Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Líklegt að meiri- hlutínn dragi upp- 'sagnir tíl baka - segir formaður Landssambands lögreglumanna er nýgerður kjarasamningur hafði verið samþykktur „ÉG TEL líklegt að meirihluti lögreglumanna muni nú draga uppsagn- ir sinar til baka, en ef óánægja þeirra sem atkvæði greiddu gegn samningunum er djúpstæð, þá getur auðvitað svo farið að þeir geri það ekki,“ sagði Einar Bjarnason, formaður Landssambands lögreglu- manna, þegar ljóst var í gær að meirihluti lögreglumanna hafði samþykkt nýgerðan kjarasamning þeirra. Um 380 lögreglumenn hafa sagt störfum sínum lausum og taka upp- -sagnir þeirra gildi hinn 1. október nk., ef þær verða ekki dregnar til baka. Þegar atkvæði lögreglumanna höfðu verið talin í gær kom í ljós að af þeim 568 sem á kjörskrá voru höfðu 443 greitt atkvæði. Voru 244 hlynntir samningnum, eða 55,08% og 192 voru á móti, eða 43,34%. Auðir seðlar voru sjö. „Ég hefði vissulega viljað að mun- urinn hefði orðið meiri, hvoit sem samningurinn hefði verið samþykkt- ur eða felldur," sagði Einar Bjama- json. „Það var hins vegar ekki hægt að búast við glæsilegri útkomu þeg- ar BSRB beitti sér svo mjög gegn samningnum sem raun bar vitni. Þegar það var Ijóst þá óttaðist ég vissulega að samningurinn yrði sam- þykktur með naumum meirihluta. Verkfallsrétturinn var okkur aldrei í hendi, svo missir hans skiptir litlu máli. Ég hef hins vegar hug á því að láta fara fram skoðanakönnun meðal lögreglumanna til að fá það skýrt fram hvaða atriði samningsins voru þeim mest á móti skapi. Það verður þó ekki unnt að gera slíka Afstaða Japana tíl kaupa á hvalkjöti er óbreytt Washington DC, frá Ómari Vaidim- arssyni, bladamanni Morgunbladsins. EKKI er búist við öðru en að Japanir kaupi hvalkjöt af Islendingum. Ichiro Nomura, talsmaður jap- anska sendiráðsins hér, sagði í gær að fyrri yfirlýs- ing japanskra stjómvalda varðandi kaup á hvalkjöti frá íslandi stæði óbreytt. Nomura sagði að Japanir myndu kaupa hvalkjöt af Is- lendingum ef íslenzk stjóm- völd geta fullvissað Japani um að ekki komi til staðfestinar- kæm af hálfu Bandaríkja- manna gegn Japan. Banda- rískir embættismenn sem blaðamaður hefur rætt við undanfama daga, segja að af hálfu stjómar þeirra verði sala á íslenzku hvalkjöti til Japan látin óátalin. Sjá nánar blaðsíðu 2: „Get- um ekki lagt blessun okkar yfir ákvörðun ís- lendinga" og „Bjóst ekki við neinum fagnaðarlát- um vestra“. könnun fyrr en að loknum sumar- leyfum, því nú er erfitt að ná til manna," sagði Einar. Albert J. Kristinsson, varaformað- ur BSRB sagði stjóm bandalagsins óttast mjög að samningar þessir yrðu lögreglumönnum ekki til hags- bóta. „Það er auðvitað lögreglu- manna að segja til um hvaða kjör þeir vilja búa við, en stjóm BSRB óttast að afnám verkfallsréttar þeirra muni veikja bandalagið," sagði Albert. „Samstaða lögreglunn- ar með öðrum félögum í BSRB í verkföllum hefur vissulega verið mikilvæg, þó svo að þeir hafí orðið aö starfa sjálfir, enda atvinna þeirra þess eðlis," sagði varaformaður BSRB að lokum. Geir H. Haarde, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, sagðist ánægður með að lögreglumenn hefðu sætt sig við þann samning sem samninga- nefnd þeirra hefði gert. Er hann var inntur eftir því hvort hann hefði ótt- ast að andstaða BSRB myndi fella samninginn sagðist hann telja að BSRB varðaði þetta litlu því í samn- ingnum sé engin afstaða tekin til þess hvort lögreglumenn verði áfram innan BSRB. Það hafi nú komið í ljós að lögreglumenn vilji niðurfell- ingu verkfallsréttar og það beri að fagna því að úr því hafi verið skor- ið. Væntanlega verði síðan lagt fyrir Alþingi fi-umvarp sem staðfesti samningsrétt þeirra. Það sé síðan mál BSRB og Landssambands lög- reglumanna að kveða á um sam- skipti félaganna. Lögreghunenn samþykktu nýgerða kjarasamninga sína og er myndin tekin er kjörstjórn hafði lokið talningu atkvæða í gær. Á myndinni eru frá vinstri: Sæmundur Guðmundsson, Guðrún Ámadóttir, Svavar Jóns- son, formaður