Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 # AMEnSKIMA ERFALUNII Bhagwan hefur snúið aftur til Indlands Paradísin er fallin, a.m.k. í Banda- ríkjunum, og hefur Bhagwan Shree Rajneesh snúið aftur til heimalands sins, Indlands. Hann hefur dvalið sl. fimm ár í Dallas í Oregon-fylki á vest- urströnd Bandaríkjanna og óhætt er að segja að á þeim tíma hafi hann sóp- að að sér auðæfum. Fylgjendur hans hafa sett upp kommúnur víða í Evrópu I anda „meistarans“, flestar þó í Þýska- landi og hefur rekstur þeirra gengið með ágætum þó kommúnu-meðlimir hafi lifað hátt og vel. Rekstrarafgang- ur, sem sagður er nema 200 milljónum dollurum, hefur síðan verið sendur til aðalstöðvarinnar í Oregon-fylki þar sem Rajneesh drottnar sem Guð. Orðið „Bhagwan“ þýðir reyndar „Guð“ á máli Hindúamanna og er hann kallaður það í daglegu tali. Rekinn frá Bandaríkjunum Rajneesh var gerður burtrækur frá Bandaríkjunum í desember sL, þegar yfirvöld Dallas-bæjar í Oreg- on höfðu fengið nóg af yfirgangi leiðtogans enda var hann kominn með puttana í flest það sem við kom stjómun og skipulagi staðarins. Eitt sinn átti t.d. að byggja kirkju í Dallas. Rajneesh leist fremur illa á fyrirætlanimar og skipaði svo fyrir að hún fengist byggð aðeins ef hún yrði látin standa í hæfílegri fjarlægð frá bænum. Rajneesh var handtekinn ( lok sl. árs og leiddur í handjámum til fangageymslunnar þar sem hann dvaldi í 17 daga enda á hann yfír höfði sér (jölda ákæra, sem varða innflytjendalög Bandaríkjanna og gætu brot þessi leitt til allt að 175 ára fangelsisvistar þar í landi. Til að koma indverskum áhangendum sínum til fyrirheitna landsins, hafði hann samið við bandaríska fylgj- endur sína um að giftast þeim indversku sem gerði þeim kleift að flytjast til vesturheims. Nú em hinsvegar flestar eignir hans komnar á söluskrá og máttur hans hefur farið dvínandi á þessum tíma. Ríkidæmið var mikið. Talið var að verðmæti eigna kommún- unnar í Bandaríkjunum hafi verið á bilinu 30 og 60 milljónir dollara, en skuldir um 35 milljónir dollara. Rajneesh viðurkennir þreytu, þrátt fyrir baráttu fyrir tilvem sinni í Bandaríkjunum á sínum tíma. Hann sagðist vera líklegur til alls ef hann fengi ekki hið svokallaða „græna kort“ sem veitir útlendingum dval- arleyfi þar í landi. Hann nefndi þó að Ástralía myndi vel koma til greina sem úrslitakostur fyrir sig ef Bandaríkjastjóm myndi alfarið loka á sig. „Þetta hefur í raun verið ferð til helvítis. Núna fínnst mér ég kominn í það umhverfi sem ég tilheyri," segir Rajneesh í viðtali við tímaritið „India Today“ á dögunum er hann var sestur að á hóteli í Manali í Himachal Pradesh-fylki í norður- hluta Indlands. „Fólkið í Banda- ríkjunum er yndislegt. Landið er fagurt. Ég kvarta aðeins í garð stjómmálamanna. Reyndar em stjómmálamenn slæmir alls staðar, en í Bandaríkjunum fyrirfmnast þeir allra verstu." Rajneesh segist fínna fyrir nokkmm jákvæðum breytingum í heimalandi sínu nú frá því er hann var þar síðast fyrir fimm ámm, en vandamálið væri fólksfjölgunin. „Breytingar í jákvæða átt verða að engu ef fólksfjölguninni verður ekki stjómað. Hinsvegar fagna ég því að sjá mann eins og Rajiv Gandhi við völd. Hann er ungur, hafði enga reynslu á sviði stjómmála er hann tók við stjómartaumunum svo mað- ur gæti jafnvel átt von á að eitthvað gott geti af honum leitt," sagði Rajneesh og blaðamaðurinn spyr hann áfram um fólksfjölgunina — hvort hann telji ekki óhæft að ætla að fara að stjóma fólksfjölguninni með t.d. getnaðarvamarpillunni þar sem læknar telji hana geta orsakað krabbamein. „Þetta em aðeins hug- myndir komnar frá páfanum og móður Teresu — þau hafa verið að hvetja fólk til bameigna. Árið 2001 mun fólksfjöldi Indlands verða einn milljarður ef fram heldur sem horf- ir og hálf þjóðin, í þokkabót, þá sveltandi. Engin læknir getur þá bjargað málunum. Og hvað ef pillan Rajneesh handtekinn f Oregon- fylki i Bandaríkjunum fyrir inn flytjendabrot. Bhagwan Shree Rajnesh Frá útisviði I Poona þar sem allt að 5.000 manns komu saman kl. 8.00 á hveijum morgni til að hlusta á „meist- arann". íhugunaraðferðir Bhag- wans eru mikið til byggðar upp á dansi og tónlist og falla margir fylgjenda í yfir- Uð á meðan á þeim æfingum stendur. Myndin er frá kommúnunni í Poona. er krabbameinsvaldandi," spyr Raj- neesh, „er krabbamein verra en hungursneyð og það sem henni fylgir." 93 Rolls Royce bifreiðir Eignir þessa mikla veldis eru all- verulegar, m.a. 93 bifreiðir af gerð- inni Rolls Royce, sem sérhver var hannaður sérstaklega með tilliti til þæginda. Nú eru Rolls Roycamir til sölu — allir nema sex, sem send- ir hafa verið til Indiands til einka- nota fyrir Rajneesh. Hann býr nú í Manali í Himachal Pradesh-fylki í norðurhluta Indlands eftir að hafa haft viðkomu m.a. á írlandi og Grikklandi á leið sinni frá Banda- ríkjunum, en hvar sem hann kom

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.