Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 MARMARABJÖRG Prinsinn var sá, sem „milli tveggja siða í fálmi fellir/fjöregg sinnar eigin gæfu af stalli“. (EB) Hann var markaður af hnignun og þótt hann teldi það skyldu sína að vernda arfleifð Marina, þá mátti hann sín lítils. Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Ernst Jiinger: On the Marble Cliffs. Translated from the German bý Stuart Hood. Penguin Books 1983. Emst Jiinger hefur m.a. verið nefndur aristókratískur stjómleys- ingi. Honum er eiginlegt að virða fyrir sér mannlífið úr Qarlægð, sem oft virðist jaðra við kuldalegt af- skiptaleysi, en þó hafa til að bera dýpri skilning á sögulegum harm- leik mannheima og jafnframt virðingu fyrir einstaklingnum en margur yfirlýstur mannvinurinn í stétt rithöfunda. Líf hans var löngum tilraun til þess að reyna þanþol mannsins á ystu nöf. Þessvegna hefur hann manna best skrifað um stríðið og orrustuna sem átök manns og her- tækninnar, þar sem maðurinn er sigurvegarinn. Þessi skoðun hans hefúr ekki lengur gildi sbr. viðtal við hann í Der Spiegel 16. ágúst 1982, en þar segir hann að síðasta styijöldin hafi verið heimsstyijöldin 1914—18, þar sem hermaðurinn gat sigrast á vélinni, tækninni. Nú er slík afstaða ekki lengur fyrir hendi. „In Stahlgewittem" kom út 1920 og þar með varð hann meðal kunn- ustu rithöfunda Þjóðveija. Jiinger tók þátt í fyrri styijöldinni og reynsla hans varð kveilga þeirrar skáldsögu. Framganga hans í orr- ustum var slík að hann hlaut hið sjaldgæfa heiðursmerki „Pour-le- mérite". Hann hafði haft reynslu í hemaði í frönsku útlendingaher- sveitinni, en ungur að árum strauk hann úr skóla og gerðist þar liðs- maður. Hann gerðist sjálfboðaliði í þýska hemum við upphaf styijald- arinnar 1914. Einstakt verk George Steiner skrifar í formála að Marmarabjörgum „að enginn þýskur höfundur hafi náð að tjá með orðum hrikaleik styijaldarinn- ar eins og Jiinger". Samlíkingamar eru einstakar og skera sig algjör- lega úr hefðbundnum líkingum, honum tekst að færa orrustugný- inn, stálstorminn, blóðið og dauð- ann í prósa, sem engan á sér líka í þessum eftium í þýskum bók- menntum. Snilld hans í stíl og máli einkennist af tærleika og einstakri nákvæmni og ber með sér yfírlegu og strangt aðhald, slípun og fágun, ekki ósvipað vönduðum handunnum skartgrip úr eðalmálmi og dýrum steinum. Þetta stranga form og nákvæmi stflsmáti er einstakt en jafnframt kaldt og fjarlægt, en máttugt og altakandi. Jiinger lauk við handritið að „Auf den Marmorklippen" 12. ágúst 1939. Sumarið 1939 var dýrðar- sumar, sól skein í heiði allt sumarið. Eins og segir í texta Júngers: „Lit- ir lífsins loguðu glæstir og tærir fyrir sólarlaið". Styijöldin hófst 1. september 1939 og um vorið 1940 höfðu 35 þúsund eintök Marmarabjarga verið prentuð og seld. Þá gripu stjóm- völd í taumana og bönnuðu frekari prentun bókarinnar. Bókin var þó ekki brennd eins og svo margar bækur þýskra höfunda. Hún kom aftur út 1948, eftir að Júnger hafði verið „náðaður". Hann neitaði að mæta fyrir „afnasisma" — dómstól. Vísaö til nasista Sögusvið sögunnar gæti verið við Bodenvatnið, Suður-Ameríka og ít- alía. Inntakið er harkaleg útmálun og fordæming kúgunar og harð- stjómar og þess lýðs, sem stuðlar að slíkum stjómarháttum. Tími sög- unnar gæti verið hvenær sem er, skilin milli liðins tíma og nútima eru óljós, höfundurinn ræður tíman- um. Þótt sagan minni á fantasíu um uppbyggingu þá eru viðhorf stjómvalda sögunnar mörkuð af margvíslegum samlíkingum úr at- burðarás