Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 2' Ulf Ekman biblíu- og trúarpred- ikari frá Sviþjóð. Almenn sam- koma með Ulf Ekman trúarpredikara * í fréttatilkynningu frá kristnu samfélögunum Veginum og Trú og lífi segir að sænski biblíu- og trúarpredikarinn Ulf Edman muni dvelja á íslandi i þeirra boði dagana 15.—19. ágúst. Almenn samkoma verður í Ytri- Njarðvíkurkirkju kl. 20.30 í kvöld, laugardaginn 9. ágúst, og í Bú- staðakirkju kl. 20.30 sunnudaginn 10. ágúst. INNLENT „Mönnum er alls ekki mismunað eftir þjóðerni“ - segir Ásgeir Friðjónsson, saka- dómari í ávana- og fíkniefnamálum „MÖNNUM er alls ekki mismun- að eftir þjóðemi, en það er ákaflega misjafnt hve flókin mál eru og í því felst skýringin á því að sum mál taka skemmri tíma en önnur,“ sagði Ásgeir Friðjóns- son, sakadómari í ávana- og fíkniefnamálum. Fyrir skömmu féllu dómar í mál- um tveggja útlendinga hér á landi. Annar þeirra, sem er Þjóðveiji, var handtekinn í Reykjavík hinn 26. júní sl. og var hann þá með um 3 ’/2 kfló af hassi meðferðis. Hinn, sem er franskur, var handtekinn á Keflavíkurflugvelli 28. júlí og var hann einnig með hass meðferðis, um 400 grömm. Dómur í máli Þjóð- íslenska sjónvarpsfélagið: Utsendingar hefjast í lok september ÍSLENSKA sjónvarpsfélagið hf., Stöð 2, hefur tilkynnt að það muni hefja útsendingar á Faxa- flóasvæðinu í lok september. Dagskrá Stöðvar 2 verður tvískipt, annars vegar auglýs- ingasjónvarp sem sendir út frá kl. 18—21 og hins vegar áskrift- arsjónvarp sem sendir út alla daga frá 21—1. Að sögn talsmanns Stöðvar 2 hefur verið keypt margvíslegt efni í auglýsingahlutann, t.d. banda- rískir og evrópskir sjónvarpsþættir. Hvað áskriftarhluta dagskrárinnar varðar, munu þar verða á boðstólum nýjar og nýlegar kvikmyndir, margvíslegt bamaefni, unglinga- efni, fjölbreytt íþróttaefni o.fl. Aðspurður um hlut íslensks efnis í dagskrá Stöðvar 2 sagði Jón Óttar Ragnarsson að til að byija með yrði það í formi frétta og fréttaskýr- inga, þar sem þáttagerð væri óhemju kostnaðarsöm. Hans Krist- ján Ámason sagði að ekki myndi langt um líða áður en félagið færi út í gerð ódýrari þátta s.s. viðtals- þátta. Jón Óttar sagði að verið væri að kanna möguleika á þátta- gerð sem styrkt væri af fyrirtækj- um, en félagið væri vel í stakk búið til að framleiða íslenskt efni, bæði hvað aðstöðu og tækjabúnað snerti. Auglýsingasjónvarp Stöðvar 2 verður ótruflað, þ.e. á það eiga all- ir að geta horft, en til að ná áskriftarsjónvarpinu verður fólk að eiga tæki, „afréttara", og greiða síðan sérstakt áskriftargjald sem enn er ekki ljóst hversu hátt verður. íslenska sjónvarpsfélagið hf. hef- ur leitað samstarfs við ýmsa aðila um allt land sem áhuga hafa á rekstri sjálfstæðra sjónvarpsstöðva, en vonir standa til að dagskrá Stöðvar 2 verði sýnd í ýmsum sjón- varpsstöðvum víðs vegar um landið samtímis, að sögn talsmanna fé- lagsins. veijans féll 15. júlí og hlaut hann 6 mánaða fangelsi auk þess sem honum var gert að greiða rúmar 