Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 18
18________________MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 _ Smithætta við skyndikynni orðin veruleg hér á landi Verjur geta minnkað líkur á smiti alnæmis þrjátíufalt Vetjur hafa lengst af einungis verið til sðlu S apótekum og á almenn- ingssalernum. Talið er að notkun veija sé góð vöm gegn alnæmis- smiti, og mæla læknar með að þær séu notaðar við skyndikynni. Því hefur sú hugmynd komið fram að hefja sölu á veijum í sjálfsölum. SÉRFRÆÐINGAR á sviði al- næmis víða um heim hafa nú vaxandi áhyggjur af þeirri stefnu sem útbreiðsla sjúkdóms- ins hefur tekið. Svo virðist sem upp sé að koma nýr „áhættuhóp- ur“, fjöllynt gagnkynhneigt fólk af báðum kynjum. „Þriðji kúfur- inn á útbreiðslukúrfu alnæmis er í uppsiglingu. Fyrst var út- breiðslan nær eingöngu bundin við homma, síðan bættist við hóp- ur eiturlyfjaneytenda sem sprauta sig i æð, en nú er svo komið að að einstaklingar af báðum kynjum eiga það á hættu að smitast við samfarir við sýkt- an einstakling," segir Sigurður Guðmundsson smitsjúkdóma- læknir á Borgarspítalanum. í lok júní sl. var haldið alþjóðlegt þing um alnæmi í París, sem átta Islendingar sem að þessum málum vinna hér á landi sóttu. Að sögn þeirra var mikið rætt um vaxandi tíðni smits milli karla og kvenna við kynmök. Á þinginu var meðal annars sagt frá nýlegri bandarískri könnun á þessari smitleið. Athugað- ir voru tveir hópar: Annars vegar eiginkonur 10 karla sem smitast höfðu af veirunni, og hins vegar eiginmenn 10 sýktra kvenna. Ut- koman var sú að 5 einstaklingar úr hvorum hópi um sig smituðust. Að sögn Sigurðar er ekki vitað hveijar Iíkur eru á smiti við skyndi- kynni, en dæmi eru til um að menn hafi smitast við að hafa samræði við sýktan einstakling einu sinni. Á íslandi er vitað um 25 einstaklinga sem smitast hafa af veirunni, 23 karlmenn og 2 konur. Þó er talið nokkuð víst að í það minnsta 100 Islendingar og hugsanlega allt að 300 gangi með smit veirunnar í blóði sínu án þess að gera sér það ljóst. Ef þessi svartsýnisspá er rétt og hlutfallið 'ah er raunsönn spegl- un á skiptingunni milli kynja má gera ráð fyrir að allt að 280 íslensk- ir karlar séu smitaðir og 20 konur. Niðurstaðan af þessu er sú að smit- hætta við skyndikynni er orðin veruleg hér á landi og fer vaxandi. Ljff og bóluefni. Á fundi hjá landlækni nýverið voru fréttamönnum kynntar helstu niðurstöður áðumefnds þings í París. Þar kom fram að þrátt fyrir mjög umfangsmiklar rannsóknir, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, hefur enn lítt miðað í þá átt að fynna lyf gegn veikinni, en ein- hvetjar vonir eru bundnar við að menn séu nær því en áður að finna nothæft bóluefni. Kristján Erlends- son ónæmisfræðingur sagði að skýrslur um árangur af lyfjameð- ferð til að drepa veiruna hefðu valdið vonbrigðum. Skýrt var frá reynslu af notkun 5 lyfja og var niðurstaðan sú í stórum dráttum, að ekkert þeirra lofi góðu, að sögn hans. Um horfur á bóluefni sagði Kristján: „Sem frumstig að því er verið að kanna bindistað þann sem veiran notar til að fara inn í eitil- frumumar. Ýmislegt athyglisvert er þar í gangi, svo og athuganir á þeim