Morgunblaðið - 18.05.1986, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 18.05.1986, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR18. MAÍ1986 Vinabæjatengsl Keflavíkur og Brighton Sverði brugðið á loft — Á ísiandskynningu í Old Ship I Brighton. Frá vinstri: Jóhann Sigurðsson, forstöðumaður Flugleiðaskrifstofunnar i London, Hilmar Jónsson matreiðslumeistari, sem sá um framleiðslu á íslenzkum mat, Kid Jensen, hinn þekkti plötusnúður þjá BBC, og Jóhann D. Jónsson, starfsmaður skrifstofu Flugleiða í London. The Royal Pavilion i Brighton þykir ein glæsilegasta höll Bretlands. Þar voru vinabæjatengsl Brighton og Keflavíkur staðfest. Sudurnesin tengjast suðurströnd Bretlands Vinabæjatengsl voru tekin upp í vor milli Keflavíkur og Brighton á suðurströnd Englands. Þau voru staðfest við hátiðlega athöfn í Brighton 22. marz sl. Á næstunni eru væntanlegir allmargir sjóstangveiðimenn frá Brighton og nágrenni til að taka þátt í sjóstangveiðimóti í Keflavik. Ástæða þykir til að kynna Brighton nokkrum orðum, en tengslin ætla að verða meira en orðin tóm milli Keflavikur og Brighton eins og dæmin sanna. Aðal hvatamaður þess að tengslumun var komið á er Jóhann Sigurðsson forstöðumaður skrifstofu Flugleiða í Englandi en hann er borinn og barnfæddur Keflvíkingur eins og margir vita. í 200 ár hefur enska borgin Brighthon verið vei þekktur ferðamannastaður enda laðar borgin að millj- ónir gesta á hveiju ári. Hún stendur við suðurströnd Englands og andar að sér fersku sjávarloftinu. Upprunaiega var Brigh- ton lítill sjávarbær sem lét ekki mikið yfír sér og var reyndar ekki uppgötvaður sem ferðamannaparadís fyrr en jámbrautarteinar voru lagðir þangað frá heimsborginni London upp úr 1840. Fólksflöldi Brigh- ton telur sama íbúa§ölda og allt ísland samanlagt - 240.000 manns. Prinsinn af Wales, George, heimsótti Brighton fyrst árið 1783 og ein af stórkostlegustu höllum hans, Royal Pavilion, var byggð þar árið 1787 af arkitektinum Henry Hol- land. Þegar George tók við konungdómi sínum árið 1820 réðist nýr arkitekt konungsins, John Mash, í að breyta höllinni í stfl hinnar frægu Mogul-hallar í Indlandi en þó með kín- versku yfírbragði. Innan- stokksmunir eru allir upp- runalegir auk þess sem þar er að fínna muni frá Buck- inghamhöll. Nú er verið að endurbæta höliina, en Brighton eignaðist hana árið 1850 þegar Victoria drottning seldi eignina. Ferðamenn ættu ekki að láta fram hjá sér fara stór- hýsi eitt mikið með hvolf- þaki - í daglegu tali kailað „Dome“ - en það er 2.000 manna tónleika- og fundar- höll, sem upprunalega var byggð árið 1805 yfír 44 hesta konungsættarinnar. Konunglega ieikhúsið var síðan byggt á móti Pavi- lion-höllinni árið 1807 og eru þar reglulega haldnar sýningar. í gömlu Brighton liggja örmjóar götur þar sem hægt er að finna fjölda antíkverslana, matsölu- staða og kráa. Húsin eru eins og hlutar af hveiju öðru svo minnir á 17. aldar Brighton Marína er stærsta listisnekkjuhöfn Evrópu með lægi fyrir 2.000 sneklg'ur og báta. fískimannabústaði. í þessu söguiega og aðlaðandi hverfi er hægt að gera kjarakaup og ijölbreytnin í vöruúrvali er frá öllum heimshomum. í hjarta þessa kjama er Brighton- torg, lítið en aðlaðandi verslunarhverfí þar sem gestir geta jafnt slappað af í rólegheitum í útikaffí- húsum á torginu eða á verönd sem lýtur yfír það. Steinsnar frá Brighton- torgi er Dukes Lane, gata með nýlegum og fagmann- Frá athöfninni þegar vinabæjatengslin milli Keflavíkur og Bríghton voru staðfest við hátíðlega athöfn, frá vinstri: Tómas Tómasson, forseti bæjarstjórnar Keflavíkur, Robert Cristofoli, borgarstjóri Brighton, og Einar Benediktsson, sendiherra í Bretlandi. lega unnum 17. og 18. aldar byggingarstíl - sam- byggðum litlum verslunum og rómantískum veitinga- stöðum. Hvorki er gert ráð fyrir bflaumferð á Dukes Lane né á Brighton-torgi. Frá Dukes Lane er hægt að ganga að Church- ill-torgi, þar sem flestar opinberar stofnanir er að fínna. Brighton Centre stendur við sjávarsíðuna en það opnaði árið 1977. Þar er stærsti ráðstefnusalur Bretiands - tekur 5.000 manns f sæti f aðalsal og 800 manns í smærri sal. Auk ráðstefnuhalda, fara þar ýmsar aðrar uppákom- ur fram svo sem tónleika- og fþróttaviðburðir. Meðal þeirra tónlistarmanna sem komið hafa þar fram eru: Rod Stewart, Shirley Bas- sey, Barry Manilow, Duran Duran, Tom Jones, Robert Plant og James Last. Við hliðina á Brigton Centre við sjóinn er önnur skemmtanasamstæða, Kingwest, sem m.a. býður upp á diskótek, þijú kvik- myndahús og bari. Árið ’ 1978 var síðan lokið við 1 smíði stærstu listisnekkju- ' hafnar Evrópu - Brighton ' Marina. Landfestar fyrir " 2.000 báta eru þar til stað- * ar og meðal þess sem er á 1 skipulagsskrá næsta árs er 5 bygging hótels, verslana1 og skemmtistaða við höfn- * ina. Þetta skemmtilega' hafnarsvæði yrði þá eins-r konar þorp út af fyrir sig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.