Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 H Leðurfatnaður í stríði og friði Eftir því sem best verður séð er ekkert lát á vinsældum leður- fatnaðar og ef marka má tískuspár eru ekki horfur á að slíkur fatnaður hverfí af sjónvarsviðinu á næst- unni. Leðurföt voru lengstum talin karlmannsföt en það er nú löngu breytt og konur, frá unglingsaldri og allt upp í miðaldra húsfreyjur, spranga um klæddar leðri frá toppi til táar. Leður á sér að sjálfsögðu langa #sögu sem efni til fatagerðar, í ár- daga hengdu menn á sig dýraskinn til að veijast kulda og skinnplögg hafa verið gerð allar götur síðan. Það er því óhætt að segja að þrátt fyrir örar breytingar á tækni- væddum tímum þá eru það sumir hlutir sem standast tímans tönn, leitað er til hins náttúrulega og það tekið fram yfir eftirlíkingar á mörg- um sviðum. Einkennisföt úr leðri Á heimsstyijaldarárunum fyrri _ klæddust orrustuflugmenn leður- jökkum, húfum og hönskum og hefur því greinilega þótt skjólgott í opnum flugvélum eins og þá tíðkuðust. Skinnjakkar urðu einnig einskon- ar einkennisbúningur hinna alþjóð- legu herdeilda, sem tóku þátt í borgarastyijöldinni á Spáni 1936 til 39. í samnefndri kvikmynd, sem gerð var eftir skáldsögu Emest Hemmingway, Hveijum klukkan glymur (For whom the bell tolls), og átti að gerast í borgarastyijöld- inni var Caiy Cooper einmitt klæddur í slíkan skinnjakka, fyrir- myndinni trúr. Á millistríðsárunum urðu leðuijakkar einkennandi fyrir Hollywoodhetju/leikara, sem voru í hlutverkum þar sem þeir eltust við njósnara og aðra misyndismenn. Þegar kom að heimsstyijöldinni síðari má eiginlega segja að nasist- ar og ekki síst gestapomenn hafi komið óorði á leðurföt, svartur leð- urfatnaður varð eiginlega táknrænn fyrir vald og ofbeldi. Hitler, Göbb- els og Rommel klæddust allir síðum svörtum leðurfrökkum. En það voru ekki aðeins nasistar sem skrýddust leðurflíkum á stríðsárunum, ekki ómerkari Bandaríkjamenn en hers- höfðingjamir Patton og MacArthur, ásamt ótöldum öðmm, klæddust mittisjökkum úr leðri. Eftir stríðið tóku lögreglumenn víða upp leðurfatnað við störf ekki síst í Bandaríkjunum. Unga fólkið í leðri Leðuijakkar urðu mjög vinsælir á meðal ungs fólks á árunum eftir stríðið. Það voru ekki síst ungir menn, sem klæddust leðuijökkum og í bandarískum borgum mynduð- ust klíkur eða hópar þar sem allir voru eins klæddir, allir í svörtum leðuijökkum rétt eins og það væri einkennisbúningur. Það fór oft sam- an að ungmenni klædd svörtum jökkum, þutu um götur á mótor- hjólum í hópum og vöktu með því athygli. Þegar hópur ungra manna sem klæddir voru leðuijökkum og á mótórhjólum, var handtekinn á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna árið 1947, piltamir vopnaðir hnífum, fylltist fólk ótta. Þetta voru Vítis- englamir (Hell’s Angels) svokallað- ir og með því markaðist það álit almennings að hætta stafaði af leð- uijakkagæjum, sú hefur orðið raunin með marga slíka hópa víða um lönd. Árið 1954 lék Marlon Brando í kvikmyndinni: Villingurinn (The Wild One) þar sem leitast var við að skilgreina ástæðumar fyrir upp- reisn unga fólksins á sjötta ára- tugnum í Bandaríkjunum. Marlon Brando var klæddur svörtum leður- jakka og ók um á mótórhjóli. Hann varð samstundis átrúnaðargoð þeirra ungu um allan heim, en þeir Marlon Brando í myndinni „The Wild One“ árid 1954 félk f fréttum Þetta cr ckki Ijósmynd af ætt- móður áður öuppgötvaðs ættbálks við I