Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 25 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjaid 450 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakiö. Verð * Oljóst er, hvort tilraun Sam- taka olíuútflutningsríkja (OPEC) til að hækka verð á olíu muni bera árangur. Svo sem kunnugt er af fréttum hafa OPEC-ríkin náð samkomulagi um að draga úr olíuframleiðslu sinni um þijár milljónir tunna á dag frá og með 1. september til 31. október nk. Þetta hefur þegar leitt til nokkurrar verðhækkunar á olíu, sem afhent verður í sept- ember, en vafamál er, hvort sú hækkun er stundarfyrirbæri eða stöðug og eigi jafnvel eftir að verða meiri. I því sambandi er á það að líta, að írakar, sem eru miklir olíuframleiðendur og eiga aðild að OPEC, eru andvígir sam- drættinum og skerast að líkind- um úr leik. Bretar og Norðmenn eru heldur ekki aðilar að sam- komulagi OPEC-ríkjanna og ólíklegt að þeir dragi úr fram- leiðslu sinni á næstunni. Einnig er ástæða til að gefa því gaum, að OPEC-samkomulagið er að- eins til tveggja mánaða og sterkar líkur eru taldar á því, að ekki verði samstaða um fram- lengingu þess og olíuverð muni því lækka á ný. Því hefur jafnvel verið haldið fram, að OPEC-ríkin muni ekki einu sinni treysta sér til að virða samkomulagið á með- an það er í gildi. Ur þessu getur reynslan ein þó skorið. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það, hversu mikla þýð- ingu lækkun olíuverðs hefur fyrir þjóðarbúskap íslendinga. Verð- fallið í upphafí þessa árs ger- breytti, sem kunngt er, öllum forsendum kjarasamninga og hinar viðamiklu efnahagsráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar í mars sl. byggjast á því, að ekki verði umtalsverð hækkun á olíuverði. Bolli Þór Bollason, aðstoðarfor- stjóri Þjóðhagsstofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið í fyrra- dag, að ekki væri ástæða til að óttast að olíuverðhækkanimar í september breyttu forsendum þjóðhagsáætlunar, en í henni væri miðað við, að hráolíuverð færi ekki yfir 15 dollara á tunnu. Til þess kemur væntanlega ekki, þrátt fyrir framleiðslusamdrátt OPEC-ríkjanna. Verði samdrátt- urinn hins vegar meiri síðar í vetur geta forsendur að sjálf- sögðu breyst. Sama dag og OPEC-ríkin tóku ákvörðun um framleiðslusam- drátt samþykkti Verðlagsráð, að lækka útsöluverð á bensíni, gas- olíu og svartolíu og tók nýja verðið gildi sl. fímmtudag. Eftir lækkunina hefur bensínlítrinn lækkað um 28,6% á árinu, gas- olíulítrinn um 42% og lítri af svartolíu um 46%. Allir lands- menn fínna með einum eða öðrum hætti fyrir jákvæðum áhrifum þessara lækkana og er óþarfí að áolíu taka mörg dæmi til skýringar. Nefna má þó þá frétt, sem birtist hér í blaðinu í gær, að eldsneytis- kostnaður bíls, sem fer allan hringveginn og eyðir 10 lítrum á hundrað kflómetrum, er nú 3.542 krónur, en var um síðustu ára- mót 4.959 krónur. Það munar sannarlega um minna. Önnur frétt hér í blaðinu í gær um áhrif olíuverðslækkananna er íhugunarverð. Þar kom fram, að verð á biki hefur lækkað um 30% á þessu ári. Vegna þessa hefur tekist að leggja rúmlega 200 kfló- metra af nýju slitlagi á þjóðvegi