Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 19 Unnið að rannsókn á áhættusýni i Borgarspítalanum. Tvenns kon- ar aðferðir eru notaðar til að rannsaka blóðsýni með tilliti til alnæmissýkingar. Fyrst eru sýn- in rannsökuð með svonefndu Elisu-prófi, sem breytir litnum á blóðinu ef mótefni veirunnar er þar að finna. Niðurstaða þessa prófs er ekki fullkomlega örugg, þótt liturinn breytist og því er annað próf notað til staðfesting- ar ef blóðsýni bera merki smits. Það er svokallað Western-blot- próf. forðast að eiga samfarir við ein- staklinga sem það þekkir ekki. Sér í lagi er varað við vændiskonum. Þá er unnið að því að hefja smokk- inn aftur til vegs og virðingar. Með tilkomu sýklalyfja og „pillunnar" hefur smokkurinn í raun orðið úrelt- ur, bæði sem vörn gegn kynsjúk- dómum og getnaðarvöm. Alnæmi hefur breytt stöðu smokksins aftur. Talið er að hætta á alnæmissmiti við samfarir minnki allt að þrjátíu- falt sé smokkur notaður. Á fundinum hjá landlækni bar þessi mál á góma. Þar kom fram að fyrirhuguð er áróðursherferð fyrir notkun smokksins. Vakin var athygli á þeirri staðreynd að á Is- landi er smokkur ekki vara sem auðvelt er að komast yfír þegar mikið liggur við. Til skamms tíma var hann einungis seldur í apótek- um og almenningssalemum, eink- um Bankastræti 0. Nú mun hann fáanlegur í nokkmm stórmörkuð- um. En er það nóg? Það er mörgum feimnismál að kaupa smokka frammi fyrir afgreiðslumanni og öðmm viðskiptavinum. Á fundinum vom menn sammála um að fjölga þyrfti útsölustöðum smokka og koma upp sjálfsölum, sem menn hefðu aðgang að allan sólarhring- inn. Útbreiðsla Á Islandi er, eins og áður sagði, vitað um 25 einstaklinga sem smit- ast hafa af alnæmisveirunni, 23 karlmenn og 2 konur. í þessum hópi em 18 hommar, 5 lyfjafíknir og tveir gagnkynhneigðir einstakl- ingar, einn karl og ein kona, sem smitast hafa við samfarir við sýktan rekkjunaut. í þessum 25 manna hópi em tveir með réttnefnt al- næmi, eða sjúkdóminn á hæsta stigi, 8 með forstigseinkenni en aðrir einkennalausir. Flestir í þess- um hópi, eða 17, em á aldrinum milli tvítugs og þrítugs. Alls hafa nú 392 einstaklingar komið til rann- sóknar, 98 hommar, 93 lyjQafíknir, 114 gagnkynhneigðir karlar, 73 konur og 14 dreyrasjúklingar. Mjög hefur dregið úr því undanfarin misseri að fólk í áhættuhópum komi til rannsókna. I Bandaríkjunum höfðu í júní síðastliðnum greinst 22.406 manns með alnæmi á hæsta stigi. í Evrópu er talan komin upp í 2.442. Á Norð- urlöndum er sjúkdomurinn út- breiddastur í Danmörku, en þar hafa 87 tilfelli greinst. 51 tilfelli hefur greinst í Svíþjóð, 23 í Noregi og 11 í Finnlandi. rakvélar, tannbursta og sjúkling- amir, sváfu í sama rúmi og þeir, notuðu sömu baðherbergi o.s.frv. Enginn sambýlinganna hefur fengið merki um smit. Því getur sýkt fólk farið í sundlaugar, ferðast með strætisvögnum, farið á samkomu- staði, veitingahús, í leikhús og kvikmyndahús án þess að af þeim stafi nein smithætta. Verður ekki nægilega rík áhersla lögð á þessa staðreynd, sérstaklega þar sem allmikið hefur borið á auknum for- dómum í garð fólks úr áhættuhóp- um vegna þessa sjúkdóms. Varnir Engin meðferð við alnæmi er enn þekkt. Umfangsmiklar rannsóknir eru nú gerðar á lyfjum, sem vitað er að letja vöxt veirunnar. Ekkert þeirra hefur skipt sköpum í meðferð mjög veikra sjúklinga enn sem kom- ið er. Líklegt er þó að lyf finnist