Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 29 Námsgjöldin lægri og laun mannsæmandi - segir Bárður Halldórsson um rekstur Námsflokka Akureyrar BÆJARSTJORN Akureyrar samþykki í síðustu viku að heim- ila Bárði Halldórssyni rekstur Námsflokka Akureyrar á eigin ábyrgð að öðru leyti en því að bærinn leggur til kennslustofur án endurgjalds. Bárður sagði í samtali við Morgunblaðið, að þar sem frístundanám hefði Lagzt niður án þess að að yrði gert, hefði hann boðizt til að sjá um Námsflokkana með þessum hætti. Hann teldi sig ekki ráða við að greiða leigu fyrir hús- næði, sem illa nýttist og þurfa að leggja þann kostnað á nem- endur. Með þessu móti yrðu námsgjöld lægri hér en í sam- bærilegu námi í Reykjavík og kennarar næðu mannsæmandi Iaunum. Bárður sagði, að námsgjöld væru enn óákveðin, en líklega yrðu þau um 3.000 krónur fyrir 20 tíma nám- skeið. Miðað við endurgjaldslaus afnot af húsnæði mætti reikna með því að 35 til 40% námsgjalda væru kennslulaun, hitt færi að mestu í annan kostnað. Hann hefði hugsað sér að greiða kennurum 500 krónur á hvem kenndan tíma og því gæti kennari í fullu starfí við Náms- flokkana haft um 60.000 krónur á mánuði. Hann væri þegar búinn að fá nokkra kennara til starfa og meðal þeirra væri fólk, sem áður hefði kennt við Námsflokka Akur- eyrar. I Námsflokkunum verður boðið upp á kennslu í ensku, dönsku, sænsku, þýzku, frönsku, spænsku og latínu; vélritun, bókhald, bók- band, hagnýta lögfræði, sauma- og sniðnánmskeið, föndur og ýmis styttri námskeið svo sem í fram- sögn. Bárður sagði, að auk þessa hefði Menningar- og fræðslusam- band alþýðu lýst áhuga á samstarfí og yrðu margvísleg námskeið á því sviði. MFSA legði til námsefni, en Námsflokkarnir kennslu. Hann reiknaði með yfir 200 nemendum í vetur enda væri hér um frístunda- nám að ræða, sem ekki væri fáanlegt með sama sniði annars staðar í bænum. Við Menntaskól- ann og Verkmenntaskólann yrðu menn að uppfylla ákveðin skilyrði við innritun og fara inn á ákveðið námsstig. Svo væri ekki við Náms- flokkana auk þess, sem þeir byðu upp á nám, sem ekki væri fáanlegt í hinum skólunum. Bæjarstjórn síðasta kjörtímabils samþykkti að leggja Námsflokka Akureyrar niður, en þeir voru stofn- aðir árið 1966. Bárður Halldórsson hefur verið umsjónarmaður þeirra síðan 1971. í samþykkt bæjar- stjómar frá því síðastliðinn vetur var gert ráð fyrir því, að allt frístundanám færðist inn í Verk- menntaskólann. Menntamálaráðu- neytið lagðist hins vegar gegn því að frístundanám yrði fært inn í hið hefðbundna menntakerfi. Alþýðu- bandalagið var síðan á móti því í bæjarstjóm, að einkaaðila yrði heimilaður rekstur námsflokkanna. „Ég held að þetta moldviðri hjá Alþýðubandalaginu sé fyrst og fremst til að sýna í sér tennumar í nýrri stjómarandstöðu í bæjar- stjóm. Fulltrúar þess nota hvert tækifæri til að lýsa því yfir, að þeir hafi ekkert á móti Bárði Hall- dórssjmi, en vilji samt ekki að hann fái að reka Námsflokkana. Staða framsóknar er líka einkennileg. Fulltrúar hennar sátu hjá í bæjar- stjóm, en greiddu atkvæði með þessu í bæjarráði. Það er greinileg- ur tvískinnungur í þessu,“ sagði Bárður. Smábátaeigendur funda í Grímsey: Hvetja til festu í hvalveiðimálum LANDSSAMBAND smábátaeig- enda hélt á miðvikudag stjómar- fund í Grímsey. A fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Fundur í stjóm