Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 ÚTVARP / SJÓNVARP Borgar- skáld w Oköp notalegur þáttur er nefn- ist Reykjavík í augum skálda hefir verið á dagskrá rásar eitt undanfama fimmtudaga. I þættin- um eru leikin lög er hæfa efninu og síðan rekja umsjónarmennimir, Þórdís Mósesdóttir og Símon Jón Jóhannsson, stuttlega feril Reylqavíkurskálda, lýsa andrúmi og lesa úr verkum skáldanna og njóta þar fulltingis Barða Guð- mundssonar leikara. I fljótu bragði virðist þáttur sem þessi auðveld smíði en gáið að því að hér þarf að stilla saman þrjá strengi svo samhljómur náist; streng tónlistar- innar, verka skáldanna og lýsingar- innar á Reykjavík hvers tíma. I síðasta þætti er spannaði tíma- bilið 1955-1965 náðist þessi samhljómur. Skarkalinn fyrir utan glugga vinnustofunnar ef einhver var hljóðnaði og ég hélt til móts við þá skáldiegu mynd af Reykjavík er skáldin og rithöfundamir Þórbergur Þórðarson, Ásta Sigurðardóttir, Jökull Jakobsson, Matthías Johann- essen, Jón Óskar, Þorgeir Þorgeirs- son, Nína Björk Ámadóttir og Dagur Sigurðarson ristu í eterinn með penna sínum. Siík orðsmíð yfir oft á tíðum tilfínningar sem færa hlustandann nær viðburðum en beinskeytt myndmál filmunnar. Þannig er skáldskapurinn máski eina færa leiðin að kviku leyndra hugsana og tilfinninga slíkra er hafa löngu verið numdar burt af holskeflu tímans? Lítum á brot úr ljóði eftir Matthías Johannessen úr Borgin hló. Þegar myrkrið settist að i augum þinum flissaði borgin eins og ungiingsstelpa sem er nýbyijuð að drekka kókakóla á Adlon og götumar ómuðu af uppgerðarhlátri þeirra sem gengu prúðbúnir af dansleik kvöldsins. Hver man nú eftir Adlon? — Ekki ég — en í ljóði Matthíasar birtist borg- in okkur í augum unglingsins er stígur kvíðinn úr föðurhúsum inní hringiðu dansleiksins mikla er gleypir suma en skilar öðrum á ljúfan áfangastað. Slíkar ljóðmyndir eldast ekki og þær eru sifellt að kvikna í augunum ungu er líta torg borganna. f Ijóðsögu Dags Sigurðarsonar, Hitabylgju í Hljómskálagarðinum, er flutt var í fyrrgreindum þætti kvað við nokkuð annan tón en hjá Matt- híasi er vefur leiftrandi og óvæntar líkingar inní hversdagsræðu þannig að heilinn fær aldrei frið — hjá Degi í fyrrgreindu ljóði er hins vegar hugur- inn teymdur í samfylgd ljóns nokkurs er vemdar elskendur í Hljómskála- garðinum og slík er trú Dags á ljónið að hlustandinn var fyrr en varir kom- inn á bak dýrinu. Slík Ijóðmynd eldist ekki heldur þvf þar spriklar hugarflug bamsins sem býr í okkur öllum og það sem meira er að Dagur hefir þroskaða máltilfinningu. ískólunum Matthías og Dagur eru báðir borg- arskáld því að þeir eru bomir og bamfæddir Reykvíkingar en ( þeim skilningi er til dæmis borgarskáldið Tómas ekki borgarskáld. En það er svo aftur stór spuming hvort rétt sé að greina á milli hreinræktaðra borg- arskálda og hinna er koma til borgar- innar. Þau Þórdís og Símon Jón greina ekki hér á milli enda geta næmir menn vissulega numið hjartslátt borg- arinnar þótt þeir séu utan af landi. Hitt er ljóst að innfæddir Reykvíking- ar sjá vafalaust borgina sína ætíð I nokkuð öðru ljósi en þeir er nema við móðurkné utan borgarmarka. Væri máski ekki úr vegi að skoða íslenskan nútímaskáldskap í ljósi þessa greinar- munar og hafa hann til hliðsjónar við bókmenntakennsiu í skólum landsins? Fimmtudagsþættir Þórdísar Móses- dóttur og Símonar Jóns Jóhannssonar ættu hér að geta nýst bókmennta- kennurum prýðilega. Ólafur M. Jóhannesson Fiðlarinn á þakinu ^■^■1 f kvöld er á dag- Ol 00 skrá sjónvarps ^ A þriggja tíma bandarísk bíómynd gerð eftir Ieikriti Joseph Stein, Fiðlarinn á þakinu. Myndin gerist í þorpinu Anatevka í Ukraínu og fjallar um sjö manna