Morgunblaðið - 11.05.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.05.1986, Blaðsíða 40
40 MORG UNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR11. MAÍ1986 Skákkeppni stofnana og fyrirtækja: Búnaðarbankinn sigraði /»• P X / • X / •• X fjorða anð 1 roð Skák Margeir Pétursson SKÁKSVEIT Búnaðarbanka íslands sigraði fjórða árið í röð i skákkeppni stofnana og fyrir- tækja sem lauk í síðustu viku. Það voru helst sveitir Flugleiða og Ríkisspítalanna sem náðu að veita Búnaðarbankasveitinni verulega keppni, en þegar upp var staðið höfðu bankamenn- irnir hlotið 2 '/zvinningi meira en spitalarnir. Sigursveitin fór þó hægt af stað, í fyrstu umferð gerði hún 2-2 við Flugleiðir en var síðan óstöðvandi þar til hún mætti ungri og efnilegri sveit Ríkisspítalanna, en hana skipa Davíð Olafsson, Þröstur Þórhallsson og Róbert Harðarson, auk gömlu kempunn- ar Lárusar Johnsen, sem teflir á fjórða borði. Þrátt fyrir mikla viðleitni tókst Ríkisspítalasveit- inni aðeins að saxa 1 Vívinning af bankanum og hann vann því nokkuð öruggan sigur á mótinu. I sveit Búnaðarbankans eru Mar- geir Pétursson, Jóhann Hjartar- son, Bragi Kristjánsson og Hilmar Karlsson. Varamenn eru Jón Garðar Viðarsson og Tómas Björpsson. Úrslit í A-flokki: 1. Búnaðarbanki íslands, A sveit 23 '/2V. af 28 mögulegum. 2. Ríkisspítalar, A sveit 21 v. 3. Flugleiðir A sveit 19 V2 v. 4. Útvegsbanki íslands 15 V2 v. 5. -7. Verkamannabústaðir í Reykjavík 15 v. 5.-7. Háskóli íslands 15 v. 5.-7. Búnaðarbanki íslands, B sveit 15 v. 8.-10. Löggiltir endurskoðendur hf. 14 V2 v. 8.-10. Iðnskólaútgáfan 14 V2 v. 8.-10. Bókaforlagið Svart á Hvítu 14 V2V. Úrslit í B-flokki: 1. Póstur og Simi 18 V2 v. (86,5 stig) 2. Ármúlaskólinn 18 2/o v. (78,5 stig) 3. A.T.V.R. 18 v. 4. Borgarfógetaembættið 17 v. 5. -6. Húsnæðisstofnun ríkisins I6V2V. 5.-6. Ríkisspítalar, B sveit 16 V2 v. 7. Nýja Sendibílastöðin 15 V2 v. 8. Landsbanki íslands, B sveit 14 V2v. Búnaðarbankinn náði einnig að sigra í hraðskákkeppninni. Þar hlaut sveitin 45 V2V. Ríkisspítal- amir komu næstir með 39 V2V. Verkamannabústaðirnir hlutu 33 V2 v. Flugleiðir, B sveit 33 v., Flugleiðir A sveit 32 v., Útvegs- bankinn og Búnaðarbankinn, B sveit hlutu báðar 30 v. Það kom á óvart í hraðskákinni að B sveit Flugleiða skákaði A sveitinni, en það sýnir breiddina innan fyrirtækisins. í aðalliði Flugleiða eru nú þeir Karl Þor- steins, Elvar Guðmundsson, Bjöm Theódórsson og Stefán Þórisson. Næsta ár ætti Flugieiðasveitin að verða ennþá illvígari, því Róbert Harðarson hefur verið ráðinn til þeirra og ættu þeir þá a.m.k. að geta ráðið við Ríkisspítalana. Keppnin fór vel fram, en þátt- taka var með minna móti, aðeins tæplega 40 sveitir voru með. Skýringin á því er án efa sú að keppnin hófst ekki fyrr en í apríl, eða 4-6 vikum síðar en venjulega. Þessu þarf að snúa aftur til fyrra horfs, þó Taflfélag Reykjavíkur auki stöðugt starfsemina verður að láta þessa gamalgrónu og vinsælu keppni ganga fyrir nýj- ungum. Jöfn keppni á sovézka