Morgunblaðið - 18.05.1986, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 18.05.1986, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1986 53 Minning: Þorvaldur Ólafsson frá Ljósstöðum Fæddur 21. október 1898 Dáinn 2. maí 1986 Þorvaldur Jón Ólafsson frá Ljós- stöðum í Glerárhverfí andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að kveldi 2. maí. Hann fæddist að Lambanes- Reykjum í Fljótum í Skagafírði, sonur hjónanna Bjargar Halldórs- dóttur og Ólafs Eiríkssonar. Valdi frændi, eins og hann var alltaf kallaður af nánustu ættingj- um sínum, var elstur sjö systkina, fjögurra bræðra og þriggja systra, og eru bræðumir nú allir látnir. Átta ára gamall flyst Valdi með foreldrum sínum til Siglufjarðar, en árið 1919 flyst fjölskyldan til Akureyrar. Það er svo árið 1923, að foreldrar hans reysa smábýlið Ljósstaði í Glerárþorpi, þá tilheyr- andi Glæsibæjarhreppi, og bjó Valdi þar síðan í nær sextíu ár, eða þar til hús hans varð að víkja af skipu- lagsástæðum. Á uppvaxtarárum Valda bjuggu foreldrar hans við nokkra fátækt framan af ævi, enda bamahópurinn stór og marga munna að metta, en heimilið var þó alltaf vel bjargálna. Mikil samheidni ríkti jafnan innan fjölskyldunnar, og voru systkinin alin upp við mikla ástúð og kær- leika. Þrátt fyrir stóra fjölskyldu tóku foreldrar Valda að sér fóstur- dóttur árið 1923, Elísu Elíasdóttur, þá tveggja ára gamla og 1930 taka þau að sér fóstur og uppeldi dóttur- sonar sins, Björgvins Pálssonar, sem þá var nýfæddur. Það var alltaf nóg pláss á Ljósstöðum hjá ömmu minni og afa, þó húsplássið gæti ekki talist stórt á nútíma mæli- kvarða, þannig var hjartaþel þeirra og það hjartaþel erfði Valdi frændi í ríkum mæli af foreldrum sínum, sem kom fram í því, að alla sína ævi var hann að hugsa um og hlúa að öðmm en hugsaði minna um eigin hag. Strax og Valdi gat farið að vinna, stóð hann við hlið föður síns við að sjá fyrir þörfum heimilisins, og eftir lát föður hans 1935, hvfldi heimilið alfarið á hans herðum. Hann annaðist vel um móður sína, fóstursystur og fósturson, en móðir hans andaðist 1960. Og þegar fóst- ursystir hans eignaðist soninn Ólaf Kristjánsson 1942, gekk Valdi honum þá þegar í föður stað og alla tíð síðan, en þeir Valdi og Ólaf- ur bjuggu tveir saman síðustu árin, eða þar til Valdi fluttist á Elliheimil- ið Skjaldarvík. Eg man Valda frænda minn vel frá mínum unglingsámm, er ég kom í Ljósstaði til ömmu minnar, en við kynntumst þó ekkert náið fyrr en allra síðustu ár ævi hans. Eftir að Valdi fluttist í Skjaldarvík heimsótti ég hann reglulega, og áttum við marga ánægjustundina saman við að rifj'a upp fyrri tíma allt frá æsku Valda til líðandi stundar. Hann hafði alltaf frá mörgu að segja, en hugurinn var þó mest bundinn við þá tíma er hann starfaði á Siglufírði og í Sandgerði, en á þeim stöðum vann hann til skiptis í um tíu ára skeið, á Siglufirði á sumrin í sfld og í Sandgerði á vetmm í frysti- húsi. Einnig vom árin hans í Krossanesi honum hugleikinn, en þar starfaði hann lengstan tíma ævi sinnar. Síðustu árin vann hann við uppskipun hjá Eimskip, en hann var orðinn 75 ára er hann lét endan- lega af störfum. Valdi