Morgunblaðið - 11.05.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.05.1986, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR11. MAÍ1986 Bílgreinasambandið, FÍB og Umferðarráð: Hættulegar bif- reiðir í umferð Gefa út „viðgerðaskýrslu“ til að útrýma fúski ÞAÐ hefur færst mjög í vöxt á undanförnum árum, að í umferð séu skakkar og illa farnar bif- reiðir, sem illa eða ekki hefur verið gert við eftir umferðaró- happ. Má þetta m.a. rekja til þess, að einstaklingar kaupa skemmda bíla af tryggingaf élög- unum og gera síðan við þá af vanefnum og vankunnáttu. Geta slíkir bílar verið stórhættulegir í umferðinni. Þetta kom fram á fundi, sem Bílgreinasambandið, FÍB og Umferðarráð héldu með fréttamönnum sl. þriðjudag. Engar reglur eru til varðandi svokallaða „tjónabíla" og hafa þeir oft gengið kaupum og sölum. Þegar svo skemmdir hafa komið fram og verið deilt um ábyrgð, hefur iðulega reynst erfitt að rekja slóð fyrri eigenda. Bílgreinasambandið, FÍB og Umferðarráð hafa tekið höndum saman um að bæta hér úr og er hafin á vegum þeirra dreifing við- gerðaskýrslueyðublaðs sem þeir vonast til að bæti ástandið. Skýrsl- unni er ætlað að vera vottorð um það, að gert hafi verið við og þá hvað. Lögð er sérstök áhersla á að skrá réttingarvinnu, grindarvið- gerð, málningarvinnu, hjólastillingu og ljósastillingu. Viðgerðarskýrslan veitir upplýsingar um hver hafi gert við bílinn, hvar það hafi verið gert og hvenær. Aðeins viðurkennd verkstæði innan Bílgreinasam- bandsins fá þessi eyðublöð og tryggir því, að viðgerðin hafi verið unnin af fagmanni. Stefnt er að því að fá Bifreiðaeftirlit ríkisins til þess að viðurkenna þessar skýrslur, þannig að bílar fái ekki endurskrán- ingu nema skýrsla sé lögð fram. Vona þeir, sem að skýrslunni Morgunblaðið/Bjami Vel búið verkstæði til bílaréttinga. standa, að hún verði til þess að auka umferðaröryggi og stuðla að því, að í umferð komist ekki bílar ef kastað hefur verið til höndunum við viðgerð þeirra og koma þannig í veg fyrir fúsk í bílaviðgerðum í framtíðinni. Kynningarbæklingi um skýrsl- una verður dreift í 50.000 eintökum og mun liggja frammi á bílaverk- stæðum, bensínstöðvum og ýmsum þjónustustöðvum um allt land. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Innrömmun Tómasar Hverfisgötu 43, sími 18288. Húsaviðgerðir Allir þættir viðgerða og breytinga. Samstarf iönaöarmanna. Semtak hf. s. 44770. Glugga- og þakviðgerðir Húsasmíöameistarinn simi 73676. Dyrasímaþjónusta Nýlagnir — viðgerðir. S. 19637. I.O.O.F. 10= 1685127 = Lf. I.O.O.F. 3 = 1685127= Lf. ISLENSKI ALPAKLUBIDIINn ICELANOIC ALPINE CLUB Mánudaginn 12. maí. Myndasýning i ráðstefnusalnum á Hótel Loftleiðum kl. 20.30. Micael Scotts sýnir myndir úr feröum sýnum á Makalu 8481 metri (1984) og Nanga Parbat 8125 metrar (1985). Aðgangur 150 kr. Allir velkomnir. I'SALP. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir sunnudag ll.maí 1) kl. 10 Fuglaskoðunarferð á Suðurnesjum og vfðar. Æskilegt að hafa með sjón- auka og fuglabók AB. Þátt- takendur fá afhenta skrá með nöfnum þeirra fugla, sem sést hafa frá ári til árs. For- vitnilegt aö kanna hvaöa far- fuglar eru komnir í ár og merkja við. Fararstjórar: Gunnlaugur Pét- ursson, Kjartan Magnússon, Jón Hallur Jóhannsson og fleiri. Verð kr. 500. 2) kl. 13 Vífilsfell (655 m). Farar- stjóri: Hjalti Kristgeirsson. Verð kr. 350. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Fritt fyrir börn i fylgd fullorð- inna. Ferðafélag fslands. UTIVISTARFERÐIR Útivistarferðir Sunnudag 11. maí kl. 13.00 Reykjavík 200 ára Reykjavíkurganga Útivistar Brottför úr Grófinni kl. 13 (þ.e. á bilastæðinu milli Vesturgötu 2 og Vesturgötu 4). Ekkert þátt- tökugjald. Gengið með Tjörninni um Hljómskálagaröinn að BSÍ. (brottför kl. 13.30 við bensínsöl- una) og síðan um öskjuhlíð (skógarleið), Nauthólsvík (kl. 14.00) og Fossvog í skógræktar- stöðina (kl. 15.30). Endaö verður í Elliðaárdalnum. Rútur aka hópnum til baka frá Elliöaárstöð að lokinni göngu. Leiöbeinendur verða um jaröfræði, fuglalif, skógrækt o.fl. Þátttakendur fá afmælisferðakort Útivistar. Komið með og kynnist gönguleið um höfuðborgina mikið til í nátt- úrulegu umhverfi. Létt ganga fyrir alla. Ca 3 klst. í heild. Missið ekki af meiri háttar viöburði á afmælisárinu. Sjáumst I Ferðafélagiö Útivist. ÚTIVISTARFERÐIR Hvrtasunnuferðir Úti- vistar 16.-19. maí 1. Þórsmörk: Gist í skála Úti- vistar í Básum. Gönguferðir við allra hæfi. Byrjið sumariö meö Útivist í Þórsmörk. Fararstjóri: Bjarki Haröarson. 2. Skaftafell — Öræfi: Gist í nýja félagsheimilinu að Hofi Öræfum. Ferð fyrir alla. Fjöl- breyttar göngu- og skoðunar- ferðir. Möguleiki á snjóbflaferð á Skálafellsjökul. Fararstjóri: Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir. 3. Snæfellsnes — Snæfellsjök- ull: Gist aö Lýsuhóli. Sundlaug, heitur pottur. Gönguferöir á jökul og um fjöll og strönd eftir vali. Stutt sigling um Breiða- fjarðareyjar. 4. Króksfjörður — Reykhóla- svert: Svefnpokagisting að Bæ. Skemmtileg ferð á nýjar slóðir. Vaðlafjöll, Borgarland o.fl. Farar- stjóri: Kristinn Kristjánsson. Uppl. og farm. á skrífst. Gróf- inni 1, símar 14606 og 23732. Pantiö tímanlega. Munið kvöld- göngu og fuglaskoðun á Álfta- nes á miðvikud. Sjáumst. Útivist. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 i dag kl. 14.00: Sunnudaga- skóli.KI. 20.30: Hjálpræðissam- koma. Söngur og vitnisburðir. Mánu- dag kl. 16.00. Heimilasamband Reidun Löland sýnir kvikmynd frá Swazilandi. Verið velkomin á Her. Vegurinn - kristið samfélag Almenn lofgjörðar- og vakning- arsamkoma veröur í kvöld í Grensáskirkju kl. 20.30. Allir velkomnir. Elím, Grettisgötu 62, Reykjavík I dag, sunnudag, verður almenn samkoma kl. 17.00. Veriðvelkomin. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Ræöumenn: Daniel Glad og EinarJ. Gíslason. KROSSINN Ál.FHÓLSVEGI 32 - KÓPAVOGI Samkomur á sunnudögum kl. 16.30. Samkomur á laugar- dögum kl. 20.30. Bibliulestur á þriðjudögum kl. 20.30. Allirvelkomnir. Hvítasunnuferð 17.-19. maí Gróðurferð í Þórsmörk. Lagt af stað 17. maí kl. 9.00 frá Laufásvegi 41. Verð kr. 2.800. Nánari upplýsingar á skrifstofu Farfugla, Laufásvegi 41, símar 24950 og 10490. Ferðanefnd. Hörgshlíð 12 Samkoma í kvöld sunnudags- kvöld kl. 20.00. Krislílugt Félag HeilbrigdissfféMa Kristilegt félag heilbrigðisstétta Fundur veröur 12. mai kl. 20.30 í safnaðarheimili Laugarnes- kirkju. Kristniboösþáttur: Myndband um Annie Skau, norskan K/na- kristniboða. Einsöngur: Harpa Arnardóttir. Kaffiveitingar. Allirvelkomnir. Frá Sálarrannsóknar félgi íslands Breski miðillinn Gladys Field- house heldur skyggnilýsinga- fund þriðjudaginn 13. maí kl. 20.30 á Hótel Hofi við Rauðarár- KFUKog KFUM Amtmannsstíg 2B Almenn samkoma kl. 20.30. Upphafsorð og bæn: Árni Sigur- jónsson. Nýr flygill tekinn í notk- un. Einleikur á flygil: Jóna Ingi- mundarson. Ræðumaður: Sr. Sigurbjörn Einarsson biskup. Halldór Vilhelmsson syngur. Tekið á móti gjöfum í launasjóö. Allirvelkomnir. Skíðadeild Ármanns Skíðanámskeið fyrir keppendur Ármanns 12 ára og yngri hefst mánudaginn 12. mai i Bláfjöllum. Væntanlegir þátttakendur hafið san oand við Tómas Jónsson sima 46541. Skíðadeild Ármanns. SlNFÓNÍUHUÓMSVEIT ÍSLANDS - FlMMTUDAGSTÓNLEIKAR í Háskólabói 15. maíkl. 20.30. Stjórnandi: David Robertson Einleikari: Manuela Wiesler, flauta. Eínisskrá Þorkell Sigurbjörnsson: Læti Carl Ph. E. Bach: Flautukonsert í D-dúr S. Prokofief: Sinfónía nr. 5. Miðasala í bókaverslunum Sigfúsar Eymundssonar, Lárusar Blöndal og í ístóni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.