Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 3 Vesturbæjarlaugin opnuð aftur — Laugardalslaugin lokuð um helgina Sundlaug Vesturbæjar hefur verið opnuð aftur. Viðgerðum á henni lauk viku fyrr en ráð var fyrir gert, og geta borgar- búar synt í Vesturbæjarlaug- inni frá og með deginum í dag. Sundlaugin í Laugardal verður aftur á móti lokuð núna um helg- ina vegna íslandsmóts í sundi. Laugin verður opnuð aftur fyrir almenning kl. 7:00 á mánudags- morgun. Kinda- kjötssal- an eykst VERULEG aukning hefur orðið i sölu kindakjöts síðan kinda- kjötsútsalan hófst 24. júlí. Að sögn afurðasala er salan þó ekki jafn mikil og var í útsölunni und- ir lok síðasta árs. Vigfús Tómasson sölustjóri Slát- urfélags Suðurlands taldi að salan hjá SS hefði nærri tvöfaldast frá þvi sem var áður en útsalan hófst. Salan væri mest í kjöti í lofttæmd- um neytendaumbúðum en sala á heilum skrokkum minnkaði að sama skapi. Steinþór Þorsteinsson deildar- stjóri afurðarsölu SÍS sagði að veruleg aukning væri í sölunni mið- að við það sem verið hefur undan- fama mánuði. Hins vegar væri salan enn ekkert í líkingu við það sem var i útsölunni undir lok síðasta árs. Eftirspumin er mest eftir pökk- uðu kjöti hjá SÍS eins og hjá Sláturfélaginu, en minni eftir heil- um skrokkum en áður var. Steinþór sagði að kjötið væri í mjög góðu lagi og sagði að verðið væri nú hagstætt. í haust kæmi á markað- inn kjöt af nýslátmðu á mun hærra verði. Bandarískur ísbrjót- ur á leið til íslands ÍSBRJÓTUR í eigu bandarísku landhelgisgæslunnar, „North- wind“, keraur til Reykjavíkur 11. ágúst, á leið sinni um Norður- höf. Almenningi er boðið að skoða skipið 13. til 15. ágúst frá kl. 16:00 til 17:45 og 16. til 18. ágúst frá kl. 14:00 til 17:45. Skipið er um 5.400 rúmlestir að stærð og 81 metri á lengd og var það tekið í notkun árið 1945. Fjór- ar dísilvélar eru f skipinu og em þær samanlagt um 10.000 hestöfl. Gerir það skipinu kleift að brjótast í gegnum allt að fjögurra metra þykkan ís. Einnig em tvær þyrlur um borð og em þær einkum notað- ar til birgðaflutninga og íkönnunar- flugs. Skipið hefur undanfarið verið við störf við Austur-Grænland og kem- ur hingað til lands tii að sækja vistir. Héðan heldur Norðanvindur svo til Thule herstöðvarinnar á Grænlandi. Þar fer hópur vísinda- manna um borð og munu þeir vinna að rannsóknarverkefni í Kane gmnnsævinu undan norðvestur strönd Grænlands. Gögn sem vísindamennimir safna, verða notuð til að endurbæta sjókort af þessu svæði, auk þess sem fylgst verður nánar með lífríkinu og streyminu í hafínu. Norðanvindur hefur verið notað- ur til margs konar verkefna, m.a. til björgunarstarfa, löggæslu, veð- urathugana, haffræðirannsókna og jarðfræðirannsókna. Skipið hefur slegið mörg met, m.a. sló það met við ísbrot norðan við heimsskauts- baug árið 1952, þegar það sigldi 16.140 km á einum vetri. Skipstjóri á Norðanvindi er W.A. Caster og er þetta þriðja heimsókn hans á þessar slóðir. og gist þar eina nótt. Þaðan verður svo flogið til Barbados og dvalið þar í þijá daga. Sjálf sigl- ingin hefst síðan 17. september. Komið verður til hafnar á: Mart- inique, St. Thomas, San Juan, St. Barts, St. Maarten, Guadeloupe og St. Lucia þar sem slappað verður af í ró og næði í heila viku. 1. október verður svo flogið til London þar sem hægt verður að framlengja dvölina sé þess óskað. Verð frá kr. 107.000 fyrir manninn. Október Flogið til London 10. október og gist þar i eina nótt. Þaðan verður flogið til Genúa á Ítalíu og farið um borð í skemmtifleyið Maxim Gorki. Næstu 15 dagana verður siglt um Miðjarðarhafið og komið við á Pireus og Rhodos í Grikklandi, Kusadasi og Antalya í Tyrk- landi, Kvpur, Egyptalandi, Möltu, Túnis og svo aftur til Genúa á Ítalíu. Þaðan verður síðan fiogið til London þann 25. október þar sem hægt verður að framlengja dvölina sé þess óskað. Verð frá kr. 89.000. fyrir manninn. Á öllum viðkomustöðum beggja skipanna er boðið upp á spcnnandi og skemmtilegar skoðunarferðir. i_d%iyTlir 0 Umboö á islandi fyrir DINERSCLUB FERÐASKRIFSTOFA, HALLVEIGARSTIG 1, SIMAR 28388 - 28580 INTERNATIONAL SIGLINGAR SÉRGREIN fncmvtiK í september býður ferðaskrifstofan Atlantik upp á stórkostlega siglingu um Karabíska hafið með lúxusskipinu Cunard Countess og í október um austanvert Miðjarðarhafið með skemmtifleyinu Maxin Gorki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.