Morgunblaðið - 02.07.1986, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLl 1986
l Slýdrsetti.
Áfangastaður:
Veiðivötn
yfir Tungnaá þar sem Tröllið eða
Nátttröllið stendur, en það er mikill
steindrangur. Skaftfellingar munu
hafa nefnt Tröllið „Böll“ og má það
til sanns vegar færa eftir lögun
þess! Vaðið nefndu þeir því „Ballar-
vað“.
Landmenn fóru áður árlega, jafn-
vel tvisvar á sumri, í Veiðivötn til
veiða. Venjulega var farið upp úr
Jónsmessu eða síðari hluta sláttar
með 2—3 hesta í taumi. Ferðimar
tóku yfirleitt 8—10 daga eftir því
hversu veiðin var ör. Þótti mikil
búbót í aflanum, sem var saltaður
á staðnum.
Frá Galtalæk var um 16—18
stunda lestagangur í Veiðivötn.
Valt það á því hvaða leið var valin.
Þeir sem vildu hraða för sinni fóru
skemmstu leið að Valafelli og þaðan
að Bjallavaði og inn í Veiðivötn.
Tungnaá var forðum mikill farar-
tálmi Vatnamanna, þeirra sem
Veiðivötn sóttu. Oft þurftu þeir að
snúa frá Bjallavaði þegar mikið var
í ánni og ekki þótti heiglum hent
ferðin yfir vaðið. Skammt fyrir ofan
vaðið voru á fyrri hluta aldarinnar
settir tveir bátar sem foru ferða-
mönnum til ókeypis afnota.
Veiðimenn dvöldu í Tjarnarkoti,
sæluhúsinu við Tjaldvatn, en það
var hlaðið úr torfi og gijóti og stóð
utan í hraunhól fyrir framan smá
hellisskúta. Þar inni gátu allt að
10 menn gist sammtímis. Veiði-
mennimir voru með net og drógu
þau um vötnin og aflanum skipt á
milli manna og hann saltaður.
í Veiðivötnum var mikið um
álftavarp og sóttu menn mikið í
Tröllið, Nátttröllið eða „Böllur"
eins og Skaftfellingar nefndu
dranginn.
Við Litla Fossavatn að vetrarlagi.
Skálinn í Veiðivötnum að vetrarlagi.
eftirSigurð
Sigurðarson
Þangað liggur góður vegur. Þær
torfærur sem áður fyrr voru til að
telja för ferðamannsins eru nú
beislaðar og valda engri ógn þeim
sem rétt kunna að ferðast. Ekki er
lengur nauðsynlegt að þræða vöðin
á Tungnaá, hvorki við Ballarvað eða
Hófsvað, leiðin er örugg í Veiðivötn.
Þar horfa dimmblá vötnin til himins
rétt eins og augu, umkringd græn-
leitum gróðurkrögum hið næsta.
Fjær er eyðimörk og ríkir þar eink-
um hinn svarti litur sandsins.
Nú leita bændur úr Landsveitinni
ekki lengur í Veiðivötn eftir silungi
og álftum sér til bjargræðis. Tím-
amir hafa breyst. Nú er gildi Veiði-
vatna fyrst og fremst til ánægju
og yndisauka. Þangað sækja ferða-
menn til að njóta þess, sem Veiði-
vötn bjóða upp á, silungsveiði, nátt-
úruskoðun og aðra útiveru. Samt
em það ekki margir sem koma á
hveiju sumri í Veiðivötn. Staðurinn
er lítt þekktur og hugsanlega telja
flestir, að ekkert sé þangað að
sækja fyrir aðra en veiðimenn. Það
er þó langt í frá eins og ráða má
af þessari grein og meðfylgjandi
myndum.
Er Stórisjór týndur?
Veiðivötn nefnist einu nafni
svæðið milli Vatnaalda í vestri og
Snjóöldufjallgarðs við Tungnaá í
austri. Raunar má segja að Veiði-
vötn séu í krika Tungnaár, því áin
rennur fyrst í stað því sem næst í
suður og beygir síðan í vestur.
Jarðfræðingar telja að mikið
öskugos hafi orðið við Veiðivötn á
9. öld og má rekja þetta öskulag í
jarðlögum víða um land. Það er
auðþekkt og notað til aldursgrein-
ingar jarðlaga og nefnist fyrir vikið
landnámslag. í þessu gríðarlega
gosi mynduðust Vatnaöldumar.
Nokkmm öldum síðar er talið að á
svæðinu hafi orðið mikið eldgos á
mörgum stöðum og þá hafi Veiði-
vatnasvæðið í megindráttum fengið
á sig þá mynd sem það hefur núna.
Veiðivötnin eru ótal mörg, líklega
allt að 50, jafnvel fleiri ef Litlisjór
og Hraunvötn, sem era fyrir norðan
Veiðivötn, em talin með.
Litlisjór er tvímælalaust stærsta
vatnið fyrir vestan Tungnaá, austan
Þórisvatn. Gamlar heimildir greina
óljóst frá Stórasjó, sem átti að hafa
verið gríðarstórt. Nú sjást engin
merki um Stórasjó og hefur það
valdið jarðfræðingum, sagnfræð-
ingum og grúskumm nokkmm
heilabrotum.