Ivítu-N'íl, þó einhver kynni að álykta svo í skoiti á nær- tækari hugmynd. Þetta er sérstök einkavinkona okkar Islendinga (er það ekki það sem allir frægir út- lendingar verða sjálfkrafa um leið og þeir hafa einu sinni tyllt fæti á fóstuijiirðina?) Sumsé blessunin hún (Jrace .Jones. Grace er reyndar fullfær um að vera öðrum konum og körlum skrautlegri þó hún sé ekki að leika annað en sjálfa sig. En í þessum skrúða hefur hún þó reyndar brugð- ið sér í gervi fjarskyldrar frænku greifans af Drakúia. Ix'sendum til fróðleiks skal það tekið fram að hár Grace og varir eru í djúprauðum lit og ekki laust við að svipuð slikja — þó heldur daufari — sé yfir augum diskó- drottningarinnar. Sjálft andlitið býr síðan yfir fölva, sem þeir einir geta komið sér upp, er aðeins eru á ferli á nóttunni og hafa ekki orðið fyrir þeim ósköpum að líta 'dagsins ljós síðastliðin þúsund ár eða svo. Nýjasta myndin sem Grace Jones leikur í fjallar semsagt um blóðsug- ur og eftir gervinu að dæma er ekki ástæða til að ætla annað en að þar sem Graee er hafi vampírurn- ar eignast verðugan fulltrúa. Grace í nýjasta gervinu Skytturnar tvær w Eg pikkaði þá upp af því að þeif pössuðu í týpumar," sagði Friðrik Þór Friðriksson, kvik- myndagerðarmaður, aðspurður um aðalleikarana í nýjustu kvikmynd sinni, Skyttunum. En það eru ein- mitt þessir tveir vörpulegu menn, þeir Eggert Guðmundsson (t.v.) og Þórarinn Agnar Þórarinsson, sem valdir voru til verksins. Taka mynd- arinnar hefst nk. mánudag og eins og komið hefúr fram áður er leik- stjómin í höndum Friðriks Þórs en handritið sömdu þeir í sameiningu, hann og Einar Kárason, rithöfund- ur. Þeir Eggert og Þórarinn Agnar hafa hvomgir fengist við leikiist að nokkm ráði áður, fyrr en nú að þeir spreyta sig á persónum Gríms og Búbba í Skyttunum. Eggert hef- ur starfað sem blikksmiður og Þórarinn Agnar er nýfluttur heim til íslands eftir nokkurra ára dvöl erlendis við nám og störf. Það verður þó varla einmanalegt hjá þeim félögum í kvikmyndatök- unum, því að sögn Friðriks Þórs em um 30 aukahlutverk í mynd- inni, sem að mestu verður tekin í Reykjavík, og alls munu um 250 manns koma við sögu í Skyttunum, með einum eða öðmm hætti. Tvær sem ekki gáfust upp 1 fyrstu atrennu Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Breta, og Marie Helvin, sem verið hefúr ein vinsæl- asta ljósmyndafyrirsæta heims um árabil, eiga e.t.v. fátt sameiginlegt við fyrstu sýn annað en það að vera vinsælt ljósmyndaefni, þó af ólíkum ástæðum sé. En sé skyggnst aftur í fortíð þess- ara tveggja kvenna kemur á daginn að báðar mættu þær í upphafi ferils síns mótbyr, sem eflaust hefði orðið til þess að ýmsir aðrir hefðu lagt árar í bát og snúið sér að einhveiju auðfengnara en því sem þær Marg- aret og Marie sóttust eftir. Áður en Margaret Thatcher komst á þing var henni tvisvar hafnað sem frambjóðanda íhaldsflokksins, fyrst í kjördæminu Beckenham og síðan í Maidstone. Þar á undan hafði henni einnig verið neitað um vinnu hjá fyrsta fyrirtækinu sem hún leitaði eftir störfúm hjá eftir að hún útskrif- aðist úr Oxfordháskóla. Síðan mun viðkomandi fyrirtæki reyndar nota dæmi Thatchers til þess að hugga vonsvikna umsækjendur sem ekki eru ráðin. Marie Helvin mátti ganga sig upp að hnjám með myndamöppuna sína undir hendinni mánuðum saman í New York þegar hún var um tvítugt og alls staðar voru svörin á sömu i ■ I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.