Morgunblaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 2. JÚLÍ 1986 37 speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson Krabbi (21. júní—22. júlí) og Meyja (23. ág.—23. sept.) I dag ætla ég að fja.Ua um samband Krabba og Meyjar. Einungis er rætt um það dæmigerða og lesendur minntir á að hver maður á sér nokkur stjömumerki. Aðrir þættir hafa því áhrif hja' hverjum og einum. TveirþriÖju Þessi merki teljast nokkuð lík. Bæði eru neikvæð, eða hlé- dræg, íhaldssöm og varkár. Krabbinn er vatn og Meyjan er jörð. Frumþættirnir vatn og jörð eiga ágætlega saman. Hins vegar eru Tunglið stjóm- andi Krabba og Merkúr stjórn- andi Meyju heldur ólíkar plán- etur. Segja má því að samband þessara merkja sé að tveim þriðju hlutum gott en að einum þriðja varasamt. Viðkvœmni Það varasama er að Krabbinn er viðkvæmur tilfínningamaður en Meyja á til að vera gagn- rýnin og beinskeitt. Það getur því auðveldiega gerst að Meyj- an særi Krabbann, að „nöldrið" í henni fari í viðkvæmar taugar hans. Gagnrýni Ef Krabbinn móðgast t.d. vegna gagnrýni Meyjarinnr á eitthvert smáatriði í fari hans, á hann til að draga sig í hlé og leggjast í hálfgert þung- lyndi. Meyjan sem er jarð- bundið merki skilur síðan ekki viðkvæmni Krabbans og skap- sveiflur. Safnar reiði Krabbinn skynjar heiminn í gegnum tilfínningar en á erfítt með að tjá líðan sína og tala um innri mann sinn. Hann getur því safnað upp inni- byrgðri reiði sem síðan getur sprungið útá ólíklegasta tíma, kannski vegna einhvers smáat- riðis sem Meyjan segir. Hún skilur síðan ekki sterk andsvör Krabbans, gerir sér ekki grein fýrir því að hann er að bijótast út með uppsafnaða reiði. Skilningur Meyjan getur síðan átt erfítt með að þola tilfínningasemi Krabbans og það sem hún getur talið vera tilfínninga- vellu. Það eru því tvö atriði sem þarf að hafa í huga til að þetta samband gangi vel. Meyjan þarf að varast gagnrýni vegna smáatriði og að nöldra í Krabb- anum sem þarf að hemja við- kvæmni sína og varast að taka gagnrýni Meyjarinnar per- sónulega til sín. Þau þurfa að skilja að annar er gagnrýninn, hinn er tilfínninganæmur og viðkvæmur. Öryggi Að öðru leyti en framantöldu eiga þau ágætlega saman. Bæði eru varkár og íhaldssöm. Þau vilja öryggi og varanleika í líf sitt. Meyjan vill hafa dag- legt líf sitt og umhverfi í röð og reglu, Krabbinn vill eiga gott heimili og fjölskyldu. Þau ættu því að geta náð saman. í öllu falli hafa þau ekki ólík viðhorf til lífsins. Að sjálfsögðu skipta aðrar plánetur einnig máli í þessu sambandi, t.d. staða Tunglsins í kortum þeirra. Lesendabréfin Það hefur viljað brenna við að fólk gleymi að nefna hvar það er fætt og í einstaka tilvikum gleymist árið eða tíminn. Ef allar upplýsingar koma ekki fram er ekki hægt að gera fullkomið kort. Nefnið því dag, mánuð, ár, klukku og fæðing- arstað í bréfum ykkar. DYRAGLENS TOMMI OG JENNI 1 EG GÆTI L£IK1Ð\ ■ í þESSARl KATfAj 3, F/CÐO AUóLýG- / IKQU \AU£A/lTAE> ) GÆTIKpJ I PAÐ-'y AUT SEM PU P/IKFT , AÐ 6EKA EK. AP,HOfZFA\ iVWyNDATÖKUtÆLIMA/ VEIFA 06 BRjOSA 03 / NUPPA A*A<3ANN/ PBTTA varcf) AlllOP fryKK? / HEii-A&ölP/ LJOSKA !!?????!T?TT!l?!lil!!!li!!i!il*ll‘i!il‘ii{!!!!?!!!}i{!i‘HHil!i?!?T;'?TT!???!!!!?Ti!;??Ti!H!S!i!ti!!n!T!n!!!i!!i!ii!H!!!!!ii!?ilT!!l!i!!!i!!!l!i!'!l FERDINAND PIÐ copenhagen SMÁFÓLK (Næstu 2 mílur.) Umsjón: Guöm. Páll Arnarson fsland tapaði naumlega fyrir"" Noregi í síðustu umferð Norður- landamótsins, eða 14-16. Pyrir bragðið hafnaði sveitin í Qórða sæti, en hefði aðeins þurft að vinna 17-13 til að lenda í öðru sæti. Svo mjótt var á mununum. Spilið hér á eftir er úr þessum leik: Norðurgefur, enginn á hættu. Norður ♦ 765 ♦ K84 ♦ ÁK863 t ♦ G6 Suður ♦ 3 VÁDG10762 ♦ 72 ♦ ÁD5 Slemma í hjarta er dágóð á þessi spil og tókst báðum pörun- um í N/S, Jóni Baldurssyni og Sigurði Sverrissyni og Helness og Aaby, að ná henni eftir ná- kvæmlega sömu sagnin Vestur Norður Austur Suður — 1 tígull 2 spaðar 3 hjörtu y 3 spaðar 4 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Allar sagnir eru eðlilegar, nema hvað fjögur grönd eru {'■ ása Blackwood. Trompkóngur- inn telst þá sem ás. Á þessu móti voru sömu spilin spiluð f öllum leikjum, en aðeins f þess- umleik var slemma sögð á spilin. Á báðum borðum byijaði vömin á því að spila tvisvar spaða. Jón Baldursson trompa^ seinni spaðann, tók einu sinm tromp og fór svo í tfgulinn, tók ás á kóng og trompaði tígul hátt. Þegar tfgullinn kom niður 3-3 var óhætt að leggja upp, því nú var hægt að henda tveim- ur laufum heima niður í frftígul. Á hinu borðinu tók Aaby þann kostinn að taka tvisvar tromp og svína svo fyrir laufkónginn. Hann var hræddur um að tfgull- inn lægi 5-1 og ákvað að treysta algerlega á laufsvfninguna. Og hún gekk, svo spilið féll. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Búdapest í vor kom þessi staða upp f skák alþjóðlegu meistaranna Ralf Lau, V-Þýzkalandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Klaus Berg, Danmörku. Svörtu riddaramir eru illa stað- settir og Daninn saup seyðið af þvf: 22. Rxg5! (22. h4 var einnig öflugt, en það er skilyrði að fóma liði til að komast í þennan dálk) — hxg5, 23. Hxg5+ — Rg7, 24. Hd4 - f6, 25. Dxe6+ - Hf7- 26. Dxf6 og svartur gafst upp. Lau sigraði glæsilega á mótinu, hlaut 10 v. af 13 mögulegum. Hann hlaut áfanga að stórmeist- aratitli. í 2.-4. sæti urðu þeir Berg, Danner (Austurríki) og Kindermann (V-Þýskalandi) með 8 v. Honfí varð efstur heima- manna, hlaut 7‘/s v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.