Morgunblaðið - 02.07.1986, Page 35

Morgunblaðið - 02.07.1986, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1986 35 Málfreyjur þinga í Stykkishólmi Stykkishólmi. MÁLFREYJUR á íslandi háðu landsþing sitt hér og voru saman komnar um 138 málfreyjur frá ýmsum stöðum á landinu til að bera saman bækur sínar og ráða ráðum sinum um áframhaldandi störf í íslensku þjóðlifi. Alls munu nú vera 22 deildir starfandi hér á landi. Að þessu sinni voru íslenskan og enskan efst á baugi. Þingið hófst á föstudags- kvöldi með borðhaldi og voru sveit- arstjórahjónin, Hallgerður Gunn- arsdóttir og Sturla Böðvarsson, heiðursgestir. Sturla ávarpaði mál- freyjur, bauð þær velkomnar í Hólminn til að funda, sagði þeim frá ýmsum þáttum í lífi Hólmara og greindi frá framkvæmdum og fleiru. Voru málfreyjur mjög hrifnar af erindi sveitarstjóra og sögðu mér að það hefði verið gott upphaf góðr- ar ráðstefnu. Fráfarandi forseti, Björg Stefánsdóttir, opnaði land- ráðstefnuna og gat um árangur og spáði í framtíðina. Seinna um kvöld- ið var svo kvöldvaka og þá komu í heimsókn Bjami og Njáll, tví- söngvaramir okkar ásamt undir- leikara sínum, Jóhönnu, og skemmtu fulltrúum við góðar undir- tektir. Störf hófust síðan snemma á laugardag undir dagskránni: Fé- lagsmálafundur og var þar margt á dagskrá. Kjömefnd sat þar að störfum og mikiil alvörublær yfir öllum fundarstörfum eins og vera á þar sem alvara lífsins er á ferð- inni. En á milli voru gleðiglampar og bros á vörum þessa myndarlega hóps. Ég heimsótti þennan fund til að ná mynd fyrir Morgunblaðið og hafði ánægju af að fylgjast með. Bygging þessa félagsskapar fannst mér ákaflega formföst og var gaman að fylgjast með ávörpum og stjóm fiindarstjóra og eins ávörpum framan úr sal og gætu margir fundir tekið sér þetta til fyrirmyndar. Það er stundum verið að tala um of mikil form og ser- emoníur eins og þar stendur, en ég hefi alltaf verið mjög ánægður með sem sterkust formin í félagsskap. T.d. er það þannig í reglunni að fundarformið eitt er oft nóg efni í góðan fund. Meðan ég var þama var verið að ræða um næstu árgjöld félaga og svo flutti Muriel Bryant erindi um störf málfreyja víða um lönd og skýrði árangur af starfinu. Var henni vel fagnað. Eftir það hófust kosningar næstu lands- stjómar. Sunnudagurinn var tekinn snemma og félagsmálafundur hófst um 9 leytið. Tillögur, skýrslur og tilkynningar vom þar á dagskrá og að seinustu fór fram innsetning nýrrar stjómar og síðan var lands- þinginu slitið. Bátsferðir um eyja- sund vom notaðar þegar tími gafst og var margt til að auka á ánægjuna. Ég heyrði það á þeim Frambjóðendur í stjóm félagsins voru þær Halldóra Amórsdóttir, Elsa Lilja Eyjólfsdóttir, Hulda Sigurð - ardóttir, Ásdis Helga Eyjólfsdóttir, Kristjana Milla Thorsteinsson og Ingveldur Ingólfsdóttir sem hlaut kosningu sem forseti félagsins. utanbæjarkonum sem ég ræddi við að þær höfðu mikla ánægju af þvi að vera í Stykkishólmi um helgina. Allt hefði hjálpast að því að gera þeim dagana sem ánægjuríkasta og hótelið fékk sinn skerf af þakk- lætinu og er ég alveg viss um að þetta verður upphaf þess að margar eiga eftir að koma hingað á ný og gista á okkar glæsilega hóteli. Alls vom gestir fundarins um 30. Næstu stjóm skipa: Ingveldur Ingólfsdóttir forseti, Kristjana Milla Thorsteins- son, varaforseti nr. 1, Ásdís Helga Eyjólfedóttir varaforseti nr. 2, Elsa Lilja Eyjólfsdóttir ritari, Halldóra Amórsdóttir gj aldkeri. Arni Fráfarandi forseti Málfreyja, Erla Guðmundsdóttir, er í ræðustól en henni á vinstri hönd sitja Patricia Hand og Muríel Bryant, sem var sérstakur gestur landsþingsins í Stykkishólmi. Taka þátt í alþjóð- legum sumarbúðum íslenskir þjóðdansar æfðir af kappi fyrir sumarbúðimar. Egilsstaðir: Morgunblaiið/Ólafur Effilsstdðum. FJORIR krakkar frá Egilsstöð- um, tvær stúlkur og tveir drengir, munu taka þátt í al- þjóðlegum sumarbúðum að Laugalandi í Holtum núna í sumar ásamt einni stúlku úr Kópavogi - en auk þeirra munu krakkar frá Brasiliu, Dan- mörku, Þýskalandi, Noregi, Finnlandi, Bretlandi, Spáni, Kanada, Kóreu