meist- aramótinu Sovézka meistaramótinu í Kiev ætti nú að vera lokið, en fregnir af lokaúrslitum hafa þó ekki enn borist. Mótið fór fram í næsta nágrenni við kjamorkuverið í Chemobyl, en það er þó ólíklegt að síðustu umferðunum hafi verið frestað af þeim sökum. Geisla- virknin hefur vart dregið úr spennunni í þremur síðustu um- ferðunum, en fyrir þær áttu a.m.k. níu skákmenn möguleika á sigri. Staðan að loknum 14 umferðum af 17: I. -3. Balashov, Malanjuk og Tseshkovsky 8 V2 v. 4. Bareev 8 v. og biðskák. 5. -7. Eingom, M. Gurevich og Lemer 8 v. 8.-9. Gavrikov og Khalifman 7 V2 v. 10. Judasin 7 v. II. -13. Dolmatov, Luptjan og Rashkovsky 6 V2V. 14. Beljavsky6v. 15. Azmaparashvili 5 v. og bið- skák. 16. -18. Dvoris, Jakovich og Smagin 5 v. Hinn tæplegi tvítugi meistari Bareev gæti staðið bezt að vígi vinni hann biðskákina. Þar er nýtt nafn á ferðinni, en hann vann þó það afrek að sigra í 1. deildar keppni meistaramótsins sl. haust, en það er úrtökumót fyrir aðal- mótið og ávallt vel skipað. Þeir sem fyrir fram þóttu líklegastir til sigurs em fyrir neðan 50% mörkin, sérstaklega kemur slæg- leg frammistaða Beljavskys á óvart, en hann er langstigahæsti þátttakandinn. Góð frammistaða hins gamal- reynda Balashovs kemur á óvart. Það hefur líklega haft góð áhrif á hann að segja sig úr vistinni hjá Karpov. Við skulum líta á spennandi skák frá mótinu. Þar hugðist Baljavsky bæta slæma stöðu sína á mótinu með því að tefla þekkt rúlluskautaafbrigði gegn jafntefl- isvélinni Balashov. Hann kom þó ekki að tómum kofanum, Balas- hov sýndi að hann getur teflt upp á mát, a.m.k. ef hann er neyddur til þess. Hvítt: Balashov Svart: Beljavsky Katalónsk byrjun 1. d4 - d5, 2. c4 - e6, 3. Rf3 - Rf6, 4. g3 - dxc4, 5. Bg2 - b5!? Benóný hefur í áratugi reynt að halda c4 peðinu með slíkum leikjum, en þetta afbrigði er nú orðið hámóðins og mikið teflt austur í Sovétríkjunum um þessar mundir. 6. a4 — c6, 7. axb5 — cxb5, 8. Re5 - Rd5, 9. Rc3 - Bb4, 10. 0 — 0! Bxc3,11. e4! Þessi leikjaröð hefúr verið þaulprófuð fýrir austan. Hvítur verður að tefla geysilega hvasst til að halda frumkvæðinu. 11. — Bxb2, 12. exd5 — Bxal, 13. Ba3-a5,14.Dg4. í nýlegri skák Kengis-Meister, náði hvítur vinningsstöðu eftir 14. dxe6!? Bxe6, 15. Bxa8 - Bxd4? 16. Rc6!, en 15 — Dxd4 er mun betra. 14. - b4, 15. Dxg7 - Hf8, 16. Hxal 16. - Ha6. Hjá Chemin og Judasin 1984 var leikið 16. — bxa3, 17. dxe6 — Bxe6, 18. Bxa8 — Dxd4, 19. Hbl! - Rd7, 20. Bc6 - Dd6? 21. Bxd7+ Bxd7, 22. Rxc4 — Dc5, 23. Hb8+ Bc8, 24. Hxc8+ og svartur gaf, en eftir 20. — a2! er staðan enn tvísýn. 17. Bcl! - exd5, 18. Bh6 - Hxh6, 19. Dxh6 - Be6 20. Hel — De7,21.Rxc4! Hvíti tekst að vilhalda nægilegu frumkvæði til að svartur komi peðamassa sínum ekki á skrið. 