Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986
Á aldarafmæli Vídalínsafnaðar: Frá vinstri: sr. Bragi Skúlason prestur safnaðarins, Anna Kristbjörns-
dóttir eiginkona hans og dóttir þeirra, Hafdís Anna Bragadóttir. Til hægri er sr. David Asplin, fyrrum
prestur safnaðarins.
Hallsonkirkja
og heitir sá söfnuður nú The Pemb-
ina Hills Evangelieal Lutheran
Church.
Aldarafmæli Vídalínsafnaðar var
haldið hátíðlegt 22. júní og prédik-
aði þar sóknarpresturinn, sr. Bragi
Skúlason, og naut aðstoðar eins
fyrrverandi presta safnaðarins, sr.
David Asplin.
íslenskir prestar hafa löngum
þjónað íslensku söfnuðunum í Norð-
ur-Dakota. Hér skulu nefndir þeir
íslensku prestar, sem hafa þjónað
söfnuðunum í Rauðárdalnum: Sr.
Páll Þorláksson, sr. Hans Thor-
grimsen, sr. Kristinn K. Ólafsson,
sr. Jónas Sigurðsson, sr. Friðrik J.
Bergmann, sr. Haraldur Sigmar,
sr. Egill Fáfnjs, sr. Theódór Sig-
urðsson, sr. Ólafur Skúlason, sr.
Hjalti Guðmundsson og núverandi
prestur, sr. Bragi Skúlason.
Hjalti Guðmundsson
Á þessu sumri hafa tveir söfn-
uðir Vestur-ísiendinga í Banda-
ríkjunum haldið hátíðlegt 100
ára afmæli sitt. Það eru Hallson-
og Vídalínsöfnuðir í Norður-
Dakota.
Landnám íslendinga í Rauðár-
dalnum í Norður-Dakota hófst árið
1878. Þegar íslensku landnemamir
komu á það landsvæði, sem síðar
var nefnt Akra-Hallson-svæðið, var
þar fyrir norskur landnemi, Butler
Olson að nafni. Hann tók vel á
móti hinum íslensku landnemum og
það var á heimili hans, sem fyrsta
guðsþjónustan í Norður-Dakota var
haldin 5. desember 1878. Prestur
var sr. Páll Þorláksson, sem var
frumkvöðull að landnámi íslendinga
í Norður-Dakota.
íslendingum fjölgaði ört á þessu
gjöfula og góða landi í Rauðárdaln-
um og tveimur árum seinna voru
stofnaðir tveir söfnuðir, Garðasöfn-
uður og Víkursöfnuður í Mountain.
an. Eftir því sem enskan tók við
af íslensku við guðsþjónustur jókst
aðsókn Norðmanna í byggðinni og
eru margir Norðmenn jarðsettir í
Vídalínkirkjugarði.
Hallson- og Vídalínsöfnuðir hafa
lengi verið hluti af
Mountain-prestakalli ásamt öðmm
söfnuðum í byggðinni. Nú hafa
flestir islensku söfnuðimir á þessu
svæði sameinast undir eina stjóm
Vídalínkirkja
Aldarafmæli íslenskra
safnaða í Vesturheimi
Næsta ár eða 6. janúar 1881 var
enn einn söfnuður stofnaður. Það
var Tunguársöfnuður, sem stofnað-
ur var á heimili Jóhanns P. Halls-
sonar. Þegar byggðin stækkaði og
fólki fjölgaði reyndist nauðsynlegt
að skipta Tunguársöfnuði og upp
frá því vom stofnaðir Hallson- og
Vídalínsöfnuðir árið 1886.
Fyrsti fundur hins nýstofnaða
Hallsonsafnaðar var haldinn á
heimili Jóhanns P. Hallssonar og
var sr. Friðrik Bergmann á heimil-
um sóknarmanna, uns Hallson-
kirkja var reist árið 1897. Hallson-
kirkja er 16 km fyrir vestan bæinn
Cavalier og er að mestu óbreytt frá
upprunalegri mynd, nema tuminn,
sem var lækkaður eftir að eldingum
hafði tvisvar slegið niður í hann.
nnn Landið undir kirkjuna var
gefíð af Jóhanni P. Hallssyni og
hann gaf einnig kirkjuklukkuna,
altarið og prédikunarstólinn og
veitti stuðning sinn með peninga-
gjöfum og vinnu sinni. Jóhann P.
Hallsson vonaðist til, að þessi kirkja
yrði ekki lakari en aðrar kirkjur í
nágrenninu.
Árið 1899 hélt Kirkjufélag ís-
lendinga í Vesturheimi kirkjuþing
sitt í Hallsonbyggðinni og þá var
hin nýja kirkja vígð. Jóhann P.
Hallsson lést skömmu fyrir kirkju-
þingið og var jarðsettur sama dag
og kirkjan var vígð, sú kirkja, sem
síðan hefur borið nafn hans, því að
hann var héraðshöfðingi, sem lagði
sig allan fram um að efla andlega
og veraldlega heill landnemanna
íslensku.
