Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 AKUREYRI Bæjarráð Akureyrar: Samþykkti að aug- lýsa starf forstöðu- manns öldrunarráðs — sem jafnframt yrði framkv.stj. dvalarheimilanna Á FUNDI bæjarráðs Akureyrar sl. fimmtudag var samþykkt að auglýsa starf forstöðumanns nýkjörins öldrunarráðs að þvl gefnu að meirihluti bæjarstjórnar samþykkti einnig tillöguna, en öldrunar- mál Akureyrarbæjar heyrðu áður undir félagsmál að hluta. Fráfarandi bæjarstjóm gerði samþykkt í vetur um breytt stjóm- skipulag og tóku þær breytingar gildi fyrr í sumar með nýrri bæjar- stjóm. Að undanfömu hafa menn þó verið að kvika frá þeim hug- myndum að skilja alveg á miili öldrunarráðs annars vegar og fé- lagsmálaráðs hins vegar eins og ráð var gert fyrir, að sögn Gunnars Ragnars, forseta bæjarstjómar. „Það eru raunar allir sammála um að skilja þama á milli, en hug- myndir em uppi um hvort félags- málaráð skuli vera framkvæmdaað- ilinn fyrir hönd beggja þessara ráða. Bæjarráð tók hins vegar af skarið með þetta og vill halda þessu tvennu algjörlega aðskildu." Sá er ráðinn verður í stöðuna, mun jafnframt taka við fram- kvæmdastjórastöðu dvalarheimila Akureyrar og Skjaldarvíkur þar sem ætlunin er að sameina þessi tvö embætti undir einn hatt og mun Jón Kristinsson, sem gegnt hefur framkvæmdastjórastöðunni, láta af embættinu í haust sökum aldurs. I upphafi fundar fóm bæjarráðs- menn á elliheimilið Hlíð og skoðuðu þar bæði eldri bygginguna og eins viðbygginguna, sem nú er unnið að. Gunnar sagði að nýbyggingin væri á því stigi að vera tilbúin undir tré- verk og væra uppi hugmyndir um það í bæjarráði að bjóða það sem eftir er að gera út í einum pakka í staðinn fyrir að vera með þetta allt í áföngum, en að sjálfsögðu væri það spuming um fjármagn. „Þessi möguleiki er vel fyrir hendi svo hægt yrði að ljúka byggingunni sem fyrst því það era margir sem bíða eftir rými.“ Gert er ráð fyrir 30 vistmönnum í nýju bygginguna og einnig á þama að vera dagvist fyrir aldraða Akureyringa. Morgunblaðid/J&iunnA Ingvandóttir Jóhannes Kristjánsson laxveiðimaður og bifreið hans sem hann seg- ir að sé svo til jafngömul honum. Lax „veiddur“ í beinni útsendingu Á FRÍDEGI verslunarmanna var gerð tilraun með að veiða lax úr Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu í beinni útsendingu og voru það starfs- menn RUVAK sem þar voru staddir á útvarpsbílnum. Hinn kunni veiðimaður, Jóhannes Kristjánsson frá Akureyri, var fenginn til að renna fyrir og hafði hann 5 mínútur til stefnu. Jóhannes kastaði og það var eins og við manninn mælt, laxinn beit á í fyrstu atrennu og hófst þá barátt- an við að ná honum á land sem dróst heldur á langinn eða umfram þær fimm mínútur sem beina út- sendingin stóð yfir. Málum lyktaði hingsvegar þann- ig að Jóhannes missti laxinn skömmu eftir að útsendingu var hætt frá Laxá, en lax þessi ku hafa verið vænn matlax, að sögn þeirra sem með fylgdust, 5 til 6 kg. Jóhannes sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði átt þrjá laxadaga um og yfir verslunar- mannahelgina, á fyrstu tveimur dögunum fékk hann aðeins einn lax og þriðja daginn alls níu. „Það er ómögulegt að segja til um aflabrögð svona fyrirfram því þetta er svo sveiflukennt. Hinsvegar segi ég alltaf að ’ann bíti á hjá mér í næsta svo stundum getur liðið ansi langur tími á milli. Það þýðir ekkert að gefast upp því þá er draumurinn um að fá lax úti.“ Jóhannes sagðist taka Laxá fram yfir allar aðrar ár, en þó hefði hann farið af og til í Hofsá í Vopnafirði. „Ég fékk mér tíu daga í Laxá í sumar, á eftir þijá, og ætla austur í Vopnafjörð með syni mínum í aðra þijá daga.