fjöl- skyldu, hjón og fimm dætur. Tevye, fjölskyldufaðir- inn, er fátækur mjólkur- póstur og heldur framtakslítill. Golde, kona hans, er hins vegar ákveðin og orðhvöss í meira lagi. Hún hefur mjög fastmótað- ar skoðanir á því hveijum dætur þeirra eiga að gift- ast en dætumar eru ekki sammála móður sinni. Raddir spaug- stofunnar Þeir sem hlustað hafa á rás 2 í sumar hafa eflaust furðað sig á undarlegum innskotum með ýmiss kon- ar spaugi, bæði í morgun- útvarpi og á föstudagsnæt- urvöktum. Þeir sem eiga þessar raddir eru Pálmi Gestsson, Öm Ámason, Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigur- jónsson og Randver Þor- láksson. Þeir sprellikarlar ætla að halda iðju sinni áfram, að minnsta kosti í sumar. Tzeitel þvertekur fyrir að giftast slátrara þorpsins en móðurinni leist vel á hann sem tengdason. í staðinn giftist hún fátæk- um klæðskera. Þó tekur fyrst steininn úr þegar Chava segir skilið við trú sína, en fjölskyldan er öll gyðingar, og giftist kristn- um manni. Þessar Qölskyldueijur falla þó fljótt í gleymsku þegar keisarastjómin tekur að ofsækja gyðingana í Anatevka. Tevye, fjöl- skylda hans og nágrannar verða, að velja á milli þess að týna lífinu eða yfirgefa heimkynni sín. Með aðalhlutverk fara Chaim Topol, Norma Crane, Rosalind Harris, Leonard Frey og Michele Marsh. Leikstjóri er Nor- man Jewison. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. UTVARP LAUGARDAGUR 9. ágúst 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 7.30 Morgunglettur Létt tónlist. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 8.30 Fréttir á ensku 8.35 Lesiö úr forystugreinum dagblaðanna. 8.46 Nú er sumar Hildur Hermóðsdóttir hefur ofan af fyrir ungum hlust- endum. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.20 Óskalög sjúklinga Helga Þ. Stephensen kynn- ir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. 10.25 Morguntónleikar a. „Dans hinna sælu sálna" úr „Orfeusi", óperu éftir Christoph Willibald Gluck. James Galway leikur á flautu með Ríkisfílharmóníusveit- inni f Lundúnum; Charles Gerhardt stjórnar. b. Serenaöa nr. 12 í c-moll K. 388 eftir Wolfgang Ama- deus Mozart. Blásarar í Nýju fílharmóníusveitinni leika; Otto Klemperer stjórn- ar. 11.00 Frá útlöndum Þáttur um erlend málefni I umsjá Páls Heiðars Jóns- sonar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Af stað Björn M. Björgvinsson sér um umferðarþátt. 13.50 Sinna Listir og menningarmál líðandi stundar. Umsjón: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir og Þorgeir Ólafsson. 15.00 Miðdegistónleikar Sinfónía nr. 4 eftir Gustay Mahlef. Sinfóniuhljómsveit- in i Chicago leikur; Georg Solti stjórnar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 „Veröbólguþjóöfélag", smásaga eftir Ingibjörgu Þorbergs. Höfundur les. 17.00 Barnaútvarpið Umsjón: Kristín Helgadóttir og Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.40 Samleikur i útvarpssal Anna Guðný Guömunds- dóttir, Martial Nardeau, Kristján Þ. Stephensen, Sig- uröur I. Snorrason, Þorkell Jóelsson og Björn Árnason leika sextett fyrir flautu, óbó, klarinettu, horn, fagott og píanó op. 38 eftir Hans Melchior Brugk. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.46 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 17.30 Iþróttir. Umsjónarmaö- ur Bjami Felixsson 19.20 Ævintýri frá ýmsum löndum (Storybook Internat- ional) 4. Hermaðurinn sem vildi ekki þvo sér. Mynda- flokkur fyrir börn. Þýðandi: Jóhanna Jóhannsdóttir. Sögumaður: Edda Þórarins- dóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.35 Auglýsingarogdagskrá 20.35 Fyrirmyndarfaöir (The Cosby Show) Tólfti 19.30 Tilkynningar. 19.35 Hljóð úr horni Umsjón: Stefán Jökulsson. 