landsins, þrátt fyrir niðurskurð á fíárveitingum. Sú spuming vakn- ar, hvort ekki sé ástæða til að notfæra út í ystu æsar hagstætt olíuverð, meðan það er fyrir hendi, og leggja slitlag sem víðast á þjóðvegina. Eða að minnsta kosti að kaupa hráefni til þess, á meðan verð á því er jafn hag- stætt og raun ber vitni. Ef til vill er hér tækifæri, sem mun ganga okkur úr greipum, ef það verður ekki nýtt meðan aðstæður eru enn hagstæðar. Greiðslu- svigrúm skattgreið- enda Innheimtumenn opinberra gjalda standa nú að hefð- bundinni auglýsingaherferð um eindaga skatta til ríkis og sveitar- félaga með tilheyrandi tilvitnun- um í lögbundin viðurlög, ef út af er brugið. Innheimtuaðilar fara í þessu efiii að starfsreglum, sem þeim eru settar. Ljóst er hins vegar, að fjölmargir skattgreiðendur eiga nú úr vöndu að ráða vegna misvísunar skattvísitölu og launa og/eða verulegrar hækkunar á mánaðarlegum skattgreiðslum sínum á síðari hluta ársins. Þeir þurfa nokkurt svigrúm til að stokka upp eigin fíárhagsáætlan- ir og heimila sinna til að geta staðið í skilum með opinberar álögur. Ríki og sveitarfélög þurfa sitt, þó að deilt sé bæði um hvert hlut- fall opinberrar skattheimtu af þjóðartekjum eigi að vera og skattheimtuaðferðir. „Kerfíð" má hins vegar ekki vera svo ósveigj- anlegt, að skattgreiðendur, sem lenda í erfíðri skattahækkunar- sveiflu, geti ekki samið um nokkurn veginn bærilegar greiðslur miðað við aðstæður og efnahag. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 349. þáttur Menn hafa verið ólatir að per- sónugera náttúruöflin. Guðinn Þór(r) var persónugervingur þrum- unnar, hamarinn Mjölnir víst tákn eldingarinnar. Þór var mikill átrún- aðarguð vestumorrænnar alþýðu; þegar fram í sótti meginvörður og vemdari gegn illum öflum tilver- unnar. Margt er til marks um ágæti Þórs. Fimmti dagur vikunnar, sem kenndur er við Júpíter „hinn besta og mesta" meðal Rómveija, var meðal norrænna manna nefndur þórsdagur. íslendingum þótti við hæfí, og þykir enn, að láta sumarið sjálft hefjast á þórsdegi. Þá þótti sjálfsagt að helga alþingi hið foma þann dag. Ekki virðast menn hafa haft til þess kurteisi á síðari tímum. Menn voru líka fúsir til að helga böm sín þessum guði með margvís- legum nafngiftum, sem hófust á nafni hans. Þór er algengasti forlið- ur íslenskra skímamafiia. Sumir kunna þó að fínna á því fleiri skýr- ingar. Aftur á móti var Þór of ginnheilagur til þess að menn bæm nafn hans eitt saman. Líður svo og bíður, og þegar okkar öld er upp- mnnin, taka sumir að gefa bömum sínum nöfn gamalla goða. Árið 1910 hétu 9 Islendingar Þór. En svo tekur landið að rísa. Áratugina 1921-’50 vom 725 sveinar skirðir Þórsnafni, og síðan heldur sóknin áfram. Baeði árin 1976 og 1980-’82 er Þór algengasta nafngift svein- bama á landi hér, og svo er komið 1982 að Þór er orðið 4. algengasta karlmannsnafn á íslandi. Algengari em þá Jón, Sigurður og Guð- mundur. Skylt er að geta þess að Þór er langoftast á seinustu áratug- um síðara nafn af tveimur, það er til dæmis langalgengasta aukanafn sveina 1976. Undarlegt er að tófan skuli heita öðm nafni holtaþór, og það er reyndar annað