Aldarafmælis Hallsonsafnaðar
var minnst með hátíðarguðsþjón-
ustu 29. júní.sl. Prestur safnaðar-
ins, sr. Bragi Skúlason, prédikaði
og þjónaði fyrir altari ásamt sr.
Stefáni Guttormssyni frá LaCrosse
í Wisconsin, en Jóhann P. Hallsson
var langalangafí hans í móðurætt.
Vídalínsöfnuður dregur auðvitað
nafii sitt af Jóni biskupi Vídalín.
Söfnuðurinn reisti kirkju árið 1888
og stendur hún um 5 km fyrir sunn-
an Akra. Vídalínkirkja var endur-
bætt árin 1901 og 1960, er
forkirkjan var stækkuð og klukku-
tum endurbyggður. Árið 1976 var
kirkjan færð til fyrra horfs að inn-
Söluturn í Reykjavík
Söluturn á góðum stað. Góð velta. Uppl. aðeins á skrifst.
VALHÚS 5:651122
R\STEIGI\*ABAI„A ^^alaeir Kristinsson hrl.
Roykjavfkurvegi bo ■ Sveinn Sigurjón&son sölustj.
Bjarnarfirði;
Nýir búningsklefar við
Gvendarlaug hins góða
Bjaraarfirði.
ÞAÐ MÁ segja að nokkur hátíða-
stemmning hafi rikt hér 27. júli
sl. en þá var lokið við að reisa
nýja búningsklefa við Gvendar-
laug hins góða hér við Klúku-
skóla. Er þetta eini sundstaður
sýslunnar, sem uppfyllir öll skil-
yrði, bæði sem keppnislaug og
kennslulaug.
Verkið hófst í sumar, að undan-
gengnu útboði, þar sem tveir
heimamenn urðu hlutskarpastir,
þeir Ólafur Ingimundarson á Svans-
hóli og Magnús Rafnsson á Bakka.
Em þeir því verktakar við smfði
hússins.
Kostnaðaráætlun á síðastliðnu
hausti var um ein milljón og tvö-
hundmð þúsund krónur. Hefir síðan
verið unnið að fláröflun og hafa
framlög verið sem hér segir:
íþróttasjóður 150.000, Hólmavíkur-
hreppur 250.000, Sýslusjóður
110.000, Lionsklúbbur Hólmavfkur
100.000, Ríkissjóður 20.000. Þá em
væntanleg viðbótarframlög frá
Ríkissjóði og svo framlag heima-
hrepps. Verða það væntanlega um
flögur hundmð þúsund krónur.
Vantar þá ekki mikið á að endar
nái saman.
Gvendarlaug hins góða, hefír
lengi verið baráttumál og áhugaefni
heimamanna, sem barist hafa fyrir
því að hafa hér góða aðstöðu til
sundkennslu. Segja má að hugurinn
hafí borið þá hálfa leið er þeim tókst
að koma hér upp steyptri sundlaug
við skólann. Það vom meðlimir og
stjóm sundfélagsins Grettir, sem
komu þessu í framkvæmd. Byggðu
þeir með aðstoð ýmissa aðila 25x8
metra steinsteypta laug, sem fékk
vatn sitt úr laug þeirri er Guðmund-
ur biskup góði vígði á sínum tíma.
Hlaut laug þessi því heitið: „Gvend-
arlaug hins góða“. Laug þessi var
tekin í notkun árið 1947 og hefir
verið starfrækt síðan. Eftir að bún-
ingaaðstaða við laugina var orðin
ónothæf fyrir tveim ámm, féll hins-
vegar niður kennsla í lauginni, en
nú verður úr því bætt, og hefst
vonandi kennsla sunds hér að nýju
á komandi hausti.
Sundfélagið Grettir í Bjamarfirði
var stofnað 22. desember árið 1928.
Áhugi manna var þá sá sami og
nú, sund og sundnám. Þá var raun-
ar suridlaugin af annarri gerð, eða
grafínn pollur í Kýlalæk í landi
Svanshóls. Allur uppgröftur, fyrir-
hleðsla og frága.ngur var unninn í
sjálfboðavinnu. Árangur þessa erf-
iðis varð svo 16x8 metra sundþró,
sem geta má nærri að veitti þreytt-
um mönnum hvíld og endumær-
ingu. Um þá segir svo í ritgerð
Sigvalda Ingimundarsonar: „Fé-
lagsmenn settu markið hátt, og það
var ákveðið á stofnfundinum, að
félagið léti steypa fullkomna sund-
laug eins fljótt og það hefði efni
á. Sótti félagið um það til Ríkis-
sjóðs, að hann tæki þátt í bygging-
arkostnaði laugarinnar."
Það var svo með samningi félags-
ins og hreppsnefndar frá 17. aprfl