Morgunblaðið - 11.05.1986, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 11.05.1986, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR ll.MAÍ 1986 Knattspyrnuskórnir komnir upp á hillu — læknisstarfið tekið við; Við vinstri bakverðir í landinu hljótum að hafa verið andsk ... lélegir - segir Grímur Sæmundsen íþróttalæknir og fymim fyrirliði Vals Gí í grímur Sæmundsen hampaði íslandsbikamum í haust sem fyrirliði íslandsmeistara Vals — og 'ákvað síðan að leggja skóna á hilluna; hætti á toppnum eftir litríkan feril. Grímur hefur verið lengi í eldlínunni með Val ásamt því að stunda nám í læknisfræði. Hann hefur nú ákveðið að snúa sér að krafti að faginu — áhuginn beinist einkum að heimilislækningum og íþróttalæknisfræði. „Eg starfa sem heimilislæknir nú. Heimilislækningar eru fj'öi- breytt og krefjandi starf, sem er mjög skemmtilegt — íþróttalæknis- t fræðin er mitt áhugamál. Ég lauk ! -ombættisprófi frá Háskóla Islands “ryrir fimm árum, vann síðan kandidatsárið á ýmsum deildum og svo á Slysadeild Borgarspítalans í tvö ár,“ sagði Grímur er ég heim- sótti hann í Hvassaleitið til að rekja úr honum gamimar. „Það hefur alltaf setið í mér,“ hélt hann áfram, j „að kynna mér íþróttalæknisfræði vegna þess að ég hef lifað og hrærst í íþróttum síðan ég man eftir mér. íþróttalæknisffæðin er ekki til sem hefðbundin sérgrein. Það er ekki hægt að leggja land undir fót og læra hana eins og hvert annað sémám. Þetta er ung grein sem er angi af læknisfræðinni og mjög víðfeðm — hún kemur við í flestum sérgreinum. Aðalþættirnir sem menn þurfa að kunna skil á varðandi íþróttalæknisfræðina að mínu mati er að hafa staðgóða þekkingu á vinnulífeðlisfræði, al- mennum lyflækningum, slysalækn- ingum og endurhæfíngu." Grímur sagðist hafa byijað á að fara á tvær alþjóðaráðstefnur, eina vestanhafs og aðra í Hollandi 1983, „til að átta mig á hvað íþróttalækn- isfræði væri í raun og vem. Hvað hún hefði upp á að bjóða. Þá áttaði ég mig á, hve greinin er gífurlega margþætt; bæði grundvallarvís- indarannsóknir á allri líkamsstarf- semi undir álagi, rannsóknir sem beinast að því, hvort ástundun reglulegrar hreyfingargeti bætt líð- ari og hreysti almennings og svo síðast en ekki síst greining, með- höndlun ogendurhæfíng meiðsla." j Iþróttalæknisfræði- félag íslands Þú stofnaðir ásamt fleirum íþróttalæknisfræðifélag íslands í haust sem leið. Hvað getur þú sagt mér um það? „Það var áhugahópur innan heil- brigðisráðs ISI, sem stofnaði þetta félag í september síðastliðnum. Við höfum sótt um aðild að alþjóðasam- tökum um íþróttalæknisfræði (FIMS) og erum nú að hefja starf- semina, koma lagi á félagatal og munum sfðan vinna að því að koma markmiðum okkar á framfæri — sem er fyrst og fremst fræðslustarf- semi fyrir lækna, sjúkraþjálfara og aðra sem hafa áhuga á íþróttalækn- isfræði. ÍSÍ hefur verið okkur mjög velviljað og við höfum fengið mjög góðar undirtektir. Fjöldi stofnfélaga var vel á annað hundrað. Við stefn- um að því að starfa með sambæri- legum erlendum samtökum og hitt- um kollega okkar af hinum Norður- löndunum í Osló um miðjan mars. Þar var ræddur meðal annars undir- búningur stofnunar norrænna sam- taka um íþróttalæknisfræði og út- gáfa samnorræns fagrits um íþróttalæknisfræði m.a. Auk þess var haldið samnorrænt þing um íþróttalæknisfræði." Grímur sagði FIMS nú undirbúa námskeið fyrir almenna lækna til að auka hæfni þeirra í meðhöndlun sértækra vandamála íþróttafólks. Til að auka almenna þekkingu á greininni. „En staðreyndin er sú,“ segir Grímur, „að það þarf að afmarka leið fyrir íþróttafólk að heilbrigðiskerfi okk- ar. Það leitar á slysadeildir, til heimilislækninga og jafnvel sér- fræðinga, þar sem það fær yfirleitt ágæta þjónustu, en alltof oft er litið framhjá þeirri staðreynd, að íþróttafólk er ekki einungis að leita eftir bata heldur skjótum bata, og er reiðubúið til að leggja meira á sig heldur en annar einstaklingur með svipað vandamál, sem ekki stundar íþróttir. Framtíðin er að til verði sérstakir „heimilislæknar" fyrir íþróttamenn — sem þeir geta leitað til á sérstaka íþróttamóttöku. Þessir læknar vísa síðan íþrótta- mönnum til sérfræðinga eftir því sem við á og ef með þarf. Þá hlýtur skilyrðið að vera að viðkomandi sérfræðingar séu áhugamenn um