Morgunblaðið - 19.04.1986, Side 50
50--------------------—.....- ........ MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR19. APRÍL1986
,, Hcinn hefur síöÁmgi. \>ö~ rruxrlröS
cJí Sk'ip sé c& siglo. ó- facxnn-"
áster...
o
... að skilja skap-
gerðhennar.
TM Reg. U.S. Pat. Ofl.—all rights reserved
c1985 Los Angeles Times Syndicate
Það er giftingardagurinn
ykkar
HÖGNIHREKKVÍSI
Sóun o g hneyksli
Alltaf heyrir maður nú eitthvað
nýtt. 5 milljónir eiga að fara í
handboltalið.
Ég vona að þingmenn hugsi sig
vel um áður en þeir samþykkja
svona fjáraustur. Auðvitað þarf rík-
isstjórnin að leggja þessa upphæð
á skattgreiðendur. Að hugsa sér
að veita fimm milljónum til þess
eins að horfa á menn henda bolta
á milli sín. Það er mjög asnalegt,
svo ekki sé nú meira sagt.
Þegar haft er í huga að lægst
launuðu stéttir landsins þurfa að
þræla nótt sem dag, og ná heldur
ekki endum saman, þá er svona
sóun hneyksli. Ég hefi heyrt marga
segja að þeir, sem flytja þetta frum-
varp, þurfí ekki að hugsa til þing-
setu í framtíðinni.
Ég hef ekki á móti líkamsrækt,
en hana á ekki að styrkja svona
með fjármagni frá því opinbera.
Ef menn handa að þetta sé land-
kynning, þá væri nær að huga að
Vigdísi forseta og Hólmfríði fegurð-
ardrottningu. Það er landkynning
sem um munar.
En það er nóg við þessa peninga
að gera og þeir eiga að fara til líkn-
armála eða heilbrigðismála. Þar er
þörf fyrir þá.
Ofan á þetta bætist svo sú fátækt
sem er í þessu landi. Það kom í ljós
í Kastljósi á dögunum að hjón
sögðust þurfa að lifa á 10 þús. á
nánuði með tvö böm. Það kom líka
í ljós hjá prestinum að hjónaskilnað-
ir hefðu færst í aukana og m.a.s.
hefðu sjálfsvíg aukist mjög og fjár-
hagsvandræði yllu því að langmestu
leyti.
Væri nú ekki nær að hjálpa þessu
fólki heldur en veija fimm milljón-
um til þessara mála, þó ég hafi
ekkert sérstaklega á móti íþróttum,
en þær þarf að styrkja með öðrum
hætti.
Jóhann Þórólfsson
Þessir hringdu .
Oryggis-
læsingar
á heimilum
Tveir aðilar hafa haft
samband við Velvakanda
vegna fyrirspumar móður
um öryggisskápa á heimil-
um.
Jóhanna Vigdís Hjalta-
dóttir hjá versluninni Moth-
ercare sagði að þar fengjust
bæði sérstakir læstir lyfja-
skápar og hlífar fyrir elda-
vélar eins og þær sem móðir
minntist á.
Að sögn Agnars Kárason-
ar hjá versluninni BYKO fást
þar sérstakar læsingar sem
festar eru á skápa. Þær
kosta 145 krónur, þijár í
pakka.
Páfagaukur
fannst við
Kópavogsskóla
Síðastliðinn miðvikudag
fannst páfagaukur við
Kópavogsskóla. Hann er
ljósblár og er eigandi beðinn
að hafa samband í síma
45806.