kjörstjómar, Guðmundur Gígja og Sjöfn Óskarsdóttir. morguuuiaoiu/ Dtirhur Hitinn í 18 stig fyrir norðan Næstu daga verða hlýindi á Norður- og Austurlandi, að sögn Veðurstofunnar. Það er suðlæg átt sem verður rikjandi og hefur hún í för með sér skúri um sunnan- og vestan- vert landið. Hitinn sunnanlands verður 10-13 stig, en norðanlands allt að 18 stig. Þessi mynd var tekin á góðviðr- isdegi í Austurstræti fyrir skömmu, en næstu daga líklegra að sólin og sumarið verði fyrir norðan og austan. er Flugleiðum vex ásmeg- in á Norðurlöndunum Fimmfalda sölu á Ameríkuferðum í Svíþjóð FLUGLEIÐIR seldu mun fleiri ferðir frá Norðurlöndunum til Bandaríkjanna á fyrstu sex mán- uðum þessa árs en á sama tímabiii í fyrra. Mest varð aukn- ingin í Svíþjóð, en þar fimm- faldaðist salan. Lækkandi gengi Bandaríkjadals hefur gert Ameríkuferðimar ódýrari og aukið áhuga Norðurlandabúa á þeim, en fleira kemur til. Svæðisstjórar Flugleiða í Nor- egi, Svíþjóð og Danmörku, þeir Steinn Lárusson, Pétur Eiríksson og Emii Guðmundsson, sögðu blaðamanni Morgunblaðsins, að söluaukning hefði orðið í öllum löndunum. I sumar hóf Pan Am eftir tíu ára hlé að bjóða ferðir frá Noregi til London, þar sem farþegar geta síðan valið milli ýmissa áfanga- staða í Bandaríkjunum. Þetta hefur gert samkeppnisaðstöðu Flugleiða og annarra félaga erfiðari, en samt hefur verið um nokkra aukningu að ræða, að sögn Steins, sem hafði ekki fengið allar tölur um söluna á fyrri árshelmingi. Einkum reyna Flugleiðamenn að höfða til við- skiptavina með „stop-over“ ferðun- um svonefndu, þ.e. ferðir yfir Atlantshafið með eins til tveggja sólarhringa viðdöl á íslandi. Emil Guðmundsson hafði heldur ekki fengið fullkomið uppgjör fyrir fýrri helming ársins. Ekki taldi hann líklegt, að mikil aukning hefði orðið á ferðum beint frá Kaup- mannahöfn til Bandaríkjanna fyrri hluta ársins, en upplýsti þó, að mikil söluaukning hefði orðið á leið- inni Höfn—New York í júní. Hann sagðist gera sér vonir um fjörkipp í Ameríkufluginu. Verið væri að ganga frá samningi við danska ferðaskrifstofu um ferðir frá Kaupmannahöfn til Lúxem- borgar, þar sem skipt verður um vél og haldið til Orlando í Florida með viðkomu í Keflavík. Fleiri ferðaskrifstofur væru nú famar að auglýsa þennan möguleika. Emil sagði Flugleiðir hafa ágæta sam- vinnu við Luxair varðandi flug með farþega frá Kaupmannahöfn til Lúxemborgar. Pétur Eiríksson sagði, að síðast- liðið haust hefði verið byijað að leggja mun meiri áherslu á að bjóða Svíum Bandaríkjaferðir, einkum til að nýta betur laus sæti. Þetta hefði borið þann árangur, að sala hefði fimmfaldast fyrri helming þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra, en þess yrði að geta, að þá hefðu aðeins selst um 540 ferðir. Pétur sagði, að ekki hefði verið lögð veru- leg áhersla á beinar auglýsingar, heldur selt beint til ferðaskrifstofa. Svæðisstjórunum bar saman um, að áhugi á Islandsferðum færi mjög vaxandi á Norðurlöndunum. Emil gat þess, að mikið hefði verið fjall- að um ísland í dönskum fjölmiðlum í ár, m.a. vegna heimsóknar Mar- grétar drottningar hingað. Alls munu um 70 sænsk fyrir- tæki hafa haldið fyrirtækjafundi og ráðstefnur á Islandi síðastliðinn vetur og er þarna um gífurlega aukningu að ræða. Pétur taldi ástæðuna m.a. þá, að slík útgjöld væru skráð sem rekstrarkostnaður í Svíþjóð, en áuk þess þætti mörg- um Svíum spennandi og óvenjulegt að fara hingað á þessum árstíma. Hann áleit, að ferðum af þessu tagi gæti enn fjölgað í vetur, en í vissum tilvikum hefði skort hótel- rými um helgar á liðnum vetri. Helga Bjamason, deildarstjóri á markaðssviði hjá Flugleiðum tjáði blaðamanni, að umtalsverður fyöldi ferðamanna kæmi nú til landsins á vetuma, og hefði þar orðið mikil breyting á síðustu árin. Ekki væri eingöngu um að ræða fólk í við- skiptaerindum. Stundum væru þetta verðlaunaferðir sem fólk hefði fengið fyrir söluaukningu og auk þess kæmu ofur „venjulegir" ferðamenn, þrátt fyrir árstímann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.