Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 17 ■> Við morgfun- verðarborðið í mötuneyti Poona-komm- únunarinnar. Hér sést hluti af þeim 93 Rolls Royce bifreið- um, sem Raj- neesh segir að tilheyri komm- únunni en ekki sér persónu- lega. Fylgjendur heilsa Rajneesh við komuna til Manali þar sem hann nú dvelur. Inngangur í komm- únuna í Poona. Nokkrir fylgjenda í einkennisbúningum fyrir framan handút- skorið hlið. í fylgd nokkurra tuga lærisveina sinna og lagði undir sig heilu hótel- in, sýndu yfirvöld litla gestrisni, en fylgdust grannt með ferðum og gerðum hans. Honum var fijálst, eins og hveijum öðrum ferða- manni, að dvelja þijá mánuði í þessum löndum, en þá skyldi hann líka hypja sig annað að þeim tíma liðnum. Þúsundir fylgjenda Rajneesh er nú 55 ára að aldri og hefur þúsundir fylgjenda um allan heim, bæði austantjalds og vestan. Hann hefur skrifað 400 bækur á 18 tungumálum. Yfir 4 milljónir bóka hans hafa þegar selst auk þúsunda kassetta og mynd- banda sem hann hefur látið gera um það sem hann hefur að boða. Rajneesh fæddist 11. desember árið 1931 og er heimspekingur að mennt. Eftir menntunarár sín hóf hann kennslustörf við skóla einn í Jabalpur á Indlandi, auk þess sem hann fór fljótlega að ferðast um með fyrirlestra sína og naut að- dáunar hvar sem hann kom. Fyrstu miðstöð sína setti hann upp í Bombay en flutti sig fljótlega til Poona, sem er í um 100 mílna fjarlægð frá Bombay og telur um 2 milljónir íbúa. Þar fyrst fyrir al- vöru byijaði Rajneesh að blómstra. Fólk kom hvaðanæva að, aðallega frá Evrópu og Bandaríkjunum, og settist að annaðhvort í kommúnunni eftir því sem húsrúm leyfði eða leigði sér hústými nálægt, vann fyrir Rajneesh og sótti andlegt efni til hans líka. Blaðamaður Morgun- blaðsins heimsótti kommúnuna í Poona á dögunum og var því starfi, sem Rajneesh hóf þar árið 1974 haldið áfram af fylgjendum hans þó hann hyrfi sjálfur til framandi lands. Utlendingar fluttu þá flestir aftur til sinna heimalanda eða fylgdu honum eftir vestur um haf svo flestir þeir sem nú sjá um starf- ið í Poona eru indverskir fylgjendur Rajneesh þótt einstaka Evrópubúa sæist bregða fyrir. Hann er bara raunsær Svæðið er afgirt háum girðing- um, en inngangurinn er tignarlegt hlið og fyrir innan það er fallegt svæði, sex ekrur að stærð, garður með miklum og fallegum gróðri og göngustígum. Þarr.a búa starfs- menn og aðrir fylgjendur í fjögurra hæða húsi. Mötuneyti er rétt við og tvær aðrar byggingar eru á svæðinu, sem hýsa skrifstofur, sam- komusali, sýningarsali, bókasafn, bókaverslun og bænaherbergi. Einnig er í garðinum hringlaga úti- svið, þar sem Rajneesh hélt áhrifa- mikla fyrirlestra kl. 8.00 á hveijum einasta morgni að viðstöddum allt að 5.000 áheyrendum. Þegar mig bar að garði einn eftir- miðdaginn í mars sl., nánar tiltekið kl. 15.00, (mátti ekki koma fyrr vegna matmáls- og hvíldartíma frá 12.00 til 15.00) tóku á móti mér tveir karlmenn í skósíðum appelsínugulum kuflum með síða hálsfesti sem á var mynd af leið- toganum sjálfum sem hékk í litlum ramma. Síðar fékk ég að vita að þessar festar væru tákn þess að sá er hana bæri hefði formlega verið tekinn inn í „söfnuðinn". Mér var vísað inn í sérstakt herbergi rétt innan við aðalhliðið, þar sem ég skyldi bíða blaðafulltrúa kommún- unnar. Blaðafulltrúinn reyndist vera indversk kona á miðjum aldri og leiddi hún mig um svæðið og svalaði forvitni minni um starfsem- ina. Hún bar rauðan blett á enninu að sið hindúatrúarkvenna og spurði ég hana því fyrst af hveiju hún gerði það ef hún fylgdi Rajneesh eftir. „Ég var fædd hindúatrúar, en eftir að hafa hlustað á boðskap Bhagwans, vil ég