fjórða áratugarins á Þýskalandi, þegar nasistar vom að ná völdum í ríkinu. Það kemur skýrt fram í sögunni hinn afgerandi menningaifyandskapur nasískra stjómvalda og lýsingamar á áróðri Varðarins em af sama toga og áróð- ur stjómvalda Þriðja ríkisins. Sagan hefst á minningum sögu- manns um betri tíma. Þeir bræður hafa snúið heim úr langvarandi §ar- vem í hemaði í Alta Plana. Þeir setjast að á setri, sem stendur á jaðri marmarabjarganna, umkringt stalla-görðum og villigróðri við heimreiðina, en þar er mikill fjölda höggorma, sem höfðu átt þar smug- ur og skjól í björgunum frá ómunatíð, samkvæmt frásögn bændanna í nágrenninu. Þessir höggormar vom hálfgerð gæludýr, þeim var gefið á vissum tímum og skriðu þá út úr holum sínum, hlýddu kalli Erios, álfabarnsins, sem var sonur sögumanns og dóttur ráðs- konunnar Lampusu, sem er jarð- nom. Otho og sögumaðurinn stunda söfnun og rannsóknir flómnnar, íhuga dýrð dagsins og endalausa flölbreytni náttúmnnar. Umhverfis marmarabjörgin liggur Marína, byggðir ftiðsamra vínyrkjubænda og hér og þar mátti sjá fomar borg- ir, klaustur og hallir. Lífsmáti íbúanna var svo til óbreyttur, allt frá dögum Karlamagnúsar. Við endurkomuna fundu þeir að breyt- ingar vom í aðsigi, þótt allt væri kyrrt á ytra borði. Jörðin gaf enn margfaldan ávöxt, vínviðurinn óx í sólbökuðum hlíðum og hefðin réð enn ríkjum. Lýsingar Júngers á gróskunni, uppskemhátíðunum og afrakstri jarðargróðursins em mett- aðar síðsumarsól löngu liðinna tíma. Campagna liggur næst Marínu, land gresja, þar sem hálfvilltir hjarðmenn stunda kvikfjárrækt og handan þess er Mauretanía, byggð misjöfnum lýð sem byggir myrkvið- ið og fenin, þeirri tegund manna, sem hata fegurðina og er gjamt að fara um í hópum og eyðileggja og brenna það sem fyrir verður. „Þegar þeir em vissir um að vera Qölmennari en andstæðingamir, öðlast þeir kjark til þess að skríða upp úr vilpu göturennanna..." Vörðurinn stjómaði þessum lýð, útsmoginn, grimmur og var þó tal- inn hreinskilinn og hreinskiptinn. Þessir eiginleikar, sem margir töldu honum eiginlega, em einmitt oft forsenda fjöldafylgis, sbr. Comwall í Lear konungi: „Ég þekki slíka hrappa hreinskilnin býr yfir svikum soralegri en tugir af svifaliprum heimskum augnaþjónum sem hugulsemin hleypur með í gönur." (2. þáttur 2. svið, þýðing Helga Hálfdanarsonar) Óttinn grípur um sig Fýrst eftir afturkomuna heyra bræðumir óljósar sögusagnir um Vörðinn og fylgismenn hans, of- beldisverk og yfirgang, sem færðist nær og nær. Óttinn greip um sig „og ég er viss um að vald hans var byggt á ótta fremur en eigin áhrifa- valdi...“ Þegar óttinn gerði innrás, þá gat Vörðurinn notað vaid sitt óheft. Áður en til árásarinnar kæmi vann Vörðurinn að því leynt og ljóst að veikja trú mannanna á eigin styrk, spilla siðum þeirra og smeygja lýðskmmumm og lyga- mörðum inn í landið. í stað hinna fomu siða tók nú að bera á ýmis- konar hjátrú og hindurvitnum, afkáraleg trúariðkun skaut nú upp kollinum í ýmsum myndum, málfar- ið spilltist, málfar sorplýðsins, gróft, ónákvæmt og bjagað var tal- ið gott og gilt og því lengra sem leið kom betur og skýrar í Ijós innra eðli þessa safnaðar. Það sem hafði gerst var að nú sætti fólk sig við sorann, en fyrmm hefði þetta lið verið afgreitt „eins og siður var að afgreiða smáþjófa“. Campagna varð fyrst fyrir barð- inu á þjófalýð fenjanna. Otho og sögumaður gengu fram á brennd býli og dauðan búsmala á rannsókn- arferðum sínum um nágranna- byggðimar. Það varð ekki fyrr en í óefni var komið að talað var