Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 43 Marga fýsti að vita hvar hægt væri að nálgast þörungavökva til að úða tré eins og rætt var um í Velvakanda fyrir skömmu. Þessir hringdu . . Þörungavökvinn fæst hjá Sölu- félagi garöyrkju- manna Nokkrir lesendur höfðu sam- band vegna greinar um vamir gegn skordýrum á trjám og öðrum gróðri í Velvakanda sl. föstudag og vildu fá að vita hvar þörunga- vökvinn sem rætt var um í greininni fengist. Hjá Sölufélagi Garðyrkju- manna fengust þær upplýsingar að þeir seldu vökvann bæði í 100 ml og eins lítra flöskum. Einnig fæst þörungamjöl í mörgum blómabúðum. Tjörnin viö Selja- hlíð enn bara drullupollur íbúi í Seljahverfi hringdi: „Svo er mál með vexti að við Seljahlíð, dvalarheimili aldraðra, hérna í hverfmu átti að vera tjöm, íbúunum til ánægju og yndisauka. Þótt flestir íbúanna séu nú fluttir inn er ekkert að sjá af þessari tjöm nema óásjálegur dmllupollur sem er engum til ánægju og gott ef hann er ekki bara hættulegur. Girðingin í kringum hann er afar léleg og umhverfíð ljótt. Þama væri ráð að hlaða kantana, setja gras í kring og snyrta svæðið. Það eru margir að tala um þetta. Nú skora ég á borgaryfír- völd að láta hendur standa fram úr ermum, það myndi gleðja gömlu augun á elliheimilinu." Árbæjarsafn fyrst og fremst safn Húsmóðir í Breiðholti hringdi: „Mig langar til að svara bréfí frá húsmæðmm í Árbænum um að kakó væri dýrt í Árbæjarsafni sem birtist í Velvakanda miðviku- daginn 6. ágúst. Arbæjarsafn er fyrst og fremst, eins og nafnið bendir til, safn. I safninu er ótalmargt sem er skoð- unarvert og þar fær viðskiptavin- urinn toppleiðsögn af fæm fólki. Aðgangseyririnn er mjög lágur, miðað við önnur söfn, sem sagt heilmikið fyrir 100 kr. Veitinga- salan er að sjálfsögðu rekin fyrir safngesti þeim til hressingar í upphafí eða við lok skoðunar safnsins. En ágætu húsmæður, væri ekki skrýtið ef allir segðu sem svo, við ætlum bara f „kakó“ og þyrftu þá ekki að borga sig inn ? Ég vil að lokum hvetja alla borgarbúa til að skoða Árbæjar- safn, þar fáið þið sko mikið fyrir lítið. Hvað viðvíkur veitingunum þá em þær mjög góðar og ekki dýrar sem sést af bréfí húsmæðr- anna. Þær þurfa líklega að borga ferðir niður í bæ og heim aftur hvemig sem þær ferðast og það fer langt með að kosta jafnmikið og aðgangseyririnn að Árbæjar- safninu." Kn Húsmóðir í Breiðholti segir að veitingasalan í Árbæjarsafni sé fyrst og fremst fyrir safngesti. Friðarleikamir 1 Moskvu hefðu átt að vekja samvisku heimsins Húsmóðir skrifan „Nú er lokið íþróttamótinu í Moskvu, sem auðvitað var kennt Tjald, taska og úlpa týnd- ust á þjóðhátíð Fjórar ungar stúikur bönkuðu upp á hjá Velvakanda og sögðu sínar farir ekki sléttar af þjóðhátíð- inni í Vestmannaeyjum um síðustu helgi. Þær höfðu týnt bláu tjaldi, merktu Ámýju Önnu Svavarsdóttur og rauðri tösku með hvítum endum. í henni vom föt, meðal annars Don Cano-galli, hlýrabolur, skór og peysa. Loks höfðu þær týnt blárri Millet-úlpu. Þetta gerðist allt á föstudagskvöldið. Þeir sem vita hvar þessir hlutir em niðurkomnir em beðnir að hringja í síma 74388. við frið. Rússneska friðinn þekkir heimurinn. Hann felst í því að í nafni friðar- ins mega Rússar ráðast á lönd og hneppa þau í fjötra kúgunar og hungurs og þetta er látið afskipta- laust. Hlýtur blessun friðarhreyf- inganna og hvað þetta allt kallast, sem heimta allsheijarafvopnun, sem hefur það eitt í för með sér að heimsyfírráð kommúnismans verða algjör og hvaðan eiga þá matargjafimar að koma? Friðarleikamir f Moskvu hefðu átt að vekja samvisku heimsins til þess að Afganir gætu svarað fyrir sig með nýtískuvopnum svo að inn- rás Rússa yrði þeim það dýr að þeir sæju að sér og hundskuðust heim aftur. Marxisminn notar orðið friður fyrir stríð og frelsi fyrir kúgun og svo framvegis. Þetta benti Orwell heiminum á í bók sinni 1984. Or- well fór sem blaðamaður til Spánar þegar kommúnistamir vom komnir til valda. Það sem hann sá átti ekk- ert skylt við mannréttindi og bætt lífskjör. Hann reyndi svo að fá reynslu sína birta í Daily Worker í London en fékk ekkert birt því að þar stóð