21. - dxc4, 22. d5 - Kd7, 23. De3! - Dd6, 24. Da7+ Dc7, 25.dxe6+ fxe6, 26. Dd4+ Kc8, 27. Hxe6 - c3, 28. Bh3! Kb7, 29. Dd5+ Ka7, 30. Bg2 - Ra6, 31. Hc6 og Beljavsky gafst upp. Alfræðibækur Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Oxford Illustrated Encyclo- pedia. General Editor Harry Judge. Volume I: The Physical World. Volume II: The Natural World. Oxford 1985. Saga alfræðirita er jafngömul sögu evrópskrar menningar. Speusippos, systursonur Platons, setti saman fyrsta alfræðiritið, til stuðnings við kennslu í Akademiu Þijú prests- embætti laus BISKUP íslands hefur auglýst eftirtalin þrjú prestsembætti laus til umsóknar og er umsóknar- frestur til 4. júní n.k. Þingeyri í Isafjarðarprófasts- dæmi. Þar hefur þjónað undanfarið séra Gunnlaugur Garðarsson sem nú er að fara til framhaldsnáms í Kanada. Staðarfell í Þingeyjarprófasts- dæmi. Sr. Sigurður Árni Þórðarson ' sóknarprestur þar hefur sagt emb- ætti sínu lausu, þar sem hann hefur verið ráðinn rektor Skálholtsskóla. Embætti fangaprests. Undan- farin 16 ár hefur sr. Jón Bjarman gegnt þessu starfi eða frá stofnun þess. Séra Jón hefúr nú verið ráðinn sjúkrahúsprestur þjóðkirkjunnar og , tkur við starfi í sumar. Platons. Brot þessa rits hafa varð- veist. 18. og 19. aldir eru blóma- skeið alfræðiritanna, Encycklopedia Diderots, Brittanica og Brockhaus, Larousse og fullkomnari tækni í prentlist eykur framboðið á 20. öld. Lengi vel réð hin hefðbundna form, efninu raðað eftir stafrófsröð og greinarnar oft langar riterðir og sumar þeirra halda enn gildi sínu t.d. ritgerðir í Encycklopedia Bri- tannica í níundu og elleftu útgáfu. Með aukinni sérhæfingu og stórau- kinni þekkingaröflun innan ýmissa sérsviða verður sífellt erfiðara að safna saman allri mannlegri þekk- ingu í nokkur þykk og viðamikil bindi, eins og ætlunin var með út- gáfu hinna viðamiklu alfræðirita 19. og framan af 20. öld. Alfræðirit innan sérgreina verða því algengari þegar líður á 20. öld og einnig út- gáfa alfræðirita, þar sem efninu er skipt niður í bindi og raðað eftir stafrófsröð innan hvers efnisflokks. Sá háttur er hafður í þessari nýju alfræðibók frá Oxford University Press, en hún verður alls átta bindi og eru tvö þau fyrstu nýkomin út. Fyrsta bindið fjallar um efnisheim og náttúru. Útgefandi fyrsta bindis er Vivian Fuchs, þar er að finna staðreyndir um efnafræði, haffræði, eðlisfræði, jarðmyndunarfræði, veðurfræði, jarðvegsfræði, jarð- fræði í víðri merkingu o.fl. Bindið er 384 tvídálka síður með útskýringum og lýsingum á fyrir- brigðunum, ásamt kortum og myndum. Uppsláttarorðin eru rúm- lega 2500 og 26 sérfræðingar skrifa textana. Myndir eru alls 360, helm- ingur þeirra litmyndir. Mælingar eru alls 360, helmingur þeirra lit- myndir. Mælingar eru allar bæði samkvæmt ensku kerfí og metra- kerfi. Fjallað er um merkustu eðlis-, efna og jarðfræðinga, landkönnuði og landfræðinga. Malcolm Coe ritstýrir öðru bind- inu, sem fjallar um lífríkið, „ríki náttúrunnar,“ blaðsíðutalið er það sama og í fyrsta bindinu. Meðal efnisflokka eru: Grasafræði, dýra- fræði, líffræði og læknisfræði. Hryggdýr, fuglar, lagardýr, ormar og margvíslegustu pöddur og aðrir hryggleysingjar eru umfjölluð í knöppu og skýru máli. Greinar eru um útdauðar dýrategundir og