Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 Toppuppgjör ' á morgun A sunnudaginn klukkan 19 eigast við í 1. deildinni í knatt- spyrnu tvö efstu lið deildarinn- ar, Fram og Valur. Knatt- spyrnuáhugamenn bíða þessa leiks með ofvæni enda kemur leikurinn til með að ráða miklu um úrslit mótsins. Fram hefur nú fjögurra stiga forskot á Val. íslandsmeistararnir geta minnkað muninn niður í eitt stig með sigri. Vinni Fram hinsvegar hefur liðið sjö stiga forskot í deildinni. Þorgrímur Þráinsson, fyrirliði Vals, og Guðmundur Torfason, Fram, koma báðir til með að verða í sviðsljósinu á sunnudaginn og við heyrðum hljóðið í þeim félögum í gær- kvöldi. „Fram hefur verið besta liðið í mótinu til þessa og við hlökkum til að mæta þeim. Eftir því sem Paris SG með fullt hús ÖNNUR umferð var leikin í fyrstu deildinni frönsku í gærkvöldi. Racing Paris, með stjörnur á borð við Francescoli og Pierre Litt- barski innanborðs, vann sinn fyrsta sigur á heimavelli gegn Le Havre, og hefur tvö stig. Paris Saint Germain heldur áfram þar sem frá var horfið á síðasta keppnistímabili og trónir efst í deildinni með fjögur stig. Nice- Rennes 1-0 Toulouse - Monaco 2-1 Laval - Lens 1-1 Auxerre - Paris SG 1-2 Brest - Marseille 0-0 Saint-Etienne - Nancy 0-0 Metz - Sochaux 5-1 RC Paris - Le Havre 2-1 Lille - Bordeaux 0-0 Toulon - Nantes 1-1 andstæðingarnir eru sterkari því betur leikum við og því á ég von á að Framarar þurfi að hafa fyrir hlutunum gegn okkar,“ sagði Þorgrímur. „Við vorum með pálmann í hönd- unum mest allt keppnistímabilið í fyrra en misstum titilinn síðan úr höndunum á okkar á endasprettin- um. Við byrjuðum að æfa seinna núna og það hefur verið góður stígandi í leikjum okkar á þessu keppnistímabili. Valsliðið er búið að vera í mikilli framför í síðustu leikjum og sóknarmenn liðsins virðast vera búnir að ná sér á strik. Liðið skoraði sjö mörk gegn Breiðablik og fimm gegn FH. Eg held því að það fari ekkert á milli mála að þetta verður hörkuleikur," sagði Guðmundur sem hefur verið mjög markheppinn í sumar. Hann hefur skorað fjórtán mörk á keppnistímabilinu og haldi hann uppteknum hætti við markaskorun kemur hann til með að hnekkja meti Péturs Péturssonar. „Ég ætla að reyna allt hvað ég get til þess að skora á sunnudag- inn. Það yrði frábært ef það tækist en það fer einungis eftir því hvern- ig liðið spilar. Valsvörnin er sterk en samt óttumst við ekki Þorgrím og félaga. Við munum leika okkar leik, ekki reyna að hanga á öðru stiginu. Það er bara óskandi að fólk fjölmenni á völlinn á einn af stórleikjum sumarsins," sagði Guðmundur. Hálfdán hættur Hálfdán Örlygsson, hinn sókn- djarfi bakvörður KR, mun ekki leika meira með liði sínu á þessu keppnistímabili. Hálfdán hefur staðið í húsbyggingu og lítill timi er fyrir knattspyrnuiðkun sam- fara því. Hann hefur ekki æft með liði sínu síðasta mánuðinn en mætir væntanlega í slaginn á ný fyrir næsta keppnistímabil. ^tttlfe ES • • Leikmönnum gekk misvel að fóta sig f vætunni og rokinu í gærkvöldi eins og þessi mynd af Lofti Óiafssyni og Siguróla Kristjánssyni ber með sér. Markalaust í Laugardalnum - hjá KR og Þór Laugardalsvöllur 1. deild KR-Þór 0-0 Gul spjöld: Nói Björnsson og Sigurbjörn Við- arsson Þór. Dómari: Þorvarður Björnsson. Hann hefði mátt taka fastar á brotum en komst annars þokkalega frá erfiöum leik. Áhorfendur: 176. EINKUNNAGJÖFIN: KR: Stefán Jóhannsson 3, Jósteinn Einarsson 2, Stefán Pótursson 2, Loftur Ólafsson 2, Gunnar Skúlason 4, Gunnar Gíslason 2, Guö- mundur Magnússon 2, Ásbjörn Björnsson, lék of stutt, Björn Rafnsson 2, Heimir Guömunds- son 2, Sæbjörn Guðmundsson 2. Þór: Baldvin Guömundsson 3, Sigurbjörn Viö- arsson 2, Júlíus Tryggvason 2, Nói Björnsson 3, Árni Stefánsson 2, Baldur Guönason 2, Kristján Kristjánsson 3, Hlynur Birgisson 2, Jónas Róbertsson 2, Siguróli Kristjánsson 2, Halldór Áskelsson 2, Einar Arason vm. lók of stutt. Einkunnagjöf miöast viö aöstæöur. Það var veðrið sem var í öllum aðalhlutverkunum í fyrri hálfleik. Leikmönnum liðanna gekk illa að hemja knöttinn og KR-ingum sem léku með sterkan vindinn í bakið tókst ekki að nýta sér vindinn sem skyldi. KR varð fyrir miklu áfalli á G Texti: Frosti Eiðsson Mynd: Börkur Arnarson Atli skoraði fyrsta markið