Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 21 Sýrland undirbýr styrjöld Tel Aviv, AP. SÝRLENDINGAR eru að þróa efnavopn, sem hægt er að skjóta með eldflaugum, að sögn Shimon Peres, forsætisráðherra ísraels. Ekki gat Peres nánar um það hvers kyns þessi efnavopn Sýr- lendinga væru, né hvað Israels- menn hyggðust fyrir til þess að verjast þessum vopnum. Peres og aðrir ísraelskir ráð- herrar hafa á undanfömum mánuðum nokkmm sinnum skýrt frá því að Sýrlendingar undirbyggju stríð. Hafa þeir bent á nýjar omstu- flugvélar Sýrlendinga af gerðinni MiG-29 frá Sovétríkjunum og flug- skeyti þeirra, sem náð geta til borgaralegra skotmarka innan landamæra ísraels. Hins vegar hafa þeir lagt á það áherslu að þeir teldu að vopnabúnaður Sýrlendinga jafn- aðist ekki á við vopnabúnað Israela, né að þeir hefðu fjárhagslegt bol- magn til þess að leggja út í styrjöld. Egyptaland: Mubarak segir samkomulag við ísrael í höfn Katró, AP. FORSETI Egyptalands, Hosni Mubarak, sagði á föstudag að hann hygðist skipa sendiherra í ísrael að nýju og að hann hefði áhuga á fundi með Peres, forsæt- isráðherra ísraels, eftir að samningar um landamæradeilur ríkjanna hafa verið undirritaðir. Mubarak sagði þetta á fundi, sem hann átti með ísraelskri samninga- nefnd í Alexandríu. Þetta vom fyrstu afskipti Mubaraks af landa- mæradeilunni frá því að ísraelar féllust á tillögu hans um að fulltrú- ar annara ríkisstjóma yrðu látnir ganga á milli. Tíðindum þætti sæta ef Mubarak skipaði nýjan sendiherra í Tel Aviv, en hann var kallaður heim eftir innrás ísraela í Líbanon árið 1982. Sovésku línudansararair á fréttamannafundi í Miami í Bandaríkj unum skömmu eftir komu þeirra frá Argentinu. Bandaríkin: Sovéskt listafólk fær pólitískt hæli Mianii, AP. TVEIR Iínudansarar við hið fræga Moskvu- fjölleikahús, sem flúðu í Buenos Aires í Arg- entínu, hafa fengið pólitiskt hæU i Bandaríkjun- um. Flóttamennimir era hjón og heita Bertalina Kazakova og Nikolai Nikolasky. Þau kváðust vera mjög hamingjusöm og fögnuðu þvi að geta loks Utið á sig sem „frjálst fólk“. Nikolasky hafði starfað við fjölleikahúsið í tíu ár og kvaðst hann lengi hafa beðið tækifæris til að flýja til Vesturlanda. Fjölleikahúsið sýnir árlega í Argentínu og vom hjónin nú með í för fyrsta sinni. Að sögn bandarísks embættismanns læddust hjónin brott frá samstarfsfólki sínu aðfaranótt mánudags og gáfu sig fram við Bandaríkjamenn. Hjónin sögðu í viðtali, sem tekið var fyrir brott- förina frá Buenos Aires, að þau hefðu viljað flýja land frá 1978 og kvörtuðu sáran undan kúgun á sviði stjómmála og lista í Sovétríkjunum. EJármálaráðherra Spánar: Atvinnu- leysið 15% en ekki 22% Palma, AP. Pjármálaráðherra Spánar sagði í gær að hann teldi að atvinnuleysi á Spáni væri um sjö prósentum minna, en hinar opinberu tölur gæfu til kynna. Ráðherrann, Carlos Solchaga, sagði að atvinnuleysið væri í raun 15%, en ekki 22%, eins og upplýsingar þjóðhagsstofnunar Spánar benda til. Hann sagði að af þeim þremur milljónum manna, sem skráðar eru at- vinnulausar, geti a.m.k. ein milljón talist hafa vinnu í tengsl- um við „neðanjarðarhagkerfí" landsins. Solchaga kvaðst vera þess fullviss að verkalýðsfélögin hefðu vitneskju um þetta, en talsmenn þeirra vildu ekki lýsa yfír því opinberlega. Leiðtogar sex ríkja: Vilja hafa eftirlit með banni við