ekki skipta fólki niður í trúflokka. Ég lít á kristna menn, múhameðstrúarmenn, gyð- inga, búddatrúarmenn og alla aðra trúhópa á nákvæmlega sama hátt \ og ég lít á hindúatrúarmenn. Við erum öll að leita að því sama. Við viljum öll komast upp á ijallstopp- inn, en það eru til fleiri en ein leið upp á ijallið. Guð er í okkur öllum. Bhagwan er alls ekki á móti öllum þessum trúhópum. Hann talar fal- lega um þá, en hann er raunsær. Allt þetta mismunandi fólk, sem verið hefur héma hjá okkur, er frá ólíkum þjóðlöndum og alið upp við ólíka trú, en okkur kemur vel sam- an — það er trúin sem veldur þessu hatri sem er allt í kringum okkur og stíar mannkyninu í sundur — trúin þarf ekkert að vera svona grimm ef við skildum hana aðeins' betur." Það var fremur hljótt í garðinum á þessum tíma dags vegna bæna- gjörðar og annarrar íhugunar um andleg efni, sem flestir tóku þátt í tvisvar á dag, en flestar andlegar íhuganir, að hætti Bhagwans, feia í sér dans og tónlist. Sýndar eru kvikmyndir með boðskap Rajneesh daglega. Bænagjörðir þessar geta orðið nokkuð villtar á köflum og eru dæmi þess að fylgjendur falli í yfírlið á meðan á þeim stendur. Þá er kynlíf stór hluti af andlegum íhugunaraðferðum Rajneesh enda gengur hann oft undir nafninu „gúru fijáls kynlífs". Það voru nokkrir krakkar að leik úti við og jafnframt stóð yfir sýning í einum salnum á efni og boðskap leið- togans vegna þess dags er sagður er „dagur köllunarinnar" sem mun hafa verið 21. mars árið 1953. Ár- lega er haldið upp á þau tímamót. Einlífi er blekking- Blaðafulltrúinn hélt áfram: „Raj- neesh er á móti einlífi — hann telur það blekkingu við eigin persónu- leika. Hann vill að fóikið lifi í sátt og samlyndi, eigi bömin öll saman og beri sameiginlega ábyrgð á hlut- unum í þessu litla samfélagi." Bhagwan gefur fylgjendum sínum öllum ný nöfn. Yfirleitt enda karl- mannsnöfnin á -anand, sem merkir „gleði" og kvenmannsnöfnin hefjast á „Ma“, sem merkir „móðir". Meist- arinn hefur litla trú á hinu hefð- bundna þjóðfélagsskipulagi og menntakerfi. T.d. þurfa böm, sem fæðast innan kommúnunarinnar, ekki að ganga í skóla frekar en þau kjósa sjálf. Hver einstaklingur á rétt á því að velja, en ef áhugi bams hneigist að einhveiju sérstöku, er það stutt út á þá braut af fullorðna fólkinu. Við hittum fyrir Atmanand, karl- mann um þrítugt, á leið okkar um svæðið. Hann sagðist hafa flutt í kommúnuna fyrir fimm árum síðan. Hann var giftur og átti eitt bam áður en hann kynntist boðskap Rajneesh, en hafði nú algjörlega sagt skilið við sitt fyrra líf þar sem eiginkonan hefði hvorki viljað flytja með sér í þetta samfélag né láta bam sitt alast upp innan veggja þess. Vil vera „enginn“ Rajneesh flytur sinn boðskap ennþá þar sem hann nú býr í Manali, en hann lætur ekkert uppi um framtíð- aráform. Hann sagðist þó ekki búast við að fara aftur til Poona, heldur yrði hótelið í Manali hans dvalarstaður um tíma. Hann talar mikið um kjamorku og friðai-göng- ur í ræðum sínum og e.t.v. þjakar hann eilítið tilfinning um árangurs- leysi eftir harða baráttu við yfirvöld í Bandaríkjunum, segir í grein tima- ritsins „India Today" fyrir nokkm. Þegar blaðið spurði hann hvemig hann vildi láta minnast sín í mann- kynssögunni, svarar Bhagwan: „Sem enginn.“ Það er ólíklegt að þau fræ sem Rajneesh hefur sáð á undanfömum árum muni lifa af í sögunni, segir einnig í India Today. „Þetta æði er fyrst og fremst dýrkun á persónu en ekki trúarbrögð," segir sálfræð- ingur einn í Dehli, „og dýrkanir deyja út á hefðbundinn hátt þegar persónan nýtur ekki lengur við.“ Texti: Jóhanna Ingvarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.