Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1986 35 Umsöng forseta Sam- einaðs Alþingis Þingsíða Morgunblaðsins leitaði umsagnar forseta Sameinaðs Al- þingis, Þorvaldar Garðars Kristj- ánssonar, um hin nýju lög, sem taka gildi um næstkomandi áramót, og væntanlega framkvæmd þeirra. Forseti sameinaðs þings komst svo aðorði: „Alþingi samþykkti 16. apríl sl. lög um ríkisendurskoðun. Með þess- um lögum er gerð grundvallar- breyting á ríkisendurskoðuninni. Fram til þessa hefir ríkisendurskoð- unin heyrt undir fjármálaráðuneytið og ríkisendurskoðandi verið ráðinn af fjármálaráðherra. Með hinum nýju lögum er ákveðið að ríkisend- urskoðunin starfi á vegum Alþingis. Þá skal ríkisendurskoðunin vera þingnefndum og yfirskoðunar- mönnum ríkisreiknings til aðstoðar við störfin er varða fjárhagsmálefni ríkisins. Samkvæmt hinum nýju lögum skulu forsetar Alþingis ráða í sameiningu ríkisendurskoðanda til sex ára í senn. Ríkisendurskoðandi er starfsmaður Alþingis og ber ábyrgð gagnvart því. Forsetar Alþingis geta, að fengnu samþykki sameinaðs Alþingis, vikið ríkisend- urskoðanda úr starfi. Hin nýju lög setja þannig ríkis- endurskoðunina undir Alþingi og gera hana óháða framkvæmdavald- inu, sem hún hefur heyrt undir fram til þessa. Það er eðlilegt að ríkisend- urskoðunin lúti löggjafarvaldinu en ekki framkvæmdavaldinu. Stjómar- skráin fær Alþingi í hendur vald til að ákveða fjárveitingar. Með því að ríkisendurskoðunin sé á vegum Alþingis getur farið fram á vegum löggjafarvaldsins endurskoðun á því, hvemig framkvæmdavaldið, sem annast framkvæmd fjárlaga, hafi nýtt Qárveitingaheimildir Al- þingis og hvert farið hafi verið út fyrir þær. Með þessum hætti getur Alþingi betur gegnt sínu mikilvæga hlutverki. Þessi nýju lög um ríkisendur- skoðun öðlastgildi l.janúar 1987". En það má segja, að með þeirri sýningu væri hann kominn í gang því að nú minnkar hann við sig kennslu og einbeitir sér öllu meira að myndlistinni. Afraksturinn sáum við á sýningu hans í Vestursal Kjar- valsstaða á síðasta ári en þar sýndi hann myndir í ýmissri tækni og notaði allan salinn til hins ítrasta. Nú er Jón aftur á ferðinni og í þetta skipti með sýningu á 29. vatns- litamyndum einvörðungu, í Galleríi Borg, og stendur sýningin fram til 21.þ.m. Gerandinn hefur alla tíð haldið sig við hin kyrrlátari myndefni og næmu blæbrigði og myndir hans hafa oft virkað líkast stemmningum óháðum tíma og rúmi — jafnvel þótt menn hafi iðulega borið kennsl á prófílana í myndum hans. Ef til vill má heim- færa myndefnið við mtjándualdar rómantík vilji menn staðsetja það einhverstaðar í tímanum en ég þykist þess fullviss að Iistamaðurínn sjálfur notar það einvörðungu til uppbygg- ingar á myndfletinum. í þjónustu ákveðinnar myndbyggingar og sér- stakra hughrifa er hann vill koma á framfæri hveiju sinni. f myndum Jóns Reykdal er mikil ljóðræn stemmning og á köflum næsta skáldleg og táknræn svo að minnir á symbolistana í myndlist eins og t.d. Odilon Redon, en þó er hér um að rasða mjög ólíka listamenn. Á stundum þykir mér Jón nálgast litina af full mikilli varfæmi og myndir hans verða formrænt nokkuð lausar í sér. Hann er hér iðulega að lýsa áhrifum upphafinnar birtu, þokulæðingi, skýjaþynnum, hillingum ogdalalæðum. Það eru dulúðugar formsterkar myndir svo sem „I kvöldsól" (10), „Við fossinn" (18), og „ur Svörtuhltð- um“ (29), sem mér þykja hafa yfir sér einna rammastan myndrænan seið og af slíkum myndum hefði mátt vera meira á sýningunni. f heild er þetta falleg sýning og hér er slegið á lága en hreina tóna. Tónleikar á Djúpavoffi Djúpavoei. TÓNSKOLI Djúpavogs hélt tón- leika í félagsheimilinu hér, fimmtudaginn 7. mai eða upp- stigningardag, undir stjórn Eyj- ólfs Ólafssonar tónlistarkennara. Á tónleikunum léku nemendur skólans á blokkflautur, píanó og einnig söng hópur bama nokkur lög og flutti stutta söngleiki. Um kvöld- ið hélt Samkór Djúpavogs söng- skemmtun, einnig undir stjóm Eyjólfs. Kórinn hafði áður sungið á Djúpavogi 1. maí, svo og í félags- heimilinu á Stöðvarfirði, í Breiðdal, Geithellahreppi og vom tónleikamir yfirleitt vel sóttir og gerður að þeim góður rómur. Þetta er þriðji vetur- inn, sem Eyjólfur Ólafsson stjómar tónskólanum og æfir Samkór Djúpavogs. — Ingimar. Samkór Djúpavogs, söngstjóri Eyjólfur Ólafsson. CITTKORT AUAICIÐ með Samvinnuferðum-Landsýn, Útsýn, Polaris, Atlantik, og Ferðamiðstöðinni. E Frá staðfestingargjaldi - með einu símtali E Tilafborgana - fyrir eða eftir heimkomu ÞETTA ER EINSTAKT BOÐ Á ÍSLANDI OG BÝÐST EINUNGIS ÞEIM SEM HAFA EUROCARD í raun og veru er þarna um tvenns konar þjónustu að ræða: Staðfestingargjald (hvortsem erá staðnum eða í gegn um síma), eða innborgun á ferð,falla undir hina hefðbundnu notkun kreditkorts. Greiðslur afborgana og vaxta af láni ferðaskrifstofanna fara fram samkvæmt alveg nýju þjónustufyrirkomulagi: |=URC i=ur5 mbe Grundvöllur KREPIT er sá að korthafanum er treyst. Hann þarf ekki að verða sér úti um ábyrgðarmenn, heldur skrifar hann undir samning um viðskiptaskuld, rétt eins og þegar hann undirrítar úttektarseðil. lHilÍIySS m(Him /^\ POLARIS w xTOgjJr Samvmnuferóir-Landsýn EUROCARD - GILDARA EN ÞIG GRUNAR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.