Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 Sigríður Sigurfóns- dóttir hjúkrunar- . fræðingur — Minning Fædd 27. febrúar 1937 Dáin 29. júlí 1986 Þagalt og hugalt skyli þjóðans barn og vígdjarft vera; glaður og reifur, skyli gumna hver uns sinn bíður bana. (Hávamál, 15) Þetta erindi úr Hávamálum kem- ■>^r upp í hugann þegar við kveðjum ■^sigríði Sigurjónsdóttur, skólasystur okkar úr Hjúkrunarkvennaskóla íslands. Sigga, eins og hún var kölluð, var alltaf glöðust og kátust í hópnum þegar við hittumst og síðasta árið lét hún sig ekki vanta þó að helsjúk væri. Þetta var stórt ár hjá okkur skólasystrunum, því 25 ár voru liðin frá útskrift okkar sem hjúkrunarfræðingar. Sigga tók virkan þátt í undirbúningi og há- tíðahaldi af tilefni afmælisins. Samt sáum við að henni var brugðið og innst inni vissum við allar að þetta yrði sfðasta afmælið sem hópurinn héldu upp á óskertur. Það var 2. janúar 1958 að við ^ hittumst fyrst í anddyri Hjúkrunar- kvennaskóla fslands. Við vorum sundurleitur hópur og komum víðsvegar af landinu. Þó áttum við allar sameiginlegt markmið, að læra hjúkrun. í þá daga var skylda að búa í heimavist og heimavist- arlífíð sameinaði okkur. Við vorum eins og stór fjölskylda og alltaf var einhver heima sem hægt var að leita til ef eitthvað bjátaði á og ein_s til að samgleðjast ef vel gekk. Á þessum árum kom vel í Ijós hvaða mannkostum Sigga var búin, hún var alltaf traust, hreinskilin og full af lífsgleði. Hún átti auðvelt með að bregða á leik og minnisstæð eru litlu jólin þegar hún birtist í jóla- sveinagervi og gladdi okkur, en margar hveijar voru fjarri heimilum sínum og þar á meðal hún sjálf. Þörfin fyrir að gleðja aðra var ríkur þáttur í fari hennar og hún var alltaf boðin og búin að veita hjálp ef hún vissi að hennar var þörf. í gegnum árin hefur engan skugga borið á vináttu okkar, þótt fjarlægðin hafí oft verið mikil á milli okkar. Þegar við hittumst á ný var eins og við hefðum kvaðst í gær. Nú þegar Sigga er fyrst okkar að leggja úr vör yfir móðuna miklu, þá þökkum við henni samfylgd og vináttu liðinna ára. Aldraðri móður og öðrum aðstandendum sendum við samúðarkveðjur. Alda, Alfa, Magga, Ragga og Ríkey Tvær telpur alast upp sitt á hvor- um bæ og verða vinir. Þær hittast þegar færi gefst og eiga saman óteljandi ánægjustundir, stundum mæla þær sér mót á miðri leið á milli bæja, þar er gott að hittast, enginn sem truflar þær eða hlær að skrafí þeirra. Ekki spillir að síðsumars er þar beijaland sem hægt er að una i daglangt og geri regnskúr er leitað inn í lítinn hellisskúta sem skýlir fyrir vætunni og notalegt er að horfa á regndropana falla fram af brún skútans en eiga skjól þar inni. Þama í skútanum er margt skraf- að, rætt drauma og vonir og framtíðina alla, óræða og spenn- andi. Þegar skólaganga hefst eru þær svo lánsamar að skólinn er staðsett- ur á bæ sem er á milli heimila þeirra og þær geta átt samleið hluta af leiðinni og gera það og allt er borið saman og rætt fram og aft- ur, kannski er svolítið kapp á milli þeirra að dragast ekki afturúr. Ef leiðir skilja um tíma ganga bréfín á milli þeirra i tugatali og allt er tínt til í smáatriðum er ger- ist í lífí þeirra. Árin líða í starfí og leik, en „Lífsins kynngi kallar/kolbítamir rísa leið um lönd og sjó/opnast gáttir allar/óskastjömur lýsa leið um lönd og sjó.