íþróttalæknisfræði og sýni viðhorf- um íþróttamanna virðingu. Ég hef hug á að starfa með þessum hætti og hef þegar byijað í litlum mæli. Ég mun þó vinna við heimilislækn- ingar áfram. Ég hef áhuga á að stofna móttöku fyrir íþróttafólk sniðna að norskri og sænskri fyrir- mynd en slíkar móttökur hafa starf- að nú um þriggja fjögurra ára skeið bæði í Osló og Stokkhólmi við miklar vinsældir." Nám í Englandi Þú varst í Englandi í fyrra og lagðir stund á íþróttalæknis- fræðina þar. Hvemig era Eng- lendingar að sér í þessum fræð- um? „Bóklega hliðin var mjög góð en Morgunblaöiö/Friöþjófur þá var hægt að leggja skóna á hilluna. íslandsbikarnum lyft f haust — verklega hliðin var aftur á móti frekar slök hjá þeim. Skipulagning- arstarf bresks heilbrigðiskerfis hvað varðar þjónustu við íþróttafólk er á algjöru frumstigi. Námskeiðið var þó skipulagt með þeim hætti að við ferðuðumst vítt og breitt um England til að kynnast því, sem best væri gert. Bretar eru framar- lega sérstaklega í rannsóknum í vinnulífeðlisfræði og hafa gert miklar rannsóknir til dæmis á lang- hlaupurum. Við heimsóttum til dæmis Lífeðlisfræðistofnun háskól- ans í Birmingham og einnig fórum við til Laughbourgh sem er eins konar Mekka íþróttarannsókna í Englandi. Þá kynntum við okkur hvernig íþróttir eru notaðar sem meðferð fyrir þroskahefta og lam- aða og heimsóttum þá Stoke— Manderwillecenter sem er frægasta miðstöð fyrir mænuskaddaða í Bretlandi. Þá kynntum við okkur hvemig læknisþjónustu væri háttað við hinar ýmsu íþróttagreinar og heimsóttum meðal annars Royal College of Ballet í London einnig atvinnuliðin Arsenal og Tottenham og svo mætti lengi telja. Ég hafði að sjálfsögðu sérstakan áhuga á að vita hvernig þessum málum væri háttað hjá knattspyrnuliðum, og það kom mér mjög á óvart hversu læknisþjónusta við atvinnu- liðin í knattspymu er raunar léleg. Flest liðin virðast vera með ágæta sjúkraþjálfara sem sinna raunveru- lega bæði hlutverki læknis og sjúkraþjálfara. Ég get nefnt sem dæmi að ef að Glenn Hoddle hjá Tottenham sem átti lengi við slæmt hásinavandamál að stríða hefði verið settur í rétta meðferð strax, hefði hann orðið góður á 6—8 vikum í stað þeirra 6—8 mánaða sem hann var frá. Manni finnst alveg furðu- legt með þessa dýru leikmenn sem eignir félaganna hversu hirðulausar stjómir félaganna eru um heilsu þeirra." Þetta var 9 mánaða námskeið sem lauk með heljarmiklu prófi í 4 hlutum. Ég komst vel frá því.“ Við snúum okkur að knatt- spyrnuferlinum, Grimur. Hve- nær byrjaðirðu að leika í meist- araflokki? „Það var 1974. Við urðum ein- mitt bikarmeistarar það ár. Unnum IA 4:1 í úrslitaleik. Þegar þama var komið sögu hafði ég verið í Reykjavíkurúrvaii yngri leikmanna svo og í unglingalandsliði. Ég fór einmitt í úrslitakeppni Evrópu- keppni 16—18 ára á Ítalíu 1972. Þar vorum við í riðli með Englend- ingum, Svisslendingum, og Belgum. þetta var hörku skemmtilegt en gekk ekki nógu vel. Við töpuðum 0:2 fyrir Englendingum eftir að jafnt hafði verið í hálfleik, gerðum síðan jafntefli 1:1 gegn Belgun (í leik sem við áttum að tapa!, en ævintýraleg markvarsla Sæla kom í veg fyrir það) og þar held ég að útsendarar Standard Liege hafi einmitt séð Asgeir Sigurvinsson í fyrsta skipti. Hann skoraði eina mark okkar í leiknum. Síðasti leik- urinn var svo gegn Sviss og honum töpuðum við 1:2, en það var leikur sem við áttum tvímælalaust að sigra í.“ Með Grími í liðinu á þessum tíma voru Ásgeir Sigurvinsson, eins og áður kom fram, Janus Guðlaugsson, Gunnar örn Kristjánsson Víkingi, Ottó Guðmundsson KR og Ársæll Sveinsson markvörður frá Vest- mannaeyjum. „Ég var miðvörður í þessu liði eins og í öllum yngri flokkunum reyndar. Björn Guð- mundsson úr Víkingi var miðvörður með mér í þessu liði. Hörkugóður leikmaður. Það var synd að hann skyldi snúa sér alfarið að námi og hætta í knattspymu. Ég er viss um að hann væri fastur maður í lands- liðinu hefði hann haldið áfram." Grímur var svo færður í stöðu vinstri bakvarðar þegar Youri Illitc- hev kom til landsins. „Þú ert. ekki nógu hávaxinn til að vera miðvörð- ur,“ sagði hann við mig. „Youri hafði gífurleg áhrif á okkur Vals- menn. Ég fer ekki ofan af því að hann hefur kennt mér allt sem ég kann í knattspyrnu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.