Sveinn Pálsson, náttúmfræðing-
ur, fór í rannsóknarför til Veiði-
vatna, en gat ekki fundið Stórasjó.
Bjöm Gunnlaugsson gerði um miðja
síðustu öld uppdrátt af Islandi og
staðsetur Stórasjó upp undir Vatna-
jökul. Þorvaldur Thoroddsen fór um
svæðið fyrir norðan og vestan
Tungnaá um 1889. Hann finnur
ekki Stórasjó, en kemst að þeirri
niðurstöðu, að um nafnamgling sé
að ræða. Stórisjór hafi orðið að
Litlasjó en sá raunvemlegi Litlisjór
hafi týnt nafninu. Þetta er nokkuð
sannfærandi kenning, ef ekki kem-
ur til nýrri hugmynd um málið.
Glöggir menn segja að hluti far-
vegs Tungnaár austan Snjóöldu sé
hinn fomi Stórisjór. Frá Tungnaár-
botnum og suður að Snjóöldu, syðst
í Snjóöldufjallgarði, em 40—50 km.
Halli landsins á þessari leið er mjög
lítill. Athuganir sem gerðar hafa
verið á hugsanlegu stíflustæði hafa
stutt þessa kenningu. Bomð var
rannsóknarhola í farveg árinnar og
komu í ljós öskulög og sýni af kísil-
þömngum, er gáfu vísbendingu um
að þama hefði verið stöðuvatn.
Því halda menn að stöðuvatnið hafi
fyllst af vikri í eldgosum, t.d. í
Skaftáreldunum 1783.
Skammt norðan við Nátttröllið
er lítið byrgi í hellisskúta. Það hefur
verið nefnt hreysið, líklega vegna
þess að það er af mörgum talið
hafa verið ívemstaður útilegu-
manna. Hreysið fannst í september
1936 og vom þar á ferð gangna-
menn úr Landsveit.
Hreysið stendur hátt í fjallshlíð
og er mjög bratt þangað upp.
Greinilegar hleðslur vitna um að
þama hafa menn hafst við. Við
rannsókn hefur fundist mikið af
fiskibeinum og kolamylsnu, auk
þess hrossaleggir með holu á endan-
um sem bendir til þess að þeir hafi
verið notaðir sem netakubbar.
Hreysið hefur valdið mönnum
miklum heilabrotum, líkt og Stóri-
sjór. Spurt er: Var hreysið ívera-
staður útilegumanna eða veiði-
manna? Menn hafa með rökum
fullyrt að útilegumenn hafi ekki
verið til, að minnsta kosti ekki á
þann hátt sem þjóðsögur greina.
Vart mun þægileg vist í Snjóöldu-
íjallgarði að vetrarlagi, sannast það
einna helst á sögunni um Ampa,
sem hér fer á eftir.
Hafi þetta ekki verið útilegu-
menn, hafa hellisbúar án efa verið
veiðimenn, menn sem hafi stundað
veiðar í Veiðivötnum á sama hátt
og Skaftfellingar og Landmenn.
Hins vegar skilja menn ekki alveg
hvers vegna byrgið var haft svo
ofarlega í hlíðinni og svo langt frá
vötnunum, nema að hreysið hafi
verið við hinn foma Stórasjó, sem
hafi verið þar sem Tungnaáraurar
em nú. Þetta má vel vera, enda ljóst
að Tungnaá var bergvatnsá allt til
loka 16. aldar er jöklar tóku að
stækka sökum kólnandi veðráttu.
Féll þá hluti af leysingavatni Vatna-
jökuls í Tungnaá. Sennilega hefur
þá verið silungur í ánni.
+
Nytjar
Veiðivötn vom áður fyrr nefnd
Fiskivötn, einkum af Skaftfelling-
um, en Amesingar og Rangæingar
kölluðu þau því nafni sem við þekkj-
um best í dag. Skaftfellingar fóm
iðulega í Fiskivötnin og vom ferðir
í þau lögð að jöfnu við vertíð í
Vestmannaeyjum, þannig að mikil
hefur búbótin verið. Sagt hefur
verið að Skaftfellingar háfi farið
álftina. Hún var veidd meðan fugl-
inn var í sáram.
Af mannlíf i
í Veiðivötnum
Um miðja síðustu öld urðu hjón
nokkur að Króktúni í Landsveit
fyrir nokkmm áföllum í búskap sín-
um og gengu efni þeirra mjög til
þurrðar. Bóndinn hét Arinbjöm
Guðmundsson, kallaður Ampi, og
kona hans hét Guðlaug Stefáns-
dóttir. Ampi þekkti mjög vel til
Veiðivatna og hafði haldið þar til
mörg sumur við silungsveiði,
hvannarótartekju og álftaveiðar.
Um 1880 ákveða þau hjón að
flytja búferlum inn í Veiðivötn og
setjast þar að. Þau byggðu sér skýli
við Tjaldvatn við strýtulagaðan
hraunhól, sem er rétt við þar sem
nú stendur skáli Ferðafélagsins.
Um sumarið heyjaði Ampi í
Breiðaveri og kvíslum og bar heyið
í heygarða. Um leið stundaði hann
silungsveiði. Það barst út að Ampi
hygðist hafa vetursetu í Veiðivötn-