innan fán-a missera sem kunni að draga úr sjúkdómseinkennum, en ólíklegt er að af því fáist lækning. Bólusetning gegn sjúkdómnum er enn skemur á veg komin. Forvarnir eru eina raunhæfa vopnið gegn sjúkdómi þessum, þ.e. að reyna með öllum tiltækum ráðum að forðast smit. Leitað er að merkj- um smits í blóði blóðgjafa. Raun- hæfasta ráðið er þó að hvetja til aðhaldssemi í kynferðismálum. Ljóst er að kynmök eru helsta út- breiðsluleið sjúkdómsins. Fólk er því hvatt til að sýna aðgát í þessum efnum, einkanlega að hafa ekki samræði við þá sem það þekkir lítið. Líklegt er að notkun gúmmí- vetja geti dregið úr smithættu, eins og við aðra kynsjúkdóma. Lögð hefur verið áhersla á að leita að merkjum smits meðal áhættuhópa og er fólk úr áhættu- hópum hvatt til að leita læknis vegna þess. Þeir sem eru smitaðir án þess að vita það eru hættulegast- ir með tilliti til útbreiðslu sjúk- dómsins. Greining einkennalausrar sýkingar verður einungis gerð með mælingum á mótefnum gegn al- næmisveirunni í blóði. Mótefni eru prótín, sem mynduð eru sem svar við framandi efnum og sýklum af ýmsu tagi, t.d. myndast sértæk mótefni gegn mislingaveiru eftir mislingasýkingu. Mótefni eru venjulega vemdandi, þ.e. þau eiga einn þátt í að hemja sýkingu og einnig koma þau í veg fyrir að sjúkl- ingur smitist á ný af sama sýkli. Mótefni gegn alnæmisveirunni gera hins vegar ekkert af þessu og eru eingöngu nothæf að svo komnu máli til greiningar sýkingar. Mót- efnamælingu er hægt að fá gerða með því að hafa samband við heimil- islækna eða þá lækna á Borgarspít- ala og Landspítala sem fást við sjúkdóminn. Upplýsingar Samstarfsnefnd spítalanna um alnæmi hefur símatíma þar sem hægt er að fá frekari upplýsingar Málmsuðufélag Islands: Mótmælir vinnubrögð- um Rann- sóknarráðs í fréttatilkynningu frá Málm- suðufélagi íslands er harðlega mótmælt þeirri ákvörðun fram- kvæmdanefndar Rannsóknar- ráðs ríkisins að hafna umsókn um styrk til að reyna vélmenni við málmsuðu í Tækniskóla ís- lands og nokkrum framleiðslu- fyrirtækjum. Bent er á, að smíði stálskipa sé nú engin í landinu og mikil lægð í málmiðnaði. Sífellt færra ungt fólk mennti sig í greininni. Spurt er, hvemig fari þegar ís- iendingar þurfi að endumýja stál- skip sín eða byggja virkjanir. Það sé vandséð, hvemig málmiðnaðar- fyrirtæki eigi að geta þróað fram- leiðslu sína, meðan verkefnin séu nær eingöngu viðhaldsverkefni. Nauðsynlegt sé að ríkisvaldið tryggi áframhald tækniþekkingar í landinu. Loks er minnt á, að í úthlutunar- reglum rannsóknasjóðs sé m.a. lögð áhersla á að styrkveitingar séu til „framleiðni- og gæðaaukandi tækni". Sé því ljóst, að umrætt verkefni sé innan verksviðs Rann- sóknarráðs og túlkun fram- kvæmdanefndar eigi sér enga stoð. (ÍJr fréttatilkynningu). INNLENT um sjúkdóminn, svarað er í símann frá kl. 18 til 19 á miðvikudögum. Þess á milli er símsvari tengdur við númerið. Símanúmerið er 622280. Þar er hægt að leita sér upplýsinga um sjúkdóminn, þó fólk telji sig ekki vera í sérstakri smithættu. Einnig eru veittar upplýsingar um hvert hægt er að leita, óttist fólk að það hafí fengið sjúkdóminn. Ennfremur má benda fólki á að hafa samband við heimilislækna sína. Þeir geta veitt upplýsingar. Ef ástæða er til draga þeir blóð og senda það nafnlaust á rannsókna- stofu þar sem greining er gerð. Að lokum má benda á að Land- læknisembættið hefur gefið út bækling með