Morgunblaðið - 19.04.1986, Qupperneq 54
MORGUNgLAÐIÐ, LAUGARDAGUR19. APRÍL1986
54
>■■.
Danmörk:
w íþróttir helgarinnar:
Island og Noregur
Ný klukka í höllinni á Akureyri
Akureyri.
NÝ KLUKKA var á dögunum sett upp í íþrótta-
höllinni á Akureyri, og var myndin tekin eftir
að þaö var gert. Gnœfir hún nú yfir íþróttaœsk-
unni sem œfir í húsinu eins og sjá má. Miklar
tafir urðu á komu klukkunnai ti! landsins - en
; nú geta íþróttaáhugamenn í bænurr andað létt-
ar. Hingað til hefur verið notast við lítinn og
fremur óskemmtilegan tímamæli þannig að
erfitt hefur verið fyrir leikmenn og áhorfendur
að greina hve mikið er eftir af leiktímanum -
en nú heyrir það sem sagt sögunnitil.
Gladsaxe/HG vann
fyrri leikinn
Frá Gunnari Gunnarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins (Danmörku.
GLADSAXE/HG sigraði Helsingör
með 22 mörkum með 21 í fyrri
úrslitaleik bikarkeppninnar í
handknattleik hér í Danmörku.
Leikurinn sem var leikinn á
heimavelli Gladsaxe þótti fremur
lélegur, mikið um vitleysur á báða
bóga. Gladsaxe vai yfir mest allan
leikinn og var staðan í hálfleik
12:11 fyrir heimamenn.
Skorup var markahæstur hjá
Gladsaxe með 9 mörk og hjá Hels-
ingör skoraði Flemming Hansen
sjö mörk. Seinni leikurinn fer fram
í Helsingör á sunnudaginn.
Morgunblaðiö/Bjarni
9 Það verður örugglega hart barist í síðustuJeikjum Evrópukeppninn-
ar í körfuknattleik í Höllinni í dag. Mynd þessi er tekin í leik íslands
og Skotlands.
leika til úrslita í dag
LOKALEIKIRNIR í Evrópukeppn-
inni í körfuknattleik fara fram í
Laugardalshöll í dag. Fyrst leika
l'rland og Portúgal kl. 13.45. og
síðan verður úrslitaleikur móts-
ins þegar íslendingar mæta
Norðmönnum og hefst hann kl.
15.30. Sigurvegarar í mótinu
tryggja sér sæti í B-riðli keppn-
innar sem fram fer í Belgíu á
næstunni.
Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt
mót er haldið hér á landi í karla-
flokki. Undirbúningur að þessu
móti hófst á síðasta ári og hefur
staðið nær óslitin síðan. Mótið
hefur farið vel fram í alla staði og
framkvæmdin til fyrirmyndar. Svo
er bara að hvetja áhorfendur til
að mæta í Laugardalshöll í dag
og hvetja landann til sigur gegn
Norðmönnum.
Blak
Hið áralega hraðmót öldunga-
liða í blaki, „Höfrungasnerra" fer
fram í fjórða sinn í íþróttahúsi
Hagaskóla og hefst í dag, laugar-
dag kl. 12.00. Átta lið af suðvestur-
horninu verða með að þessu sinni.
Gert er ráð fyrir að úrslitaleikur
mótsins hefjist kl. 17.30.
Knattspyrna
Einn leikur fer fram í Reykjavík-
Hensonbúningar
á Wembley
Altrincham semur við Henson
SEM kunnugt er leikur enska 1.
ieildarliðið Aston Villa í íslensk-
im búningum frá Henson. í gær
iekk Halldór Einarsson frá samn-
ngi við utandeildarliðið Altrinc-
jam og mun liðið leika í Henson
iúningum í úrslitaleik bikar-
eppni áhugamannaliða (FA
Jhallenge Trophy) sem fram fer
'1 á Wembley í maí.
„Við höfum átt viðræður við
nokkur ensk lið um að þau leiki í
búningum frá okkur og verði jafn-
framt umboðsmenn fyrirtækisins á
viðkomandi svæðum. Það er því
gífurlega sterkt að hafa gert samn-
ing við Altrincham, því þó um
áhugamannalið sé að ræða, þá
leikur það á Wembley og fær því
mikla umfjöllun bæði í blöðum og
sjónvarpi og betri auglýsingu er
ekki hægt að fá," sagði Halldór
Einarsson, í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
I leikskrá Aston Villa sl. laugar-
dag, er þess getið að knattspyrnu-
skór framleiddir í Brasilíu komi á
markað í Englandi með Henson-
merkinu. Aðspurður sagði Halldór
að þeir hefðu umboð fyrir þessa
skó, en ekki hefði enn verið tekin
ákvörðun um markaðssetningu
þeirra í Englandi.