Landssambands smábátaeigenda, haldinn í Grímsey þann 6. ágúst, iýsir yfir fullum stuðn- ingi við gerðir sjávarútvegsráðherra varðandi hvalveiðar í þágu vísinda og hvetur hann til að sýna fullkomna festu og hvika hvergi frá rétti okkar í viðskiptum við hvaða aðila sem er. Fundurinn telur það með öllu óskiljan- legt að ríkisstjóm Bandaríkjanna skuli hafa í hótunum við okkur Islend- inga á sama tíma og hún leyfir eigin fiskimönnum að drepa 20.500 höfr- unga. Komi til þvingana af hendi Banda- ríkjanna vegna vísindaveiða okkar á hvöium skorar fundurinn á ríkisstjóm íslands að svara slíkum hótunum með aðgerðum svo sem banni á innflutn- ingi á landbúnaðarvömm til handa herliði Bandaríkjanna hér á landi. Ekki verður séð hvaða tilgangi það þjónar að hafa hér herlið þjóðar sem telur sig þess umkomna, að þykjast vera hér herraþjóð og hafa í hótunum við okkur. Komi til enn frekari hótana er ríkisstjóm íslands bæði skyit og rétt að tilkynna Bandaríkjastjóm að flytja herinn héðan til síns heima. Enda væri þá vömum Islands betur borgið í höndum annarra þjóða okkur vinveittari en Bandaríkjastjóm er nú. Fundurinn lýsir þeirri skoðun sinni, að öðmm þjóðum komi ekki við vísindaiðkanir okkar enda séu slíkar iðkanir framkvæmdar innan efna- hagslögsögu okkar og engum hættu- legar. Ekki hefur ennþá neinum tekist að sýna fram á með haldbærum rök- um að veiðar smábáta séu hættulegar nytjafiskistofnum okkar. Sama er að segja hvað varðar hina svokölluðu umhverfisvemdarmenn sem á engan hátt hafa með neinum rökum getað sýnt fram á að veiðar okkar á hvöl- um, bajði nytja- og vísindaveiðar, séu á neinn hátt skaðvænlegar. Lýsir fundurinn furðu sinni á ýmsum vinnu- brögðum umhverfisvemdarmanna. Komi hópar slíkra manna hingað til lands í þeim tilgangi að bijóta hér lög, verði slíkum heimsóknum mætt á viðeigandi hátt. Fundurinn skorar á alla íslendinga til samstöðu í þessu máli og minnir á að með einurð og samstöðu unnum við okkar þorskastríð á sínum tíma. Að endingu tekur fundurinn fram að verði hrefnuveiðar með öllu aflagðar beri að láta þá báta sem hrefnuveiðar hafa stundað fá eðlilegan fiskkvóta." Það verður mikið um að vera á Sandskeiði á morgun þegar Svifflugfélagið heldur upp á hálfrar aldar afmæii sitt. Fjölbreytt flugdagskrá og fyrirlestrar verða frá kl. 14-18.30. Aðgangur er ókeypis. Flughátíð að Sand- skeiði á morgun f TILEFNI af 50 ára afmæli Svifflugfélags íslands gengst félag- ið fyrir flughátíð á Sandskeiði á morgun, sunnudag. Fjölbreytt dagskrá verður frá kl. 14—18.30. Allar svifflugur félagsins verða til sýnis ásamt nokkrum svifflugum sem félagsmenn eiga. Svif- flugfélagið býður alla velkomna. Aðgangur er ókeypis. Flughátíðin, eða svifflugsdag- urinn, hefst með ávarpi Þorgeirs Árnasonar formanns Svifflugfé- lagsins. í stórum dráttum verður dagskráin þannig: Kl. 14.45 verð- ur sýnt listflug á svifflugu, kl. 15.10 hópflug fjögurra sviffluga, sem er sjaidgæft, kl. 15.20 svo- kallað parflug, ki. 16.50 lágflug þriggja sviffluga, kl. 17.15 tvítog, kl. 17.40 hópflug á 7—9 svifflug- um og kl. 18.15 sýnir formaður félagsins listflug á vélflugvél. Einnig munu koma í heimsókn tveir flugmenn á vélflugvélum og sýna listflug. Innanhúss á Sandskeiði verða sýndar myndir frá starfi Svifflug- félagsins í gegnum árin, hluti af fyrstu renniflugunni sem notuð var á Islandi, gömul sviffluga, Griinau