Morgunblaðið - 11.05.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.05.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1986 31 Kolbrún Jenný Gunnarsdóttir líolbrún JennýGunnarsdóttirer21 árs Keflvíkingnr, fædd 30. desember 1964. Hún hefur alla sína tíð búið í Keflavík sem hún segir að sé „mjög vinalegur bær“. Síðan í október hefur Kolbrún starfað við afgreiðslustörf í Apóteki Keflavíkur. Fram til þess tíma var hún nemi í Fjölbrautarskóla Suðurnesja og er harðákveðin í að ljúka skólanum síðar - eftir að hafa tekið sér hvfld frá náminu á vinnumarkaði. Kolbrún saumar nær öll sín föt sjálf og segist skemmta sér konunglega við það. Mikið af hennar frítíma fer að öðru leyti í íþróttir, bæði að fylgjast með öðrum ogeins hefur hún tekið miklu ástfóstri við svokall- aða aerobic-leikfimi í vetur. „Það er æðisleg íþrótt," segir hún, „þú ættir að prófa það einhvemtíma!" Úrslitakeppnin eftir tæpan hálfan mánuð leggst vel í hana. „Það þýðir ekkert annað," segir hún hressilega, „þetta verður áreiðan- lega góð reynsla fyrir mann og svo hefur verið og er mjög gaman að vinna að þessu." Kolbrún Jenný Gunnarsdóttir er 172 sm á hæð. Hún er yngst sex bama þeirra Hrefnu M. Sigurðardóttur og Gunnars Jóns- sonar. Rut Róbertsdóttir K»t Róbortsdóttirer 24 ára, fædd 3. febrúar 1962. Nærri hálfa ævinabjó hún á Akureyri og eimir enn eftir af norðlenskum hreim í rödd hennar. Hún er fædd í Reykja- vík en fluttist tíu ára gömul til Akureyrar og bjó þar næstu tíu árin. Rut er íþróttakona - hefur æft sund og blak og í fyrrasumar æfði hún knattspymu á ísafirði, þar sem hún dvaldist sumarlangt. Auk þess stundar hún aerobie-leikfimi og skokkar þegar tækifæri gefst. Önnur helstu áhugamál hennar em leikhúsferðir og lestur íslenskra bókmennta - „ekki reyfara,“ segir hún, „ég vil heldur lesa bækur eftir íslenska höfunda, sem maður þarf aðeins að velta fyrir sér.“ Rut Róbertsdóttir er 169 sm á hæð. Foreldrar hennar em Erla Kristjánsdóttir og Reynir Brynjólfsson. Þóra Þrastardóttir óra Þrastardóttir er 19 ára Reykvíking- ur, fædd 8. mars 1967. Hún er í miðjum prófum á heilsugæslubraut í Fjölbrautar- skólanum við Armúla og lýkur stúdentsprófi þaðan næsta vor. í sumar ætlar hún að vinna á skrifstofu á Seltjarnarnesi. Þóra er hestakona - og hestafólk veit að það áhugamál getur verið nánast fullt starf með skólanámi eða hverri annarri vinnu. Það þarf að gefa og hirða, þjálfa og snudda í kringum skepnurnar - ekki síst þegar um er að ræða talsverðan hóp af hestum, eins og er í hennar tilfelli. Sömuleiðis á hún hund, sem hún segist þjálfa með hestunum. „Hestamennskan er helsta áhugamálið og útiveran, sem því fylgir,“ segir hún. Þóra hlakkar til keppninnar. „Við stelp- urnar skemmtum okkur frábærlega saman. Eg kvíði engu ennþá - kannski vegna þess að ég er lítið farin að hugsa um sjálfa keppnina ennþá. Það kemur kannski.” Þóra Þrastardóttir er 169 sm á hæð. Foreldrar hennar eru Elly Kratsch og Þröst- ur Jónsson. Hún er elst þriggja systkina - auk hennar eru tvíburar í fjölskyldunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.