“ Jóhannes sagðist hafa veitt fyrsta silunginn sinn á stöng þegar hann var strákpolli heima í Svarfað- ardal, en hann byijaði ekki á laxveiðinni fyrr en upp úr 1940. „Veiðin í Laxá hefur verið með því allra besta sem gerist, t.d. vora komnir milli 1600 og 1700 laxar á land af því svæði þar sem ég veiði sem er neðsti hluti árinnar og veiði- svæðin í kringum Hólmavað. Við höfum fengið töluvert mikið af ör- merktum uggakiipptum iöxum, sem era úr gönguseiðasleppingum i ána og að mínu áliti gera gönguseiðin ánni mjög gott þó ýmsir séu vantrú- aðir,“ sagði Jóhannes Kristjánsson að lokum. Morgunblaðið/HG Þad var margt manna í félagsheimilinu, karlar og konur á öllum aldri. Þessir dyggu studningsmenn voru mættir tímanlega, útskýrðu leikinn með Þormóði i lýsingunni: PáU Línberg, Níels Halldórsson, Haraldur M. Sigurðsson, Júlíus Jónsson og Jón Bjaraason. Bein lýsing í félagsheimili KA: „Ég trúi þessu ekki, Þróttarar skora enn“ Og þá f óru Palli Línberg og Nelli Halldórs Þeir nota ekki breiddina". Árni Ingimundar og Páll Línberg. „ÉG TRÚI þessu ekki, Þróttarar skora enn og aftur.“ Og þá fóru Páll Línberg og Níels Halldórs- son. Það nánast tæmdist salurinn í félagsheimili KA þegar Þróttar- ar skoraðu þriðja markið gegn KA, en knattspyraumaðurinn kunni, Þormóður Einarsson, lýsti leiknum beint í gegnum síma frá Reykjavík. „Nú er mórallinn bú- inn hjá strákunum, 3:0 tap fyrir Þrótti og þó áttum við allan leik- inn. Þetta er ekki hægt,“ sögðu menn og höfðu sig heim. En mörk Þróttara urðu alls 5. Fyrir skömmu tóku KA-menn í notkun nýtt og glæsilegt félags- heimili á athafnasvæði sínu og hafa tekið upp þá nýbreytni að lýsa þremur síðustu útileikjum liðsins beint í gegnum síma og magna upp sendinguna með hátöluram. Það var talsverður fjöldi fólks, sem lagði leið sína í KA-heimilið á fimmtu- dagskvöldið, flestir fulivissir um að leikurinn gegn tilvonandi „fallliði“ væri nánast formsatriði. Svo virtist sem leikmenn liðsins væra á sama máli, en raunin varð önnur og stuðningsmenn urðu æ þungbrýnni er á lýsinguna leið. Þeir Palli Línberg, Nelli, Halli Sig., Júlíus Jónsson og Jón Bjarna vora mættir tímanlega og höfðu komið sér fyrir í homi við einn hátalaranna. Þeir vora í upphafi nokkuð sigurvissir, en þótti útsendingin hjá Þormóði nokkuð óskýr. Leikurinn byijaði líka vel, „KA-menn í stöðugri sókn. Við eigum þetta allt eins og það leggur sig, en það er ekki nóg. Það þarf að setja mörk,“ sagði Þormóð- ur í beinni útsendingunni. Sífellt leið lengra á fyrri hálfleikinn og menn orðnir órólegir. „Með heppni hefði Tryggvi átt að vera búinn að skora þijú," sagði Þormóður. „Það er bara eitt lið á veilinum og það getur ekki skorað," sagði Nelli. Það reyndist nokkuð til í því, sem Nelli sagði, ekki skoraði KA. KA byijaði seinni hálfleikinn vel, fannst mönnum, en: „Nú fáum við hom, en Þróttarar era allt í einu komnir inn í teig. Guð minn almáttugur, þeir skora,“ sagði Þormóður. Svo kom annað mark og loksins það þriðja og þá fóra Palli og Nelli og reyndar flestir aðrir og Þormóður sagði að það væri ekki gaman að lýsa svona leik. En tapið varð enn stærra og sífellt dró niður í Þor- móði, sem nú lýsti aðeins fyrir nokkra, sem enn trúðu á krafta- verk. Ámi Ingimundar þraukaði lengi og var ekki ánægður. „Þeir spila ekkert, nota ekki breiddina á vellinum, heldur ætla alltaf að ryðj- ast upp miðjuna, þar sem vömin er þéttust. Svo era sendingamar flestar ónýtar," sagði Ámi. „Þetta er voðalegt. Þegar fimmta markið kom heyrðist nánast ekkert í Þor- móði. Aðeins þung stuna og „þetta er nú meiri hörmungin." Þetta stóra tap í Reykjavík síðastliðinn fimmtudag dregur þó engan veginn úr ágæti hinnar nýju félagsaðstöðu KA og bein lýsing útileikja þjappar félagsmönnum tvímælalaust saman enda hafa menn gaman af því að hittast og ræða málin yfir kaffi eða öðram veitingum. KA-menn styðja lið sitt áfram þrátt fyrir þetta stóra tap og eiga örugglega eftir að fara ánægðari úr félagsheimili sínu eftir beina útsendingu frá Þormóði. - HG. Börain voru líka mætt, en spil og skák virtist ekki síður áhugavert en lýsingin hjá Þormóði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.