frændi var mikill reglumað- ur í alla staði, vildi engum skulda neitt, og neitti hvorki áfengis né reyktóbaks. Hann hafði skoðanir á öllum málum og fór ekkert dult með meiningar sínar jafnvel þó svo hann vissi að þær féllu ekki í góðan jarðveg. Þannig var Valdi, hreinn og beinn, kom ávallt til dyranna eins og hann var klæddur. Þeim vinnuveitendum sem hann vann hjá um ævina vann hann vel og af ósérhlífni, enda kunnu þeir að meta handtök hans, sem sést best á því að hann starfaði fyrir fáa, en var lengi hjá hverjum og einum. Þó svo Valdi kvæntist aldrei, eignaðist hann stóra fjölskyldu. Hann var einstaklega bamgóður maður og hændust börn að honum þar sem hann kom á heimili ætt- ingja sinna. Það er því ekki svo lít- ill hópur systkinabama og bama þeirra sem nú sjá á bak Valda frænda sínum með söknuði og trega. En þó Valdi sé nú horfínn úr lífí okkar, skildi hann eftir þá minningu sem aldrei mun okkur gleymast sem kynntumst honum, minningu um góðan og traustan frænda og vin. Að leiðarlokum viljum við hjónin og synir okkar, þakka Valda frænda af alhug fyrir góð kjmni, og ég sérstaklega allar góðu samveru- stundimar sem við áttum saman síðustu árin. Systrum hans, fóstursystur og fóstursonum flytjum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Þorvaldar Jóns Ólafssonar. Tryggvi Pálsson Minning: Logi Eldon Sveins-. son málarameistari Fæddur 28. september 1907 Dáinn 10. maí 1986 Útför tengdaföður míns verður gerð frá Þjóðkirlqunni í Hafnarfírði þriðjudaginn 20. maí kl. 13.30. Foreldrar hans voru Sveinn Ás- mundsson og Sigríður Jónasdóttir. Þegar Logi var fjögurra ára slitu þau samvistum og fluttist hann til Vestmannaeyja með móður sinni. Sigríður giftist síðar Bimi Guðjóns- syni frá Kirkjubæ. Eina alsystur átti Logi sem hét Lúvísa (dáin) og bjó í Danmörku, og þtjár hálfsystur þær Ólöfu, Guðfínnu og Þyri (dáin.) 18 ára gamall fór Logi til Reykja- víkur að læra múrverk hjá Öla Hall og tók hann þátt í uppbyggingu Birting afmæl- is- ogminning- argreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. margra þekktra bygginga eins og td. Hótels Borgar, Landspítalans o.fl. Nú síðari árin hefur hann ein- vörðungu verið við arinhleðslur og ber öllum saman um að Logi hafí verið snillingur á sínu sviði og að allt hafí leikið í höndum hans. Helsta tómstundagaman hans var að mála og hélt hann tvær mál- verkasýningar sl. tvö ár, þá fyrstu í Reykjavík og aðra í Hveragerði. Þessar sýningar vöktu mikla at- hygli. Eg veit að það er ekki í anda tengdaföður míns að birta þessa punkta, en engu að síður fann ég mig knúinn til þess þó ekki væri nema tii að sýna honum smá þakk- læti og virðingu fyrir samveruna og allt sem hann gerði fyrir mig og mína. Hann var alls staðar au- fúsugestur vegna eiginleika sinna og alltaf boðinn og búinn að hjálpa vinum og ættingum. Mannamun þekkti hann ekki. Logi giftist eftir- lifandi konu sinni, Jónínu H. Jóns- dóttur frá Gamlahrauni á Eyrar- bakka 10. október 1942 og bjuggu þau lengst af í Reykjavík, en hin síðari ár f Hafnarfírði. Þau undu hag sínum vel í Firðinum og töluðu oft um það að þetta væru bestu árin þeirra. Þau eignuðust fjögur böm: