. í stuttu máli fjallar Fram til sigurs um tvo bræður sem misst hafa föður sinn úr ættgengum æðasjúkdómi. Læknismenntaður eldri bróðirinn veit að hann á skammt ólifað vegna sama kvilla og vill fá úr því skorið hvort sá yngri á sömu örlög yfírvofandi. Myndin fjallar þó ekki síður um gríðarlega reiðhjólakeppni en í þeirri íþrótt eru þeir bræður báðir hinir liðtækustu. Þessi nýjasta mynd Badhams er hvorki fugl né fiskur. Samband bræðranna nær aldrei þeirri hjart- næmu stemmningu sem því er ætlað hjá áhorfendum. Einkum sökum þess yfírborðskennda til- fínningalífs sem oft hijáir banda- rískar myndir. Það lýsir sér í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.