bara áróðurinn frá Stalín sem skáldin gleyptu hráan. Þá skrifaði Orwell bók um Spán, hún heitir Farwell to Catalonia. Þeir sem ráðnir eru hjá ríkisfjöl- miðlunum okkar ættu sumir hveijir að lesa bókina. Það er ekki hægt að segja með sanni að Orwell hafí lagt blessun sína yfír stjómarað- gerðimar. Skattborgaramir sem kosta fréttaflutninginn eiga heimtingu á því að fréttaskýrendumir segi ekki frá hlutunum eins og Gunnar Lambason þegar hann átti að segja frá Njálsbrennu og, eins og stendur í Njálu: „Um allar sagnir hallaði mjög til“. Fréttaflutningur í dag er er allur annar en á dögum Sigurðar Orkn- eyjajarls og það ættu fréttaskýr- endur ríkisfjölmiðlanna að vita.“ Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Agúrkur Agúrka með túnfiskfyllingu. Það er hægt að gera fleira við agúrkur en nota þær sem álegg á brauð, í grænmetissalat eða léttsýrðar sem meðlæti. Ef agúrk- ur bjóðast á tilboðsverði er tilvalið að reyna eitthvað nýtt, möguleik- amir era margir. Það má benda á fyllta agúrku, bakaða agúrku og agúrkusósu svo eitthvað sé nefnt. Fyllt ag'úrka 1 stór agúrka, 120 gr kotasæla, 1 bamaskeið saxaður graslaukur, salt, pipar og paprikuduft eftir smekk, steinselja til skrauts. Agúrkan skorin í ca. tólf bita, kjaminn tekinn úr með skeið og saman við hann er sett kotasæla og krydd. Blandan sett aftur í agúrkubit- ana, skreytt með steinseljunni og haft sem forréttur eða smáréttur með öðra. Agúrka með túnfisk- fyllingoi 1 dós túnfískur í legi (ca. 200 gr.), 1 agúrka, uppbakaður jafningur eða sósa úr pakka, V2 bolli brytjaður graslaukur, V4 bolli biytjuð steinselja, ‘A bolli sítrónusafí, V2 tsk. salt, */2 tsk. pipar, 1 bolli af þurram brauðmolum (heilhveiti — eða franskbrauð) blandaðir kiyddi eftir smekk. Agúrkan er klofin í tvennt, skorin í hluta og bragðið í sjóð- andi vatn í ca. 5 mín., saltað. Vatnið svo látið dijúpa vel af. Lögurinn látinn síga vel af tún- fiskinum og hann tekinn sundur í bita. Búinn til lítill skammtur af sósu (úr pakka eða jafningur þynntur út með vatni). Út í sós- una er settur laukur, steinselja, sítrónusafí, salt, pipar og múskat, túnfiski og brauðmolum bætt út í. Á hvem agúrkuhluta er svo sett fylling og sett í smurt ofn- fast fat, bakað í ofni í 15—20 mín. V estur-Indía-sósa 1 meðalstór agúrka, 1 lítill laukur, safí úr hálfri sítrónu, örlítið salt og cayennepipar, smálögg af þurra hvítvíni, þurra sherry eða Madeira. Agúrkan brytjuð smátt, laukur- inn saxaður smátt, sítrónusafa, kryddi og víni bætt saman við og þetta látið standa í hálfa klst. fyrir notkun. Gott með steiktu eða grilluðu kjöti. Juliet-salat Hálf agúrka, 4 stórir tómatar, lítið salathöfúð. Salatsósan: 2— 3 matsk. saxaður ferskur graslaukur, 1 matsk. sítrónusafí, 1 tsk. sykur, 3— 4 tsk. majones, nýmalaður pipar. Öllu blandað saman, þunnt sneiddir tómatar og agúrka sett saman við og borið fram á salat- blöðum. Gott með köldu kjöti eða físki. •r Sjávarútvegs- sýning í Noregi DAGANA 11.—16. ágúst verður haldin í Þrándheimi í Noregi sjávarútvegssýningin „Nor-Fish- ing ’86“. Þetta mun vera ein af stærstu sjávarútvegssýningum heims og eru það norska sjávar- útvegsráðuneytið og norska fiskimálastofnunin sem standa að sýningunni. Yfír 270 aðilar frá 15 löndum sýna þar og selja vörar frá rúmlega 400 framleiðendum um allan heim. Þátttakendur í sýningunni era frá öllum Norðurlöndunum, Banda- ríkjunum, Bretlandi, Hollandi, Austur- og Vestur-Þýskalandi, Pól- landi, Austurríki, Ítalíu, Spáni og Portúgal. Ýmsar nýjungar verða kynntar á sýningunni, m.a. á sviði rafeinda- tækni og líftækni. I tengslum við sýninguna verða haldnar tvær ráðstefnur. Sú fyrri verður þann 13. ágúst og ber yfír- skriftina „Líftækni; framtíðarhorf- ur og áætlanir um nýtingu hráefnis úr sjó“. Hin síðari verður haldin þann 14. ágúst og heitir hún „Fiskimassi og fiskimjöl, vöraþróun l og markaðsaðlögun". Aðstandendur sýningarinnar I vænta þess að hana sæki fagfólk á sviði sjávarútvegs frá öllum heims- homum. Síðustu sýningu sem haldin var 1984 sóttu um 23.000 manns frá 40 löndum. 8 0 ~

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.