og Póllandi taka þátt í sumarbúðum þess- um. Það er íslandsdeild alþjóðlegu samtakanna CISV eða Childrens Intemational Summer Villages sem gengst nú í annað sinn fyrir slíkum alþjóðlegum sumarbúðum hérlendis — en í fyrra skiptið vom slíkar búðir haddnar hérlendis sumarið 1984 í Hlfðardalsskóla f Ölfusi og f þeim búðum tóku einn- igþátt krakkar frá Egilsstöðum. Krakkarnir sem ætla að taka þ&tt í alþjóðlegu sumarbúðunum í Laugalandsskóla í sumar ásamt fararstjóra: Rannveig, Björgvin, Eygló Huld, Kolbrún fararstjórí, Rafn Valur og Ánna Ragnhildur úr Kópavogi. Búðimar i Laugalandsskóla f Holtum í Rangárvallasýslu munu standa yfir dagana 28. júní-25. júlí og þangað munu koma fjórir 11 ára krakkar frá hveiju þátt- tökulandi, tveir drengir og tvær stúlkur auk fararstjóra. Þama verður glatt á hjalla og ýmislegt sér til gamans gert auk þess sem krökkunum gefet færi á að kynn- ast erlendum jafnöldum sínum, kynnast siðum þeirra og venjum og víkka þannig sjóndeildarhring sinn og víðsýni með vináttu og gagnkvæman skilning þjóða á milli að leiðarljósi. „Við hlökkum ofsalega til,“ sögðu krakkamir frá Egilsstöð- um, þau Rafn Valur Alfreðsson, Björgvin Bjamason, Eygló Huld Jónsdóttir og Rannveig Þórhalls- dóttir, þar sem þau voru í önnum við að æfa íslenska þjóðdansa með jafnöldru sinni úr Kópavogi, Önnu Ragnhildi Halldórsdóttur. „Já, við ætlum að sýna útlensku krökkunum íslenska þjóðdansa og reyna að kenna þeim a.m.k. einn dans - og auðvitað verðum við öll í íslenskum þjóðbúningi," sögðu þeir Rafn Valur og Björg- vin. „Við munum kynna Island á annan hátt lfka, m.a. íslenskan mat. Kannski gefum við þeim flatbrauð að smakka og e.t.v. ís- lenskt nammi," sögðu þeir félagar og svo voru þeir þotnir í dansinn hjá Þráni Skarphéðinssyni sem lét ekki deigan síga við æfingamar. Það var bandaríski sálfræðing- urinn Doris T. Allen sem stofnaði til alþjóðlegu samtakanna CISV árið 1946 í því augnamiði að auka skilning og vináttu milli þjóða heims svo að friður mætti ríkja. ísland tók þó ekki þátt í þessu sumarbúðastarfi fyrr en árið 1971 - en þá fóru fjórir 11 ára krakkar úr Kópavogi ásamt fararstjóra í sumarbúðir f Noregi. íslandsdeild- in var þó ekki formlega stofnuð fyrr en árið 1982. Fyrsti formaður íslandsdeildarinnar var Vilbergur Júlfusson í Garðabæ, en núverandi formaður er Birgir Guðmannsson. Fararstjóri íslensku krakkanna í sumarbúðunum á Laugalandi í Holtum verður Kolbrún Marels- dóttir, tómstundafulltrúi Egils- staðahrepps. — Ólafur Stefán Erlingur Einarsson Krístjánsson Akureyri: Tveir með rétta lausn í KA-get- rauninni Akureyri. TVEIR voru með rétta lausn \ getrauninni sem Knattspyrnufé- lag Akureyrar var með vegna heimsmeistarakeppninnar t knattspyrnu. Það voru þeir Eri- ingur Kristjánsson og Stefán Einarsson. Þeir kumpánar mættu í beina útsendingu svæðisútvarpsins í fyrradag til dráttar í getrauninni en áður en til þess kom að draga sættust þeir á að skipta vinningnum — nýrri Colt-bifreið — á milli sín. Ekki sögðust þeir þó ætla að skipt- ast á að aka bifreiðinni, heldur skipta andvirðinu er hún yrði seld. Erlingur er fyrirliði 2. deildarliðs KA i knattspymu og hafði hamv- ásamt félögum sinum í liðinu, keypt 42 miða í getrauninni, og sá sem gaf vinning var skráður á Erling. Stefán keypti hins vegar aðeins einn miða. Hann starfar sem lögreglu- þjónn og var á vakt þegar úrslita- leikurinn fór fram á sunnudaginn. „Ég er ekki vanur að sofna á vakt- inni,“ sagði hann í fyrradag — „en þegar leikurinn var að byija sótti að mér mikinn svefn." Hann svaf síðan allt þar til skammt var til leiksloka og staðan var 2:2. „Guð- mundur Svanlaugsson, félagi minn. vakti mig þá og sagði að ég skyldi nú fara að athuga með seðilinn minn. Og ég var ekki nema rétt vaknaður þegar Argentínumenn skoruðu — 3:21“ Stefán sagðieinnig að félagar haus á 4ögreglusþoðinni („og^ ég reyndar sjálfur“) héfðu haldið hann ruglaðan þegar haihrí spáði þessum úrsíitum!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.