um ákveðnari afstöðu gegn Verðinum. Braquemart og prinsinn af Sun- myra koma í heimsókn til að ráðgast um hvað gera skuli. Þeir vom fulltrúar þeirra afla sem helst hefðu getað stöðvað framrás Varð- arins og þar með um leið tilvísun til þeirra stjómmálaafla, sem hefðu getað stöðvað framsókn nasista í Þýskalandi. En þeir bmgðust, vegna þess að Braquemart var of andlega skyldur Verðinum til þess að geta sigrast á honum eða hvatt til nægilegrar andstöðu. Hann hyggst helst taka upp sömu bar- áttuaðferðir og Vörðurinn, hann er níhilisti inn við beinið, lítur á mannlífið eins og það væri vél og það samfélag sem hann stefndi að var þrælasamfélag, hann aðhylltist hugmjmdafræði útópíunnar. Hann var sálarlaust flak, en taldi sig vita allt öðmm betur. „Hann hafði enga sjálfsvirðingu en án hennar liggur leiðin norður og niður." Hnignunin Prinsinn var sá, sem „milli tveggja siða í fálmi fellir/fjöregg sinnar eigin gæfu af stalli." (E.B.) Hann var markaður hnignun og þótt hann teldi það skyldu sína að vemda arfleifð Marínu, þá mátti hann sín lítils. Sögumaður segist hafa búist við að stéttarbræður prinsins, aðall Marínu, myndu vopnast og hefja baráttuna gegn þeim sem ógnuðu frelsi landsmanna. „En ég sá aðeins þennan mann (prinsinn) gamlan fyrir tímann, sem þarfnaðist sjálfur stuðnings, þessi viðkynning sýndi mér svo ekki varð um villst hvaða stigi hnignunin hafði náð.“ Meðal þeirra sem koma við sögu- em Belovar, ættarhöfðingi í Campagna, sem fellur í lokaátökun- um, og faðir Lampros, ábóti í klaustri heilagrar Maríu, skammt frá setrinu, hann ferst einnig. Vörðurinn gerir árás og stefnir liði sínu inn í landið, bræðumir og Belovar ásamt nokkm liði fara gegn fjandmönnunum. Blóðhundar og veiðihundar taka mikinn þátt í átök- unum. Marínaríki hrynur í ragna- rökum, landið logar hvert sem litið er, hallir, klaustur og býli brenna upp og hrynja. Skrækróma raddir og ýlfur árásarliðsins kveða við, „líkast sem ýlfur rottu-mors“. Síðan hófust ránin, morðin og hin algjöra eyðilegging, sem er mesta unun skrflsins. I lokin bjargast sögumaður og bróðir hans fyrir tilstuðlan Erios og höggormanna. Þegar skríllinn kom æðandi upp hallann að setrinu, með blóðhundana í fararbroddi, gaf Erio snákunum hljóðmerki og þeir skriðu úr holum sínum og réðust til atlögu gegn blóðhundum Varðar- ins og lýðnum og í lokin var hallinn stráður líkum þrútnum af eitri. Sögunni lýkur með brottför bræðranna og „heimkomu" þeirra til vina sinna í Alta Plana. í f ílabeinsturni Júnger er maður sem byggir ffla- beinstuminn, en hann veit að „af öllum þörfum mennskrar sálar, er engin jafn biýn og arfleifð fortíð- arinnar". (Simon Weil: L’Enracine- ment.) Arfleifð fortíðarinnar er arfleifð híerarkís (stigveldis, stigskiptingar kirkju og aðalsveldis), en sú arfleifð er gild í Marínu í sögu Júngers fyrst í stað. Hliðstæðan, Þýskaland á 3ja og 4ða áratugnum, er ríki þar sem híerarkið er hrunið og ríkinu er ógnað af valdatöku þeirra „innri öreigahópa" sem Toynbee fjallar um. Menningarsnautt fólk, sem Júnger lýsir i sögu sinni sem sam- saftii þjófa, flækinga og allra handa utangarðsmanna sem fylla flokk Varðarins. Afskiptir hópar, sem eru utangarðs og hafa aldrei átt þátt í eða verið hluti híerarkísins. Þegar slíkir hópar sameinast undir einu merki, sem flaggar með frelsi, rétt- lætiskennd og föðurlandsást, og em teknir gildir og taldir hlutgengir í stjómmálabaráttunni þá hefur Trójuhesturinn verið leiddur inn í hin helgu vé, þar sem híerarkískt form ríkir og þar sem leifar þess em