“ Onnur heldur til náms í Skógaskóla undir Eyjaljöll- um og Iýkur þaðan jjrófí, fer síðar í Hjúkmnarskóla Islands og að loknu prófí þar starfar hún við hjúkmn sjúkra upp frá því, eins og svo margar konur í hennar ætt. Það tognar á vináttubandinu sem tengt hefur þær saman, þær hittast sjaldnar og bréfunum fækkar, en sambandið rofnar ekki, til þess þarf annað og meira. Löngu síðar sitja þessar stöllur saman, en nú er það ekki hellis- skúti sem skýlir þeim heldur vistleg setustofa Reykjalundar. Þær ræða ekki lengur drauma framtíðarinnar, heldur forlögin og hversu litlu mennimir virðast ráða á lífsgöngu sinni. Lífsbók annarrar er útskrifuð, hinnar enn óviss, þess vegna hlýtur hún að skrifa síðasta bréfíð, þótt viðtakandi sé engin og svars ekki að vænta. Sigríður fæddist 27. febrúar 1937, dóttir hjónanna Amdísar Eiriksdóttur og Siguijóns Jónssonar er bjuggu á Fosshólum í Holtum en vegna veikinda móður hennar var hvítvoðungnum komið fyrir í Meiri-Tungu í sömu sveit, hjá hjón- unum Þórdísi Þórðardóttur og Bjama Jónssyni er bjuggu þar ásamt uppkomnum bömum sínum. I fyrstu átti dvölin að vera um stundarsakir, en úr henni tognaði svo að þar ólst Sigga upp í ömggu skjóli og mikilli umhyggju allra á heimilinu og þar átti hún lögheim- ili alla tíð, þar lágu rætur hennar og þangað fór hún þegar færi gafst. Mig langar að þakka Siggu alla þá vináttu sem hún sýndi mér og mínum alla tíð, Sigga var alltaf söm og jöfn, heil og sönn í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún tók öllu með jafnaðargeði sem að höndum bar, líka því að banvænn sjúkdómur heijaði á hana, hún stóð sem klett- ur og lét engan bilbug á sér fínna. Hún stóð líka sem klettur i tryggð sinni við ættingja og vini. Drottinn minn, blessaðu Siggu á nýjum leiðum, blessaðu ástvini hennar alla. Sella Margs er að minnast margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. 1 dag fer fram útför Sigríðar Siguijónsdóttur, hjúkrunarfræð- ings, sem andaðist í Landspítalan- um 29. júlí. Sigríður, eða Sigga eins og hún var kölluð, fæddist á Fosshólum 27. febrúar 1937. Hún var dóttir hjón- anna Amdísar Eiríksdóttur, ljós- móður, og Siguijóns Jónssonar. Vegna veikinda Ámdísar fluttist Sigga aðeins mánaðar gömul til hjónanna Bjama Jónssonar og Þórdísar Þórðardóttur í Meiri- Tungu. Þar ólst hún upp ásamt bömum þeirra, Þórði, Jónu, Kristínu og Valtý föður okkar. Sigga hóf nám við Héraðsskól- ann á Skógum og lauk þar lands- prófí 1955. Þá hafði hún þegar ákveðið að hjúkmn skyldi verða hennar framtíðarstarf. 1958 hóf hún nám við Hjúkrunarskóla ís- lands og lauk námi 1961. Árið 1964 stundaði hún framhaldsnám í skurðstofuhjúkrun á Landspítalan- um og hélt síðan til Edinborgar til frekari menntunar í þeirri sérgrein. Árið 1979 lauk hún kennaraprófí í hjúkrunarfræði frá Kennaraháskóla Islands og starfaði um tíma sem kennari við Hjúkmnarskóla íslands. Árin 1982—1984 var hún hjúkmn- arforstjóri Fjórðungssjúkrahúss Suðurlands á Selfossi. Um haustið 1984 hóf hún aftur störf á bama- deild Hringsins. Fyrir rúmu einu og hálfu ári syrti skyndilega í álinn er alvarleg veik- indi lögðust á Siggu. Eftir það barðist hún hetjulegri baráttu við illkynja sjúkdóm og lagði ótrauð út í erfiða lækningameðferð. Þrátt fyrir þessa miklu erfíðleika kvartaði hún aldrei en lét velferð annarra ávallt sitja í öndvegi. Það má því segja að lífsviðhorf hennar hafi endurspeglast í orðunum „sælla er að gefa en þiggja", og þrátt fyrir þessi erfíðu veikindi hélt hún áfram starfí sínu svo lengi sem kraftar og þrek leyfðu. Sigga var afar bamgóð og nutum við systkinin ætíð umhyggju hennar og hlýhugar í ríkum mæli. Við og fjölskyldur okkar eigum henni svo margt að þakka, fleira en hér er hægt að rekja. Við þökkum Siggu fyrir allan þann stuðning og þær ánægjulegu samvemstundir sem hún gaf okkur. Guð blessi minningu hennar. Far þú í friði, ffiður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Fyrir hönd okkar systkinanna, Valtýr Valtýsson Félagsstofnun stúdenta: Norræn ráðstefna um náms- mannaíbúðir á Hótel Sögu Morgunbladið/Þorkell Hér má sjá sýnishom af því sem Peter Hauth og félagar sýndu í Broadway á fimmtudagskvöldið. Myndin er tekin á æfingu fyrr um daginn. 