í v-þýsku deildakeppninni Uerdingen vann, en Stuttgart tapaði Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, fréttamanni Morgunblaðsins í V-Þýsfcalandi. ATLi Eðvaldsson skoraði fyrsta mark V-þýsku Bundesligunnar í knattspyrnu í gærkvöldi - í annað sinn á knattspyrnuferlinum sem hann vinnur þaö afrek. Hann skoraði mark fyrii lið sitt, Bayei Uerdingen, þegai 12 mínútur vorn liðnar af leiknum gegn nýlið- um Homburg. Uerdingen vann góðan 0:2 útisigur, en lið Ásgeirs Sigurvinssonar, Stuttgart, tapaði hinsvegar fyrir Mannheim 3:2, í stórkostlega skemmtilegum og vel leiknum leik. Atli gerði mark sitt með fallegu skoti frá vítapunkti eftir fyrirgjöf. Eftir að hafa náð forystu lagðist Uerdingen í vörn og hélt spenntum nýliðunum frá marki sínu með skipulögðum, en heldur leiðinleg- « um varnarleik. Inn á milli áttu þeir þó skyndisóknir og úr einni slíkri skoraði Funkel annað mark Uerd- ingen á lokamínútunum. Jafntefli hefði verið sanngjarnt, en Uerding- en lék árangursríkari knattspyrnu, þó ekki væri hún fögur. Atli átti mjög góðan leik - skoraði markið og var síðan klettur í varnarmúr liðs síns í síðari hálfleik. Gæfan vár ekki eins hliðholl Stuttgart í útileiknum í Mannheim. Liðið hefur aldrei náð að sigra þessa nágranna sína á útivelli, og ekki tókst það heldur í gærkvöldi, þó aðstæður allar væru hinar ákjósanlegustu. Sól og blíða og 31 þúsund æstir áhorfendur. En knattspyrnan sem liðin sýndu þótti stórkostleg, og allur annar bragur á leiknum en hjá Homburg og Uerdingen. Lítið fór fyrir Ásgeiri í fyrri hálfleik, en í þeim síðari sótti hann í sig veðrið og í heild lék hann vel. Stuttgart byrjaði leikinn með þriggja manna framlínu, sem er óvenjulegt á útivelli i Þýskalandi, og þegar staðan var 2:2 um miðjan síöari hálfleik hélt liðið áfram að sækja, staðráðið í að vinna leikinn. En sóknarknattspyrnan getur stundum verið varasöm, og Mann- heim náði að skora sigurmarkið • Atli Eðvaldsson skoraði fyrsta mark Budesligunnar þegar hann hóf atvinnumannsferil sinn 1981 og hann endurtók það i gærkvöldi. undir lokin. Buchwald og nýi mið- herjinn Bunk gerðu mörk Stutt- gart, það síðara eftir góða stungusendingu Ásgeirs. Fritz Walter (2) og Trieb gerðu mörkin fyrir Mannheim. Sem fyrr segir léku bæði liðin vel, en Mannheim hefur tak á Stuttgart og knúði fram heldur óréttlátan sigur. 17. mínútu er Ásbjörn Björnsson meiddist illa á ökkla eftir samstuð við leikmann Þórs. Ásbjörn var borinn að velli og flest bendir til þess að liðbönd hafi slitnað. Sé raunin sú mun hann ekki leika meira með liðinu það sem eftir er sumars. Það var aðeins á síðustu fimm mínútunum að hætta skapaðist upp við mörkin. í bæði skiptin slapp Þór fyrir horn, í fyrra skiptið náði Baldvin Guðmundsson mark- vörður að blaka skoti Gunnars Skúlasonar yfir þverslá og í síðara skiptið komst Björn Rafnsson einn og óvaldaður inn í vítateig Þórs eftir að hafa leikið á varnarmann. Baldvin sá hinsvegar við honum og náði að verja af stuttu færi. Flestir áhorfendur hafa eflaust ætlað að Þór mundi ná að nýta sér vindinn í síðari hálfleiknum en það fór á annan veg. KR var betri aðilinn ef eitthvaö var. Þeir náðu undirtökunum á miðjunni. Leik- menn Þórs áttu hinsvegar hættu- legar skyndisóknir. Á 12. mínútu mátti engu munu upp við KR- markið eftir eina slíka. Kristján Kristjánsson gaf þá góða sendingu á Hlyn Birgisson sem var einn og óvaldaður í vítateignum. Stefáni markverði tókst hinsvegar að verja skot hans. Litlu munaði að Gunnari Skúla- syni tækist aö næla í stigin þrjú á lokamínútunum fyrir KR er hann náði að leika á Baldvin markvörð, skot hans af þröngu færi hafnaði hinsvegar í hliöarnetinu. Stuttu áður hafði Gunnar einnig verið á ferðinni með gott skot sem fór rétt framhjá. Þrír nýliðar spreyttu sig í KR- liðinu í gærkvöldi. Heimir Guðjóns- son og Gunnar SKúlason voru í fyrsta sinn i byrjunarliði félagsins og Stefán Steinssen tók stöðu Ásbjörns. Liðiö lék án Ágústar Más Jónssonar og Willums Þórssonar en þeir afplánuðu báðir leikbönn. Þórsliðið var hinsvegar óbreytt frá því fyrir sumarfrí. Kristján Kristjánsson var besti maður liðs- ins. Hann átti góða spretti á vinstri kantinum sem sköpuðu usla í KR- vörninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.