Morgunblaðið - 11.05.1986, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR11. MAÍ1986
Fegurðardrottning %
Kynning á þátttakendum
í keppninni um titílinn
Fegurðardrottning íslands
1986
íslands
86
TÍU stúlkur keppa til úrslita um titilinn FegurÖardrottning ís-
lands 1986föstudagskvöldiö 23. maí nœstkomandi. Þá krýnir
Halla Bryndís Jónsdóttir, FegurÖardrottning íslands 1985, arf-
taka sinn við hátíÖlega athöfn í veitingahúsinu Broadway í
Reykjavík. MánudagskvöIdiÖ áður, á annan í hvítasunnu, verÖa
stúlkurnar tíu kynntar í Broadway ogþá verÖur jafnframt valin
FegurÖardrottningReykjavíkur 1986. - MorgunblaÖiö kynnti í
gœr fimm stúlknanna, sem takaþátt í úrslitakeppninni. Hér
segir stuttlega frá hinum fimm, sem aftari eru ístafrófinu.
Myndir Morgnnblaðið/ Arni Sæberg/ Ragnar Axelsson/ Bjarni Eiríksson.
Margrét Guðmundsdóttir
A4argrét Guðmundsdóttir er fædd í Reykjawik 27. rnart 1966 ogerþví nýlegaorðin
tvítug. Hún stundar nám á félags- og íþróttabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti og lýkur
námi þaðan eftir hálft annað ár. Hvað þá tekur við er óvíst - nema hvað hún ætlar örugg-
lega að halda áfram námi, helst í útlöndum.
íþróttir af ýmsu tagi og ferðalög eru helstu áhugamál Margrétar. „Mér fínnst mjög
mest gaman að ferðast," segir hún, „og þá langar mig mest að ferðast meira innanlands
- skoða meira af eigin landi. Égget til dæmis hugsað mér að ganga á Heklu og fara í
jöklaferð á sleða. Það væri ábyggilega mjöggaman að koma á þann fræga Snæfellsjökul."
Margrét er 173 sm á hæð. Foreldrar hennar eru Hulda Theódórsdóttir og Guðmundur
G. Jónsson. Hún á einn eldri bróður og tvö yngri systkini.
Margrét Svava
Jörgens
M
J.VXargrét Svava Jörgens er tvítugur
Hafnfirðingur, fædd 23. nóvember 1965.
Hún er raunar ekki alveg fullgildur Hafn-
fírðingur - og alls ekki Gaflari - því hún
fluttist í bæinn fyrir sjö árum frá Reykjavík.
Og í Hafnarfirði vill hún vera - það er „ró-
legur og fallegur bær,“ segir hún.
Margrét hefur undanfarin tvö ár unnið í
Lakkrísgerðinni Drift í Hafnarfírði og
hyggst vinna þar áfram. „Góður vinnustaður
og gott samstarfsfólk," segir hún. Utan
vinnutíma stundar hún sund og æfír jazz-
ballett í skóla Sóleyjar Jóhannsdóttur. Hvort
tveggja segir hún að sé mjög skemmtilegt
- en hún hefur ekki áhuga á að taka þátt
í danssýningum.
Keppnin um titilinn Fegurðardrottning
íslands hefur verið henni skemmtilegt ævin-
týri. „Það er góð stemning og samstaða í
hópnum - þetta hefur allt verið mjög
skemmtilegt, æfíngamar og stressið! En ég
tek þessu rólega og hlakka bara til sjálfrar
keppninnar," segir hún.
Margrét Svava Jörgens er 174 sm á
hæð. Hún er önnur í röðinni af fimm systkin-
um, dóttir Huldu Bjömsdóttur og Jörgens
Moestrups.