Víkverji skrifar
að er súrt í brotið að þurfa að
sætta sig við að kaupa svikna
vöru af því enginn virðist þess
umkominn að taka í taumana. Hér
er auðvitað átt við „nautakjötið"
sem nú kemur uppúr dúmum að
er víst sjaldnast af nauti. Kjöt-
vinnslumaður hefur staðfest það í
sjónvarpinu (og vandséð hvers-
vegna hann skyldi vera að skrökva
þessu að okkur, blessaður maður-
inn) og kjötkaupmaður er búinn að
lýsa yfir á prenti að hann botni
bara ekkert í þessum hamagangi
af jafnómerkilegu tilefni. Sá góði
maður reyndi að vísu ekki að halda
því fram að Búkolla gamla væri
tuddi en staðhæfði aftur á móti að
kjötið af henni væri slíkt afbragð
að það væri bara síst lakara en
væri hún tuddi. Og svo hafa for-
kólfar bænda fómað höndum og
reytt af sér megnið af hárlubbanum
og hrópað hver um annað þveran
að þetta væri aldeilis agalegt; og
látið það duga.
Við höfum verið að nudda í
Kananum síðustu misserin að hann
keypti af okkur nautakjöt einkan-
lega; varla verður það honum samt
hvatning til viðskiptanna ef hann
hefur nú fyrir því orð vísustu manna
að hann geti rétt eins átt von á að
finna júgur í krásunum. Ennfremur
ber það vott um vítavert fálæti hve
hljóðlát kaupmannastéttin hefur
verið í öllum þessum gauragangi.
Annaðhvort er þetta góður og gegn
viðskiptamáti eða hann er það ekki,
og viðskiptavinimir eiga rétt á því
að stéttin sem hér er í sviðsljósinu
tjái sig um þetta. Þögn fer að verða
sama og samþykki senn hvað líður
og samtökum kaupmanna ber því
að taka af skarið.
XXX
Bílgreinasambandið er óánægt
með tollanna á bifreiðavara-
hlutum. Verðlækkunin á bílunum
er góðra gjalda verð, segja talsmenn
þess, en aldeilis afleitt að láta vara-
hlutina sitja eftir ef svo mætti orða
það. Það sýnist enda augljóst að
ein afleiðingin hljóti að verða heil-
mikil sóun á verðmætum. Það er
verið að fæla menn frá því að hanga
í gömlu bílunum sínum, beinlínis
verið að ýta undir menn að vippa
þeim bara á haugana.
Það gefur augaleið að ef vara-
hlutur í slarkfæran bíl kostar jafn-
vel allt uppí þriðjunginn af glænýj-
um bíl af ódýrari gerðunum, þá er
það mönnum lítil hvatning til nýtni;
og svo hlýtur enn að rýrna verðið
á gamla grána sem eigandinn hafði
samt verið að hugga sig við fyrir
fáeinum vikum að ætti talsverðan
sprett í sér ennþá.
Víkveiji hélt að hann hefði gripið
þá glóðvolga hjá útvarpinu og
sjónvarpinu á dögunum, þegar þeir
voru að segja glímufréttir og sögðu
um glímukónginn að hann hefði
lagt alla „viðfangsmenn" sína. Vík-
veiji kom af Ijöllum og hafði aldrei
heyrt orðið og fann það að auki
hvorki í Blöndal né Orðabók Menn-
ingarsjóðs.
En þeir hjá Orðabók Háskólans
áttu það í fórum sínum. Það sýnist
hefja flakk sitt uppúr aldamótum,
og er svo að skjóta upp kollinum
annað slagið uppeftir öldinni.
Skák og mát hjá viðfangsmönn-
um Víkveija hjá ríkisútvarpinu.
Á hinn bóginn er það víst ósvikið
nýyrði sem kom fram í fyrirsögn á
áróðursgrein í einu dagblaðanna
fyrir fáeinum dögum. Manneskjan
sem þar stýrði penna sýnist hafa
verið að þreifa eftir orði yfir hug-
takið „military confrontation“ og
lætur vaða með „hernaðarand-
spæni". En fæðist svona samsetn-
ingur ekki andvana?
XXX
• •
Orlát kona upplýsti í blaðaviðtali
daginn eftir Ameríkureisu
Hermanns Björgvinssonar að hún
hefði lánað honum nokkrar þúsund-
ir þýskra marka í farareyri.
Ér það framhleypni að spyija
hvort nokkuð hafi verið minnst á
vexti?