tilraunum með kjarnorkuvopn — Bandaríkjamennhafnatillögunni Ixtapa, AP. Bandaríkjastjóra hafnaði í um, þar sem þeir bjóðast til að gær tillögu leiðtoga samtaka sex taka að sér eftirlit með sam- ríkja í Evrópu og þróunarlönd- komulagi risaveldanna um bann Noregur: Willoch verður ekki forsætisráðherraefni Óslð, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morguublaðsins. KÁRE Willoch, fyrrum forsætis- ráðherra Noregs, ætlar ekki að vera i forsvari fyrir borgara- flokkunum ef þeir komast aftur til valda. Er hann lúinn orðinn og viU láta Rolf Presthus, for- manni Hægriflokksins, eftir oddvitastarfið. Skýrði norska rikisútvarpið frá þessu í gær. Willoch hefur allt frá því Gro Harlem Brundtland og Verka- mannaflokkurinn tóku við völdun- um í vor verið óumdeilanlegt forsætisráðherraefni Hægriflokks- ins en nú hefur hann ákveðið að sækjast ekki eftir embættinu. Hefur hann gefíð í skyn, að hann vilji, að Presthus verði eftirmaður sinn en Jan P. Syse, annar frammámaður í Hægriflokknum, hefur einnig þótt líklegur. við tilraunum með kjaraorku- vopn. Sovétmenn hafa ekki enn svarað tiUögunni, sem felst í að fulltrúar ríkjanna komi upp eft- irUtsstöðvum á þeim stöðum, þar sem Bandaríkjamenn og Sovét- menn hafa gert kjarnorkuvopna- tilraunir. í yfirlýsingu leiðtoga Mexíkó, Argentínu, Indlands, Svíþjóðar, Grikklands og Tansaníu segir að þeir geti ekki sætt sig við að örlög mannkynsins séu undir ákvörð- unum nokkurra ríkisstjóma komin. Leiðtogamir hafa undanfama daga setið fund í Mexíkó. Að sögn fundarboðenda er þetta í fyrsta sinn sem ríki er hafa ekki yfír kjamorkuvopnum að ráða bjóð- ast til að leggja fram fjármuni og mannafla til að sjá til þess að sam- komuiag um bann við tilraunum með kjamorkuvopn sé í heiðri haft. Vísindamenn, sem setið hafa fund leiðtoganna, segja að kostnað- ur við eftirlitsstarfíð sé um 10 milljónir dollara. Leiðtogar ríkjanna, sem hér um ræðir, hafa hist nokkrum sinnum síðan árið 1985 til að ræða af- vopnunarmál, og hafa þrír þeirra komið að máli við Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhail Gor- bachev leiðtoga sovéska kommún- istaflokksins. Gorbachev tók þá ákvörðun að framlengja einhliða stöðvun á tilraunum Sovétmanna með kjamorkuvopn frá 31. mars til 6. ágúst á þessu ári eftir að fulltrú- ar ríkjanna sex höfðu farið fram á það. Gengi gjaldmiðla Lundúnum AP. GENGI Bandaríkjadals lækkaði í heildina tekið í nýliðinni viku samanboríð við gengi hans í lok síðustu viku. I gær lækkaði hann gegn flestum helstu gjald- miðlum, en hækkaði þó gagn- vart breska pundinu. Gull hækkaði um sjö dali únsan vegna almennrar bjartsýni um þróun verðlags á málmum. Breska pundið kostaði 1,4745 dali, en kostaói á fímmtudag 1,4765 dali. Gehgi dalsins gagn- vart öðmm helstu gjaldmiðlum heims var annars sem hér segir. Dalurinn kostaði 2,0745 vestur- þýsk mörk (2,0660), 1,6687 svissneska franka (1,6695), 6,7300 franska franka (6,7175), 2,3345 hollensk gyllini (2,3340), 1.422,50 ítalskar límr (1.424,00), 1,3854 kanadíska dali (1,3809), 154,10 yen (153,75). Gullúnsan í Ziirich kostaði 371 dal, en kostaði á fímmtudag 362,25 dali. HEILSUGÆSLUSTOÐIN FOSSYOGI BREYTT SÍMANÚMER Frá og með mánudeginum 11. ágúst verður símanúmer stöðvarinnar 696780 Reykjavík 7. ágúst 1986 Borgarspítalinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.