• Ekki vantar stflinn hjá Hall-
dóri. Jafnvægið í lagi og augun á
knettinum eins og hjá atvinnu-
manni. En hádegisverðarfundir
hafa haft sfn áhrif.
urmótinu í knattspyrnu á sunnu-
dagskvöld. Þá eigast við ÍR og Vík-
ingur og hefst leikurinn á gerfigras-
inu í Laugardal kl. 20.30.
íslandsmót fatlaðra
íslandsmót fatlaðra í boccia,
bogfimi, borðtennis, sundi og lyft-
ingum verður haldið í Sundhöll
Reykjavíkur og íþróttahúsi Selja-
skóla um helgina. Alls eru um 190
íþróttamenn frá 14 félögum skráð-
ir til leiks á mótinu. Koma þeir úr
röðum hreyfihamlaðra, blindra og
sjónskertra, þroskaheftra og
heyrnarlausra. íþróttasamband
fatlaðra hvetur alla þá sem áhuga
hafa á að kynnast starfsemi sam-
bandsins að koma og fylgjast með
spennandi keppni. Aðgangur er
ókeypis.
Borðtennis
Spörtumótið í borðtennis fer
fram í KR-heimilinu á morgun,
sunnudag og hefst kl. 15.30. Mótið
er punktamót og jafnframt hið síð-
asta fyrir íslandsmótið. Sportvöru-
verslunin Sparta gefur öll verðlaun
á mótinu. I mótinu taka þátt allir
sterkustu borðtennismenn lands-
ins.
Knattspyrnu-
ferli Danans
Bastrups lokið
Frá Gunnari Gunnarssyni, fréttaritara Morgunbla&sins (Danmörku.
SLITIÐ liðband í hné stoppar að
öllum líkindum knattspyrnuferil
danska knattspyrnumannsins,
Lars Bastrup. Bastrup, sem er
31 árs og leikið hefur að undan-
förnu með 1. deildarliðinu Ikast
og hefur áður gert garðinn fræg-
an með Hamburger í Þýskalandi
og danska landsliðinu, meiddist
illa á miðvikudag í fyrri undanúr-
slitaleik bikarkeppninnar gegn
KB.
Lars Bastrup var markakóngur
1. deildar á síðasta ári í Danmörku.
Hann þurfti að yfirgefa leikvöllinn
eftir 30 mínutur og á að gangast
undir skurðaðgerð í næstu viku.
Þetta kostar að Bastrup verður
frá knattspyrnu í sex til níu mánuði.
Hann segir um þetta atvik:„Eftir
svona langt hlé reikna ég ekki með
að byrja aftur. Þetta er ekki í fyrsta
sinn sem ég verð fyrir meiðslum
og ég veit hversu erfitt það er að
byrja aftur. Eins og staðan er í dag
er mínum ferli sem knattspyrnu-
manni lokið."
• Lars Bastrup i búningi HSV.
Haukuryngstur
Í20 km hlaupinu
VIÐ SÖGÐUM frá því í fimmtu-
dagsblaðinu að Ingvar B. Hilm-
arsson, 12 ára, hafi verið yngsti
þátttakandinn í 20 km hlaupi
Iðnaðarbankans. Þetta mun ekki
vera rétt þar sem Haukur Páls-
son, sem er aðeins 11 ára, hljóp
þessa vegalengd einnig og var
sá yngsti.
Haukur hefur ekki lagt stund á
íþróttir og er þetta afrek hans því
mjög gott, þó hann hafi komið síð-
astur í mark. Hann var mjög eftir
sig eftir hlaupið og gat ekki farið
í skólann á mánudaginn. Hann er
nú allur að braggast og ætlar að
æfa fyrir næsta Iðnaðarbanka-
hlaup.
Haukur ætlaði sér að keppa í
10 km hlaupinu en þar sem hann
missti af strætisvagni fyrir hlaupið,
ákvað hann að hlaupa bara 20 km.
Hann var 2:39.04 klukkstundir á
leiðinni, gott afrek hjá svo ungum
dreng.