Morgunblaðið - 18.05.1986, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 18.05.1986, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR18. MAÍ1986 Atvinnustigið svipað og í fyrra TÆPLEGA 19 þúsund atvinnuleysisdagar voru skráðir í aprilmánuði síðastliðnum á landinu öllu. Þetta jafngildir því að 870 manns hafi verið á atvinnuleysisskrá allan mánuðinn eða sem svarar til 0,7% af áætluðum mannafla samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar, segir í frétt, sem Morgunblaðinu hefur borizt frá Vinnumálaskrifstofu fé- lagsmálaráðuneytisins. Samkvæmt þessu hefur atvinnu- ástandið á landinu í heild nánast verið óbreytt frá mánuðinum á undan, en þá voru skráðir rösklega Br éfanámskeið í kanínurækt AÐALFUNDUR Búnaðarsambands Suðurlands sem haldinn var í Amesi fyrir skömmu samþykkti tillögu þar sem skorað var á Búnaðarfélag Is- lands að láta útbúa bréfanámskeið í kanínurækt og styðja jafnframt útgáfu bóka um kanínur og ræktun þeirra. 18 þúsund atvinnuleysisdagar, og atvinnustigið hið sama og í apríl- mánuði í fyrra. Síðastliðin þrjú ár hafa að meðaltali skráðst tæplega 22 þúsund atvinnuleysisdagar í aprílmánuði, en 16 þúsund, ef litið ertil siðastliðinna 5 ára. Eins og áður er getið var atvinnu- ástandið nánast óbreytt í apríl síð- astliðnum frá fyrra mánuði og sama mánuði í fyrra þegar litið er á landið í heild. Hins vegar hefur orðið nokkur breyting á dreifingu atvinnuleysisdaga þannig, að þeim hefur ijölgað á Norðurlandi og Suðurlandi, en fækkað í öðrum landshlutum Búnaðarsamband Suð- urlands fagnar húsdýra- garði í Reykjavík Á AÐALFUNDI Búnaðarsam- bands Suðurlands fyrir Kjaradómi frest- að með bráða- birgðalögum Þau mistök urðu ( fyrirsögn fréttar frá Kjaradómi í blaðinu í gær, að sagt var að honum hefði verið frestað. Hið rétta er að Kjaradómur hefur óskað eftir að fá sex vikna frest til viðbótar til að dæma í málum 22 aðildarfé- laga Launamálaráðs Bandalags háskólamanna (BHMR) gegn fjármálaráðherra. Má af þeim sökum búast við að Kjaradómi verði frestað með bráða- birgðalögum í byijun þessarar viku. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. skömmu samþykkti fundurinn samhljóða tillögu, þar sem fagnað var áformum borgar- stjórnar Reykjavíkur að setja á stofn dýragarð í Laugardaln- um í Reykjavík með íslenskum húsdýrum á þann hátt að um verði að ræða eins konar sýnis- horn af íslenskum búskap. í tillögunni segir ennfremur: „Búnaðarsamband Suðurlands telur að slíkur dýragarður í svo eðlilegu umhverfí sem unnt er, sé mikilvægur fyrir uppeldi bama í þéttbýlinu og um leið skemmti- leg tenging milli sveita landsins og höfuðborgarinnar. Búnaðar- samband Suðurlands er reiðubúið að aðstoða við að koma upp slíku dýrasafni í hjarta Reykjavíkur." Skólinn kvaddur Verðandi stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri „dimiteruðu“ á fimmtudag með tilheyrandi látum. Nú fara krakk- arnir í upplestrarfrí því prófin nálgast, en útskrift verður síðan ekki fyrr en 17. júní eins og venja er í skólanum. Hér sést hluti krakkanna, er þau keyrðu á vögnum sem dregnir voru af dráttarvélum, og heimsóttu kennara sína. Þessi var sér á báti, einn í vagni með skilti sem á stóð: „Ég hefði heldur viljað útskrifast í marz“ ... 0 Krafa Islenska skipafélagsins: Svar við kröfu þrotabús Hafskips ÍSLENSKA skipafélagið hefur lýst kröfu á hendur þrotabúi Hafskips að upphæð 206 milljón- ir króna fyrir að hafa komið í veg fyrir hagnaðarmöguleika fyrirtækisins í framtíðinni. Að „ Atvinnurekendur selja hreyfi- hömlunina aðallega fyrir sig“ — segir íris Pétursdóttir, sem nýlokið hefur tveggja ára tölvunámi TVÍTUG heyrnarskert og hreyfihömluð stúlka, íris Pét- ursdóttir, hefur setið tölvuskól- ann Framsýn tvo undanfarna vetur og er hún nú búin undir starf tölvuritara. Hún hefur þekkingu á helstu sviðum tölvu- notkunar svo sem ritvinnslu, innslætti bókhaldsgagna, töflu- reikni og gagnagrunni. íris er aðeins byijuð að leita fyrir sér með starf við hæfi og hefur notið hjálpar Framsýnar og heyrnleysingjaskólans við það en án árangurs ennþá. „Maður verður að vera bjartsýnn. Þeir atvinnurekendur, sem þegar hafa gefíð mér afsvar um vinnu, setja hreyfíhömlun mína fyrir sig. Því er þó ekki að neita að ég er aðeins seinni til við vinnu en annað heilbrigt fólk vegna