Baby, árgerð 1954, og samantekt á þróun Islandsmeta í svifflugi. Jafnframt verða fluttir fyrir- lestrar um svifflugið. Kl. 14.15 flytur einn af stofnendum félags- ins, Bjöm Jónsson, fyrirlestur um upphaf svifflugs á íslandi, kl. 15.55 flytur Höskuldur Frímanns- son fyrirlestur er nefnist: Hvað er svifflug? Síðasti fyrirlesturinn verður kl. 16.55 og hann flytur Þórmundur Sigurbjarnason um sögu Svifflugfélagsins. Gestum gefst kostur á að fara í kynningarflug, stöðugar mynd- bandasýningar verða og á svæð- inu verður veitingasala. Svifflugfélagið á nú tvær tveggja sæta svifflugur sem not- aðar eru til kennslu, sex eins sætis svifflugur, eina mótorsvif- flugu og eina dráttarflugvéi. Auk þess eiga félagsmenn átta eins sætis svifflugur, eina tveggja sæta og tvær mótorsvifflugur. Vel heppnuð fjölskyldu- hátíð í Bjarkarlundi Miðhúsum. Um verslunarmannahelgina var fjölskylduhátíð I Bjarkar- lundi. Á föstudagskvöldið var dansað og lék hljómsveitin Aría fyrir dansi, sem hún og gerði á laugardags- og sunnudags- kvöld. Á laugardag var farið í göngu- ferð, útsýnið nýtt og gróður skoðaður. Síðan var grillveisla og keppni í limbódansi. Á sunnudag- inn var íþróttamót og var þá keppt f víðavangshlaupi í þremur aldurs- flokkum. Hástökkskeppni var fyrir alla. Þar gátu foreldrar keppt við böm sín. Hæst var stokkið 1,40 metrar og það gerði Guð- mundur Sæmundsson, Reykhól- um. Einnig var keppt í því hver gæti haldið bolta best á lofti. Fyr- ir besta árangur í hverri grein voru veitt verðlaun. Á sunnudagskvöldið voru kveiktir varðeldar og var sungið og spilað á gítar og var þátttaka almenn. Á hátíðinni var starfrækt hesta- og bátaleiga. Hátíðina sóttu um 300 manns og fór hún vel fram. Hugmyndina að þessari hátíð átti Reynir Reinhard Reynis- son, hótelstjóri í Bjarkarlundi. Sveinn Gaby Lang * á Islandi HOLLENSKA söngkonan Gaby Lang er stödd hér á landi frá 7. til 17. ágúst, og syngur hún á skemmtistaðnum Evrópu þann tíma. Söngkonan er fædd og uppalin í Indónesíu af hollensku foreldri. Hún nam í Bandaríkjunum, en hélt síðan til Evrópu og hóf að iðka tónlist.. Hún hefur aðallega fengist við danslagatónlist og jazz-tónlist. Hún * bæði syngur og spilar á bassa, gftar og hljómborð, t.d. í eigin lagi „Who’s side are you on“. Hún hefur komið fram á skemmtistöðum víða um Evrópu og einnig var hún um tíma kynnir í gervihnattasjón- varpsrásinni „Sky Channel“ sem sendir út dægurlagatónlist. Afhjúpaður minnisvarði um Georg Scierbeck Garðyrkjufélag íslands af- hendir á morgun, sunnudag, kl. 16:30, Reykjavíkurborg til varð- veislu lágmynd af Georg Scier- beck, landlækni, en hann var fysti formaður GÍ. Helgi Gíslason myndhöggvari gerði minnisvarð- ann. Minnisvarðinn er gjöf til Garð- yrkjufélags íslands frá Rannsókn- arstofunni í Neðra-Ási, sem Gísli Sigurbjörnsson veitir forstöðu. Til- efni gjafarinnar var aldarafmæli Garðyrkjufélagsins, þann 25. maí 1985. Minnisvarðanum um Georg Sci- erbeck hefur verið valiln staður í garði hans, á homi Aðalstrætis og Kirkjustrætis, en þar standa enn tvö tré sem Scierbeek gróðursetti. Magnús L. Sveinsson forseti borg- arstjómar mun veita lágmyndinni viðtöku en Gísli Sigurbjömsson af- hjúpar hana. Athöfnin hefst kl. 16:15 með leik lúðrasveitar. Við- staddir verða boðsgestir og aðrir velunnarar Garðyrkjufélagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.