stað veirunnar sem binst við eitilfrumumar. Það var von manna á þinginu að þarna væri ef til vill um stað að ræða sem finna mætti bóluefni gegn. Þó eru mörg ljón á veginum, meðal annars ijölbreyti- leiki veimnnar og sú staðreynd að hún sækir inn í miðtaugakerfið." Forvarnarstarf Sem stendur hafa heilbrigðisyfir- völd því ekki annað ráð gegn útbreiðslu alnæmisveirunnar en upplýsinga- og forvarnarstarf. Hér- lendis hefur mikið starf verið unnið á því sviði undanfarin misseri. Stórt skref var stigið þegar kerfisbundn- ar blóðskimanir hófust í Blóðbank- anum sl. haust. Nokkm áður hafði verið tekin í notkun fullkomin rann- sóknarstofa á Borgarspítalanum til athugunar á áhættusýnum. í ljós hefur komið að það var ekki vonum seinna að tekin var upp regluleg blóðskimun í Blóðbankanum með tilliti til alnæmissýkingar, því ný- lega uppgötvaðist að einn íslend- ingur hafði smitast í gegnum blóð úr bankanum, sem honum var gefið við skurðaðgerð. Erlendis em mörg dæmi slíkrar smitunar. Skimunin í Blóðbankanum er gerð í þeim tilgangi að reyna að hindra að sýkt blóð komist í notkun í spítalakerfínu. Það er ekki talið Fróðleiksmolar um alnæmi Signrður Guðmundsson sérfræðingur í smitsjúkdómum við Borgarspítalann tók saman í SÍÐASTA tölublaði tímaritsins Heilbrigðismál er að finna saman- tekt um alnæmi eftir Sigurð Guðmundsson sérfræðing í smitsjúk- dómum við Borgarspítalann. I greininni rekur Sigurður það helsta sem vitað er um feril, orsök, útbreiðslu, smitleiðir og vamir gegn alnæmi. Sigurður og ritstjóri Heilbrigðismála hafa veitt Morgun- blaðinu heimild til að birta þessa samantekt og fer hún hér á eftir. Ferill Ferli sýkingar af völdum alnæm- isveiru má skipta í femt: 1. Einkennalaust smit. Ýmislegt bendir til að um 50% sýktra verði einkennalausir í að minnsta kosti 5 ár eftir smit. Á þessu stigi er ein- ungis unnt að greina sjúkdóminn með mælingu mótefna gegn al- næmisveiru í blóði. 2. Bráð einkenni. Lítill hluti sjúklinga fær einkenni er svipar til einkymingasóttar (mononucleosis) nokkmm vikum eftir að smit verð- ur. Einnig hefur borið á bráðri heilahimnubólgu af völdum alnæm- isveimnnar. Hvom tveggja batnar án aðgerða og verða sjúklingar fljótt aftur einkennalausir, en mót- efni verða áfram í blóði. 3. Forstigseinkenni. Þessi ein- kenni em almenns eðlis, eitlastækk- anir á hálsi, hiti, megmn, nætursviti, niðurgangur o.fl. Þess- um einkennum svipar mjög til einkenna ýmissa algengra veimsýk- inga, sem ganga fljótt yfir en forstigseinkenni alnæmis em hins vegar langvarandi. Á þessu stigi ber einnig oft á einkennum frá miðtaugakerfí, svo sem gleymsku, mgli og þunglyndi. Rekja má þau til beinnar sýkingar vegna veimnn- ar í miðtaugakerfí. Gera má ráð fyrir að um helmingur smitaðra ein- staklinga fái forstigseinkenni á fyrstu 5 ámm eftir smit. Á þessu stigi er oft unnt að fínna mælanlega bælingu ónæmiskerfis af völdum alnæmisveimnnar. Slíkt leiðir til flórða stigsins, eiginlegs alnæmis. 