nafn á hvítleitum kísilsteini. ★ Bragarháttur vikunnar heitir gagaraljóð (ferskeytluætt VII): Ó, hve margur yrði sæll og elska mundi landið heitt, mætti hann vera í mánuð þræll og moka skít fyrir ekki neitt. (Páll J. Árdal) Stjömuhrap um himin fer. Hnattaskaði orðinn þar. Sakna ég þess sem einstætt er. Engum líkur Havsteen var. (Karl Kristjánsson) ★ Fyrir svo sem einu og hálfu ári vom hér í þáttunum sýnd nokkur dæmi mismunandi stfltegunda og stflbragða. Þá varð svokallaður orðaleikur útundan. Það hefur kannski verið vegna þess, hve erfitt er að skilgreina hann. I Orðabók Menningarsjóðs er skilgreiningin svo: „Leikur með orð (t.d. með sam- hljóða orðmyndir sem hafa óskylda merkingu).“ í Hugtökum og heit- um í bókmenntafræði er skilgrein- ingin viðameiri, svo sem við er að búast í sérfræðiriti. Þar segin „Orðaleikur er að notfæra sér hljóðlíkingu orða eða orðhluta (gr. paronomasia) og tvíræði (marg- ræði) orða og setninga til þess að ná óvæntum áhrifum, koma flatt upp á menn; oft notað í andstæðum. Algengt í mæltu máli, ekki síst í margs konar fyndni („bröndur- um“).“ Síðar segir að hjá íslenskum skáldum 20. aldar beri meira á orða- leik af seinni gerðinni. Er svo tekið sem dæmi frægt erindi úr Rímþjóð Jóhannesar úr Kötlum: „í sléttu- bönd vatnsfelld og stöguð/hún þrautpíndan metnað sinn lagði./I stuðla hún klauf sína þrá/við höfuð- staf gekk hún til sauða." Þá er við bætt dæini frá Þorsteini frá Hamri, sem „spennir kvíðbogann". Venjulegur orðaleiksbrandarí er til dæmis: Lokaðu glugganum í guðs bænum. En svo skulum við aðeins hyggja að skáldum okkar aldar, því að kalla má orðaleik eitt af einkennum nútímaljóðlistar. Hannes Sigfússon lætur nístandi klær regnsins sundra hverri mót- báru, Steinunn Sigurðardóttir veiðir sól í sumamætur, Sveinbjöm I. Baldvinsson lætur Ijósbláa blússu draga ýsur upp úr pottinum, og Þórarinn Eldjám kvað: Disney strik ei draga kann/dráttar var ei hest- ur“ og: „Hann græddi sár hins tyfta töframanns/á tá og fíngri." Ættu þessi dæmi að skýra hvað við er átt, og er þá ótalinn stór- meistari orðaleiksins Jónas E. Svafár sem lét hraðfrystihúsin standa við sjávarútveginn og auðn- aðist að yrkja: „En hvítasunnumenn töluðu biskupstungum." ★ Ég hef lengi beðið árangurslaust eftir að forsvarsmenn bænda (eða einhveijir aðrir) upphæfust til að andmæla misnotkun orðsins fjalla- lamb, sem þrástagast er á í auglýsingum, í vitlausri merkingu. Fjallalamb er lamb sem gengur móðurlaust á fjalli, fráfærnalamb, graslamb. Lömb, sem ganga undir mæðmm sínum, heita hins vegar diikar, og ég veit ekki betur en svokallaðir „meistarar fjailalambs- ins“ séu að reyna að gera dilkakjöt útgengilegra. Líklega er nafngiftin fjallalamb í þessum auglýsingum blekkingartilraun, sem sé að læða því inn að lömbin séu ekki húsdýr, heldur villidýr, skotin á færi á fjöll- um uppi. Best gæti ég trúað að þetta ætti upptök sín í sams konar blekkingartilraun frá 1972, úr veisl- unni miklu eftir „skákeinvígi aldarinnar", en þá var sagt að á boðstólum væm „villt fjallalömb". ★ Hlymrekur handan stældi úr ensku: Lengi hafði ’ann Bjöm gamli á Hlaða tvo hrúta inní stofu hjá Daða í minningarskyni um tvo mjög kæra vini, en hann mundi bara alls ekki hvaða. Morgunbladið/Kári Unnið við endurbætur á hraðfrysti húsinu Skildi. Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri fremst á myndinni. Sauðárkrókur: Hraðfry stihúsið Skjöldur endurbætt Sauðárkróki. NÚ STANDA yfir miklar endurbætur á hraðfrystihúsinu Skildi á Sauðár- króki. Verður verkið unnið í áföng- um. Húsið er komið nokkuð til ára sinna og því iagfæringa þörf. Ámi Guðmundsson framkvæmdastjóri Skjaldar sagði, að í þessum áfanga yrði byggð ný kaffístofa og snyrting fyrir starfsfólkið. Þótt húsnæði frystihússins sé ekki af fullkomnustu gerð hefur fyrir- tækinu tekist að skila góðri framleiðslu. Eins og fram kom í Mbl. fyrir nokkm hlaut Skjöldur viðurkenningu Coldwater, fyrirtækis Sölumiðstöðvarinnar í Banda- ríkjunum, fyrir úrvals framleiðslu. Við það tækifæri sagði fulltrúi Coldwaters, að ekki væri einhlítt að frystihúsin væm flísalögð í hólf og gólf til að skila góðri vöm, þar kæmu til vönduð vinnubrögð starfsfólksins og góð verkstjóm. Verk- stjóri hjá Skildi er Jón Þorsteinsson. Þótt tveir af togumm Útgerðarfélags Skagfirðinga hafí verið frá veiðum í sum- ar vegna endurbóta og viðgerða, hefúr tekist að halda uppi nokkuð samfelldri vinnu í fyrstihúsunum Skildi og Fiskiðj- unni. Björgvin frá Dalvík landaði hér 150 lestum og Óskar Halldórsson tvisv- ar, 85 lestum hvort sinn. Minni bátar sem héðan róa hafa aflað vel og borið dijúgan að landi. Kári Jöfur KE 17. Rækja fullunnin um borð Ný tæki reynast mjög vel í Jöfri KE MIKLAR endurbætur hafa verið gerðar á fiskiskipinu Jöfri KE 17. Er skipið talið eitt fullkomn- asta skip sinnar tegundar hér- lendis eftir breytingarnar, sem tóku fjóra mánuði og voru að mestu unnar hjá Þorgeiri og EU- ert hf. á Akranesi, en Kæling hf. setti upp kælikerfi. Síðastliðin tvö ár hefur Jöfri ver- ið algjörlega umbylt. M.a. hefur verið sett í skipið plötu-og laus- frystikerfí, en rúm fyrir vinnslu fékkst í spilhúsinu með því að færa spilið allt upp á dekk. Nýjar grand- aravindur og pokavinda vom einnig settar í upp. Lest er einangmð með samsettum einingum, sem fíar- lægðar em áður en skipið fer á loðnuveiðar. Rækjuvinnslukerfí skipsins gerir mögulegt að fullvinna rækjuna um borð, svo að hún verður í neytenda- umbúðum og tilbúin til útflutnings. Fáein íslensk skip hafa slíkan út- búnað. Það er aðeins þriggja daga verk að gera skipið klárt fyrir loðnuveið- ar, þar sem nýi búnaðurinn verður kyrr í skipinu, en slíkur undirbún- ingur getur oft tekið mánuð í öðram skipum. Allt rafmagnskerfí var að þessu sinni endumýjað og loks má geta þess, að aðbúnaður skipveija var stórbættur, en allar íbúðir em nú aftur á Eftir breytingamar, sem kostuðu um 37 milljónir króna, er Jöfur 235 brúttólestir að stærð. 13 manna áhöfn er á skipinu, sem stundar úthafsrækjuveiðar í sumar, en fer á loðnu í haust að sögn skipstjór- ans, Snorra Gestssonar. Jöfur er í eigu braeðranna Páls og Birgis Axelssona. í samtali við blaðamann Morgunblaðsins sagði Páll, að skipið stundaði nú rækju- veiðar út af Húnaflóa og hefðu þær gengið ágætlega, það sem af er. Morgunblaðið/Páll Kotilsson Snorrí Gestsson skipstjórí (t.v.) og Páll Axelsson lengst t.h. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ANDRÉS MAGNÚSSON Hvert stefnir í Líbýu? MOAMMAR Gaddafi hefur reynst æ erfiðara að halda í stjómar- tauma Líbýu eftir sprengjuárásir Bandaríkjamanna á búðir hryðjuverkamanna í Trípólí og Bengazi hinn 15. apríl sl. Efna- hagsástand landsins er afleitt og er talið að þetta tvennt hafi m.a. valdið þvi að Gaddafi hefur engan tima haft til þess að sinna einu aðaláhugamáli sínu, hryðjuverkum. Vandræði Gaddafis heima fyrir hafa hvergi komið jafn vel í Ijós og í samskiptum hans við herinn. Samkvæmt vikublaðinu al-Dostour, sem kemur út í Lund- únum, er upplausn í Líbýuher og togast á ólík öfl. „Byltingarráð" Gaddafís gegn gamla herforingja- skólanum, hugsjónamennimir gegn þeim sem halda tengslum við ættbálka sína og herforingjar þjálfaðir austantjalds gegn þeim sem hafa hlotið þjálfun á Vestur- löndum. Talið er að Gaddafi hafí gert um 1-2.000 manns úr „byltingar- ráðum" sínum að foringjum í hemum, til þess að fylgjast betur með hræringum innan hans. Þá skýrði blaðið aJ-Taliá al-Arabia, sem er gefíð út í París, frá því að völd „byltingarráðanna" virt- ust sífellt aukast og var nefnt sem dæmi að þau hefðu tekið af lífí nokkra foringja í flughemum, sem sagt var að staðið hefðu að baki valdaránstilrauninni í maí 1984. „Byltingarráðin“ era einskonar hverfafélög áhugafólks um bylt- inguna og eru ákvarðanir þeirra og gerðir því síður en svo sam- hæfð, og minnir reyndar margt í fari þeirra á djöfulgang „Rauðu varðliðanna" í Kína, sem hvað harðast gengu fram í „Menning- arbyltingunni" svonefndu. Með þessu hefur Gaddafi enn aukið á klofning þann sem fyrir var í hem- um milli sinna manna og atvinnu- hermannanna. Gaddafi getur ekki lengur treyst hemum, eins og ljóst má vera af þeim sex valdaránstilraun- um, sem þegar hafa verið gerðar. Hann verður að reiða sig á aust- ur-þýska, kúbanska og sýrlenska hermenn og hemaðarráðgjafa gegn valdaránstilraunum. Sam- kvæmt ýmsum fregnum, þ. á m. frá AP-fréttastofunni, voru gerð- ar a.m.k tvær uppreisnir innan hersins eftir sprengjuárásir Bandaríkjamanna, og vora það einungis sýrlenskir málaliðar, sem reyndust Gaddafí hollir. Gaddafí getur ekki lengur reitt sig á eigin leyniþjónustu og fékk hann því Sovétmenn til þess að aðstoða sig í þeim efnum. Sam- kvæmt líbanska vikublaðinu al-Wattan al-Arabi settu Sovét- menn upp mjög fullkomna njósna- og eftirlitsstöð í höfuðstöðvum Gaddafís í Bab Azzaziya, og er yfírmaður hennar sovéskur hers- höfðingi, Mikhail Bakov að nafni. Alls munu 85 sovéskir njósnasér- fræðingar starfa við stöðina. Gömul mynd af Gaddafi meðan allt lék í lyndi. Hætt er við að hann sé ekki eins brosmildur nú. Með fjölskylduna á móti sér Eitt Ijósasta dæmið um and- stöðu við Gaddafi, eða að öðrum kosti dæmi um ofsóknarbijálæði hans, kom í ljós 25. nóvember í fyrra, en þá lét Gaddafi myrða Hassan Ishkal hershöfðingja, en hann var þriðji æðsti yfirmaður hersins, aðalstjómandi olfuiðnað- ar landsins og frændi Gaddafís að auki. Al-Wattan al-Arabi og Times í London sögðu að Gaddafi eða lífverðir