enn gmndvöllur mennskra sam- skipta hvað snertir rétt og rangt, sæmilegt og ósæmilegt. Tengsla- laust fólk, sem hatar alla þá menningararfleifð sem er undir- staða siðaðs samfélags. I sögu Júngers er samfélagið í Marínu að feyskjast innan frá, lífsþrótturinn og samsömunin að hefðunum hröma og sú skoðun sögumannsins „að ekkert hús sé reist, engin ætlan gerð, án þess að hrömunin sé homsteinninn og það, sem á eilíft líf í okkur, lifir ekki í verkum okkar" er niðurstaðan, þeg- ar mennsk verk og samfélag em hmnin. Reynsla Jiingers Marmarabjörg er öðmm þræði ofin úr reynslu Júngers sjálfs á þessum ámm. Hann var lærður grasafræðingur og áhugi hans á flómnni er sívökull, hann safnaði plöntum af miklum áhuga og bróð- ir hans, Friedrich Georg Júnger, var skáld og náttúmfræðingur. Júnger dáði hina þýsk-latnesku arf- leifð Búrgundar, þar sem riddara- mennska miðalda blómstraði og vínviðurinn þakti hæðir og slakka. Lýsingar Júngers á Braquemart vísa til þýskra stjómmálamanna síðari hluta Weimar-tímabilsins, en Júnger var mjög andsnúinn lýðveld- inu. Þeir bmgðust allir á hættu- stund, það sá enginn við Verðinum, og sá Vörður hlýddi ekki þeim leik- reglum sem reynt var að halda í stjómmálabaráttunni. Júnger var talinn einn snjallasti stílisti eftirstríðsáranna, hann hefur skrifað fjölda bóka og rita varðandi heimspeki og fagurfræði. Hugrenn- ingar hans um tunguna hníga að því, að þar væri að finna hinn innsta raunvemleika, „tungan mun lifa eyðinguna, mannanna verk munu hrynja, en í tungunni munu menn leita skjóls, týndir heiminum." (Dagbók 1943.) Því fer fjarri að Júnger sé sjálfum sér samkvæmur í kenningum og skoðunum á langri ævi. Hann fædd- ist 1895 í Heidelberg. Hann hefur svipst milli andstæðra skoðana. Framúrstefnumaður á 3ja áratugn- um, hneigðist að útópíum en var jafnframt aðdáandi híerarkís mið- alda. Júnger stundaði náttúmfræði í Leipzig og Napólí og lagði aðal- áherslu á grasafræði. Flóran og fánan töfruðu hann og flokkunar- kerfi Linnés var honum opinber- unarbók, sem á sér samsvömn í formgerð stigskipts kerfís mann- heima. Fenjalýður nútímans Marmarabjörg átti vissulega er- indi á sínum tíma, undirdjúpin risu upp, „siðmenningin er líkust kerta- ljósi sem leitast er við að halda Iogandi á kaldri nótt stormviðr- anna.“ (S. Freud.) Erindið er ekki síður brýnt 47 ámm síðar, andlegir öreigar hafa nú náð undirtökunum víða um heim og árásir þeirra bein- ast nú fyrst og fremst að grandvelli þeirrar menningar, arfleifð fortíð- arinnar, í sögu, bókmenntum og listum, útþynningin er ástunduð og lykilhugtök bjöguð og brengluð. Þetta lið hefur smeygt sér inn í þær stofnanir, sem hafa varðveitt boð- skap og kenningar, sem vestræn menning hefur byggst á um aldir, og vinnur að því að vúlgarísera og útþynna hana. Júnger.lýsir niðurkoðnun tung- unnar í Marmarabjörgum, hvemig tungutak fenjalýðsins og bófa- flokka Varðarins smitar smátt og smátt tungutak þeirra, sem þeir hafa viðskipti við og hvemig gróf- ari og grófari baráttuaðferðir saurga og spilla málfarinu. Sú hug- vekja var fyllilega tímabær á sínum tíma. Þessi málspilling hefur færst í aukana, klisjur einkenna tal manna og stefnt er að því að ein- falda málnotkunina sem mest, blæbrigði og fjölbreytni hverfa og stundum virðist eins og hugsun og hugtök séu slitin úr samhengi hvort við annað. Málið verður tómt og holt. Þar með er grandvöllur allrar siðmenningar og menningar hmn- inn, en að því virðist stefnt af fenjalýð nútímans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.