þessa, en ég vona svo sannarlega að ég geti unnið við það sem ég hef menntað mig í þó að draumastarfið sé að verða flugfreyja," sagði íris. „Ég hef unnið við skúringar með skól- anum undanfarin tvö ár og auk þess er ég nemandi heymleysingja- skólans þar sem ég læri íslensku, ensku, stærðfræði og bókfærslu. Ég er búin að ráða mig í vinnu í kirkjugörðunum í sumar til bráða- birgða þangað til annað gefst." Tölvunám írisar er upphaf Frá vinstri: Eiríkur Þorbjömsson framkvæmdastjóri Framsýnar, íris Pétursdóttir og Sigurgeir Þorbjömsson kennari í heymleys- ingjaskólanum. samstarfs milli tölvuskólans Fram- sýnar og heymleysingjaskólans. Eiríkur Þorbjömsson, fram- kvæmdastjóri Framsýnar, sagði í samtali við blaðamann að upp- haflega hefði hópur frá heymleys- ingjaskólanum komið í starfs- kynningu í tölvuskólann. „Fljót- lega kom áhugi írisar í ljós og varð úr að við buðum einum nemanda og einum kennara heym- leysingjaskólans upp á að koma í tölvukennslu og yrði síðar alfarið reynt að flytja kennsluna inn í heymleysingjaskólann. Þau íris og Sigurgeir Þorbjömsson kennari hafa síðan setið tölvuskólann tvo vetur. Við höfum keyrt þetta nám þeirra sem sérbraut til að fínna hvað sé hentugast fyrir heymar- skerta." Sigurgeir sagði að þau hefðu lært á PC-tölvur og Apple-tölvur, bæði bóklegt og verklegt. „Ég byijaði að kenna tölvufræðina í heymleysingjaskólanum í vetur — hef verið með Qóra nemendur til reynslu á svipaðri námsbraut og íris hefur verið á hjá Framsýn og hefur það gefíst ágætlega. Þó á eftir að reyna á atvinnumöguleika þessa fólks. íris hefur enn ekki fengið vinnu vegna hreyfihömlun- arinnar þótt þekkingin á fræðun- um sé næg og fúllkomlega sam- bærileg á við heilbrigt fólk. Við viljum með þessu opna leiðir fyrir heymarskerta og stíla inn á þær brautir sem hagnýtar eru í starfí." Eiríkur sagði að það virtist lítið markmið með tölvumenntun grunnskólanna í núverandi mynd. „Það er eins og skólamir keppist við að eiga sem flestar tölvur án þess að hugsa nokkuð um markmið kennslunnar eða undirbúning kennaranna. Það er verið að kenna nemendum forritun í stórum stíl á meðan aðeins 1—2% þjóðarinnar vinnur við forritun. Það þarf að beina spjótum að tölvunotkuninni sjálfri innan skólanna." Heymleysingjaskólinn hefur eignast nokkrar Apple-tölvur, en þarf að eignast sambærilegar PC-tölvur og Framsýn notast við til þess að geta tekið við tölvu- menntun nemenda sinna alfarið. Þangað til verður kennslu haldið áfram í samvinnu beggja skólanna. íris sagðist vera meira spennt fyrir innslætti bókhaldsgagna fremur en ritvinnslu — hraðinn væri þar líka heldur minni. „Mér finnst ég hafa haft mjög gott af námskeiðinu. Eins fannst mér létt- ir að komast burtu frá heymleys- ingjaskólanum í annað skólaum- hverfí en ég hef stundað nám í heymleysingjaskólanum siðan ég var 5 ára gömul," sagði íris. sögn Jóns G. Zoega, lögmanns íslenska skipafélagsins, byggist rökstuðningur kröfunnar á því að Hafskip hafi vegna skulda sinna erlendis gert íslenska skipafélaginu ókleift að halda áfram rekstri og þannig komið í veg fyrir framtíðarhagnað. „Þessi krafa okkar stendur i beinum tengslum við kröfu sem þrotabú Hafskips lýsti á hendur Islenska skipafélaginu um áramót- in. Þrotabúið krafðist þess að ís- lenska skipafélagið greiddi skaða- bætur fyrir að láta Skaftá sigla til Antwerpen í Belgíu, þar sem skipið var kyrrsett, eins og menn muna. Ég hef aldrei almennilega skilið þessa kröfu, því hitt er sönnu nær að það hafí verið vegna ógreiddra skulda Hafskips sem Islenska skipafélaginu tókst ekki að halda áfram rekstri. Sú staðreynd að Skaftá var kyrrsett gerði það útilok- að,“ sagði Jón og bætti því við að hann ætti von á því að báðar kröf- umar féllu niður þegar fram liðu stundir. „Þessi krafa okkar er ekki sett fram í hefndarskyni, kannski frekar til að benda á veikleika þeirr- ar sem hún er svar við,“ sagði Jón G. Zoéga að lokum. , Yalgeir, en ekki Tómas VALGEIR Ársælsson var starfandi fastafulltrúi íslands hjá Atlants- hafsbandalaginu, þegar fjallað var um varnaráætlanir og efnavopn Bandaríkjanna síðastliðinn fímmtu- dag. Það kom því í hans hlut að gefa yfirlýsinguna, sem fjallað hefur verið um í fréttum. Tómas A. Tómasson sendiherra var fjar- verandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.