Morgunblaðið - 18.05.1986, Page 47

Morgunblaðið - 18.05.1986, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1986 47 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Launaútreikningur Þekkt iðnfyrirtæki staðsett á Ártúnshöfða vill ráða starfskraft, frá og með 1. júlí. Verk- efni: Annast alla launaútreikninga fyrirtæk- isins, tölvuunnið. Æskilegt að viðkomandi hafi einhverja þekk- ingu á þessu sviði eða sé fljótur að læra. Góð laun verða greidd. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og starfsreynslu sendist okkur fyrir 26. maí. Offsetprentarar Okkur vantar offset prentara. Góð vinnuað- staða í nýju húsnæði. Fjölbreytt verkefni. Með allar fyrirspurnir verður farið með sem algjörttrúnaðarmál. Upplýsingar veita Baldvin eða Ólafur. PRISMA B/EJARHRAUNI 22, HAFNARFIRÐI, SÍMI 651616. ftlÐNTlÓNSSON RÁÐCJÖF & RÁÐN I NCARÞJÓN USTA TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322 Ahugasamir og duglegir kennarar óskast til starfa við Grunnskólann á Isafirði næsta vetur. Kennara vantar til almennrar bekkjakennslu og ennfremur í myndmennt, tónmennt, tungumálum, samfélagsgreinum og sér- kennslu. Jafnframt viljum við ráða skólasafn- vörð. í boði eru skemmtilegir vinnufélagar og lifandi starf við skóla í uppbyggingu. Nánari upplýsingar gefur Jón Baldvin Hann- esson skólastjóri í símum 94-3044 (vs.) og 94-4294 (hs.). Já nvöruverslun Óskum eftir ungum og reglusömum manni til afgreiðslustarfa nu þegar. Uppysingar veitir IngólfurÁrnason (ekki í síma). VAID. POULSENS Heilsugæslustöðin á Húsavík auglýsir: Hálf staða læknaritara við heislugæslustöð- ina á Húsavík er laus til umsóknar. Góð ís- lensku- og vélritunarkunnátta nauðsynleg. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri eða launafulltrúi í síma 96-41333. Au-pair Barngóð stúlka óskast í vist í Norfolk, Virginía, USA, til að líta eftir tveim börnum. Þarf að geta byrjað sem fyrst. JudyWagner 6072 River Crescent Norfolk, VA USA (804) 624-3166 Home (804) 624-3294 Office Lifandi starf Lifandi og skemmtilegur starfskraftur óskast til starfa á skrifstofu Alþjóðlegra ungmenna- skipta hálfan daginn frá og með 1. júlí. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Enskukunnátta nauðsynleg. Umsóknir sendist í pósthólf 5287, 125 Reykjavík fyrir 1. júní. Bessastaðah reppu r Starfskraftur óskast á skrifstofu Bessastaða- hrepps hálfan daginn. Um er að ræða almenn skrifstofustörf og vélritun. Æskilegt að við- komandi geti hafið störf sem allra fyrst. Sveitarstjóri. 35-50 ára kona með bílpróf óskast til að búa hjá konu í Flórída í um eitt ár. Ferð borguð. Frítt fæði og herbergi. 75 dollarar á viku. Upplýsingar í síma 54148 og talið við Elínu frá 9-12 og 6-8. Meðmæli óskast. Skrifstofustörf Starfsfólk vantar til skrifstofustarfa á Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, Keldnaholti. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf sendist stofnuninni. Upplýsingar eru veittar í síma 82230. Þýðingarstarf Orðabók Háskólans óskar eftir starfsmanni við þýðingar á ritvinnsluforritum. Æskilegt er að umsækjandi hafi háskólapróf í íslensku eða sambærilega menntun. Einhver reynsla af störfum við tölvur er æskileg. Launakjör eru samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkis- ins. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 21. maí nk. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Orðabók Háskólans, Árnagarði við Suðurgötu. raðauglýsingar — raðauglýsingar raðauglýsingar . óskast keypt Blý Kaupum blý á hæsta verði. Málmsteypa Ámunda Sigurðs- sonar, Skipholti 23, s. 16812. Stálstoðir Óskum eftir að kaupa stálstoðir fyrir lofta- undirslátt. Lofthæð yfir 3,5 m. Upplýsingar í síma 23984. ístak hf. íbúðarhúsnæði óskasttil kaups í Ólafsvík Leitað er eftir íbúðarhúsnæði til kaups í Ól- afsvík. Sérbýli eða íbúð í fjölbýlishúsi koma til greina. Tilboðum skal skila til eignadeildar fjármála- ráðuneytisins, Arnarhvoli, Reykjavík, fyrir fimmtudaginn 29. maí 1986, kl. 11.00. Verslunarhúsnæði við Laugaveg eða á sambærilegum stað óskast. Æskileg stærð 50-100 fm. Upplýsing- ar í síma 79494. Iðnaðarhúsnæði Óskum eftir 50-80 fm húsnæði á jarðhæð í Kópavoginum fyrir matvælaiðnað. Upplýs- ingar í síma 45705 og 40509. Óskum eftir gömlu/nýju húsnæði fyrir rekstur sælgætis- og matvörubúðar. Ólíklegustu staðir koma til greina. Vinsamlegast sendið svar til augldeildar Mbl. merkt: „B -066“. húsnæöi óskast Atvinnuhúsnæði Óska eftir að taka á leigu eða kaupa 100-300 fm atvinnuhúsnæði á jarðhæð. Þarf ekki að vera fullbúið. Upplýsingar í síma 76995. T raust fjármálafyrirtæki Traust fjármálafyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ca 350 fm skrifstofuhúsnæði til leigu á góðum stað helst á miðbæjarsvæðinu eða í Múlahverfi. Góð bílastæði þurfa að vera fyrir hendi. Tilboð með upplýsingum um húsnæðið sendist aaugld. Mbl. merkt: „Traust" fyrir 30. maí nk. Ibúðaskipti/íbúð á leigu í Lundi í Svíþjóð í eitt ár. íslenskur háskólakennari í Lundi í Svíþjóð óskar eftir að leigja út íbúð sína eða skipta á íbúð í Reykjavík í eitt ár. Um er að ræða 5 herb. íbúð með húsgögnum sem er laus frá og með 1. júlí nk. Pétur Pétursson, sími 90 46 46 111880, einnig er hægt að fá upplýsingar í síma 12177 í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.