Morgunblaðið - 19.04.1986, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 19.04.1986, Qupperneq 55
NBA-körfuknattleikur: Síðasti Mjólkur- bikarleikurinn QPR og Oxford leika á Wembley á morgun Velgengni Péturs heldur áfram — Lakers burstaði Spurs í fyrsta leiknum URSLITAKEPPNIN í bandaríka körfuknattleiknum hófst á fimmtudagskvöldið og lék Los Angels Lakers, lið Péturs Guð- mundssonar, við San Antonio Spurs og sigraði með miklum yfirburðum. Lakers gerði 135 stig en Spurs 88. Pétur stóð sig vel og skoraði meðal annars tíu stig. Pétur kom inná strax í fyrsta hluta leiksins og þótti standa sig mjög vel. Hann var fyrsti varamaö- ur og lék alls í 17 mínútur í leiknum. Jabbar og Pétur lentu báðir í villuvandræðum og Pétur fékk sex villur og varð að yfirgefa völlinn. Lið Lakers lék mjög vel í leikn- um. Þeir tóku alls 47 fráköst en leikmenn Spurs aðeins 18. Hittnin hjá liðinu var einnig frábær meðal- talið var 66,3% sem er met í úr- slitakeppni þar vestra. Artis Gil- more, miðherji Spurs, mátti sín lít- ils gegn Lakers að þessu sinni. Hann var tekinn úr umferð og skoraði aðeins 12 stig sem þykir lítið þegar hann á í hlut. Lakers og Spurs leika aftur í dag og má búast við að leikmenn SPurs hyggi á hefndir en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst áfram í keppninni. Stigahæstur leikmanna Lakers í leiknum var Byron Scott en hann gerði 24 stig. Magic Johnson skor- aði 18 stig í leiknum en stigahæst- ur Spurs var Mike Mitchell með 24 stig. Boston Celtics sigraði Chicago Bulls í fyrsta leik liðanna með 123 stigum gegn 104 og þar skoraði Dennis Johnson 26 stig fyrir Celtics en stigahæstur hjá Cicago Bulls var Michael Jordan sem gerði hvorki fleiri né færri en 49 stig og mun það vera met hjá liðinu í úr- slitakeppni. Pétur hefur gert góða hluti hjá Lakers í þeim átta leikjum sem hann lék með liðinu í undankeppn- inni. í tölulegum upplýsingum frá undnakeppninni kemur fram að hann hefur að meðaltali skorað 7,3 stig í ieik en alls lék Pétur 128 mínútur. Frá Bob Hennessay, fróttaritars MorgunblaAsins f Englandl. A morgun klukkan 14 aó ís- lenskum tfma verður flautað til leiks QPR og Oxford á Wembley leikvanginum f Lundúnum. Leikur þessi er sfðasti úrslitaleikurinn í Mjólkurbikarkeppninni þvf næsta ár mun keppnin heita Littlewo- ods-cup, en Littlewood er fyrir- tæki það sem rekur getraunirnar í Englandi. Leiknum verður sjón- varpað beint hór á landi og auð- vitað f Englandi og búið er að selja 90.000 miða á leikinn þrátt fyrir að liðið sem leika séu ekki meðal þeirra efstu í deildinni. í dag munu leikmenn Oxford fara á White Hart Lane leikvöll Tottenham og sjá leik þeirra við Manchester United en svo gæti farið að QPR og Oxford þyrftu að leika þar á miðvikudaginn. Ef jafn- tefli verður á morgun að venjuleg- um leiktíma loknum veröur fram- Uppgjör Bremen og Bayern HANN verður örugglega spenn- andi lokaleikurinn í toppbarát- tunni f þýsku bundersligunni f knattspyrnu þegar Werder Brem- en og Bayern Munchen leika á heimavelli þeirra fyrrnefndu. Bremen náði aðeins öðru stiginu á fimmtudagskvöldið þegar liðið lékvið Gladbach. Þrátt fyrir mikla yfirburði Brem- en tókst liðinu ekki að skora nema eitt mark í leiknum, það gerði Frank Neubarth á 64. mínútu. Christian Hochstaetter jafnaði síð- an metin fyrir Gladbach skömmu síðarog liðin skildu þvíjöfn. Bayern er nú þremur stigum á eftir Bremen en á einn leik til góða, Gladbach er í þriðja sæti með tveimur stigum minna en Bayern en einum leik meira. Hanover og Frankfurt gerðu markalaust jafntefli og þar með er Hanover fallið í aðra deild. lengt í 2x15 minútur og ef enn verður jafnt munu liðin reyna með sér aftur á velli Tottenham. Leikmenn Oxford fá sérstaka greiðslu, 1200 pund, ef þeir vinna leikinn á morgun en ekki er vitað hvað leikmenn QPR fá þó svo full- vist megi telja að þeir fái sinn bón- us ef þeirvinna. Oxford bað í gær um að fá að æfa á Wembley því liðið er mjög ungt og því töldu forráðamenn þess tilvalið að æfa á keppnisvell- inum, eins og reyndar er venja