40 þúsund krónur í kostnað. Frakk- inn var dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar hinn 1. ágúst og skal greiða um 30 þúsund krónur í kostnað. „Þessi afgreiðsla er vissulega óvenju hröð, en það er vegna þess að málin lágu ljóst fyrir og aðrir blönduðust ekki inn í þau nema að litlu leyti," sagði Ásgeir. „Við reyn- um vissulega að flýta málum útlendinga, því um leið og þeir hafa gerst brotlegir eru þeir óæskilegir í landinu. Það er því víðar en á íslandi sem reynt er að ganga frá málum útlendinga eins fljótt og kostur er. Þ'að skiptir þó mestu hvemig rannsókn gengur og í báð- um þessum málum lágu málsatvik ljós fyrir. Ef íslendingar hefðu átt hlut að máli hefði þetta að sjálf-” sögðu getað gengið jafn hratt. Það eru sagðar sögur af mönnum sem hafa þurft að bíða í fleiri ár eftir dómi, en það er þá vegna þess að þeir hafa ákveðið að nota öll sín réttindi, bæði með því að halda uppi öllum vömum og teygja þar með á rannsókninni og með því að áfrýja til æðsta dómstigs. Það er því hvorki rétt né sanngjamt að þeir menn hrópi svo í lokin um að mál þeirra taki langan tírna," sagði Ásgeir Friðjónsson, sakadómari, að lokum. Austfjarðaleið festi nýverið kaup á nýrri rútu. Neskaupstaður - vax- andi ferðamannabær Neskaupstað. Sífellt ber meira á því að það ferðafólk, innlent sem erlent, er ferðast um hringveginn, leggi leið sína til Neskaupstaðar. Frá Egilsstöðum niður í Neskaupstað eru um 70 km og er sú l'eið að mestu leyti malbikuð. Óhætt er að fullyrða að þeir sem leggja þessa lykkju á leið sína verða ekki fyrir vonbrigðum. Náttúrufeg- urð er afar mikil á þessum slóðum og margt ber fyrir augun. Ekið er um Fagradal, gegnum Reyðarfjarð- arkauptún og Eskifjörð og þaðan yfir Oddsskarð til Norðfjarðar. Salan á togaranum Merkúr: 291 milljón kr. tilboð frá Höfn í Hornafirði SJÖ TILBOÐ bárust fjármála- ráðuneytinu í togarann Merkúr, áður Bjarna Benediktsson, sem að undanförnu hefur verið i Noregi vegna breytinga sem gerðar hafa verið á skipinu. Hæsta tilboðið var frá einstakl- ingum á Höfn i Hornafirði, sem áforma að stofna almennings- hlutafélag um kaup og rekstur á skipinu. Tilboð Homfirðinga hljóðaði upp á 291 milljón króna, íjórum milljón- um hærra en næsta tilboð, sem barst frá Kristni Kristinssyni fyrir hönd væntanlegs hlutafélags. Þriðja hæsta tilboðið var 287 millj- ónir, frá Stefiii hf., fjórða hæsta ftá Sæborgu hf. á Olafsfirði, 281 millj- ón, og fimmta tilboðið hljóðaði upp á 275 milljónir og barst frá Haraldi Blöndal fyrir hönd umbjóðenda. Önriur tilboð voru öllu lægri; 245 milljón króna tilboð frá Hraðfrysti- húsinu á Stokkseyri og 222 milljónir frá Sjólastöðinni í Hafnarfirði. Sigurður Þórðarson, skrifstofu- stjóri fjármálaráðuneytisins, sagði að þegar hefði verið tekið til við að meta þessi tilboð og viðræður við aðila hafnar. Sagði hann þá kröfu gerða að kaupendur leggðu fram 20% kaupverðs af eigin fé, en afgangurinn yrði fjármagnaður með lánum. Neskaupstaður er þekktur fyrir