Morgunblaðið - 11.05.1986, Page 31

Morgunblaðið - 11.05.1986, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1986 31 Kolbrún Jenný Gunnarsdóttir líolbrún JennýGunnarsdóttirer21 árs Keflvíkingnr, fædd 30. desember 1964. Hún hefur alla sína tíð búið í Keflavík sem hún segir að sé „mjög vinalegur bær“. Síðan í október hefur Kolbrún starfað við afgreiðslustörf í Apóteki Keflavíkur. Fram til þess tíma var hún nemi í Fjölbrautarskóla Suðurnesja og er harðákveðin í að ljúka skólanum síðar - eftir að hafa tekið sér hvfld frá náminu á vinnumarkaði. Kolbrún saumar nær öll sín föt sjálf og segist skemmta sér konunglega við það. Mikið af hennar frítíma fer að öðru leyti í íþróttir, bæði að fylgjast með öðrum ogeins hefur hún tekið miklu ástfóstri við svokall- aða aerobic-leikfimi í vetur. „Það er æðisleg íþrótt," segir hún, „þú ættir að prófa það einhvemtíma!" Úrslitakeppnin eftir tæpan hálfan mánuð leggst vel í hana. „Það þýðir ekkert annað," segir hún hressilega, „þetta verður áreiðan- lega góð reynsla fyrir mann og svo hefur verið og er mjög gaman að vinna að þessu." Kolbrún Jenný Gunnarsdóttir er 172 sm á hæð. Hún er yngst sex bama þeirra Hrefnu M. Sigurðardóttur og Gunnars Jóns- sonar. Rut Róbertsdóttir K»t Róbortsdóttirer 24 ára, fædd 3. febrúar 1962. Nærri hálfa ævinabjó hún á Akureyri og eimir enn eftir af norðlenskum hreim í rödd hennar. Hún er fædd í Reykja- vík en fluttist tíu ára gömul til Akureyrar og bjó þar næstu tíu árin. Rut er íþróttakona - hefur æft sund og blak og í fyrrasumar æfði hún knattspymu á ísafirði, þar sem hún dvaldist sumarlangt. Auk þess stundar hún aerobie-leikfimi og skokkar þegar tækifæri gefst. Önnur helstu áhugamál hennar em leikhúsferðir og lestur íslenskra bókmennta - „ekki reyfara,“ segir hún, „ég vil heldur lesa bækur eftir íslenska höfunda, sem maður þarf aðeins að velta fyrir sér.“ Rut Róbertsdóttir er 169 sm á hæð. Foreldrar hennar em Erla Kristjánsdóttir og Reynir Brynjólfsson. Þóra Þrastardóttir óra Þrastardóttir er 19 ára Reykvíking- ur, fædd 8. mars 1967. Hún er í miðjum prófum á heilsugæslubraut í Fjölbrautar- skólanum við Armúla og lýkur stúdentsprófi þaðan næsta vor. í sumar ætlar hún að vinna á skrifstofu á Seltjarnarnesi. Þóra er hestakona - og hestafólk veit að það áhugamál getur verið nánast fullt starf með skólanámi eða hverri annarri vinnu. Það þarf að gefa og hirða, þjálfa og snudda í kringum skepnurnar - ekki síst þegar um er að ræða talsverðan hóp af hestum, eins og er í hennar tilfelli. Sömuleiðis á hún hund, sem hún segist þjálfa með hestunum. „Hestamennskan er helsta áhugamálið og útiveran, sem því fylgir,“ segir hún. Þóra hlakkar til keppninnar. „Við stelp- urnar skemmtum okkur frábærlega saman. Eg kvíði engu ennþá - kannski vegna þess að ég er lítið farin að hugsa um sjálfa keppnina ennþá. Það kemur kannski.” Þóra Þrastardóttir er 169 sm á hæð. Foreldrar hennar eru Elly Kratsch og Þröst- ur Jónsson. Hún er elst þriggja systkina - auk hennar eru tvíburar í fjölskyldunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.