fyrir úrslitaleikinn í bikarkeppninni, en var neitað. Vallaryfirvöld töldu óþarft að liðin í Mjólkurbikarnum fengju að æfa á vellinum fyrir leik. Mikill áhugi er á leiknum í Oxford og munu um 30.000 áhorfendur þaðan koma á leikinn. „Það koma bókstaflega allir, meira segja sjúkrahúsunum er lokað," sagði einn leikmanna Oxford við mig í gær. Þjálfari Oxford, Ray Graydon hefur leikið til úrslita í Mjólkur- bikarnum. Það var árið 1975 sem hann lék með Aston Villa gegn Norwich og unnu Villa menn með einu marki gegn engu og það var Graydon sem gerði markið. Robert Maxwell verður á vellin- um á morgun en hann er einn þekktasti fjölmiðlamaðurinn í Eng- landi. Hann á Mirrow blöðin bresku og fleiri blöð og hefur verið mikið í sviðsljósinu að undanförnu. Hann varð nefndarformaður Oxford fyrir þremur árum þegar liðið var í þriðju deild. Hann hefur lagt allt sitt í liðið og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. QPR mun fá 250.000 pund ef þeir vinna leikinn. Það er bjórfyrir- tækið Guinnes sem mun greiöa þessa upphæð til félagsins en sem kunnugt er auglýsa þeir á búning- um QPR. Árlega greiða þeir 750.000 pund en nú ætla þeir að hækka töluna í milljón ef þeir vinna. Einn leikmanna Oxford, John Aldrige, hefur fimm sinnum áður komið á Wembley - sem áhorfandi á leikjum heimaliðs síns, Liverpool. • Pétur Guðmundsson og Magic Johnson stóðu sig báðir mjög vel f fyrsta leik Los Angels Lakers f úrslitakeppninni f NBA-deildinni bandarísku. Leikurinn á morgun verður fyrsti leikur hans, eins og flestra Oxford leikmannana, á Wembley. í gær- kvöldi hafði hvorugt félagið tilkynnt byrjunarlið sín þannig að ekki er hægt að skýra frá því. Borðtennis: Norðmenn góðir NORÐMENN sigruðu Portúgali í Evrópukeppninni f körfuknattleik f gærkvöldi með 89 stigum gegn 78 eftir mjög jafnan og spennandi leik. Portúgalir höfðu yfir, 47:43, í leikhléi og jafnræði var mikið með liðunum alveg þar til þrjár mfnútur voru til leiksloka, þá tóku Norðmenn sig til og náðu öruggri forystu sem dugði þeim. Haakon Austerfjörd var að venju stigahæsti leikmaður Norðmanna. f leiknum í gær gerði hann alls 26 stig en næstur var Georg Posti en hann skoraði 24 stig. Hjá Portúgölum var Joao Seica atkvæðamestur, gerði 20 stig og hirti níu fráköst. Næstur honum kom Jorge Barbosa með 11 stig og sex fráköst. Hjá Norðmönnum var Austerfjörd mjög atkvæðamik- ill auk þess að skora mest. Hann tók 13 fráköst og Posti 11. Auster- fjörd lék allan tímann, hvíldi ekkert og virtist þessum skemmtilega körfuknattleiksmanni ekkert muna um það. í seinni leiknum í gær sigruðu Skotar lið fra með 92 stigum gegn * 78 eftir að hafa haft yfir, 41:38, í leikhléi. Svertingin í liði Skota, Ralton Way, var lang atkvæðamesti leik- maður vallarins. Hann gerði 28 stig en lanin McLain og Graeme Hill skoruðu 10 stig hvor um sig. Á morgun leika írar og Portúgal- ir klukkan 13.45 en úrslitaleikurinn milli íslands og Noregs hefst klukk- an 15.30. Staðan fyrir síðustu leikina er nú þannig að Norðmenn og Skotar hafa sex stig hvor þjóð, íslendingar hafa fimm stig, Portúgalir fjögur og írar þrjú. Rétt er að geta þess að tvö stig eru gefin fyrir unnan leik en eitt fyrir tapaðan. Haakon Austerfjörd er nú stiga- hæsti leikmaður mótsins. Hann hefur skorað 95 stig en Ralton Way hjá Skotum er annar með 86 stig. Pálmar Sigurðsson er í þriðja sæti með 70 stig og á góða mögu- leika aö komast upp fyrir Skotann þar sem þeir hafa lokið leikjum sínum. Karl Butler er í fjórða sæti með 59 stig. A-stigs námskeið Borðtennissamband íslands heldur námskeið fyrir leiðbein- endur (A-stigsnámskeið skv. ÍSÍ- þjálfarakerfi) um helgina. Leið- beinandi verður Steen Kyst Hans- en, landsliðsþjálfari. Einnig er áætlað að koma á fót dómarakerfi og verður í því tilefni haldið dómaranámskeið. Leiðbein- andi veröur Albrecht Ehmann. • Haakon Austerfjörd, einn besti körfuknattlelksmaðurinn f Evr- ópukeppninni sem hér fer fram, hefur hér handsamað knöttinn í leikn- um í gær gegn Portúgal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.