4. Alnæmi (lokastig sjúkdóms- ins). Á þessu stigi er ónæmiskerfíð illa starfhæft og því fá sjúklingar margs konar fylgisýkingar af völd- um ýmissa veira, baktería, sveppa og einfmmunga. Einnig fá sjúkling- ar á þessu stigi illkynja æxli, fyrst og fremst svonefnt Kaposissark- mein í húð og innri líffæri og eitil- krabbamein í miðtaugakerfí. Um 80% sjúklinga á lokastigi deyja inn- an tveggja ára frá því fyrstu merkja um lokastig verður vart. Allt að 30% sjúklinga sem smitast fá einkenni um lokastig sjúkdómsins á fyrstu fímm ámm eftir greiningu. Orsök Lítill vafí virðist leika á því að alnæmi er nýr sjúkdómur. Orsök hans er veira af flokki svonefndra retóveira. Veimr skyldar alnæmis- veim em þekktar að því að valda krabbameini í tilraunadýrum og ein þeirra er talin valda ákveðinni teg- und hvítblæðis í mönnum, einkan- lega Japönum. Aðrar veimr úr þessum hópi valda sýkingum og em þær flestar svonefndar hæggengar veirusýkingar. Þeim er það sam- merkt að mjög langur tími líður frá því að smit verður og þar til ein- kenni koma í ljós, og getur það skipt ámm til áratugum. Þessu lýsti fyrstur Bjöm Sigurðsson læknir á Keldum sem verður að teljast einna merkastur íslenskra vísindamanna í læknastétt á þessari öld. Hann byggði kenningu sína um hæggeng- ar veimsýkingar á athugunum á visnuveim í íslensku sauðfé. Veira þessi veldur taugasjúkdómi (visnu) og lungnasjúkdómi (þurramæði) í sauðfénu. Barst hún hingað eins og kunnugt er með þýskum karak- úl-hrútum árið 1933 og hafa aðrir vágestir en visnuveiran vart valdið eins miklum búsifjum fyrir íslenska bændur. Líklegt er að alnæmisveiran hafi orðið til í Afríku. Vitað er að hún er mjög skyld veiru sem fundist hefur í tveimur tegundum afrískra apa. Apaveira þessi veldur sjúkdómi er svipar til alnæmis í annarri apa- tegundinni. Líklegt er talið að alnæmisveiran hafí þróast í stökk- breytingum um ýmis millistig frá apaveimnni. Að minnsta kosti tvö þessara millistiga hafa fundist. Getur að minnsta kosti annað þeirra smitað menn, en veldur þó ekki ein- kennum að svo miklu leyti sem vitað er. Ekki er vitað hvemig apaveiran eða þróunarstig hennar hafa borist til manna. Vera kann að það hafí gerst við neyslu apakjöts eða vegna bits frá öpum. Útbreiðsla Fyrsti alnæmissjúklingur sem vitað er um með nokkurri vissu var dönsk kona, sem var skurðlæknir í Zaire. Árið 1976 veiktist hún þar af sveppaheilahimnubólgu, sem nú er vitað að er ein fylgisýkinga al- næmis og dó skömmu síðar í heimalandi sínu. Talið er að sjúkdómurinn sé einna tíðastur í Mið-Afríkulöndum og hef- ur verið leitt að því getum, en ekki sannað, að hartnær 20 milljónir manna þar í álfu kunni að hafa smitast. Sjúdkómurinnvirðist síðan hafa borist til Karabíska hafsins og það- an til meginlands Norður-Ameríku á næstu árum. Verður hans fyrst vart þar sumarið 1981. Til Evrópu barst hann nokkru seinna og fyrst til Belgíu og Frakklands. Sennilega er það tilviljun að hommar urðu flytjendur þessa sjúkdóms. Ástæð- an virðist fyrst og fremst vera sú að hommar, sem hópur, eru fjöl- lyndari en aðrir, en smithætta virðist einkum tengjast kynferðis- legu fjöllyndi. í Afríku er sjúk- dómurinn nær jafn algengur í konum og körlum og er þeim fyrst og fremst fjöllyndi sameiginlegt. Sjúkdómurinn hefur breiðst út með geigvænlegum hraða og hafa nú um 20.000 Bandaríkjamenn og um 1.800 Evrópubúar veikst af loka- stigi hans. Tvöfaldast nú