20.00 Sagan: „Sundrung á Flambardssetrinu" eftir K. M. Peyton Silja Aöalsteinsdóttir les þýðingu sina (20). 20.30 Harmonikkuþáttur Umsjón: Einar Guðmunds- son og Jóhann Sigurðsson. (Frá Akureyri) 21.00 Frá (slandsferð John Coles sumarið 1881 Fyrsti þáttur. Tómas Einars- son tók saman. Lesari með honum: Baldur Sveinsson. 21.40 Islensk einsöngslög Elísabet Erlingsdóttir syngur lög eftir Karl O. Runólfsson og Pál (sólfsson. Guðrún Kristinsdóttir leikur með á píanó. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.16 Veðurfregnir. 22.20 Laugardagsvaka Þáttur I umsjá Sigmars B. Haukssonar. LAUGARDAGUR 9. ágúst þáttur. Bandarískur gaman- myndaflokkur I 24 þáttum. Aðalhlutverk: Bill Cosby og Phylicia Ayers-Allen. Þýð- andi: Guðni Kolbeinsson. 21.00 Fiðlarinn á þakinu (Fiddler on the Roof) Bandarísk bíómynd frá árinu 1971, gerð eftir samnefndu leikriti eftir Joseph Stein. Leikstjóri: Norman Jevyison. Aðalhlutverk: Chaim Topol, Norma Crane, og Rosalind Harris. Tavye býr I þorpinu Anatevka í Úkrainu á árun- 23.30 Danslög 24.00 Fréttir. 00.05 Miðnæturtónleikar — Úr fórum Franz Liszts Sönglög við Ijóð eftir þýsk skáld, Goethe og fleiri, og pianótónlist, m.a. „Heilagur ái? 10.00 Morgunþáttur * í umsjá Kristjáns Sigurjóns- sonar. 12.00 Hlé. 14.00 Við rásmarkiö Þáttur um tónlist, iþróttir og sitthvað fleira. Umsjón: Einar Gunnar Einarsson ásamt um fyrir rússnesku bylting- una. Hann er fátækur og á fyrir eiginkonu og dætrum að sjá. Kona hans bihdur vonir við dætur sínar og ætlar þeim auðug manns- efni. Sjálfar hafa þær aörar skoöanir á þeim málum en brátt virðist sá ágreiningur lltilvægur hjá gyöingaof- sóknum sem fara i hönd. Þýðandi: Óskar Ingimars- son. 00.06 Dagskrárlok. Franz frá Paula gengur á vatninu". Umsjón: Jón Örn Marinósson. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl. 3.00. iþróttafréttamönnunum Ingólfi Hannessyni og Samúel Erni Erlingssyni. 16.00 Listapopp i umsjá Gunnars Salvarsson- ar. 17.00 íþróttafréttir 17.03 Nýræktin Snorri Már Skúlason og Skúli Helgason stjórna þætti um nýja rokktónlist, innlenda og erlenda. 18.00 Hlé 20.00 F.M. Þáttur um þungarokk í umsjá Finnboga Marinóssonar. 21.00 Milli striða Jón Gröndal kynnir dægurlög frá árunum 1920—1940. 22.00 Framhaldsleikrit: „( leit að sökudólgi" eftir Johannes Sol- berg. Þýöandi: Gyða Ragnars- dóttir. Leikstjóri: María Kristjánsdóttir. Fjórði og siðasti þáttur: „Gildar ástæð- . ur til grunsemda". Leikendur: Þórhallur Sigurðsson, Jóhann Sigurðarson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Gisli Rúnar Jónsson, Kolbrún Erna Pét- ursdóttir, Sigurður Skúlason, Guðrún Gísladóttir, Helga Jónsdóttir, Hallmar Sigurðs- son, AÖalsteinn Bergdal, Sigurveig Jónsdóttir og Hreinn Valdimarsson. (Endurtekið frá sunnudegi, þá á rás eitt.) 22.40 Svifflugur Stjómandi: Ólafur Már Björns- son. 24.00 Á næturvakt með Jóni Axel Ólafssyni 3.00 Dagskrárlok. SJÓNVARP Verðbólgu- þjóðfélag ■■■■■ í dag er á dag- -i £20 skrá rásar 1 A ú smásaga eftir Ingibjörgu Þorbergs. Nefn- ist hún Verðbólguþjóðfé- lag. Höfundur les sjálfur söguna sem gerist í Reykjavík. Að því er segir í tilkynningu frá útvarpinu er sagan fyrst og fremst raunsæ ádeilusaga sem sýnir fram á að verðbólgu- þjóðfélagið leikur þegna sína grátt og sviptir þá jafnvel hamingjunfii. Fyrirmynd- arfaðir ■■■■■ Landsmenn fá í QA 35 kvöld enn eitt tækifæri til að kynnast lífi Cosby-Qölskyldunnar bandarísku. Klukkan 20.35 er á dagskrá sjónvarps tólfti þátturinn af fyrir- myndarföðurnum, The Cosby Show, sem fjallar um þessa vinalegu fjöl- skyldu. Með aðalhlutverk fara Bill Cosby og Phylicia Ay- ers Allen. Þýðandi Guðni Kolbeinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.