hans hefðu skotið Ishkal, fyrir að efast um að bylt- ingin væri á réttri braut. Skýrt var frá því að hann hefði framið sjálfsmorð, og var jarðarförin lát- in fara fram í kyrrþey. Morðið á Ishkal er talið gefa til kynna að Gaddafí sé ekki ör- uggur um stuðning eigin fjöl- skyldu og ættbálks. Það er einnig talið bera vitni um þá þróun mála í Líbýu að völdin séu að renna úr greipum fjölskyldu og ættbálks Gaddafís og í hendur hinna óreyndu stuðningsmanna Gaddaf- is, sem hafa fái kosti aðra en þá að vilja fylgja Gaddafi að enda- mörkum veraldar. Vegna ofsóknarbijálæðis Gaddafís, sem að nokkra er á rökum reist, ferðast hann aðeins í brynvörðum farartækjum. En ferðalög Gaddafís era lítt meðal fólksins. Ferðist hann nú, er það aðeins til þess að skipta um dval- arstað af öryggisástæðum. Áður fyrr fór hann heim í hérað þegar hann vildi njóta hvfldar og vin- áttu. Hann átti ætíð vísa vini í eigin ættbálki, Gaddafádamm, en eftir að hann lét myrða Ishkal er hann ekki lengur öruggur „í tjaldi fjölskyldu sinnar“. Ekki bætir úr skák að Gaddafí virðist að einhveiju leyti miður sín eftir árásir Bandaríkjamanna. Hann hefur lítið sem ekkert kom- ið fram opinberlega, og þá sjaldan sem það hefur gerst hefur hann þótt annars hugar, tafsa og setja hugsanir sínar fram með óskýrari hætti en áður. Ónýtur efnahagxir Efnahagur Líbýu er á heljar- þröm og má vera að það muni reynast Gaddafí þyngst í skauti, þegar fram í sækir. Ástæðumar eru margvíslegar, m.a. lækkandi olíuverð, óarðbærar fjárfestingar í vonlausum fyrirtækjum, enda- lausar niðurgreiðslur á margskon- ar þjónustu og síðast en ekki síst gífurleg herútgjöld. Á síðustu þremur árum hafa olíutekjur minnkað um 50%. Á árunum 1980 til 1985 minnkuðu olfuútflutningstekjur úr 22 millj- örðum dala í átta miljarða. Gjaldeyrisforðinn nam 13 millj- örðum dala árið 1980, en 1985 voru aðeins þrír milljarðar eftir. Erlendar skuldir námu hinsvegar um 7 milljörðum Bandaríkjadala. (Tölur úr Business Week). Allar efnahagsaðgerðir Gadd- afís, sem eru fjölmargar, hafa reynst til hins verra. Fyrir tæpum tveimur áram var hafín mikil spamaðarherferð, þar sem draga átti úr allri „óþarfa eyðslu", með skipulögðu (les: miðstýrðu) átaki. Áætlunin náði hámarki í fyrra- sumar, en þá var ekki einu sinni hægt að kaupa brauð f hinum ríkisreknu verslunum f Trípólí. Gaddhafí hóf þjóðnýtingu nær alls atvinnurekstrar fyrir rúmum fjórum árum og hefur verslunin ekki enn beðið þess bætur. Vegna alls þessa er Líbýustjóm einnig orðin með þeim skuldseig- ustu, sem um getur. Má nefna sem dæmi um það, að einn góðan veð- urdag hætti hin opinbera Inn- flutningsskrifstofa Líbýu að borga reikningana sína. Ymis itölsk fyr- irtæki eiga útistandandi um 700 milljónir Bandarikjadala, en alveg er óvist hvort eða hvenær þeir peningar fást greiddir. Hvort olíuverðhækkanir eigi eftir að lengja lífdaga Gaddafís og stjómar hans, skal ósagt látið. Vandi hans við að halda völdunum er orðinn það mikill, að auðfeng- inn ólíugróði megnar tæplega að treysta hann aftur í sessi. Gaddafi í hlutverki bedúínans og fjölskylduföðurins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.