fjöldi lokastigstilfella í Bandaríkjunum á um 12 til 13 mánaða fresti og á 6 til 8 mánaða fresti í Evrópu. Smitleiðir Alnæmisveiran hefur fundist í ýmsum líkamsvessum, fyrst og fremst sæði og blóði. Hún hefur einnig fundist í tárum, brjóstamjólk og munnvatni, en þó sjaldan og í •litlu magni. Ekkert hefur komið fram sem bendir til að veiran smit- ist með öðru móti en við samfarir og blóðblöndun. Helstu áhættuhópar eru annars æskilegt að þeir sem af einhveijum ástæðum óttast að hafa tekið smit leiti þangað í „óbeina" rannsókn, það er að segja gefí blóð vitandi það að blóðið verður rannsakað. Ástæðan er fyrst og fremst sú að skimpróf eru ekki fullkomlega ör- ugg. Þau mæla mótefni gegn veirunni, en einstaklingur getur borið smit án þess að mótefni finn- ist ef skammur tími er liðinn frá því hann smitaðist. Þeim sem vilja láta kanna blóð sitt með tilliti til hugsanlegrar alnæmissýkingar eru ýmsar aðrar leiðir færar, og þeir þurfa ekki að óttast á fá á sig „al- næmisstimipil“. Þeir geta til dæmis haft samband við heimilislækni sinn, sem lætur rannsaka sýnið án þess að fram komi úr hveijum það er. Ýmislegt fleira hefur verið gert hér í upplýsinga- og forvarnar- skyni. Gefnir hafa verið út upplýs- ingabæklingar á vegum landlæknis- embættisins, bæði fyrir almenning og starfsfólk heilbrigðisstofnana. Samstarfsnefnd Landspítalans og Borgarspítalans um varnir gegn alnæmi hefur samið ráðleggingar handa smituðum einstaklingum um heppilegan lífsstíl og einnig ábend- ingar fyrir aðstandendur sýktra um daglega umgengni við þá. Það er með öðrum orðum lögð mikil áhersla á að fræða fólk um eðli sjúk- dómsins, orsakir, meðferð, smitleið- ir og fleira. Megininntak þeirrar fræðslu er þetta: Alnæmi smitast aðeins við beina blóðblöndun og samfarir við sýktan einstakling, hugsanlega án blóðblöndunar. Alnæmisveiran er fyrst og fremst í blóði og sæði. Hún hefur fundist í öðrum líkamsvess- um, en í litlu magni og enn hefur ekkert komið fram sem bendir til að hún smitist með öðru móti en við samfarir og blóðblöndun. Veiran smitast því ekki við daglega um- gengni og það þarf engra sérstakra varúðarráðstafana að gæta í um- gengni við sýkt fólk. Mjög er brýnt fyrir fólki að var- ast fjöllyndi í ástarmálum og Sigurður Guðmundsson læknir vegar hommar, og þá sérstaklega þeir sem fjöllyndir eru, og hins veg- ar eiturlyfjaneytendur sem sprauta sig í æð. Meðal lyfjafíkinna gildir sú venja, einkum við heróínneyslu, að sprautan gengur manna á milli, rétt eins og brennivínspeli undir réttarvegg.' Sjúkdómurinn hefur einnig smitast með sýktu blóði til blóðþega og með storkuþáttum til fólks með blæðingasjúkdóma, svo sem dreirasýki. í vaxandi mæli er farið að bera á smiti meðal vændis- kvenna og þær hafa smitað við- skiptavini sína. Getur því sjúkdómurinn smitast frá einum karli til annars, frá karli til konu og frá konu til karls. Böm hafa einnig tekið þennan sjúkdóm, flest hafa smitast í móðurkviði eða við fæðingu. Ekkert bendir til að sjúkdómur- inn smitist við venjuleg samskipti fólks. Athugaðir hafa verið sambýl- ingar alnæmissjúklinga, sem notuðu sömu mataráhöld, greiður,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.