Morgunblaðið - 02.07.1986, Page 42

Morgunblaðið - 02.07.1986, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JtJLÍ 1986 Fjölþjóða samvinna hefur á sl. áratug sett æ meiri svip á flug- sýning-ar og er henni mikið flaggað, ekki síst þegar stjórn- málamenn mæta á eýningarsvæð- ið. Svo var einnig nú í Hannover þvi Þjóðveijar og Kínverjar undirrituðu samstarfssamning um smíði nýrrar farþegaflugvél- ar að viðstöddum Franz Josef Strauss forsætisráðherra Bæj- aralands og Martin Griiner við- skiptaráðherra. Flugvélin nýja hefur hlotið heitið MPC 75 og á að rúma 75 farþega. Á myndinni má sjá áðurnefnda stjóramála- menn virða fyrir sér líkan af hinni nýju flugvél og eru þeir á milli Hans Aradt Vogels for- stjóra MBB/Messerschmitt- Bölkow-BIohm og Tang Xiao Peng yfirmanns kínverska flug- iðnaðarins. Hannover-flugsýningin í máli og myndum Flug Gunnar Þorsteinsson Á DÖGUNUM birtist hér í blaðinu grein um DLA ’86 — alþjóðaflugsýninguna sem fram fór dagana 5.—15. júni sl. í Hannover í Þýskalandi. Hér birtist síðari hluti frá- sagnarinnar af sýningunni og er eins og sjá má mynd- rænni en sú fyrri. Fimmtíu ára gömul Junkers Ju 52/3 m eða „Ju frænka" var aðaldjásnið á sýningunni. Sú vél sem þar var er ein af örfáum í heiminum sem enn eru flug- hæfar jafnvel þó að 4.835 hefðu verið smiðaðar af 30 gerðum. Þessar flugvélar voru næst út- breiddasta farþegaflugvél milli- striðsáranna næst á eftir Dou- glas DC 3 og í seinni heimsstyij- öldinni voru þær frægustu her- flutninga- og fallhlífaflugvélar Þjóðverja. Sýningarvélin er f eigu þýska Lufthansa flugfélags- ins sem keypti frá Bandaríkjun- um. Með henni vill félagið halda á lofti merki flugmanna sinna sem ruddu brautina fyrir margar af helstu alþjóðaflugleiðum nú- timans á Ju 52 vélum. T.d. var hún fyrsta flugvélin sem flaug yfir Anders- og Himalaja fjall- garðana, fyrsta vélin sem flaug kringum Afríku og sú fyrsta sem flug yfir þvera Asíu til Japans og Kfna. Eins og fyrr segir keypti Lufthansa sfna vél f Bandarikjunum og mun flugið yfir N-Atlantshafið tíl Hamborg- ar hafa verið viðburðarfkt. í fyrra lauk endurbyggingu vélar- innar og er hún nú sem ný. Lufthansa er 60 ára á þessu ári og má vel vera að „Ju frænka“ sé öðrum þræði hugsuð sem einskonar afmælisgjöf. Fjórar heimsfrægar flugsveitir sýndu listir sfnar. Það vora Rauðu örvarnar frá Bretlandi, Acrotriga frá Ungveijalandi, Italian Patrouille Martini og Patrouille de France. at-A. Gamlar sjaldgæfar flugvélar vöktu mflda athygli almennings. Hér má sjá Walter Eichhorn flugstjóra hjá Lufthans heilsa áhorfendum f návegi. Flugvélin, sem er f hans eigu, er af gerðinni North American AT 60. Þær flugu fyrst árið 1940 og voru smfðaðar rúmlega 15 þúsund stk. Voru þær fyrst og fremst notaðar til þjálfunar á flugmönnum. AT 60 vélin er búin 600 hestafla hreyfli, og nær 335 km hraða á klst. og er alræmd fyrir hávaða. Á Hannover-flugsýningunni hélt Félag þýskra flugmálafréttaritara upp á 50 ára afmæli þrýstiloftshreyfilsins með veglegri sýningu sem rakti sögu hans og þróun. Fjölmargir þotuhreyflar, gamlir og nýir, voru þarna til sýnis og fékkst þannig glöggt yfirlit yfir tækniþróun- ina sem orðið hefur þessa hálfu öld. Það er erfítt að hugsa sér aðra uppfinningu en þotuhreyfílinn sem hefur haft jafn mikil áhrif á sögu flugsins. Þessi myndarlega starfsstúlka Geimvísindastofnunar Evrópu stendur hér við líkön af tveimur geimfarartækjum sem stofnunin bindur miklar vonir við i framtfð- inni. Vinstra megin er Ariane 5 burðarflaug með Hermes geim- skutlu á tijónunni og verður f haust tekin endanleg ákvörðun um hvort ráðist verður í þessa smfði. Hægra megin er Ariane 4 burðarflaug sem verður skotið á loft f fyrsta sinn f haust. Þrátt fyrir að geimskot Ariane 2 flaugar hefði mistekist aðeins viku áður en Hannover- sýningin hófst var engan bilbug að finna á aðstandendum Evrópsku geimferðaáætlunarinnar. í ræðu við opnunarathöfn sýningarinnar lagði Helmut Khol kanslari Þýska- lands áherslu á aukna samvinnu ríkja Evrópu á sviði flugmálafram- leiðslu og geimtækni og sagði jafn- framt að Þjóðveijar myndu ekki láta sitt eftir liggja. Kanslarinn gaf þá yfirlýsingu að samkeppnisað- staða þýskra fyrirtælqa á þessu sviði yrði styrkt svo Þýskaland íiðjafnfætis------------ gæti staðið jafnfætis Frökkum. Einkaflugvélar, forstjóravélar og síðast en ekki síst smærri farþegaflugvélar draga jafnan marga gesti til Hannover, því sýningin hefur orð á sér fyrir að sinna þessum flokkum flugvéla sérlega vel. Þýska- land er jú næst stærsti markaður í heimi fyrir einkaflugvélar. Það er því ekki nema von að framleiðend- ur smærri flugvéla hugsi sér gott til glóðarinnar á þessu stóra markaðssvæði. Fremst á myndinni eru franskar smáflugvélar frá Aerospatiale af gerðunum TB 10 Tobago, Robin R 3000 og hin nýja TB 21 Trinidad. Auðvitað sýndu Þjóðveijar gamla strfðsfáka eins og þessa Messer- schmidt BF 108 Taifun vél (hvirfilvindinn). Vélar þessar voru fyrst smíðaðar árið 1934 og voru taldar bestu og nýtískulegustu fjögurra sæta flugvélar í heimi fyrir seinni heimsstyijöldina. Árið 1944 höfðu 885 verið smíðaðar og eftir stríð voru 359 til viðbótar framleiddar i Frakklandi. Me 108 er með 240 hestafla hreyfil og getur náð 315 km hámarkshraða á klst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.