spumingum og svör- um um alnæmi. Hann á að liggja frammi í flestum apótekum og heilsugæslustöðvum í landinu. sim oVS 3 ar\úr tar® 67 i nenð 'n AUGLÝSINCASTOFA MYNDAMÓTA HF Hegranes, togari Útgerðarfélags Skagfirðinga við bryggju á Sauðár- króki. Á myndinni er Bjarki Tryggvason framkvæmdastjóri félagsins. Hegranes mok- fiskar en hinir togararnir tefj- ast í viðgerð Saudárkróki. * TOGARINN Hegranes landaði í miðri vikunni 180 lestum af þorski eftir 7 daga veiðiferð. Það sem af er árinu hefur togarinn borið að landi 2350 lestir af fiski að verðmæti um 55 milljónir króna. Aðrir togarar Útgerðarfélags Skagfírðinga, Drangey og Skapti, eru til viðgerða og endurbóta í Þýskalandi. Drangey hefur verið lengd, skipt um aðalvél, skrúfu og gír og fleiri lagfæringar gerðar á skipinu. Skipið átti að vera tilbúið til afhendingar 8. júlí sl. en vegna fjárhagserfiðleika skipasmíðastöðv- arinnar hefur verkið tafíst og og nú er gert ráð fyrir að því Ijúki um miðjan þennan mánuð. Áðalvél Skapta bræddi úr sér 9. maí sl. þegar skipið var á heimleið úr veiðiferð. Það var dregið til Þýskalands til viðgerða í sömu skipasmíðastöð og Drangey er. Við- gerðum átti að Ijúka í byijun þessa mánaðar en nú er Ijóst að svo verð- ur ekki og er áætlað að Skapti losni 3. sept. nk. Bjarki Tryggvason fram- kvæmdastjóri ÚS segir að þessar miklu tafir hafi eðlilega raskað mjög starfsemi fyrirtækisins. Fjár- hagslegt tjón þess er verulegt, þótt ekki sé hægt að segja til um það nú hve mikið það verður. Með tilliti til hins góða afla, sem verið hefur í sumar sagði Bjarki að menn gætu séð hvHíkt áfall þetta væri. Hann sagði utgerðarfélagið hafa ætlað að senda Drangey til viðgerða í byijun þessa árs, en málið verið að velkjast í „kerfínu" lengur en góði hófí gegndi. Kári Hér á landi er skráð ein þota af gerðinni Cessna Citatíon og kom hún hingað í maí sl. Vélin er í eigu Þotuflugs hf. Cessna Citation verð- launuð fyrir öryggi í BANDARÍKJUNUM eru veitt svonefnd Robert J. Collier-verð- laun fyrir afrek á sviði flugs og geimvísinda. Það þykir mikill heiður að hljóta þessi verðlaun. Nýlega voru þau veitt Cessna- flugvélasmiðjunum fyrir Citat- ion-þoturnar sem fyrirtækið smíðar. Ein slík vél er í íslenska flugflotanum, og er hún í eigu Þotuflugs hf., sem tók til starfa fyrr á þessu ári. Cessna Citation-þotan hlaut þessa viðurkenningu fyrir öryggi í farþegaflugi. Ekkert slys hefur hent farþega þessara véla í tvö ár, eða í samtals 3,5 milljón flugstundir og flugtök að meðaltali á 44 sekúnda fresti allt árið um kring. Ef áfram er haldið með talnaleik, þá samsvar- ar þetta flugi 33 sinnum umhverfís jörðina daglega allt árið um kring. 1.400 Citation-þotur eru nú til. Þetta er í fyrsta sinn sem fram- leiðandi smærri flugvéla hlýtur þessi mikils metnu verðlaun síðan þau voru fyrst veitt fyrir 75 árum. Síðan 1970 hafa þau verið veitt árlega í tengslum við flug og geimvísindi, meðal annars þrisvar til NASA og einnig til Skylab- og Voyager-áætlananna sem unnið var að hjá NASA, bandarísku geim- ferðastofnuninni. - G.Þ. RALLY CROSS Rally Cross og Moto Cross keppni á sunnudaginn kl. 14:00 við Kjóavelli. í síðustu keppni fylgdust 2000 manns með hörku kappakstri á keppnisbraut BÍKR og nú endurtökum við leikinn. Miðaverð kr. 150 og frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum. ^jav'*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.