Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 45 íþróttir helgarinnar: Bikarkeppni FRÍ í Laugardal ÞÁ BYRJAR boltinn að rúlla á fullu aftur eftir stutt sumarfrí. Heil umferð verður í 1. deild, þrír leik- ir voru í gærkvöldi eins og fram kemur annars staðar á síðunum hjá okkur, einn verður í dag og síðasti leikur umferðarinnar er á morgun. Sund, frjálsar íþróttir og golf er einnig á dagskrá íþrótta- manna núna um helgina þannig að það er í nógu að snúast og flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Einnig er tilvalið fyrir fólk að skokka dálítið til að æfa sig fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem verður sunnudaginn 24. ágúst. Vestmanneyingar taka á móti Keflvíkingum í dag og hefst leikur þeirra klukkan 14. Á morgun leika síðan Fram og Valur á Laugardals- vellinum og trúlega er þetta einn af úrslitaleikjum mótsins og hefst hann klukkan 19. í 1. deild kvenna leika Haukar og Þór í dag í Hafnarfirði klukkan 14 og er þetta eini leikurinn hjá stelpunum í 1. deild. Heil umferð er í 2. deild en einn leikur var á fimmtudaginn. ísfirð- ingar leika við Siglfirðinga á ísafirði, Njarðvíkingar fá Völsung frá Húsavík í heimsókn og á Sel- fossi leika heimamenn við Einherja og þar verður örugglega hart bar- ist. Skallagrímur leikur við Víking í Borgarnesi og hefjast allir þessir leikir klukkan 14. Frjálsar íþróttir Bikarkeppni FRÍ verður haldin í Laugardalnum og þar er allt okkar besta frjálsíþróttafólk. Það er víst Golf öldunga: Jóhann með forystu JOHANN Benediktsson, Golf- klúbbi Suðurnesja, er efstur í öldungaflokki á landsmótinu í golfi. Mótið hófst í gærmorg- un á Strandarvelli á Hellu og lék Jóhann á 84 höggum, en fast á hæla hans á 85 höggum koma þeir Þorbjörn Kjærbo, GS og Gunnar Júiíusson, GL. Golfklúbbur Hellu hefur haft veg og vanda að undirbúningi landsmótsins í öldungaflokki að þessu sinni. Þátttaka er mjög góð, 78 kylfingar og þar af eru 13 konur. Leiknar verða 54 hol- ur. Ljóst er að keppnin verður hörð og spennandi því aðeins 7 högg skilja á milli fyrsta og tíunda manns og er röðin þann- ig eftir fyrsta dag keppninnar. högg Jóhann Benediktsson, GS 84 Þorbjörn Kjaerbo, GS 85 Gunnar Júlíusson, GL 85 EiríkurSmith, GK 86 Gísli Sigurðsson, GK 87 Hólmgeir Guðmundss., GS 87 Svan Friðgeirsson, GR 87 Gunnar Stefánsson, NK 87 BirgirSigurðsson, GV 90 Marteinn Guðmundsson, GV 91 að það verður mikið kastað, hlaup- ið og stokkið í Laugardalnum og hver veit nema við fáum að sjá einhver íslandsmet þar. Mótið hefst í dag klukkan 14 og verður fram haldið á sama tíma á morgun. ÍR-ingar hafa unnið þetta mót 14 ár í röð og jaðrar það ábyggi- lega við heimsmet og nú er spurningin hvort þeim tekst að vinna í 15. sinn í röð. í köstum keppa meðal annars Hreinn Hall- dórsson, Óskar Jakobsson og auðvitað þeir Sigurður Einarsson og Einar Vilhjálmsson svo ein- hverjir séu nefndir. Hörku keppni i Laugardalnum um helgina. 2. deildin verður á sama tíma á Egilsstöðum og 3. deildin á Sauð- árkróki. Golf Síðasta stigamótið í golfi verður í Grafarholtinu í dag og á morgun en þar keppa flestir okkar bestu kylfinga. Á Akureyri fer nú fram sveita- keppni unglinga og lýkur keppninni á sunnudaginn en hún hófst á fimmtudaginn. Sund Aldursflokkameistaramótið í sundi verður í Laugardalslauginni í dag og á morgun, en mótið hófst reyndar í gærkvöldi. Keppnin í dag hefst klukkan 13 og á sama tíma á morgun. Að þessu sinni er keppt á 8 brautum sem allar eru 25 metrar og hefur verið komið fyrir sérstöku þili í Laugardalslauginni miðri til þess að svo megi vera. í sam- bandi við mótið verður haldið Sundþing. DAGUR1986 STÓRLEIKUR í 1. DEILD FRAM VALUR Sunnudagskvöld 10. ágúst kl. 19.00 Dagskrá Framdagsins er að þessu sinni liður í hátíðar- höldum Reykjavíkm* í tilefni 200 ára afmælis borgarinnar 18. ágúst næstkomandi. Knattspyrna Leikir yngstu flokka á grasvelli við Álftamýri: kl. 13.00 6. flokkur AogB Fram — FH kl. 13.35 3. flokkur Fram — Stjarnan kl. 14.50 5. flokkur Fram — ÍR kl. 15.45 4. flokkur Fram — Afturelding Handknattleikur Hraðmót 4. flokks á útivelli við íþróttahús Álftamýrarskóla: kl. 14.00 Fram — ÍR kl. 14.22 Stjarnan — Víkingur kl. 14.50 Víkingur — Fram kl. 15.12 ÍR — Stjarnan kl. 15.40 Víkingur — ÍR kl. 16.02 Fram — Stjarnan .*★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ ★★★ + I Aðalleikur Framdagsins á aðalleikvangi í J + Laugardal kl. 19.00 íslandsmótið 1. deilcl ♦ X Fram — Valur X J Stórglæsilegar kaffiveitingar Framkvenna verða * * í nýbyggingu Framheimilisins frá klukkan 14.00. X *■★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ Knattspyrn uskólinn, a ukanámskeiö 11.-22. ágúst kl. 13.00-15.30 alla virka daga. Skráningog upplýsingarí síma 35033 og34792. AMERICAN STYLE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.