Sig- urbjöm, Harald, Jón og Ingibjörgu. Áð endingu vil ég segja það, að eiginlegra var tengdaforeldrum mínum að gefa en þiggja, og það er mikill söknuður í hjörtum þriggja sona minna og nýfæddrar dóttur og bið ég um styrk til Jónu og skyldmenna á erfíðri stund. Geir Hallsteinsson Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. KS.HELGASONHF H STEINSfiilðJA ■■ SKSulMUVEGl 48 SÍM! 76677 mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mm Guðríður Magnús- dóttir - Minning Fædd 7. október 1908 Dáin 12. maí 1986 Okkur langar að minnast ömmu okkar, Guðríðar Magnúsdóttur með fáeinum orðum. Amma fæddist austur í Landeyjum en fluttist ung með foreldrum sínum til Vest- mannaeyja. Þar kynntist amma Holberg afa Jónssyni, þau giftu sig á afmælisdegi hans þann 17. nóv. 1934. Eignuðust þau 3 böm, Rut, Jón og Sigmar. Rut lést 1956 ung að árum, lét hún eftir sig dreng á öðru ári, sem Holberg heitir og ólu afí og amma hann upp. Þau fluttu til Reykjavíkur 1965 og síðan til Grindavíkur 1967. Afí dó 1970. Amma bjó í sama húsi og við. Amma passaði okkur systumar oft og áttum við góðar stundir með ömmu, sagði hún okkur þá margt um þau hjónin. Eftir að amma flutti aftur til Reykjavíkur kom hún oft til okkar í lengri eða skemmri tíma. Amma var oft lasin en var dugleg að ferðast, fór til Noregs tvisvar sinnum til Sigmars og fjölskyldu, og allra sinna ferða þar til fyrir einu ári fékk hún blóðtappa í höfuð- ið og hefur verið rúmliggjandi síðan en alltaf var gaman að koma til ömmu, hún var svo glöð og þakklát, og viljum við þakka henni allt sem hún hefur verið okkur. Amma verð- ur jarðsungin þriðjudaginn 20. maí kl. 14 frá Áðventkirkjunni. En amma fylgdi Aðventsöfnuðinum frá 14 ára aldri. Við þökkum öllum vinum hennar fyrir heimsóknimar og einnig læknum og hjúkrunarfólki í Hátúni 10B fyrir góða umönnun. Blessuð sé minning hennar. Rut og Sóley Jónsdætur t Sonur minn og bróðir okkar, GUÐBJÖRN HELGASON, frá Unaðsdal, sem andaðist í Vifilsstaðaspítala 9. maí sl., verður jarösunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 20. maíkl. 15.00. Guðrún Ólafsdóttir og systkini hins látna. Þakka aí alhug sýnda samúð og vinsemd við andlát og jaröarför bróður mins, FLOSA FINNSSONAR, Faxastíg 7, Vestmannaeyjum. Fyrir hönd aðstandenda, ' Steina M. Finnsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall móður okkar, tengdamóður og ömmu, STEFANÍU G. HANSEN, Bergþórugötu 16. Ásta G. Hansen, Guðbjörg S. Hansen, tengdasynir og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samuð við andlát og útför móður okkar, HELGU M. NÍELSDÓTTUR, Ijósmóður. Edda Nfels, Hulda Kristinsdóttir og aðrir aðstandendur. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda vinóttu og samúð við andlát SKÚLA KRISTJÁNSSONAR, sem fórst með ÁS RE 112. Sérstakar þakkir til Slysavarnafélagsins, skipstjóra og áhafnar Kristjáns S. SH 23. Þórey Guðmundsdóttir, Guðmundur Skúlason, Steinunn Skúladóttir, Jón Gunnar Kristinsson og barnabörn. Lokað Lokað verður þriðjudaginn 20 maí vegna útfarar BJÖRGVINSINGIBERGSSONAR blikksmíðameistara. Blikksmiðjan Glófaxi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.