sólrík sumur og hér hefur myndast ágætis aðstaða til að taka á móti ferðafólki. Hér er hótel og nýverið var opnað hér gistiheimili. Þá er á Kirkjubóli í Norðfjarðarsveit boðið upp á gistingu. Tvö tjaldstæði eru hér í bænum og er annað þeirra staðsett í hjarta bæjarins við hlið sundlaugarinnar. Þeir sem ekki eru á eigin bfl ættu helduf ekki að eiga í neinum erfíðleikum með að komast til Norð- fjarðar. Austfjarðaleið hf. festi nýlega kaup á rútu frá Þýskalaridi og tekur hún 54 í sæti en auk henn- ar á fyrirtækið tvær aðrar rútur. Austfjarðaleið fer nú tvær ferðið á dag milli Egilsstaða og Norðfjarðar alla daga nema laugardaga, en þá eru engar ferðir. Einnig býður Austfjarðaleið upp á skipulagðar hópferðir til Mjóafjarðar í sjó- stangaveiði. Sigurbjörg. Afmælisbolir frá Henson í TILEFNI 200 ára afmælis Bolimir fást í hvítu og ljósbláu Reykjavíkurborgar hefur Hen- og eru tilbúnir til dreifingar. Ung- son fengið einkaleyfi á fram- frú Reykjavík, Þóra Þrastardóttir, leiðslu háskólabola og sinnti módelstörfum fyrir Henson stuttermabola með áprentuðu ásamt Þorgrími Þráinssyni og eru afmælismerkinu. þau hér bæði í afmælisbolum. tsfisksölur: Meðalverðið í Bret- landi 40—60 krónur I VIKUNNI seldu fjögur físki- skip ísfisk í Bretlandi og þijú í Vestur-Þýskalandi. Einnig var seldur isfískur úr gámum í báð- um löndunum. Meðalverð hjá skipunum sem seldu í Bretlandi var 40-60 krónur. í Þýskalandi var söluverðið yfir 40 krónur í byrjun vikunnar en fór síðan nið- ur undir 30 krónur. Eftirtaldar sölur voru í Bretlandi í vikunni: Sturlaugur H. Böðvarsson AK seldi 191,3 tonn í Hull á mánu- dag fyrir 7,7 milljónir kr. Meðalverð var 40,37 krónur á kfló. Börkur NK seldi 133,8 tonn í Hull á mið- vikudag fyrir 7,7 milljónir. Meðal- verð var 57,61 króna á kíló. Vestmannaey VE seldi 161,5 tonn í Hull á fimmtudag fyrir 9,6 milljón- ir kr. og var meðalverðið 59,79 krónur á kfló. Votaberg SU seldi 41,6 tonn í Grimsby fyrir 1,6 millj- ónir kr. og reyndist meðalverð vera 39,53 krónur. Uppistaða afla skip- anna var þorskur. Þessa viku voru seld 1.170 tonn af fiski úr gámum í Bretlandi fyrir 55,9 milljónir kr. og reyndist meðal- verðið eftir vikuna vera 47,79 krónur fyrir kflóið. Meðalverðið var 45,67 krónur á mánudag, en hækk- aði á þriðjudag og á miðvikudag var það komið í tæpar 58 krónur. í Vestur-Þýskalandi seldu eftir- talin skip: Gyllir ÍS seldi 122 tonn í Bremerhaven á mánudag fyrir 5,2 milljónir kr., meðalverð 42,52 krón- ur. Uppistaðan í aflanum var karfi og þorskur. Skímir AK seldi sama dag í Cuxhaven 75 tonn fyrir 2,8 milljónir, meðalverð 37,30 krónur. Klakkur VE seldi síðan í Bremer- haven á þriðjudag 153 tonn fyrir 5,1 milljón kr., meðalverð 33,52 krónur. Uppistaða sfðasttöldu skip- anna var karfi. Þá var selt úr nokkrum gámum í Þýskalandi og var meðalverðið 35-36 krónur í byijun vikunnar en fór fljótlega niður í lágmarksverð, eða niður undir 30 krónur að jafn- aði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.