stein- gervinga. Lýst er flokkun lífríkisins og þeim kerfum sem flokkunin byggist á. Þróun hinna ýmsu dýra- tegunda er tekin til meðferðar. Greinagóðar upplýsingar eru um sjúkdóma og pestir sem hrjá lífríkið og mannkynið þar með. Kaflar eru um merka líffræðinga, lækna, dýra- og grasafræðinga og þá sem kunn- astir cru sem höfundar náttúrusögu merka líffræðinga, lækna, dýra og grasafræðinga og þá sem kunnastir eru sem höfundar náttúrusögu almennt. Uppsláttarorðin eru yfir 2.500 eins og í fyrra bindinu. 34 höfundar leggja til efnið. Myndir og töflur og kort eru um 360. Ritstjóri verksins segir í formála: „Með auknum fjölbreytileika þess heims sem við byggjum hefur þörfin fyrir alfræðirit aukist en ekki týrn- að . . . Við undirbúning útgáfunnar kom tvennt til, að byggja ritið upp með löngum og all ítarlegum grein- um eða hafa greinamar styttri og fleiri, síðari kosturinn var valinn.“ Rit þetta virðist vera mjög hand- hægt, val höfunda á að tryggja öruggar staðreyndir um hvert svið mannlegrar þekkingar svo að þetta getur orðið lykill að aðalatriðum, sem allur almenningur og nemend- ur geta haft fullt gagn af. Síðari bindi eiga að spanna upp- lýsingar um listir, tækni, samfélög manna, sögu mannkyns pg alheim- inn. Höfuð áherslan er lögð á ná- kvæntni og staðreyndir, settar fram í eins knöppu formi og gerlegt er talið. Svo virðist sem þetta hafi tekist í þessum tveimur bindum sem út eru komin. Manuela Wiesler heldur hér tónleika Það er ekki nóg að vorið sé komið — Manuela Wiesler er væntanleg og ætlar að spila fyrir okkur. Á mánudagskvöldið kemur kl. 20.30 spilar hún í Iðnó, á vegum Musica Nova, trúarlega framúrstefnutón- list. Og svo fimmtudaginn þar á eftir flautukonsert eftir Carl Philipp Emanuel Bach, með Sinfóníuhljóm- sveitinni. í hvert skipti sem ég heyrði hana spila fannst mér landið rísa. Hún starfaði hér um árabil og nærvera hennar var alltaf jákvæð. Hún gerði miklar kröfur til allra sem hún starfaði með, en mestar til sjálfra sín. Þetta smitaði út frá sér, bæði hjá spilurum og tónskáldum. Hún á mikinn þátt í þeim gæðum sem tónlistarflutningur hefur hér á landi. Manuela spilar alla tónlist jafn vel, gamla sem nýja. Hún er jafn- víg á allar stíltegundir, og þannig eru allir miklir músíkantar. Hún er frábær liðsmaður í kammermúsík, glæsilegur einleikari með hljóm- sveitum, en kannski er hún stærst þegar hún spilar ein á flautuna. Þá hefur mér stundum fundist tíminn hætta að líða. Konsertar hennar eru oft þvílík upplifun að tónlistin verður að trú- arlegri reynslu, eða andlegri íhug- un. Maður kemst á æðra svið. í flutningi Manuelu er tónlistin uppalandi sálarinnar. Því hlakka ég til mánudagsvölds- ins í Iðnó. Efnisskráin er bæði óvanaleg og spennandi. Það er fátt vanalegt við Manuelu nema hæ- verska hennar sjálfrar. Manuela Wicsler Á tímum sískrums finnst mér erfítt að nota hástemmd lýsingar- orð. En í þetta sinn geri ég það með góðri samvisku. Atli Heimir Sveinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.