'Þýsklr hárgreiðslumeistar- ar kynna nýjustu hártískuna Hér á landi eru nú staddir hárgreiðslumeistarar og snyrti- sérfræðingur frá Gunter Amann-skólanum í Þýskalandi, en margir íslendingar hafa stundað nám við þann skóla. Er- indi Þjóðveijanna er að kynna það nýjasta í hárskurði og hárlit- un. > Þau Peter og Margarete Hauth, Marcel Obert, Wolfgang Riester og Karin Herrmann hafa haldið nám- skeið fyrir hárgreiðslufólk í Iðnskól- anum f Reykjavík og héldu á fimmtudagskvöldið sýningu í Broadway, þar sem 30 módel sýndu nýjustu línuna í hárgreiðslu og lit- un. Peter Hauth, sem er skólastjóri Gunter Amann-skólans, sagði að nýjasta línan í hárskurði væri stutt hár. Hárið er klippt stutt í hnakk- ann en haft síðara í vöngunum og gjaman greitt fram. Stuttir þver- toppar eru einnig vinsælir. Hvað liti varðar þá er kolsvart og platínu- ljóst ríkjandi. Einnig er mikið um litadýrð, blandað saman mörgum litum og lokkar litaðir í öllum regn- bogans litum, svo sem rauðir eða fjólubláir. Að komu þýsku hágreiðslumeist- amna stendur heildverslun H. Helgason, en hún flytur inn ýmis þekkt merki í hársnyrtivörum, m.a. Joico. FÉLAGSSTOFNUN stúdenta við Háskóla íslands gengst fyrir 10. norrænu ráðstefnunni um náms- mannaíbúðir þann 11.-15. ágúst 1986. Ráðstefnan, sem ber heitið Nordisk studentbostadkonfer- ence (NSBK), er haldin annað hvert ár og er þetta í annað sinn, sem ráðstefnan er haldin á ís- landi. Þátttakendur ráðstefnunnar em stjómendur stúdentagarða á Norð- urlöndum, ásamt opinbemm aðilum frá húsnæðismálaráðuneytum land- anna og hafa þegar skráð sig til þátttöku um 100 manns frá hinum Norðurlöndunum. Efni ráðstefnunnar er STÚD- ENTAR ÁRIÐ 2000. Einkum verður fjallað um þróun og hugsan- legar breytingar á kennsluháttum aíðri menntastofnana og í framhaldi af því hvaða kröfur verði gerðar til stofnana á borð við Félagsstofnun stúdenta um húsnæði. Uppbygging ráðstefnunnar er á þá lund, að haldnir verða almennir fyrirlestrar um væntanlegar fram- tíðarhorfur í húsnæðismálum námsmanna. Einnig verður starfað í hópum og þá bæði í hópum, sem skipt verður eftir löndum, og einnig í blönduðum hópum, sem fjalla um afmarkaða efnisflokka. Einnig er gert ráð fyrir því, að íslensku þátt- takendumir haldi lokaða pallborðs- umræðu og hafa þegar verið valdir fímm sérfræðingar frá hinum Norð- urlöndunum, hver á sínu sviði til að sitja fyrir svörum í pallborði. Málaflokkamir, sem þessir aðilar hafa verið beðnir að fja.lla sérstak- lega um, eru eftirfarandi: 1. Nýbyggingar stúdentagarða og fjármögnun þeirra. 2. Notkun upplýsingakerfa við stjómun stúdentagarða. 3. Úthlutun íbúða og val for- gangshópa. 4. Kerfísbundið viðhald náms- mannaíbúða. í lok ráðstefnunnar verður haldin sýning á teikningum nýrra stúd- entagarða í Reykjavík, en fram- kvæmdir á þeim heQast þegar næsta vetur. SÝSLUNEFND Norður-ísafjarð- arsýslu vill að Alþingi endurbæti nýsett sveitarstjórnarlög svo að þau geti orðið byggð í landinu til þess gagns sem til er ætlast. Á fundi sýslunefndarinnar sem var haldinn 10.-11. júlí í sumar var bent á að ákvæði um héraðsnefndir væru afar óljós og til þess fallin að valda vafa og ágreiningi sem gæti skaðað samstarf sveitarfélaga. Þá var því beint til hreppsnefnda í Ráðstefnan fer fram í nýrri ráð- stefnuaðstöðu Hótels Sögu, en þar munu flestir ráðstefnugestir búa, en einnig verður nokkur fjöldi á Hótel Garði. Það er von Félagsstofnunar að íslendingar sýni ráðstefnunni áhuga og skal tilkynna þátttöku með því að fylla út þátttökutilkynn- ingu og senda til: NSBK, Félags- stofnun stúdenta v/Hringbraut, 101 Reykjavík eða hringja í síma 15959, 16482 eða 29619. sýslunni að skoða hvemig sam- starfí þeirra megi vera háttað, svo að markmiðum nýju sveitarstjóm- arlaganna verði náð. Auk venjulegra mála var ný lög- reglusamþykkt samþykkt og einnig voru áréttaðar kröfur um tafarlausa lagningu rafmagns til Hvítaness í Ögurhreppi. Var bent á hve mikil- vægt væri fyrir samgöngu-öryggi við sunnanvert ísafjarðardjúp að bærinn haldist í byggð, enda búa þar 16% íbúa Ögurhrepps. 0 Norður-Isafjarðarsýsla: Sýslunefndin vill að nýju s veitar stj órnar- lögunum verði breytt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.